Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 11 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra settur í fimmtánda sinn Nýtt bóknámshús tekið í notkun Sauðárkróki - Fjöldi fólks var viðstaddur þegar nýr og glæsilegur fyrri hluti bóknámshúss Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki var formlega tekinn í notkun og skólinn settur í fimmt- ánda sinn nú í haust. Sá hluti þessa áfanga sem þegar er fullfrágenginn er kennslustofur og aðstaða fyrir kennara skólans og stjórnendur, bókasafn og sam- komusalur en á neðri hæð er ætlað að komið verði fyrir tölvuveri skól- ans og þar verður einnig meðal annars stór fyrirlestrarsalur, en frágangur þess hluta mun þurfa að bíða betri tíma. Húsið er hannað af Guðfinnu og Albínu Thordarson, en aðalverktaki við bygginguna var Trésmiðjan Borg á Sauðárkróki. Við upphaf og lok skólasetning- arathafnarinnar léku þau Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson nokkur tónverk íjórhent á flygil skólans. Við at- höfnina rakti Ragnar Arnalds al- þingismaður byggingarsögu húss- ins, en hann hefur verið formaður byggingarnefndar, allt frá því er fyrst var farið að ræða um þörf skólans fyrir bóknámshús og benti á það brautryðjendastarf sem unn- ið hefði verið í samvinnu sveitar- stjórna á Norðurlandi vestra. Það eru Héraðsnefndir Austur- og Vestur-Húnavatnssýslna og Siglu- fjarðarkaupstaður sem standa að uppbyggingu og rekstri Fjölbrauta- skólans ásamt Héraðsnefnd Skaga- fjarðar og Sauðárkrókskaupstað. Kostnaður 300 milljónir Kostnaðarskipting heimaaðila er í hlutfalli við ibúatölu og nálægðar skólans við viðkomandi sveitarfélög og þannig greiða Skagfirðingar mest, enda taldir njóta mestrar hagræðingar af nálægð skólans á Sauðárkróki. Þá kom einnig fram í máli Ragn- ars að kostnaður við bygginguna er nú orðinn röskar 300 milljónir en fullbúinn ætti þessi fyrri áfangi að kosta um 370 milljónir. Að loknum þessum áfanga í upp- byggingu húsnæðis Fjölbrautaskól- ans kvað Ragnar næsta brýna verkefnið að stækka heimavistina verulega enda skólinn búinn að vinna sér það traust sem öflug skólastofnun að búa yrði þeim sí- vaxandi fjölda nemenda sem hing- að vildu sækja sér menntun góða aðstöðu. Að lokum afhenti Ragnar Jóni Fr. Hjartarsyni skólameistara höf- uðlykil að öllum vistarverum húss- ins og bað öllu starfi skólans vel- farnaðar. Að loknu máli Ragnars Arnalds var húsið blessað af biskupi íslands herra Ólafi Skúlasyni en Hjálmar Jónsson prófastur las ritningar- greinar. Menntamálaráðherra Ólafur G. Einarsson flutti ávarp og fagnaði þeim áfanga sem nú hefði náðst og þeirri uppbyggingu sem farið hefði fram við skólann, og benti á að þessi skóli svo sem margar aðr- ar stofnanir þyrftu að marka sér sérstöðu á kennslusviði og ná varð- andi það samvinnu við aðila utan skólans til dæmis í atvinnulífinu. Ávörp fluttu Ólafur Óskarsson f.h. Héraðsnefnda Húnavatns- sýslna, Þorbjörn Árnason formaður skólanefndar og Páll Pétursson al- þingismaður og fluttu þeir allir góðar óskir til handa skólanum og báðu því starfi sem þar væri unnið allra heilla. Jón Fr. Hjartarson skólameistari tók síðastur til máls og ræddi skóla- starfið og þá breytingu sem verður með tilkomu hins nýja og glæsta húss þá vék Jón einnig að góðum gjöfum sem skólanum hefðu borist í tilefni af þessum merka