Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 56
140 manna sjónvarpslið á sérútbúinni flugvél frá Þýskalandi
Reiknað
-með 12-15
milljónum
áhorfenda
Keflavík. Morgunblaðið
EITT HUNDRAÐ og fjörutíu
manna lið á vegum þýsku sjón-
varpstöðvarinnar RTL var statt
hér á landi í gær til að taka upp
spurningaþátt þar sem ein-
göngu er fjallað um Island.
Spurningaþættinum stjómar
Frank Elstner sem er einn
þekktasti sjónvarpsmaður í
Þýskalandi. Hann verður 90
mínútna langur og er gert ráð
fyrir að 12 til 15 milljónir
manna munu sjá þáttinn. Til
Islands kom sjónvarpsfólkið
með vél frá þýska félaginu Luft-
hansa sem er innréttuð sem
sjónvarpsver og mun vélin vera
sú fyrsta sinnar tegundar.
Að sögn Arthúrs Björgvins
Bollasonar, sem Frank Elstner
fékk sérstaklega til að hjálpa
«^við upptökur á þættinum, verð-
ur hann bæði tekinn upp á Is-
landi, í stúdíói í Þýskalandi og
um borð í flugvélinni þar sem
spurningaþátturinn hefði raun-
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
MEÐAL atriða sem tekin voru upp í Bláa lóninu í gær var kappróður á fleytum úr frauðplasti.
ar hafist í 10.000 feta hæð á
leið til Islands. Honum var síðan
fram haldið í Bláa lóninu þar
sem sigurvegari var krýndur.
Að loknum tökum í Bláa lón-
inu var haldið í Heiðmörk þar
sem grillað var lamb og síðan
skemmti þýska sjónvarpsfólkið
sér í Perlunni þar sem m.a. rúss-
neskir listamenn komu fram.
Með í förinni var heimsmeistar-
inn í 200 metra skriðsundi,
Franziska van Almsick. Hún var
að kynna nýja tegund af sport-
bíl frá Opel sem nú var sýndur
í fyrsta sinn. Einnig ætlaði hóp-
urinn að heimsækja forseta ís-
lands, Vigdísi Finnbogadóttur.
Hækkun
plastum-
búða fer út
í verðlag
HÆKKUN sem orðið hefur á hrá-
efnisverði til plastiðnaðar upp á síð-
kastið mun leiða til 6-12% hækkun-
ar á plastumbúðum frá Plastprenti
næstkomandi fimmtudag, en fyrir-
tækið er hið stærsta í plastfram-
leiðslu hérlendis. Eysteinn Helga-
son, framkvæmdastjóri Plastprents,
sagðist telja að þessi hækkun færi
áfram út í verðlagið þar sem um-
búðir væru oft stór hluti í vöruverði.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu hefur aukin eftir-
spurn eftir hráefni til plastfram-
leiðslu leitt til 30% hækkunar frá
því í júlí, og spáð er enn frekari
hækkunum á næstunni. Eysteinn
Helgason sagði að það sem einkenn-
andi væri fyrir þessa hækkun núna
væri hve snöggt hún kæmi, en verð-
ið hefði lengi verið mjög lágt og
stöðugt.
Hann sagði að hækkun hefði
ekki orðið fyrr en nú á framleiðslu-
vörum Plastprents þar sem til hefðu
verið birgðir bæði af hráefni og til-
búnum umbúðum, en nú kæmi
hækkunin hins vegar til fram-
kvæmda og yrði hún á bilinu 6-12%
eftir því um hvaða efni væri að
ræða.
Svend Aage
Malmberg
Fiskvernd
grundvall-
aratriðií
Smugunni
SVEND AAGE Malmberg haffræð-
ingur segir að eins og málum sé
háttað séu veiðar íslendinga utan
við 200 sjómílna landhelgismörk í
Barentshafi að mörgu leyti eðlileg
tilraun. Þessum veiðum verði þó að
stilla í hóf og ekki megi gleyma því
að fiskurinn sé veiddur á kostnað
sjómanna í Norður-Noregi og Rúss-
landi sem stunda heimamið. Varð-
andi fískveiðar íslendinga í Barents-
hafí séu fiskverndarsjónarmið
.grundvallaratriði.
Svend Aage bendir á að Barents-
haf teljist haffræðilega til strand-
hafa og sé auk þess landgrunnshaf.
Hann segir að ef Barentshaf sé út-
haf þá séu íslandsmið það einnig.
íslendingar virðist láta lönd og leið
að á þessum slóðum séu þeir að fiska
úr fískistofnum sem lotið hafa
stjórnun strandþjóða. Nú beitum við
í okkar þágu ýmsum þeim rökum
sem andstæðingar okkar í gengnum
þorskastríðum notuðu.
