Morgunblaðið - 22.09.1994, Side 27

Morgunblaðið - 22.09.1994, Side 27
26 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SfMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. RÉTTLÆTANLEG ÍHLUTUN? DICK Cheney, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli er hann lýsti skoðun sinni á íhlutun Bandaríkjastjórnar á Haítí í byrjun vikunnar: „Haítí er eitt alls- herjar klúður, sorglegur harmleikur. En Haítí hefur ávallt verið eitt allsheijar klúður, það hefur verið eitt allsherjar klúður í tvö hundruð ár. Það er engin ástæða til að ætla að Bandaríkjamönn- unum muni núna allt í einu takast að innleiða lýðræði á Haítí.“ Ein helsta röksemd Bills Clintons Bandaríkjaforseta fyrir íhlutun á Haítí hefur verið sú að Bandaríkjamönnum beri „sið- ferðileg skylda“ til þess að hafa afskipti af ástandinu. Þeir verði að „endurreisa" lýðræði á Haítí og koma hinum lýðræðislega kjörna forseta landsins, Jean Bertrand Aristide, til valda á ný. Her landsins hrakti Aristide frá völdum árið 1991 og hefur herforingjastjórn farið með völdin síðan. í kjölfarið streymdi fjöldi flóttamanna til Bandaríkjanna. í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar 1992 gagnrýndi Clinton þáverandi Banda- ríkjaforseta, George Bush, harðlega fyrir þá stefnu hans að senda flóttamenn aftur heim. Þar með var Haítímálið komið ofarlega á dagskrá bandarískra stjórnmála. Undanfarin tvö ár hafa Bandaríkjastjórn og Sameinuðu þjóð- irnar reynt að miðla málum á Haítí og sett var viðskiptabann á ríkið í fyrra sem hert var á í vor. Fyrr á þessu ári heimilaði öryggisráð SÞ hernaðaríhlutun eftir mikinn þrýsting frá Banda- ríkjastjórn. Það mótmælir enginn því að mannréttindi hafa verið fótum troðin á Haítí undir stjórn herforingjanna. Það er líka óumdeilan- leg staðreynd að ríkið er engin háborg vestræns lýðræðis. Engu að síður spyija menn hvernig réttlæta megi að tugþúsunda manna herliði sé safnað saman til að breyta um stjórnarfar. Engu öðru ríki stafar nein hernaðarleg ógnun af þessu sjö millj- óna manna ríki í Karíbahafi, sem er eitt hið fátækasta í heimi. Eina ríkið í þessari heimsálfu sem öðrum ríkjum stafar hugsan- lega einhver ógnun af er Kúba. Jafnvel sú ógnun er hugsanlega liðin tíð. Það er ekki heldur hægt að bera Haítí saman við önnur ríki, þar sem herlið undir forystu Bandaríkjamanna hefur gripið til aðgerða á undanförnum árum, þ.e. Kúveit og Sómalíu. Sama á við um fyrrverandi Júgóslavíu. Þar hefur í nokkur ár geisað blóðug borgarastyijöld, sem ógnað hefur öryggi í suðaustur- hluta Evrópu, og fjöldamorð verið framin í nafni þjóðernishreins- ana. í Sómalíu var hætta á að heil þjóð yrði hungurmorða vegna borgarastyijaldar og í Kúveit var markmið afskipta að hrekja innrásarlið íraka á brott. Ekkert af þessu á við um Haítí. Að- stæður á Haítí eru ekkert mjög frábrugðnar þeim sem því mið- ur er að finna í fjölmörgum öðrum ríkjum. Á að hlutast til um mál þeirra með hervaldi? Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr mega afskipti af innanríkismálum annarra ríkja ekki stjórnast af tilfinningum eða því að menn vilji þröngva ákveðnu pólitísku siðferði upp á aðrar þjóðir með hervaldi. Forsenda íhlutunar í innri málefni ríkja er að fylgja þeim ramma sem alþjóðalög, þá ekki síst stofn- sáttmáli SÞ, setja, og að umboð liggi fyrir til aðgerðanna. Kúv- eitdeilan er ágætt dæmi um hvar mörk réttlætanlegra afskipta liggja: Umboð SÞ náði til þess að hrekja íraka frá Kúveit en ekki til að steypa einræðisherranum í Irak af stóli, þrátt fyrir blóði drifinn feril hans. Frekari þróun alþjóðaréttar á þessu sviði hlýtur að snúast um það, að móta almennar reglur og fækka geðþóttaákvörðunum. Jafnvel þó að hugsanlega megi finna einhveija réttlætingu fyrir innrás Bandaríkjahers á’Haítí (og að fyrir liggi umboð SÞ) er mjög ólíklegt að hún muni skila einhverjum árangri, líkt og Cheney bendir réttilega á. Engin hefð er fyrir Iýðræði á Haítí heldur einkennist saga landsins þvert á móti af ofbeldi og einræði. Jafnvel Aristide, sem markmiðið er nú að koma til valda á ný, var harðlega gagnrýndur af mannréttindasamtökum er-hann stjórnaði landinu. í Kúveit og Sómalíu (að minnsta kosti að hluta) náðust þau markmið sem lágu fyrir í upphafi. íhlutunin hafði hins vegar engin áhrif á pólitíska menningu og stjórnkerfi þessara landa, sem líkt og annars staðar byggja á sögu og gömlum hefðum. Sú verður eflaust einnig raunin á Haítí. Lýðræði er ekki hægt að „endurreisa" ef iýðræðishefð er ekki til staðar. Líkt og John Stuart Mill benti á á síðustu öld hefur fólk sem er svo ógæfusamt að búa við ógnarstjórn aldrei fengið tæki- færi til að þróa „dyggðir þær sem nauðsynlegar eru til að við- halda frelsinu". En Mill lagði áherslu á að menn yrðu að hjálpa sér sjálfír: í harðvítugri baráttu fyrir að öðlast frelsið af eigin hvötum eiga dyggðir þessar mestan möguleika á að spretta, sagði Mill, en þau orð eiga við enn þann dag í dag. LÍFEYRISSJOÐIR Dæmi m sreiðslur í og úr frjálsa líleyrissjúliniiii Sparnaður: Áætlaðir vextir á ári: Árafjöldi sem greitt er i sjóð: Fjöldi greiðslna á ári: Upphæð greiðslu: Inneign í lok tímabils: Dæmi 1: Dæmi 2: 3,5% 5,0% 35 ár 35 ár 12, mán.l. 12, mán.l. 15.000.- 15.000.- 12,2 millj. 16,6 millj. Ráðstöfun: Lífeyrisgreiðslur í 15 ár: 77/ ráðstöfunar: 12,2 millj. 16,6 millj. Árafjöldi sem greitt er úr sjóði: 15 ár 15 ár Fjöldi greiðslna á ári: 12, mán.l. 12, mán.l. Upphæð greiðslu á mánuði: 86.835.- 130.525.- Upphæð greiðslna á ári: 1.042.300.- 1.566.300.- Heimild: Skandla Dæmi um greiðsliir í og úr almeooum líleyrissjóði Iðgjöld: ’Fjr Árafjöldi sem greitt er í sjóð: 35 ár Fjöldi iðgjaldsgreiðslna á ári: 12, mánaðarl. j|: ÍÉi Upphæð iðgjaldsgreiðslu: 15.000,- II' Réttindi: Lífeyrisgreiðslur frá 70 ára aldri: Árafjöldi sem greitt er úr sjóði: Ótakmarkaður Fjöldi greiðslna á ári: 12, mánaðarl. Upphæð greiðslu á mánuði: 87.500,- Réttindi: Makalífeyrir. Sjóðfélagi fellur frá 60 ára: Árafjöldi sem greitt er úr sjóði: Ótakmarkaður LjJM Fjöldi greiðslna á ári: 12, mánaðarl. Ur Upphæð greiðslu á mánuði: 53.000.