Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
AUÐVELT
*Þú setur vatnskútinn í vélina
og hún er tilbúin til notkunar.
Annað hólfið geymir hreina
vatnið en hitt það óhreina.
HEILNÆMT
■Vaxmop heldur hreina
vatninu fullkomlega aðskildu
frá óhreina vatninu þannig
að ávallt er þrifiö með hreinu
vatni.Óhreinindin og bleytan
sogast upp.
HAGSYNT
'Einn lítri af vatni dugar á allt
að 20 m gólfflöt.
BREYTILEGT
'Vaxmop geiur pú notað á
mismunandi gólffleti parket -
flísar - dúk eða marmara.
EINFALT
■Vaxmop tekur lítið pláss.
Festingar fylgja, auk þess
hlíf yfir þrifhausinn.
jgiyer stórkostleg bylting fyrir þá
sem ekki vilja verja löngum tíma í þrif.
Hringdu í síma: 91-886869
SEM RYKSUGAR
SKÚRAR OG ÞURRKAR.
- PARKET - FLÍSAR
- DÚK OG MARMARA.
GERIR ALLT SAMTÍMIS
Pú þværö gólfin alltaf með hreinu vatni.
Ekkert vatnssull með höndunum.
Engin fata - engar tuskur.
Engir kústar.
AÁ
Alþjóða verslunarfélagið hf.
Skútuvogi 11, sími: 91 -886869
104 Reykjavík
afmælisttlboð
a
KitchenAid
í tilefni 30 ára afmælis okkar og 75 ára afmælis KitchenAid
bjóðum við takmarkað magn af nýjustu heimilishrærivélinni K90
á kr. 31.400 (rctt vcrð kr. 36.900).
Staðgreitt kr. 29.830.
K90 vélin er framtíðarvél með enn sterkari mótor og hápóleraðri
stálskál með handfangi.
Fjöldi aukahluta er fáanlegur, m.a. kornmylla og kransakökustútur.
íslensk handbók fylgir.
KitchenAid
Lágvær - níðsterk - cndist kynslóðir
KMS Eínar
MmM Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 S 622901 og 622900
Farsi
„Au&vitok, þ&b cr 30 % rrtiywo-, en> kostar
ýo*/o me-ira,!"
B OrCL o& g efcL -fi'skUAum., cptskan.
COSPER
Mikki segist ekki vilja eignast fleiri börn, en þú veist
nú hvernig hann er.
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Stórkostleg
sýning
ÉG FÓR á hátíðarsýn-
ingu íslenska dans-
flokksins til styrktar Al-
næmissamtökunum sl.
mánudagskvöld. Þvílík
sýning! Er ég þá aðallega
að tala um verk Davids
um alnæmi. Ég var og
er eiginlega alveg orð-
laus af hrifningu.
Dansararnir voru stór-
kostlegir og þvílíkur
dans, með öllum tegund-
um tónlistar, allt frá
dramatískri píanótónlist
til dúndrandi danstónlist-
ar.
Stórkostlegt, stórkost-
legt.
David Greenall á hrós
og lof skilið.
Magnea Magnús
Vantar á vísuna
MIG langar að fá upplýs-
ingar um vísu sem ég
lærði af föður mínum þá
sex ára gamail, en síðan
eru rúm 71 ár. Ég hef
tapað fyrstu hendingu
vísunnar. Það sem ég
man er svona.
...borða titrar kjóinn
sólin glitar gullofin
guðdómsrit á sjóinn.
Þeir sem kannast við
þessa vísu eru beðnir að
hafa samband við mig í
síma 54758.
Sigurður Pétursson
Gæludýr
Kettlingar
GÓÐ heimili óskast fyrir
þijá níu vikna kettlinga.
Upplýsingar í síma
74076.
SKÁK
U m s j 6 n Margcir
Pctursson
Á ÁRLEGU móti Lloyds-
bankans í London í ágúst var
að þessu sinni teflt um fimm
sæti á atskákmóti Intel og
PCA þar sem há verðlaun
voru í boði. Níu keppendur
urðu jafnir í 3.-11. sæti og
urðu að tefla hraðskákmót
um þijá aðgöngumiða á stór-
mótið. Sænski alþjóðameist-
arinn Ralf Akesson (2.450)
hafði komið mjög á óvart og
í síðustu hraðskákinni dugði
honum jafntefli til að komast
áfram. En Pólveijinn
Markowski (2.475) hafði
hvítt og átti leik í stöðunni.
