Morgunblaðið - 22.09.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.09.1994, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir batamerki í öllu efnahagslífinu Framtíðin er óljós vegna óvissu um Smuguveiðar ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, segir að bati í efnahagslífinu sé bæði vegna aukins afla af fjarlægum miðum og vegna vaxtar í útflutningsiðnaði, ferðaþjónustu og samkeppnisgreinum. Flest bendi til að vöxtur verði einnig á næsta ári, en hins vegar sé óviss- an um framtíðina meiri en oft áður vegna þess að ekki sé á vísan að róa hvað varðar veiðar í Smugunni eða aðrar úthafsveiðar. „Batinn er af tveimur ástæðum. Afli af fjar- miðum hefur aukist verulega, en einnig má sjá batamerki víðar. Útflutningsiðnaður hefur verið að ná sér á strik, ferðaþjónusta er í örum vexti og eins eru vísbendingar um að ýmsar sam- keppnisgreinar á heimamarkaði hafi styrkst. Ástæðan fyrir þessu eru ekki síst tiltölulega hagstæð skilyrði, þ.e. stöðugleiki í efnahagslíf- inu og hagstætt raungengi. Það er því ekki rétt að setja dæmið þannig upp að allur viðsnún- ingurinn í efnahagslífinu stafí af afla af fjarmið- um.“ Óvissa um framtíðina Þórður segir sterkar vísbendingar um að bati verði einnig á næsta ári. „Til lengri tíma litið er kannski meiri óvissa en oft áður vegna þess að við byggjum afkomuna núna að miklu stærri hluta en áður á fiskafla af fjarlægum miðum. Þar er ekki á vísan að róa. Það veldur einnig óvissu að þorskstofninn við landið er í mikilli lægð. Þetta tvennt gerir að verkum að það er ekki hægt að draga framtíðarmyndina eins skýr- um dráttum og oft áður.“ Fjárfestingar að aukast Þórður segir vísbendingar um að fjárfesting sé að aukast, en fjárfestingar hafa verið mjög litlar hér á landi í 2-3 ár. Ekki væri hægt að tala um neinn kipp í því sambandi heldur hæg- an vöxt. Almennt mætti segja að sá bati sem væri að verða í efnahagslífinu væri hægur og hægari en í öðrum löndum. Spáð væri 2,6% hagvexti að meðaltali í OECD-löndunum í ár og 2,7% á næsta ári. Tölurnar fyrir ísland væru lægri. Lögreglan leitar enn eins piltsins sem rændi verslun Nóatúns LÖGREGLUMENN leiða piltinn, sem handtekinn var í gærkvöldi, að lögreglubíl. Félagi hans hvarf lögreglunni á hlaupum út í nóttina og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Margrét Skúladóttir Sigurz Tyrkland • • Oryggis- verðir fylgja feg- urðardís MARGRÉT Skúladóttir Sig- urz, ungfrú ísland, tekur nú þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Evrópu í Istanbul í Tvrklandi. Hún hefur dvalist þar síðan 14. september en úrslitakvöldið verður 30. sept- ember. „Þetta gengur ágætlega en dagskráin er afar ströng og við eigum varla fijálsa stund. Við vöknum alltaf kl. sjö á morgnana og borðum morg- unmat. Við skoðum ýmsa merka staði og það er mikið tekið af myndum svo maður þarf auðvitað alltaf að líta sem best út og vera sem best klæddur. A kvöldin eru svo kokkteilboð eða matarboð. Við fáum ekkert að fara einar og öryggisverðir fylgja okkur hvert fótmál. Við höfum feng- ið einu sinni að fara í verslun- armiðstöð við hótelið en að öðru leyti höfum við ekki feng- ið neinn frítíma. Það hefur ekki einu sinni gefíst neinn tími til að leggjast í sólina," sagði Margrét. „Mínir möguleikar Iitlir“ Margréti þótti gaman að sjá ýmsar sögulegar byggingar í borginni og sagði hana fallega. Þar væru þó einnig hverfí þar sem hús væru að hruni komin og hún gæti ekki hugsað sér að búa þar. Margrét taldi stúlkumar frá Ítalíu, Tyrklandi og Hollandi líklegastar til sigurs í keppn- inni. „Ég held að mínir mögu- leikar séu litlir, en þó veit maður aldrei. Það er ómögu- legt að segja til um úrslit í svona keppni," sagði Margrét. Þriðji ræning'- inn náð- ist í gær EINN af piltunum fjórum sem rændu verslunina Nóatún við Kleifarsel í fyrrakvöld hafði ekki náðst seint í gærkvöldi. Lögreglan handtók félaga hans við fjölbýlis- hús við Vesturberg um kl. 20 í gærkvöldi, en tveir piltanna, sem lögreglan hafði áður náð, voru yfirheyrðir hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins í gær þar sem málið er í rannsókn. Fimmtán ára piltur játaði Piltarnir voru fjórir saman er þeir réðust inn í verslunina, allir grímuklæddir. Einn þeirra ógnaði afgreiðslufólki með hnífi meðan hinir hrifsuðu seðla úr tveimur afgreiðslukössum verslunarinnar. Einn þeirra, 15 ára piltur, sem áður hefur komið við sögu í af- brotamálum, náðist strax í fyrra- kvöld. Hann játaði