- Heimild: S.A.L. Samtrygg- ing eða séreign? Lífeyrissjóðir vilja margir stofna séreignadeild- ir við hlið sameignarsjóðsins. Verðbréfafyrir- tæki reka slíka séreignasjóði, en Ragnhildur Sverrisdóttir telur villandi að kalla þá lífeyris- sjóði. Sjóðimir bjóða upp á reglubundinn spamað með ákveðnum tryggingum, en trygg- ingaþátturinn er mun veikari en hjá almennum lífeyrissjóðum. AF INNLENDUM VETTVANGI Langt virðist enn í að ný lög verði sett um lífeyrissjóði, enda hugmyndir manna um slíka lagasetningu ólíkar. Á meðan þær hugmyndir eru ræddar fram og til baka skjóta upp kollinum ýmsir möguleikar fyrir launþega til að búa betur í haginn fyrir sig og sína á elliárunum. Hefð- bundnir lífeyrissjóðir með sam- tryggingu hafa löngum haft það orð á sér að þar rýrni fé manna og ýmsir halda því fram að tíund- inni af laununum sé betur borgið annars staðar. Þeir geta þá m.a. leitað til sjóða, sem verðbréfafyrir- tæki hafa komið á fót og kalla gjarnan lífeyrissjóði. Innborgun einstaklings í sjóðinn myndar sér- eign, sem síðan er borguð út aftur á elliárunum, á mislöngum tíma, en þó skemmst tíu árum. Það er hins vegar villandi að kalla sjóðina lífeyrissjóði, því í hugum flestra er það heiti bundið við sjóði sem veita mikla tryggingavernd, mun víðtæk- ari vernd en þá sem felst í trygg- ingapakka „lífeyrissjóða“ verð- bréfafyrirtækjanna. Þeir sjóðir bjóða upp á reglubundinn sparnað, sem vissulega er hægt að mæla með, en geta seint komið að fullu í stað samtryggingasjóðanna. Ýmsir sameignarsjóðir hafa sótt um að fá að stofna séreignadeild, en verið hafnað. Sem dæmi um slíka afgreiðslu má taka umsókn Líf- eyrissjóðsins Hlífar. Fjármálaráðu- neytinu voru send drög að nýrri reglugerð fyrir sjóðinn árið 1991, en samþykki ráðuneytisins þarf fyr- ir slíkum breytingum. Gert var ráð fyrir stofnun séreigna- deildar innan sjóðsins og vísað til sambærilegra reglugerða Fijálsa lífeyr- issjóðsins og Álmenns líf- eyrissjóðs VÍB. „Úr því að hið opinbera viðurkennir sér- eignasjóði til jafns við almenna kerfið þá er þetta nú aðallega spurning um fijálsa samkeppni eða hvort þeir sem nú þegar eru viður- kenndir sitji þarna einir um mark- aðinn,“ segir í bréfi sjóðsins til ráðuneytisins. Að fenginni umsögn Landssam- bands lífeyrissjóða og Sambands almennra lífeyrissjóða hafnaði fjár- málaráðuneytið umsókn Lífeyris- sjóðsins Hlífar. í umsögn Lands- sambandsins sagði m.a., að ekki væri hægt að mæla með reglu- gerðarbreýtingunni þar sem sam- þykkt hennar hefði í för með sér að þeir einstaklingar, sem kysu að greiða til séreignadeildarinnar, myndu ekki njóta þeirrar trygging- ar, sem sameignardeildin veitti til greiðslu örorku- og makalífeyris, en í henni væri ekki einungis tekið tillit til áunninna stiga heldur einn- ig stiga vegna ókomins tíma til 70 ára aldurs. Innistæðu í séreigna- deild væri ætlað að greiðast út á skemmst 10 árum við 60 ára ald- ur. Ljóst væri að séreignadeildin tæki enga áhættu af félögum henn- ar ef þeir yrðu mikið eldri en 70 ára. í því sambandi mætti benda á að 65 ára karlmaður ætti mestar líkur á að lifa í 15,7 ár til viðbótar og kona í 18,9 ár. Enn frem- ur mat sijórn LL það svo, að óheppilegt væri að gundvallarbreytingar yrðu gerðar á reglugerðum einstakra sjóða á með- an frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða væri til umfjöllunar, en hugmyndirnar