Svend Aage telur að orð sem lát-
in hafí verið falla um hefðarrétt ís-
lendinga til fiskveiða við Svalbarða
virðist vitna um óskþyggju og sjálfs-
blekkingu okkar. „íslendingar virð-
ast taka sér „rétt“ með valdi til
aukningar á lífsrými. Við virðumst
nær því að líkjast Serbum með sína
Stór-Serbíu í huga en friðsamlegri
fískveiðiþjóð á 100.000 ferkílómetra
eyju í úthafinu...“ segir í greininni.
■ Veiðar íslendinga.../24
Flugleiðir skipta um kný-
venda á Boeing-þotunum
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að skipta um knývenda í hreyflum allra
Boeing-flugvéla sinna. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða segir
ákvörðunina ekki standa í neinu sambandi við flugslysið í Pittsburgh
í síðustu viku en rannsókn beinist meðal annars að því hvort bilun
í knývendi hafi valdið því að Boeing 737-300 þota USAir fórst.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Fjárgæslumenn
í réttunum
Blönduósi. Morgunblaðið.
FJÖLMENNT var í Undirfellsrétt í Vatnsdal á föstudag. Þar
komu meðal annars nokkrir kunnir „fjárgæslumenn“ og má þar
nefna fyrrverandi seðlabankastjóra, Jóhannes Nordal, og núver-
andi fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson. Er ekki að efa að
þessir menn hafi litið með velþóknun á ávöxtun fjárins.
■ Fénu fer fjölgandi/14
„Ákvörðun um þessar breytingar
er fyrir löngu tekin og varahlutirn-
ir komnir til landsins. Hér er um
endurhönnun á knývendum að
ræða. Það var ákveðið að ráðast í
verkið við fyrsta hentugleika og sú
stund er að renna upp. Þetta er að
öllu leyti að frumkvæði stjómenda
Flugleiða, það komu engin til mæli
um þessar breytingar, hvorki frá
bandarísku flugmálastjóminni né
Boeing-verksmiðjunum," sagði Ein-
ar Sigurðsson.
Að sögn Einars verður breyting-
unum á Boeing 737-400 flugvélum
Flugleiða lokið fyrir jól. Breytingar
á knývendum Boeing 757-200 flug-
vélanna verða framkvæmdar sam-
hliða skoðun á þeim eftir áramót
en þar er um flóknari breytingar
að ræða en á 737-þotunum.
„Það er ásetningur Flugleiða að
tækjabúnaður flugvéla félagsins sé
jafnan sá ömggasti sem völ er á.
Þessi breyting sem stendur fyrir
dyrum á knývendum Boeing-þot-
anna er ákveðin með það í huga.
Hún er tekin í þeirri trú að þetta
auki öryggi flugvélanna,“ sagði
Einar Sigurðsson.
Minni slysatíðni
Að sögn Einars sýna mælingar
að slysatíðni á Boeing 737 flugvél-
um af undirgerðunum -300, -400
og -500 er mun minni en öðrum
flugvélategundum eða 0,53 óhöpp
á hverja milljón flugtaka. Fyrir
Boeing-727 þotur er mælistuðullinn
0,87 2,67 fyrir DC-10 og 5,49 fyrir
DC-8, svo nefndar séu flugvélateg-
undir sem Flugleiðir hafa notað, og
2,5 fyrir Airbus A320 og A321.
Til samanburðar hefur ekkert slys
orðið á Boeing 757-þotum eins og
Flugleiðir eiga.
■ Athyglinni beint að/20
------*—*--*----
Ókinní
í fjárhóp
Sólbyrgi. Morgunblaðið.
EITT lamb drapst þegar bíl var
ekið inn í fjárrekstur við Ðeildar-
tungu í Borgarfírði í gær. Aflífa
þurfti fjögur lömb eftir áreksturinn
og tvö voru í gær undir læknishendi.
Jón bóndi Björnsson í Deildar-
tungu var að reka fé sitt heim úr
réttunum í gær þegar óhappið varð.
Hann var að koma yfir blindhæðina
hjá Deildartungu þegar bíll kom
akandi yfir hæðina á móti hópnum.
Bremsur bílsins virkuðu ekki, hann
lenti inni í miðjum fjárhópnum og
stöðvaði ekki fyrr en eftir nokkur
hundruð metra. Sá sem reið á eftir
hópnum var utan vegar og hann
sakaði ekki.
Bílstjórinn skildi eftir nafnspjald
sitt og ók svo áfram á bremsulaus-
um bílnum. Lögreglunni í Borgar-
nesi var gert viðvart um för manns-
ins en ekki er vitað til að hún hafi
haft afskipti af honum.
Nú er réttatíminn hafinn og þá
verða ökumenn að taka tillit til
umferðar búsmala á vegum.