Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 35
MINNINGAR
GUNNAR
SIG URÐSSON
+ Sig. Gunnar Sigurðsson,
fyrrverandi varaslökkvi-
liðsstjóri, fæddist í Reykjavík
2. febrúar 1917. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnarfirði 29.
ágúst síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Bústaðakirkju 2.
september.
SIGURÐUR Gunnar Sigurðsson,
varaslökkviliðsstjóri í Reykjavík,
lést 29. ágúst sl. Þótt nokkuð sé
umiiðið langar mig til að minnast
þessa félaga míns með nokkrum
orðum.
Kynni okkar Gunnars hófust
haustið 1939 í Vélskólanum. Var
hann einn af sex nemendum annars
bekkjar skólans, en íjórir urðum við
sem innrituðumst í fyrsta bekk. Ég
veitti strax Gunnari athygli fyrir
ástundun hans og áhuga á margs
konar málum og þá ekki síst íþrótt-
unum.
Með námi okkar í Vélskólanum,
sem þá var eini tækniskóli landsins,
stefndum við að því að gerast vél-
stjórar á skipum. Ástandið á þeim
tíma var þó ekkert glæsilegt þar
sem heimsstyijöldin geisaði sem
ákafast. Inntökuskilyrðin í Vélskól-
ann voru þau að hafa lokið sveins-
prófi í einhverri grein málmiðnaðar-
ins. Gunnar hafði þá lokið námi hjá
Magnúsi Jónssyni, merkum málny-
iðnaðarmanni, á Barónsstígnum. Á
námstíma sínum fékk Gunnar að
ganga í öll störf málmiðnaðarins
og var því jafnvígur á öll suðuverk-
efni hvort heldur var með gasi eða
+ Jón Magnússon var fæddur
í Reykjavík 31. mars 1934.
Hann lést á heimili sínu hinn
17. ágúst síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Fossvogs-
kirkju 5. september.
LÍFIÐ er hverfult, stutt er síðan
ég sá Nonna, hressan og kátan, en
næst þegar ég frétti af honum er
rafmagni. Góður rennismiður var
hann einnig, en sveinsbréf fékk
hann í rennismíði.
Hitaveita Reykjavíkur var á þess-
um tíma að bora eftir heitu vatni
á Reykjum í Mosfellssveit og átti
hitaveitan mikil viðskipti við Magn-
ús um viðhald á bortækjunum, sem
á þeirra tíma vísu voru engin smá-
smíði. Þarna fékk Gunnar fyrstu
kynni sín af hitaveitunni, því að
margur var sá hluturinn sem Gunn-
ar smíðaði og lagfærði í bortækjun-
um.
Eftir nám reyndi Gunnar fyrir
sér í ýmsum störfum við vélgæslu
og smíðar; eins og títt er um unga
menn. Meðal annars var hann tvö
sumur vélstjóri við síldarverksmiðj-
una á Hjalteyri, en draumur margra
ungra manna þá var að fá að starfa
við þessa glæsilegu verksmiðju.
Á seinni hluta fjórða áratugarins
var nokkur gróska í iðnaðinum og
vildu ýmsar iðnaðarstofnanir ráða
til sín vélstjóra. Þannig atvikaðist
það að Gunnar var ráðinn að Coca
Cola-verksmiðjunni og sá þar um
allan vélbúnað, sem var að ýmsu
leyti allflókinn.
Þegar Hitaveita Reykjavíkur hóf
starfsemi frá Reykjum háustið 1943
var Gunnar ráðinn vélstjóri að fyrir-
tækinu og þar hófst okkar sam-
starf, sem stóð í yfír 15 ár. Þetta
samstarf var miklu nánara en al-
mennt gerist um vinnufélaga, því
að við bjuggum í sama starfs-
mannabústað ásamt fjölskyldum
okkar í 13 ár og vissum því um
var honum allt í öllu og saknar nú
mjög bróður síns.