að reglugerðar- breytingunni gengju þvert á það skipulag lífeyrismála sem frum- varpið gerði ráð fyrir. Landssamband lífeyrissjóða hnýtti því aftast í bréf sitt, að öðru máli gegndi ef breytingin á reglu- gerð lífeyrissjóðsins fælist í að sér- eignadeildin væri hugsuð fyrir þá sjóðsfélaga sem vildu greiða viðbót- ariðgjald til sjóðsins við hið hefð- bundna 10% iðgjald, því allur sparn- aður til elliáranna væri af hinu góða. „Okkur finnst felast mismunun í því að sum félög geti haft lífeyris- sjóði sína. sem séreignasjóði og verðbréfafyrirtæki geti boðið fólki aðild að séreignasjóðum, en við fáum ekki tækifæri til að bjóða okkar félögum val um hvernig þeir veija lífeyrisiðgjöldum sínum,“ sagði Valdimar Tómasson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Hlíf- ar. Hann sagði að stjórn sjóðsins myndi ræða stöðu málsins á næst- unni. Sjóðir þeir, sem verðbréfafyrir- tæki hafa stofnað og nefna lífeyrissjóði, byggj- ast eins og áður ságði á reglubundnum sparnaði. Sem dæmi má nefna Fijálsa lífeyrissjóðinn, sem rekinn er af Skandia. Einstakl- ingnum er í sjálfsvald sett hversu háa upphæð hann leggur í sjóðinn mánaðarlega og hversu lengi sá sparnaður stendur. Við 60 ára aldur getur hann byijað að taka fé sitt úr sjóðnum og ákveður sjálfur á hve löngum tíma, en þó skemmst tíu árum. Látist sjóðsfélagi rennur inneign hans til erfíngja. Ekki er um að ræða tryggingu makalífeyris eða örorkubætur umfram inneign í sjóðnum, en sjóðfélagar fá afslátt af líftryggingu og heilsutryggingu. í upplýsingabæklingi sem Skandia gefur út kemur fram að séu inn- borgaðar 10 þúsund krónur á mán- uði í 35 ár nemur inneignin rúm- lega 11 milljónum í lok tímabilsins og Iífeyrir á mánuði í 15 ár nemur rúmum 87 þúsund krónum. í þessu dæmi reiknar Skandia með 5% raunvöxtum á tímabilinu. Sé mán- aðarlegt framlag 15 þúsund á mán- uði í 35 ár er hægt að fá greiddar rúmar 130 þúsund krónur á mán- uði í 15 ár. Það skal tekið fram, að í bækl- ingi verðbréfafyrirtækisins er bent á, að sjóðurinn sé fyrst og fremst hugsaður fyrir þá, sem ekki séu skyldaðir til að greiða í hefðbundna lífeyrissjóði. Þá sé viðbótaraðild að sjóðnum góð leið fyrir þá, sem geri hærri kröfu um lífeyri en fáist úr tryggingakerfínu og almennum líf- eyrissjóðum og þá sem vilji hætta að vinna fyrr en hægt sé að fá bætur úr hefðbundnum lífeyrissjóð- um. Samkvæmt upplýsingum Sam- bands almennra lífeyrissjóða fær maður, sem hefur greitt 15 þúsund krónur á mánuði í 35 ár, um 87.500 krónur á mánuði í lífeyri frá 70 ára aldri og til dauðadags. Launafólk vill gjarnan eiga möguleika á meiri sparnaði en skylduaðild að lífeyrissjóðunum býður upp á og þess vegna vilja hefðbundnir lífeyrissjóðir veita því aðgang að séreignadeildum. Hins vegar koma séreignasjóðir eða sér- eignadeildir aldrei í stað almennu Iífeyrissjóðanna. Þar kemur margt til. í fyrsta lagi er sparnaður al- mennra lífeyrissjóða þvingaður, þ.e. fólk er skyldað til að greiða í þá og iðgjaldið er dregið af launum. Þó margir bölvi því fyrirkomulagi, þá er reyndin allt of oft sú, að menn láta undir höfuð leggjast að spara til elliáranna, eigi þeir að sjá um