Morgunblaðið - 22.09.1994, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.09.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER1994 9 FRÉTTIR Síðbúinn smálax áferð TUTTUGASTA þessa mánaðar lauk veiði í nokkrum ám og er þá_ veiði lokið í flestum ám landsins. Á ein- staka veiðistað hefur þó verið fram- lengt samkvæmt nýrri reglugerð um lengdan veiðitíma. Dæmi um ár þar sem framlengt var, eru Breiðdalsá og Laxá á Ásum, en veiði í þeirri síðamefndu er þó lokið. Veiði var víðast léleg, en þó viðunandi sums staðar, s.s. í Borgarfjarðaránum flestum, Langá, Laxá í Leirársveit, Rangánum og Leirvogsá. Einnig má nefna Svartá sem kom vel út þrátt fyrir aflabrest í flestum ám á Norður- landi. Veiðimenn sem voru þar undir lok veiðitímans sáu talsvert af nýleg- um smálaxi í ármótum Svartár og Blöndu. Víðar hefur smálaxinn guð- að á glugga þar nyrðra og spurning hvort hann ætlar að skila sér eftir allt saman. Bara of seint! Það fylgdi sögunni frá Svartá, að smálaxinn var afar smár, 2-4 pund. En við skulum renna yfir nokkrar tölur úr ýmsum áttum. Á næstu dögum munum við safna saman lokatölum eins víða að og kostur er. Misjöfn útkoma Sem fyrr segir kom Svartá vel út, þar veiddust um 380 laxar. í fyrra komu að vísu 500 fiskar úr ánni, en það var metveiði og veiðin nú er vel yfir meðalveiði í ánni síðustu árin. Hátt í tvö hundruð laxar í aflanum voru 10 til 20 pund. Blanda var aft- ur á móti slök. Þar veiddist vel fram- an af sumri, en síðan dró úr veiði og eftirspurn veiðimanna eftir leyf- um með. Heyrst hefur að heildarveið- in í Blöndu hafi verið nærri 860 lax- ar og skráðir laxar af tilraunasvæð- inu ofan Ennisflúða hafi verið 50 til 60. Það er ódýrt svæði og talsvert stundað. Vel má hugsa sér að meira hafi veiðst þar en ekki verið skráð. Yfir 1.000 laxar fóru um teljarann í Ennisflúðum og eftir að Blanda varð greiðfærari laxinum eftir til- komu Blönduvirkjunar, fer ávallt talsvert af laxi flúðirnar sjálfar, not- ar ekki stigann. Við fréttum nýverið að um 150 laxar væru komnir úr Ormarsá á Sléttu og eitthvað ámóta úr Sval- barðsá í Þistilfirði. Fyrir skömmu veiddust stærstu laxamir í Ormarsá, 22 og 20 pund, en þá veiddi sami maðurinn, Heiðar Ingi Ágústsson. Betri en í fyrra Þær eru teljandi á fingrum annarr- ar handar árnar sem eru betri í sum- ar en í fyrra. í fljótu bragði koma aðeins fjögur nöfn upp, Leirvogsá, Laxá í Leirársveit, Langá og Rang- ámar. Laxveiði er lokið í Leirvogsá og veiddust þar 484 laxar, en sam- svarandi veiði í fyrra var 428 laxar. Þar var að ganga lax fram á síðasta dag og talsverður lax er talinn eftir í ánni. Einhver sjóbirtingsveiði verð- HEIÐAR Ingi Ágústsson gerði góða ferð í Ormarsá á dögunum. 