Að síðustu sendi ég öllum ætt-
ingjum Jóns, vinar míns, samúðar-
kveðjur. Guð blessi ykkur öllum
minningu hans. Þakka þér fyrir allt,
vinur minn, blessuð sé minning þín,
hvíl þú í friði.
Ásgeir H. P. Hraundal.
allt, stórt og smátt, sem gerðist á
okkar vettvangi. í svo nánu um-
hverfí vinnufélaga gæti maður
haldið að ýmislegt gæti hent sem
leiddi til óánægju og árekstra, en
ég varð aldrei var við neinn kala
eða ágreining milli okkar eða fjöl-
skyjdna okkar.
Árið 1945 kvæntist Gunnar
Ragnhildi Guðmundsdóttur, einkar
gestrisinni og góðri konu. Þau eign-
uðust tvo syni sem fæddust í vél-
stjórabústaðnum á Reykjum. Syn-
irnir tveir eru mestu myndarmenn,
Guðmundur er einn stærsti garð-
yrkjubóndi landsins, hann er einnig
lærður skipasmiður. Sigurður hefur
verslunarmenntun og er nú fram-
kværndastjóri DAS-happdrættisins.
Gunnar hafði mikinn áhuga á
félagsmálum og var um nokkurra
ára skeið í stjórn Starfsmannafé-
lags Reykjavíkur. Þá starfaði hann
mikið í íþróttahreyfingunni. Hann
var meðal annars formaður Ung-
mannafélagsins Aftureldingar og
hefur átt sinn þátt í að lyfta félag-
inu upp á það stig sem það er nú.
Gunnar tók þátt í víðavangshlaup-
um hér áður fyrr og var seigur
þolhlaupari.
Árið 1958 gerðist Gunnar vara-
slökkviliðsstjóri og gegndi því starfi
um margra ára skeið. Síðustu árin
sem hann var í starfi tengdist hann
aftur Mosfellssveitinni, en þá í
tengslum við Almannavarnir.
Margs konar öryggisbúnaður var
þá í hans umsjá.
í lífí Gunnars áttu sér stað bæði
skin og skúrir. Með Ragnhildi átti
hann tvo mannvænlega syni, en
konu sína missti Gunnar langt fyrir
aldur fram. Hún andaðist 26. nóv-
ember 1984 eftir langvarandi veik-
indi. Sjálfur gekk Gunnar lengi vel
ekki heill til skógar. Fyrir rúmum
átta árum fékk hann heilablóðfall
og missti málið og varð að dvelja
í hjólastól á stofnunum. Á þessu
tímabili sýndi Gunnar mikið æðru-
leysi og hetjulund. Þá sjaldan litið
var inn til hans brosti hann og sýndi
þakklæti fyrir að muna eftir honum.
Ég votta öllum aðstandendum
Gunnars mína dýpstu samúð.
Gunnar stóð fyrir sínu og var
ætt sinni og stétt til mikils sóma.
Guð blessi minningu Gunnars.
Örn Steinsson.
JÓN MAGNÚSSON
hann kaldur nár.
Jón var fæddur hér í borg og bjó
lengstum í Bjarnaborg, elsti sonur
hjónanna Dagbjartar Eiríksdóttur
og Magnúsar Einarssonar er í mörg
ár voru húsverðir þar. Jón varð
seinna síðasti „borgarstjórinn“ í
Bjarnaborg. Jón var elstur af sjö
systkinum og eru nú fimm þeirra á
lífi, Þráinn bróðir þeirra drukknaði
1966. Ég var töluvert með Nonna
til sjós, og minnist nú margra
skemmtilegra samverustunda frá
því tímabili, bæði á sjó og í landi,
við glens og gaman.