slíkan sparnað sjálfir. Forsvars- menn lífeyrissjóða kunna allir sögur af fjölskyldum, sem lenda í vand- ræðum þegar fyrirvinnan fellur frá og hefur ekki greitt í lífeyrissjóð, eins og alltaf var þó meiningin að gera. Stundum er því haldið fram, að þegar menn falla frá, til dæmis um sex- tugt, þá „steli“ lífeyris- sjóðirnir peningum þeirra, því þeir njóti aldrei sparnaðarins. Þá ber að hafa í huga að samtrygg- ingin að baki lífeyrissjóðunum tryggir einnig, að menn fá lífeyri þó þeir lifi fram á aðra öldina. Þar er kominn annar veikleiki séreigna- sjóðanna í samanburði við lífeyris- sjóðina, því lífeyrir úr þeim er upp urinn eftir 10, 15, eða 20 ár. Ál- mennir lífeyrissjóðir tryggja einnig eftirlifandi maka lífeyri og greiða örorkubætur, en til að njóta ein- hverrar slíkrar verndar hjá sér- eignasjóðunum þarf að kaupa sér- stakar tryggingar. Vilja stofna séreigna- deildir Allur viðbót- arsparnaður af hinu góða Framkvæmdir við um 3.500 m2 menningarmiðstöð í Kópavogi hefjast næsta ár Sérhannaður tón- leikasalur fyrir 300 gesti verður í húsinu Sérhannaður fjölnota tónlistarsalur, hinn fyrsti sinnar tegundar hér á landi, verður hluti af Menningarmiðstöð Kópavogs sem reist verður vestan við Kópa- vogsgjána, milli Hamra- borgar og Borgarholts- brautar, suðaustan við Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. Pétur Gunnarsson kynnti sér málið, en áætlað er að framkvæmdir við fyrsta áfanga miðstöðvarinnar hefjist á næsta ári. IMenningarmiðstöðinni verða sameinaðar fjórar stofnanir undir einu þaki; bókasafn bæjarins, náttúrufræðistofa, Tónlistarskóli Kópavogs og mynd- listarskóli. Auk tónlistarsalarins verður byggð í tengslum við mið- stöðina skiptistöð fyrir Almennings- vagna bs. I fyrsta áfanga, sem ráðast á í á næsta ári, verður byggt yfir bóka- safn Kópavogs og náttúrufræði- stofu, auk biðstöðvar Almennings- vagna. I öðrum áfanga verður hús tón- listarskólans og myndlistarskólans en tónlistarsalurinn í hinum í þriðja áfanga. Að sögn Gunnars Birgis- sonar, formanns bæjarráðs Kópa- vogsbæjar, verður menningarmið- stöðin 3.500-3.800 fermetrar að grunnfleti og áætlaður kostnaður við hana verður 350-450 milljónir króna. Gunnar sagði áætlað að um 80-100 milljónir króna fáist til verkefnisins með sölu á núverandi húsnæði tónlistarskóla og bóka- safns en að öðru leyti yrði fram- kvæmdin fjármögnuð með framlög- Um úr bæjarsjóði. A.m.k. fyrsti áfangi á kjörtímabiiinu Gunnar sagði stefnt að því að taka a.m.k. fyrsta áfangann í notk- un fyrir lok þessa kjörtímabils en varðist frétta af nánari áformum um hraða framkvæmda. Hann sagði að vegna þess að brýnt væri að bæta úr húsnæðismálum tónlist- arskólans og bókasafnsins hefði verið lögð áhersla á að fyrst yrði ráðist í þá áfanga. Tónlistarsalurinn yrði hins vegar fjölnota, fyrst og fremst ætlaður sem kennslu- og tónleikasalur fyrir tónlistaskólann og hljómleikasalur þegar það hentaði en yrði einnig væntanlega notaður fyrir aðra liluti, Fyrirhuguð menningar- miðstöð Menningarmiðstöðin ÚTLITSTEIKNING JL-arkitekta af Menningarmiðstöðinni sem rísa á í Kópavogi, en hönnunin er enn ^ á hugmynda- og