Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 33
BRODDIJOHANNESSON
+ Broddi Jóhannesson, fyrr-
um rektor Kennaraháskóla
Islands, var fæddur í Litladals-
koti í Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði 21. apríl 1916. Hann
lést á heimili sínu í Reykjavík
10. september síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Dóm-
kirkjunni 16. september.
ÉG SEM þessar línur rita, var nem-
andi Brodda í Kennaraskóla íslands
í fjóra vetur. Ekki fer hjá því, að
margt rifjist upp, þegar virtur og
vel metinn kennari manns um það
langa hríð hverfur af sjónarsviðinu.
Að vísu hafði Broddi mjög hægt
um sig árin síðan hann kvaddi
Kennaraháskóla íslands, þá tæpt
sextugur. Sumum fannst hann
draga sig í hlé allt of snemma, slík-
ur áhrifamaður sem hann var og
átti svo auðvelt með að blanda geði
við fólk og miðla málum.
Broddi kom til starfa óvenju ung-
ur. Hann hafði lokið doktorsprófi í
sálarfræði í Miinchen í Þýskalandi
1940, ári eftir að heimsstyrjöldin
hófst. Hann var heppinn að komast
heim til síns kæra föðurlands haust-
ið sama ár og geta hafið störf fljót-
lega, í stað þess að þurfa að bíða
af sér tímann ytra allt til stríðs-
loka. Fyrst eftir heimkomuna var
Broddi um skeið þulur við Ríkisút-
varpið, en sneri sér að kennslu við
Kennaraháskóla íslands 1941, að-
eins 25 ára að aldri. Munu margir
nemenda hans þar fyrstu starfsárin
hafa átt að baki fleiri æviár en
hann.
Haustið 1945. Þá settust fáeinir
nemendur í fyrsta bekk Kennara-
skólans, eftir inntökupróf sem farið
hafði fram. Sá sem þetta ritar var
einn af þeim. Elstur kennaranna
var sjálfur skólastjórinn, Freysteinn
Gunnarsson, cand. theol., rúmlega
fimmtugur. Okkur fannst hann vera
þá þegar orðinn nokkuð roskinn
maður. Einn kennaranna var áber-
andi yngstur, enda unglegur, hann
dr. Broddi, þá tæplega þrítugur.
Ljóshærður, hressilegur náungi,
sem geislaði af hreysti og lífs-
þrótti. En það var ekki þetta, sem
mest vakti athygli okkar á þessum
unga lærdómsmanni, heldur sjálf
framkoman, persónan sem birtist
okkur. Ekki bar hann það utan á
sér að hafa setið við lærdómsbrunna
erlendis um árabil. Hann var enn
látlaus sveitamaður og félagi okk-
ar. Ekki þéraði hann nemendur
sína, en sagði jafnan við, þegar
hann tók fólk upp í tímum. Það sem
einkenndi Brodda öðru fremur var
látleysið, mennskan. Hann sagði
okkur oft frá Sigurði skólameistara,
þeim djúpvitra manni, sem var læri-
faðir hans í Menntaskólanum á
Akureyri. Hann lagði áherslu á
þetta orð, sem ekki er oft á vörum
manna, miklu fremur andstæða
þess. Broddi var mannlegur í öllum
samskiptum við nemendur sína; ég
held að honum hafi verið annað
óeðlilegt.
Um Brodda rita vafalaust marg-
ir, þann merka skólamann og rithöf-
und, en margt liggur eftir hann í
rituðu máli. Hann tók við skóla-
stjóraembætti við Kennaraskóla ís-
lands haustið 1962, í sama mund
og stofnunin fluttist úr gamla skóla-
húsinu við Laufásveg í núverandi
húsakynni við Stakkahlið. Á næstu
árum jókst aðsókn að skólanum
mjög, og hefur vafalaust verið
býsna erfitt að stýra stofnuninni,
þar til hún var gerð að háskóla,
árið 1971, og hægara var um vik
aö stýra inngöngu fólks í þessa
lærdómsstofnun. Broddi var síðan
rektor Kennaraháskólans til ársins
1975. Ég furðaði mig nokkuð á
þeirri ráðstöfun hans að hverfa þar
af vettvangi og setjast í helgan
stein, maður á góðum aldri. Vafa-
laust hafa árin, sem hann átti eft-
ir, verið honum góð og gjöful, í öllu
tilliti. Broddi hefur eflaust skrifað
ýmislegt á þeim tíma sem hann var
embættislaus. Ekki kæmi mér það
á óvart. Kemur ef til vill í ljós síðar.