Jón eignaðist einn son, Ragnar,
garðyrkjubónda á Sólbakka, sem
kvæntur er Kristínu Þórkötlu Krist-
insdóttur. Þeirra börn eru Garðar
Kári, Ragnheiður Helga og Guðrún
Þórdís. Gott og innilegt samband
hafði myndast milli Jóns og fjöl-
skyldu Ragnars og voru börnin
augasteinarnir hans og var hann
að búa sig undir að heimsækja þau
upp í Borgarfjörð, ferð sem aldrei
var farin, því kallið kom áður. Ég
bið Guð að blessa ykkur, Ragnar,
Kristín og börnin, í sorg ykkar. Jón
afi kemur ekki aftur, en hugur
hans var hjá ykkur til hins síðasta.
Ekki get ég skilið við þessar fá-
tæklegu línur mínar að minnast
ekki á systur hans Magneu, sem
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 620200
Sjábu
hlutina
í víbara
samhengi!
t
Útför eiginmanns míns og föður okkar,
JÓNS ÞORSTEINSSONAR
hæstarréttarlögmanns,
Selbraut 5,
Seltjarnarnesi,
fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 26. september
kl. 15.00.
Jónina Bergmann,
Sigfús, Jóhannes Gísli,
Þorsteinn og Jón Gunnar Jónssynir.
t
Kæri vinur minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir, afi
og langafi,
GUNNAR KRISTÓFER GUNNARSSON,
fyrrum kaupmaður,
Egilssstöðum,
verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju, laugardaginn 24. septem-
ber, kl. 14.00.
Hulda Laufdahl,
Dagný K. Gunnarsdóttir,
Kristbjörg Gunnarsdóttir,
Brynja Gunnarsdóttir,
Sævar Gunnarsson,
Danfel Gunnarsson,
Sigríður Jóhannsdóttir,
Bárður Gunnarsson,
börn og barnabörn.
Hallgrímur Ingvaldsson,
Bragi Antonsson,
Brynhildur Vilhjálmsdóttir,
Erla Vilhjálmsdóttir,
Sigurður Sigfreðsson,
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 871960
t
Hjartkær maðurinn minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
JÓN HJALTI ÞORVALDSSON,
Grandavegi 47,
fyrrv. umsjónarmaður hjá Lögreglustöðinni,
Almannavörnum og Utanríkisráðuneytinu,
sem lést í Landspítalanum 13. september, verður jarðsunginn á
morgun, föstudaginn 23. september kl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
Guðrún S. Guðmundsdóttir.
t
Maðurinn minn og sonur,
GYLFI GRÍMSSON,
Njarðarholti 12,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju
föstudaginn 23. september kl. 14.00.
Ragnheiður Kjartansdóttir,
Kristfn Steinadóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
LÚÐVÍK KJARTANSSON,
Kirkjuvegi 1 E, Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 24. september kl. 14.00.
Marfa Guðmannsdóttir,
Rúnar Lúðvíksson, Frfða Felixdóttir,
Sigurður Lúðvíksson, Anna Hulda Óskarsdóttir,
Guðrún Lúðvíksdóttir, Jóhannes Jensson,
Hjördís Lúðvíksdóttir, Sigþór Óskarsson,
Ragnheiður Lúðvfksdóttir, Hallur Þórmundsson,
Særún Lúðvíksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur vinsemd og vinarhug
við andlát og útför, eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
KJARTANS A. KRISTJÁNSSONAR
bifreiðastjóra,
Skriðustekk 14.
Sérlegar þakkirtil hjúkrunarfólks á deild 3, Hrafnistu, Reykjavik.
Þóra Þórðardóttir,
Kristján A. Kjartansson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Ingþór Kjartansson, Elísabet G. Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn
t
Alúðarþakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför föður okkar og
tengdaföður,
JÓNS ÞORSTEINSSONAR,
Dalbraut 27,
áður Langholtsvegi 18,
Reykajvík.
Unnur Jónsdóttir,
Jóhann Gunnar Jónsson, Edda Herbertsdóttir.
t
Innilegar þakkir og kveðjur til allra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug viðfráfall
HALLDÓRSBECH
fyrrverandi flugstjóra.
Lára Bech, Þórarinn Bech,
Guðný Bech, Grétar Gústafsson,
Eria Bech, Baldur Þórisson
og barnabörn.