vinnslustigi. opav Listasafn Kópavogs Borgarholt friðlýst svæði Fannborg garour Byggt suður af Gerðarsafni MENNINGARMIÐSTÖÐ Kópavogs sem reist verður vestan við Kópavogsgjána, milli Hamraborgar og Borgarholtsbrautar, suðaustan við Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. I Menningarmiðstöðinni verða sam- einaðar fjórar stofnanir undir einu þaki; bókasafn bæjarins, náttúrufræðistofa, Tónlistarskóli Kópa- vogs og myndlistarskóli. Auk tónlistarsalarins verður skiptistöð fyrir Almenningsvagna bs. reist í tengslum við Menningarmiðstöðina. t.d. leiksýningar og myndlistarsýn- ingar ef því væri að skipta. Gunnar sagði að sérhannaðan tónleikasal hefði skort tilfinnarilega hérlendis og kvaðst telja líklegt að þessi salur yrði að vissu leyti eins konar miðpunktur tónleikahalds á höfuðborgarsvæðinu. „Hugmyndin er sú að hafa sam- þjöppun menningarstarfsemi á ein- um stað á þessu svæði. Annars veg- ar verðum við með Listasafn Kópa- vogs þarna rétt hjá og Menningarm- iðstöðina hins vegar. Það er verið að reyna að lífga upp á miðbæinn í Kópavogi og starfsemi í kringum hann. Þarna verður nokkurs konar miðja bæjarins með biðstöð almenn- ingsvagna og það er reynt að hafa lifandi starfsemi á þessum stað fyrir það mikla gegnumstreymi af fólki sem þarna verður,“ sagði Gunnar I. Birgisson. Jakob E. Líndal, arkitekt, og samstarfsmenn hans á JL-arki- Fjórar stofnanir und- ir einu þaki Byrjað á bygg ingu bóka- safnsins tektastofunni, vinna nú að hönnun Menningarmiðstöðvar Kópavogs og sagði Jakob í samtali við Morgun- ' blaðið í gær að stefnt væri að því að á útmánuð- um yrði hönnunin komin á það stig að undirbúning- ur framkvæmda gæti haf- ist. Jakob sagði að segja mætti að tónleikasalurinn við Menningarmið- stöð Kópavogs yrði fyrsti sérhann- aði salurinn sinnar tegundar á land- inu þar sem við hönnun flestra ann- arra tónlistarsala hefði verið miðlað málum milli þarfa leikhúsa, kvik- myndahúsa og tónleikasala. Allt annan hljómburð þyrfti fyrir siíka starfsemi en fyrir tónlistar- -------- flutning og því hefðu þess- ar málamiðlanir ávallt rýrt möguleika salanna til hljómleikahalds. Engar ________ slíkar málamiðlanir yrðu gerðar við hönnun tón- leikasalarins í Kópavogi. Jakob sagði að lofthæð tónleika- salarins yrði 10 metrar, það væri sú lofthæð sem þyrfti í sérhönnuð- um tónlistarsal af þessari stærð og úr henni yrði ekki dregið nema á kostnað hljómgæða. Dugir fyrir þorra einleiks- og kammertónleika í salnum yrðu sæti fyrir 300 gesti, 180 í sal en 120 á svölum. „Við komumst að því að 300 sæta salur væri kjörstærð fyrir 95% sóló- konserta og tónleika 3—5 manna sveita á þessu svæði,“ sagði Jakob Líndaí. Hann sagði að frá fyrsta stigi hönnunarinnar hefði verið haft náið samráð við sérfræðinga á sviði hljómburðar. Jakob sagði að í fullkláraðri menn- ingarmiðstöðinni yrðu fjórar menn- ingarstofnanir undir sama þaki og kvaðst telja að sú nálægð ætti eftir að gefa af sér aukabónus fyrir stofn- anirnar og þá sem þangað sæktu vegna mikilla og nánast ótæmandi möguleika á margs konar samvinnu og samstarfi milli stofnana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.