Um svipað leyti útskrifuðust þrír
menn frá MA, sem settu mjög svip
sinn á andlegt líf hérlendis á þess-
ari öld. Tveir eru nú látnir, Kristján
Eldjárn og Broddi. Einn er enn á
meðal okkar: Andrés Björnsson,
fyrrum útvarpsstjóri. Allir voru þeir
andans menn. Mikils virði er einni
þjóð að eiga sér slíka leiðtoga.
Við, sem nutum kennslu Brodda
og andlegrar leiðsagnar, þökkum
fyrir okkur. Blessuð sé minning
hans.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Byrði betri
berat maður brautu að
en sé manvit mikið.
Auði betra
þykir það í ókunnum stað;
■ slíkt er volaðs vera.
Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman,
þá varð eg villur vega;
auðigur þóttumk,
er eg annan fann,
maður er manns gaman.
(Hávamál).
hafi notið gestrisni þeirra Friðrikku
á sumarferðalögum.
Ungum var okkur kennt að
þakka fyrir okkur. Móðir mín talaði
oft um hve mikilvægt það væri að
eiga góða nágranna. Við Jón og
börnin okkar eigum mikið að þakka
Brodda og fólki hans. Þegar árin
færast yfir finnum við að kynni af
góðu, skemmtilegu og skilningsríku
fólki er dýrmætara en efnisleg
gæði.
Nú er frumbyggjum hér á
Sporðagrunni tekið að fækka. Hér
eftir verður ekki gengið á vit
Brodda og blandað við hann geði
sér til sálubótar. Og börnin okkar
eru hætt að leika sér saman í
brennibolta á vorin og mynda „járn-
brautarlest“ með skíðasleðum á
vetrum. Þau eru nú löngu orðin
uppkomin og störfum hlaðin í þjóð-
félaginu hvert á sinn hátt. Hér var
þá barnahópur í hveiju húsi og þau
ólu hvert annað upp í ftjálsum leikj-
um. Þannig myndaðist á götunni
einskonar samfélag í hnotskurn.
Ég á ekki aðra ósk betri þessu fólki
til handa en það ali sín börn upp í
því umburðarlyndi og skilningi á
mannlegum breyskleika sem það
naut sjálft.
Við kveðjum Brodda Jóhannes-
son með þakklæti fyrir ómetanleg
kynni, því „þar sem góðir menn
fara, þar eru guðs vegir“. Friðrikku
konu hans, börnum, tengdabörnum
og öllum afkomendum vottum við
innilega hluttekningu.
Ástríður Elín Björnsdóttir,
Jón Jakobsson.
Kveðja frá Sálfræðinga-
félagi íslands
Ég vil hér fyrir hönd Sálfræð-
ingafélags íslands kveðja dr.
Brodda Jóhannesson, sem nú er
látinn. Dr. Broddi var einn af stofn-
endum Sálfræðingafélags íslands,
fyrsti formaður þess og síðustu ár
heiðursfsélagi í félaginu. Dr. Broddi
nam sálarfræði í Danmörku og
Þýskalandi á árunum 1935-40 og
starfaði mestan sinn tíma að mál-
efnum sálfræðinnar, sem kennari í
sálar- og uppeldisfræði, síðar sem
skólastjóri í Kennaraskóla íslands
og að margvíslegum ritstörfum. Á
því tímabili sem hann stýrði Kenn-
araskólanum var kennaramenntun-
in færð á háskólastig, en það verð-
ur að teljast merkur áfangi í ís-,-
lenskri skólasögu. í löngu og góðu
viðtali sem birtist í Fréttabréfi Sál-
fræðingafélagsins í júlí 1986 við
dr. Brodda segir hann þetta um
sálfræðimenntun sína í’skólastarf-
inu:
„Það getur ekki hjá því farið (að
hún hafi haft áhrif á mig). Ég býst
við að hún hafi aukið mér þrek
bæði beint og óbeint. Hún veitti
mér þjálfun í að athuga og temja
mér hlutlægni. Svo held ég að við-
horf Blöndhlíðinga hafi haft nokk-
urt gildi. Þeir voru gæddir eins
konar sveitarmannúð, þeir umbáru
hvern sem var, en leystu engan
undan eigin ábyrgð.“
Þessi tilvitnun lýsir vel þeim
manni sem sálfræðingar hafa
kynnst, fræðimanninum sem hélt
órofa tengsl við uppruna sinn.
