Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 39
FRÉTTIR
Aðalfundur Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum
Umræður urðu
um framtíð
sambandsins
Keflavík. Morginblaðið.
NOKKRAR umræður spunnust á
aðalfundi Sambands sveitarfélaga
á Suðurnesjum um framtíð sam-
bandsins eftir framsöguerindi sem
voru flutt um framtíð SSS í ljósi
sameiningar sveitarfélaga á
Suðurnesjum. í framsögu Jónínu
Sanders formanns bæjarráðs
Keflavíkur kom m.a. fram sú hug-
mynd, að stjórnir sameiginlegra
stofnanna yrðu skipaðar 5 fulltrú-
um og af þeim fengi nýja sveitarfé-
lagið, Keflavík, Njarðvík og Hafn-
ir, 3 fulltrúa.
Núverandi fyrirkomulag er, að
af 7 fulltrúum á nýja sveitarfélag-
ið 3 fulltrúa. í máli Jónínu kom
fram, að með breyttum forsendum
þar sem kostnaðarhlutdeild
stærsta sveitarfélagsins, sem væri
Keflavík, Njarðvík og Hafnir, væri
nú 66% í stað 48% áður og allt að
80% í einstaka stofnunum væri í
því ljósi óhjákvæmilegt annað en
að gera breytingar. Þessari hug-
mynd var fálega tekið af fulltrúum
smærri sveitarfélaganna, en áður
hafði verið ákveðið að halda sam-
starfinu óbreyttu í eitt ár og endur-
skoða það þá í ljósi reynslunnar.
Aðalfundurinn, sem var sá
sautjándi, var að öðru leyti með
hefðbundnum hætti. Atvinnu- og
skólamál voru einnig í brennidepli
og sendi fundurinn frá sér álykt-
anir um þessi mál. Lagt var til,
að sveitarfélögin á Suðurnesjum
taki að fullu við rekstri grunn-
skóla og að samkomulag náist við
ríkið um flutning verkefna og tek-
justofna til að standa straum af
kostnaði. í ályktuninni um at-
vinnumál kemur fram, að á mark-
vissan hátt verði unnið að útrým-
ingu atvinnuleysis á svæðinu og
að margt bendi nú til að langvar-
andi samdráttarskeiði sé að ljúka
og að uppgangstímar fari í hönd.
Þá er þess krafist af ríkisvaldinu,
að niðurstaða fáist varðandi frí-
svæði á Suðurnesjum. Þá telur
fundurinn, að ekki verði unað við
áframhaldandi greiðsluþátttöku
sveitarfélaga í Atvinnuleysis-
tryggingasjóði. Ennfremur var
ályktað um tvöföldun og lýsingu
Reykjanesbrautar, byggingu D-
álmu við Sjúkrahús Suðurnesja,
um endurgreiðslu virðisauka-
skatts og frárennslismál.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
FRÁ aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem
haldinn var í Keflavík um helgina, í ræðustól er Guðmundur
Árni Stefánsson félagsmálaráðherra.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
FJOLDI fólks tók þátt í þökulagningu nýs æfingavallar fyrir knattspyrnu á Egilsstöðum.
Réttardagur í
Þistilfirði
Þórshöfn. Morgunblaðið.
SÉRSTÖK tilfinning grípur Sláturtíð hófst sjöunda
oft fólk hér um slóðir þegar þessa mánaðar i Fjallalambi
réttardagarnir nálgast. Það á Kópaskeri, en nokkuð er
eru ekki síst börnin sem fyll- síðan sláturhúsið hér var lagt
ast eftirvæntingu enda er niður. Að sögn Garðars Egg-
fjölmennt í sveitinni þegar ertssonar, framkvæmda-
féð er rekið í réttirnar. Smá- stjóra Fjallalambs, er fall-
fólkið tryllist af kæti og lítil þungi fjárins mjög svipaður
rödd heyrist hrópa „lyftu mér og í fyrra, þó heldur meiri
upp á hrúguna“, en hrúgan núna. Sláturtíð gengur vel
er kindahjörðin í réttinni. fyrir utan það að erfitt var
Börn og hundar röðuðu sér að fá fólk til vinnu og er því
hlið við hlið á réttarvegginn . töluvert um aðkomufólk við
og fylgdust með þegar dregið vinnu í sláturhúsinu á Kópa-
var í sundur. skeri eða um 30 manns utan
Veðurblíðan var einsök um N-Þingeyjarsýslu. Gott veður
síðustu helgi þegar aðalrétt- hefur einkennt sláturtíðina
irnar voru í sveitinni, hvíta- og segir Garðar þetta vera
logn og sólskin og féð var sama tíðarfar og í fyrra um
þurrt og hreint. - þetta leyti.