7. september veiddi hann þessa tvo dreka í ánni, 20 punda á rauða Frances í Fitjahyl og 22 punda á maðk við „Bergið“. ur neðst í ánni næstu daga og ætli það slæðist ekki stöku laxar í afl- ann? Það sama má segja um Rang- árnar, en þar stendur laxveiðin út þennan mánuð og sjóbirtingsveiði eitthvað lengur. Yfir 1.500 laxar eru komnir á land, en síðasta sumar var veiðin rétt um 1.000 stykki. Langá fór fyrir nokkru yfir 1.000 laxa og síðast er fréttist var stutt í áfangann í Laxá í Leirársveit. í Laxá hefur lax verið að ganga fram á síðasta dag. Fjögur Vikublöð í viku? ALÞÝÐUBANDALAGIÐ undirbýr nú að gefa út málgagn sitt, Viku- blaðið, fjórum sinnum í viku, a.m.k. fram að alþingiskosningum. Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta væri í undirbúningi sem tilraun sem látin yrði standa fram yfir kosningar. Þótt hvorki hefðu verið teknar ákvarðanir um hvort í breytingarnar yrði ráðist eða hvenær það yrði kvaðst hann reikna með að niðurstaðan yrði sú að út- gáfudögum fjölgaði einhvern tímann fyrir jól og þannig yrði blaðinu hald- ið út fram að kosningum. Einar Karl sagði að ýmsi.r tækni- legir og fjárhagslegir þættir væru enn óleystir en að undirbúningi lokn- um yrði málið lagt fyrir stofnanir flokksins sem tækju ákvörðun um framhaldið. Á ritstjórn Vikublaðsins, serri kemur út á föstudögum, starfa nú tveir blaðamenn auk ritstjóra. Einar Karl sagði að ef útgáfudögum yrði fjölgað myndu þessir starfsmenn væntanlega halda úti blaðinu með aðstoð þátttakenda í kosningabar- áttu flokksins. Einar Karl sagði að þessi hug- mynd hefði kviknað í umræðum um þörf fyrir málgagn vinstrimanna eft- ir að Mótvægi, útgáfufélag Tímans, hefði orðið gjaldþrota. Með aukinni útgáfu væri ætlunin þó einkum að sjá núverandi áskrifendum Viku- blaðsins, sem séu á þriðja þúsund, og öðrum sem hafi áhuga á vinstri stefnu, fyrir daglegum skilaboðum og stjórnmálalegum túlkunum. BIG YOUNG frá cibecita Stærðir 75-100. B, C, D, E skálar. Verð kr. 2.995, ~ Hvíld, kyrrð og náttúrufegurð ✓ Asheimar á Eyrarbakka Leigjum út fullbúna íbúð með svefn- plássi fyrir fjóra. Opið allt árið. Kr. 4.000,- sólarhringurinn, 18.000,- vikan. 98-31120/98-31112 eða 985-41136/985-41137 Mikið úrval af haustfatnaði Tískuverslunin Guðrún, Rauðarárstíg 1, sími 615077 ,A3M fungnBnið&öiWl .vönqXöita Vn^ e9\n\26u6U ABWb 6 .linqelqlöile HAUHM2A2IIH .iöiitisnlBH go >)ivsi>Iy9H NYBYLAVEGUR DALBREKKA AUÐBREKKA sími 45800. KR-INGAR Til hamingju með bikarinn! Vegna lokahátíðar knattspyrnudeildar á laugardaginn bjóðum við ykkur: K.R. blazerjakka á kr. 11.900,- K.R. bindi kr. 1.490,- Skyrtur frá kr. 990,- Fínni buxur kr. 4.900,- Allar aðrar vörur í verslun okkar með 10% afslætti fyrir meðlimi K.R. klúbbsins fimmtudag, föstudag og laugardag. Getum saumaö fyrir ykkur blazerjakka meö ykkar merki á góöu veröi í ykkar félagslit. Sömuleiöis buxur, mittisjakka, úlpur, bindi, skyrtur, peysur. SAUMASTOFA/HEILDVERSLUN Milliliðalaus viðskipti Nýbýlaveg 4, (Dalbrekku megin) Kópavogi, ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ lh 5 j ^ |! ' I ‘ Mikilvægt er að nota réttar öryggishlífar þar sem þörf er á. Höfum fjölbreytt úrval af viðurkenndum öryggishlífum sem henta hverjum og einum. Allt fyrir örýggið i 40 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.