aðild að verkn- aðinum og benti á þijá 17 ára félaga sína. Einn þeirra var yfir- heyrður hjá RLR í gær ásamt 15 ára piltinum. Hvarf út í buskann Leit að hinum piltunum stóð í allan gærdag og um kl. 20 í gær- kvöldi var komið að þeim í bíl ásamt þrem öðrum á bílastæði við Vesturberg í Breiðholti. Báðir pilt- anna tóku til fótanna þegar þeir urðu lögreglunnar varir, en annar þeirra náðist fljótlega, þar sem hann húkti í dyraskoti fjölbýlis- húss. Hinn hvarf hins vegar út í buskann og þrátt fyrir ítarlega leit hafði hann ekki fundist seint í gærkvöldi. Fólkið, sem með pilt- unum var í bílnum, var tekið til yfirheyrslu en sleppt að henni lok- inni. Að sögn lögreglunnar er það ekki talið tengjast ráninu á neinn hátt. Framið fleiri brot Sá piltanna, sem enn var ófund- inn í gærkvöldi, er talinn hafa átt aðild að tilraun til að ræna pening- um í söluturni við Seljabraut sl. föstudagskvöld og innbroti og lík- amsárás í og við söluturninn Straumnes í Breiðholti í mars sl. Ekki hefur verið ákært fyrir það brot. Að auki á hann óafplánaðan 8 mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist að bakara í verslanam- iðstöðinni við Kleifarsel í fyrra og ógnað honum með hnífi. Samkeppnisráð æskir aðskilnaðar söludeildar P&S frá annarri starfsemi Leggnr til stofnun sjálfstæðs fyrir- tækis um söludeild SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað í kæru- máli Radíómiðunar hf. á hendur Póst- og síma- málastofnun vegna meintrar misnotkunar P&S á einkaleyfísstöðu sinni, og fer fram á aðskiln- að söludeildar P&S frá þeirri starfsemi stofnun- arinnar sem nýtur einkaleyfisvemdar „til að taka af allan vafa um að Póst- og símamála- stofnun greiði ekki niður viðskipti með not- endabúnað með einkaleyfisvemdaðri starfsemi stofnunarinnar". Ráðið telur jafnframt æski- legt að í framtíðinni verði stefnt að stofnun sérstaks fyrirtækis um þann hluta rekstrar P&S sem „er í samkeppnisumhverfí og félagið verði sjálfstæður lögaðili sem greiði skatta og skyldur eins og samkeppnisaðilar". „Þetta er fyrsta skrefið og það er stórt, í þá átt að rétta þann aðstöðumun sem er á milli sjálfstæðra söluaðila og söludeildar P&S,“ segir Kristján Gíslason, framkvæmdastjóri Radíómiðunar hf. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu en tel aðeins hálfan sigur unninn, því framkvæmdahliðin er eftir.“ Radíómiðun hf. lagði fram kæru í april og nefndi sem dæmi um meinta misnotkun P&S á aðstöðu sinni, þá ákvörðun að bjóða notendum handvirka farsímakerfisins að flytja sig yfír í sjálfvirka kerfíð, án þess að greiða stofngjald. Hlutleysis hafí ekki verið gætt í kynningu ákvörð- unarinnar þar sem söludeilda P&S var getið í flestu því efni sem sent var út um málið í nafni stofnunarinnar. Önnur atriði voru ennfremur til- tekin, svo sem tengsl sömu starfsmanna hjá P&S við ólíkar hagsmunadeildir stofnunarinnar. í greinargerð Samkeppnisráðs segir m.a.: „Samkvæmt skipuriti [P&S] virðist ljóst að þeir sem taka þátt í ýmsum ákvörðunum vegna einkaleyfísstarfsemi P&S stjórna jafnframt ýmsum þáttum þeirrar starfsemi sem er í sam- keppni við einkafyrirtæki, m.a. markaðs- og sölustarfí vegna notendabúnaðar.“ Jafnræði ekki tryggt Ennfremur að á „meðan ekki er bókhaldslegur aðskilnaður á milli einkaleyfisstarfsemi P&S annars vegar og sölu notendabúnaðar hins vegar og ekki er greiddur tekju- og eignaskattur af starfsemi stofnunarinnar, telur Samkeppnisráð sam- keppnislegt jafnræði með fyrirtækjum á mark- aði fyrir notendabúnað ekki tryggt“. Ráðið telur ennfremur ljóst að ýmsar ákvarðanir sem teknar eru varðandi einkaleyfisþátt P&S hafí veruleg áhrif á þann markað sem notendabún- aður nær til. Stjómunarleg tengsl þeirrar starf- semi sem lýtur að einkaleyfísrekstri P&S ann- ars vegar og samkeppnisrekstri hins vegar „getá því vakið tortryggni og raskað sam- keppnisstöðu einkarekinna fyrirtækja sem selja notendabúnað. Sem dæmi um stjómarleg tengsl má nefna notkun markaðsdeildar og söludeilda á tölvulista yfir eigendur handvirkra farsíma sem eru í eigu annarra déilda P&S. Núverandi stjórnarfyrirkomulag getur einnig leitt til þess að söludeildir P&S fái vitneskju um og bregðist við ákvörðunum varðandi einkaleyfisþátt P&S, s.s. um gjaldtöku vegna farsímanotkunar, áður en slíkar ákvarðanir eru gerðar opinberar. Einkafyrirtæki á markaði fyrir notendabúnað búa að þessu leyti ekki við jöfn samkeppnisskilyrði."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.