Sjá stöðumynd
34. Rxh5+! - gxh5, 35.
Rf5+ - Kf8, 36. Dh6 -
Ke8, 37. Dxf6 - Df2+, 38.
Bg2 - Hd7, 39. Hxd6 (39.
Dh8+ strax var mát í öðrum
leik) 39. - Had8, 40. Dh8+
og Svíinn gaf því hann er
mát í næsta leik. Akesson
var þó ekki af baki dottinn.
Hann þurfti að tefla úrslita-
hraðskák gegn Miles sem
varð söguleg. Þegar þeir
höfðu leikið u.þ.b. 20 leiki
kom í ljós að klukkurnar
voru rangt stilltar, í staðinn
fyrir fimm mínútur höfðu
þeir fimm klukkutíma. Það
varð því að byija upp á nýtt
og endaði sú skák með því
að Miles féll á tíma í betri
stöðu. Akesson komst því í
Intel-PCA mótið en féll út í
fyrstu umferð er hann tapaði
fyrir ívantsjúk í aðeins 17
leikjum.
Pennavinir
UNGUR perúskur frí-
merkjasafnari vill skiptast
á merkjum:
Gonzalo Portillo,
Castilla 1480,
Lima 21,
Peru.
LETTNESK kona, 41 árs
innanhússarkitekt með
áhuga á Islandi:
Daiga Krieva,
Skunu st. 13-8,
226050 Riga,
Latvia.
TUTTUGU og tveggja ára
Ghanastúlka sem syngur í
kór og hefur áhuga á tón-
list, íþróttum og menning-
armálum:
Rose Jennifer Brown,
The Great Singers,
P.O. Box 1231,
Oguaa State,
Ghana.
Víkverji skrifar...
Um áramótin munu eiga að
ganga í gildi ný lög um fjöl-
býlishús. Víkverji sá frétt í sjón-
varpinu, sem vakti hann óneitan-
lega til umhugsunar um misjafnar
áherslur fólks á hvað telst mikil-
vægt í lífinu. í fréttinni kom fram,
að nýju lögin banna fólki að vera
með ketti og hunda í fjölbýlishús-
um án samþykkis nágrannanna.
Var sagt að þetta ákvæði væri
inni í lögunum fyrir þrýsting frá
Samtökum gegn astma og of-
næmi. Nú er ekki um það deilt,
að fjölmargir þjást af ofnæmi fyrir
þessum gæludýrum og Víkveiji
dagsins er einn þeirra. Honum
fannst þetta ákvæði í nýju lögun-
um því sjálfsagt og í hæsta máta
eðlileg krafa að fólk þurfi ekki að
óttast að veikjast af ofnæmi, svo
ekki sé nú talað um að þurfa jafn-
vel að flýja heimili sín, vegna þess
að köttur eða hundur nágrannans
er á ferli í stigaganginum.
xxx
Fréttamaðurinn spurði konu,
sem Víkveija minnir að hafi
verið kynnt sem formaður Katta-
vinafélagsins, álits á nýju lögun-
um. Hún sagði að katta- og hunda-
eigendur myndu aldrei láta dýrin
sín frá sér um áramót, þrátt fyrir
ákvæði laganna. Búast mætti við
að til handalögmála kæmi ef farið
væri fram á slíkt. Aldrei minntist
konan á að taka þyrfti tillit til
þeirra mannvera, sem þjást af of-
næmi, en nefndi að til væri fólk
'sem hataði dýrin. Þó fannst Vík-
veija fyrst kasta tólfunum þegar
konan líkti því, að krefjast þess
að kattaeigendur létu dýrin frá
sér, við að farið væri fram á að
þeir létu aflífa börnin sín!
Alit Víkveija mótast auðvitað
af því að hann þekkir af eig-
in raun hve bagalegt það er að
þurfa að forðast gæludýrin til að
koma í veg fyrir mikil óþægindi
og oft alvarleg astmaköst. Það
kemur honum þó afar spánskt fyr-
ir sjónir ef fólk á ekki að ganga
fyrir köttum með íbúðarrétt í fjöl-
býlishúsum. Gæludýr eiga auðvitað
fullan rétt á sér, en um leið og
árekstur verður milli hagsmuna
mannvera og gæludýra hljóta dýr-
in að þurfa að víkja. Það er sjálf-
sagt sárt fyrir gæludýraeigendur
að þurfa að horfast í augu við
þetta, en sárara hlýtur það þó að
vera að vita ef dýr þeirra valda
öðru fólki verulegum óþægindum
og jafnvei alvariegum veikindum.