Við kveðjum því dr. Brodda með
þakklæti fyrir það sem hann
lagði af mörkum fyrir okkur hina
sem á eftir komu og sendum sam-
úðarkveðjur til eftirlifandi eigin-
konu og til barna hans.
Hugo Þórisson, formaður
Sálfræðingafélags íslands.
Enginn er verri þótt hann vökni,
segir gamalt máltæki. Þetta fengu
þeir að reyna frumbyggjarnir á
Sporðagrunni sumarið 1955, eitt
mesta rigningasumar í manna
minnum, er þeir börðust við að
koma upp húsum yfir sig og fjöl-
skyldu sína af litlum efnum. Þarna
mynduðust fljótt góð kynni og þar
kynntust þeir fyrst maðurinn minn
Jón Jakobsson og dr. Broddi Jó-
hannesson. Áður hafði ég verið svo
lánsöm að njóta kennslu hans í sál-
arfræði. í kjölfar þessara kynna
komu svo veiðiferðir, bæði á sjó,
en þó aðallega til fjalla á vetrum.
Þær ferðir urðu Jóni jafn ógleyman-
legar og mér urðu kennslustundirn-
ar í gamla Kennaraskólanum við
Laufásveg. Hvers vegna?
Jú, Broddi átti engan sinn líka,
hvort sem hann stóð við skurðgröft
í rigningu, við kennaraborðið eða í
veiðiferð til fjalla. Mér er minnis-
stætt hve vel hann las ljóð með sinni
djúpu, sérstæðu rödd, en þau ljóð
valdi hann sem dæmi um skáld
ákveðinna sálgerða. Hvernig hann
virkjaði nemendur í kennslustund-
um og glæddi þær lífi. Hvernig
hann í lok tímans fékk okkur um-
hugsunarefni. Hvernig hann brýndi
fyrir okkur að forðast fordóma,
hleypidóma og sleggjudóma um
menn og málefni: „Það er mannlegt
að skjátlast. í hamingju bænum
munið þið það og gleymið því aldr-
ei.“ í uppeldisfræði lagði hann
áherslu á að börn nytu olnbogarým-
is til leikja. Hann kenndi mér að
hafa ekki áhyggjur af því þótt fátt
væri af fínum húsmunum í stofunni
meðan börnin voru lítil. Þvert á
móti hefðu mín börn það best allra!
Eitt af því sem Broddi taldi eftir-
sóknarverðast í lífinu, var að eign-
ast trausta og heilsteypta skapgerð.
Vart er hægt að hugsa sér traust-
ari og heilsteyptari mann en hann.
En þó sameinaði hann furðu marga
mismunandi þætti í einn sterkan
þráð. Hann var undarlegt sambland
af náttúrubarni og heimsborgara,
handverksmanni og heimspekingi,
fræðimanni og bónda, veiðimanni
og náttúruskoðara. Þessir ólíku eðl-
isþættir nýttust honum piýðilega í
öllum hans störfum svo sem rit-
störfum, þýðingum og stjórnun,
sem ég læt öðrum eftir að fjalla
um. Þó ber af hve ötull hann var
að byggja hús í stopulum frístund-
um, því fyrir utan einbýlishús sitt
hér í nágrenninu, lét hann sig ekki
muna um að smíða sér sumarhús í
stofunni sinni og flytja það norður
í Skagaljörð. Þar hygg ég að ófáir
100
Smábrauðin frá Hatting
Þai er munur...
...á nÝbökuðum og upphituðum
Þegar þú setur hálfbökuðu Hatting smábrauðin í
ofninn færðu þau nýbökuð út en ekki bara upphituð
- í því liggur stór munur sem vert er að prófa.
Fín og gróf smábrauð og bóndabrauð
- alltaf fersk - alltaf nýbökuð.
H&lNÚATOfSNCASIOfA/Sh