Æfingavöllur
þökulagður
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
EGILSSTAÐABÆR hefur látið útbúa
svæði til knattspyrnuæfinga, en slíkur
völlur hefur ekki verið til staðar í
bænum og eini íþróttavöllur staðarins
leyfir ekki það álag sem þarf. Þessi
nýi völlur gjörbreytir allri aðstöðu til
knattspyrnuiðkunar en knattspyrnu-
deild Iþróttafélagsins Hattar stundar
knattspyrnu í nær öllum aldursflokk-
um. Elstu flokkar hafa sótt æfingar á
velli í nálægum sveitarfélögum og þau
yngri hafa stundað æfingar á grasflöt-
um og nálægum túnum. Fjöldi fólks
kom nálægt þessari framkvæmd, en
knattspyrnudeild Hattar lagði til
vinnu við þökulagningu vallarins og
tóku um 60 manns þátt, á einn eða
annan hátt. Ennfremur lögðu fyrir-
tæki og einstaklingar til vinnu og lán-
uðu tæki og vinnuvélar. Völlurinn er
8.400 fm og var liann þökulagður um
síðustu helgi.
Guðríðar Þorbjarn-
ardóttur minnst
Laugarbrekku. Morgunblaðið.
SUNNUDAGINN 11. september
var sett upp skilti sem má segja
að sé minnisvarði um Guðríði Þor-
bjarnardóttir sem fæddist á Lauga-
brekku. Skiltið var sett upp við
bílaplan við Útnesveg vestan við
Laugarvatn skammt ofan við
Laugarbrekku en við skiltið sést
Laugarbrekka.
Ferðamálasamtök Snæfellsness
stóðu fyrir þessari framkvæmd,
pokasjóður Landverndar kostaði
þetta verk, Teiknistofa Landkorta
hefur teiknað skiltið og Merking
hf. bjó það til. Textinn á skiltinu
er samin af Ragnheiði Mósesdóttur
og fjallar hann um Guðríði.
Björn Jónsson, vegaverkstjóri,
studdi þetta framtak ásamt Vega-
gerðinni og vann við það. Skúli
Alexandersson, sem var upphafs-
og hvatamaður þessarar fram-
kvæmdar, afhjúþaði skiltið í viður-
vist fólks úr Snæfellsbæ sem var
við athöfnina. Þar á meðal voru
staddar kvenfélagskonur frá
Hellissandi og Ólafsvík. Skúli og
Dóra Haraldsdóttir, formaður
Ferðamannasamtakanna, afhentu
skiltið ferðamönnum til fróðleiks
og ánægju og ávörpuðu viðstadda
með nokkrum velvöldum orðum.
Skiltið er mjög veglegt í alla staði
og er þeim sem að því stóðu til
mikil sóma.
Guðríður Þorbjarnardóttir fædd-
ist á Laugarbrekku um árið 980.
Hún fluttist til Ameríku árið 1000
með foreldrum sínum. Hún var
fyrsta hvíta móðirin í Norður-
Ameríku, Vínlandi og fæddi fyrsta
hvíta barnið þar. Guðríður giftist
Þorsteini Eiríkssyni, syni Eiríks
rauða. Þau gerðu tilraun til að sigla
til Vínlands en tókst ekki. Þor-
steinn lést í þessari ferð.
Síðan settist Guríður að hjá
mági sínum í Bröttuhlíð þar sem
hún kynntist Þorfinni karlsefni,
höfðingjasyni úr Skagafirði, og
giftist honum. Þau sigldu til Vín-
lands og sátu þar um hríð. Þar
fæddist henni sonur Snorri. Svo
sigldu þau til Grænlands og þaðan
til íslands og settust þar að í
Glaumbæ í Skagafirði.
Guðríður var ein sögufrægasta
konan á íslandi. Hún var mesti
ferðagarpur miðalda og átti sér
engan líka hvað ferðalög snerti.
Hún fór í átta úthafssiglingar og
fór tvisvar yfir Evrópu til Róma-
borgar. Eftir lát Þorfinns fór Guð-
ríður pílagrímsferð til Rómar.
Flestir Islendingar geta rakið ættir
sínar til Guðríðar.
Onnur íþróttafélög
takið eftir»S
Getum saumað fyrir ykkur
blazerjakka með ykkar merki
á góðu verði í ykkar félagslit.
Sömuleiðis buxur,
mittisjakka, úlpur,
bindi, skyrtur,
peysur.
SAUMASTOFA/HEILOVERSLUIU
Milliliðalaus viðskipti
g NÝBÝLAVEGUR
v HHHITAVI
5 rjbiíiHj
^3 I
DALBREKKA
Toyota
AUÐBREKKA
Nýbýlaveg 4, (Dalbrekku megin) Kópavogi, sími 45800.
KR-INGAR
Til hamingju með bikarinn!
Vegna lokahátíðar
knattspyrnudeildar á
laugardaginn bjóðum við ykkur:
K.R. blazerjakka á kr. 11.900,-
K.R. bindí kr. 1.490,-
Skyrtur frá kr. 990,-
Fínni buxur kr. 4.900,-
Allar aðrar vörur í verslun okkar með
10% afslætti fyrir meðlimi K.R. klúbbsins
fimmtudag, föstudag og laugardag.