áfanga. Sagði Jón skólann settann og bað gesti að skoða húsið en þiggja síðan veitingar í boði skólans. Morgunblaðið/Silli ÓLAFUR Erlendsson og kona hans Helen Hannesdóttir fyrir miðju, læknar og verðandi forsljóri. Ólafur Erlendsson lætur af störfum Húsavík - Eftir 23 ára farsælt starf lætur Ólafur Erlendsson af störfum sem forstjóri Sjúkrahússins á Húsavík og kvöddu starfsmenn stofnunarinnar hann með viðhöfn fyrir skömmu. Ólafur tók við forstjórastarfinu um það leyti sem nýja sjúkrahúsið tók til starfa og í hans tíð hafa á því verið gerðar ýmsar breytingar og endurbætur. Að skilnaði ávörpuðu læknar sjúkrahússins Ólaf og þökkuðu hon- um gott samstarf og færðu honum gjöf. Af hálfu starfsstúlkna ávörp- uðu Ólaf Kristrún Sigryggsdóttir og Regína Sigurðardóttir sem leystu hann út með gjöfum sem þakklætisvott fyrir mjög gott sam- starf. Viðtakandi forstjóri, Friðfinnur Hermannsson, kvaddi Ólaf og þakkaði honum störfin í nafni stofnunarinnar og sagðist vona að hann yrði jafn farsæll í starfi og forveri hans. • Morgunblaðið/Björn Blöndal FRÁ opnun málverkasýningu barna í Keflavík. Málverk barna sýnd í Keflavík Keflavík - Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra opnaði sýn- ingu á úrvalsverkum barna og unglinga sem nú er í bókasafninu við Hafnargötu. Þar eru sýnd 120 verk. Sýningin er farandsýning á úr- valsverkum barna og unglinga á vegum ferðaátaksins „ísland — sækjum það heim!“. Verkefni þetta fór fram í skólum landsins og alls bárust 5.000 verk til dómnefndar sem síðan valdi 120 verk. í umsögn dómnefndar segir að sköpunar- mætti barna séu engum takmörk sett og að valið hafi verið ákaflega vandasamt. I þessu úrvali birtist ólík verk sem hvert um sig hafi verið metið á eigin forsendum og þar leitað að krafti, sköpunargleði og líflegu hugmyndaflugi. Sýning- in hefur verið sýnd á átta stöðum víðs vegar um landið, hún verður opin til 25. september. Bundið slitlag á Húsa- víkurvelli Laxamýri - Það var hátíðarbrag- ur yfir fólki þegar Húsavíkurflug- völlur var formlega tekinn í notkun eftir að lagt hafði verði bundið slitlag á 1650 m flugbraut, flug- vélastæði og bílastæði. Ástand vallarins hefur oft verið slæmt síðustu árin vegna aur- bleytu og hefur margsinnis orðið að fresta flugi eða aka farþegum til Akureyrar af þeim sökum. Völlurinn þjónar nútímakröfum Við opnun vallarins voru flutt mörg ávörp. Halldór Blöndal, sam- gönguráðherra, lýsti sig mjög ánægðan með að á Húsavík væri kominn völlur sem þannig væri búinn að hann gæti þjónað nútíma- kröfum og ef horft væri til fram- tíðar ,í ferðamálum mætti búast við nánari samstarfi við önnur lönd í flugsamgöngum. Hér mætti e.t.v. auka tíðni flugferða þó með þeim takmörkunum sem lengd vallarins segir til um. Það voru Klæðning sf. í Garða- bæ, Vegagerðin og fleiri aðilar sem unnu að framkvæmdum og nú hafa orðið þau þáttaskil að flugsamgöngur ættu að geta orðið öruggari auk þess sem moldrok og aur á flugvellinum heyra sög- unni til. SONGLEIKURINN LONDON NEW YORK REYKIAVÍK MHl I Síðustu sýningar 2319 Sýning kl. 21.30 24/9 Sýningkl. 21.30 2819 Framh.skólasýning kl. 21.00 29/9 Framh.skólasýning kl. 21.00 30/9 Sýningkl. 21.30 2/10 Barnasýning kl. 21.30 2/10 unglingasýning kl. 20.00 • .. ■ ^ÆFái Etfa Gísladóttir, Jóhannes Bachmann. cnm Magnús KJartansson. Esther Helga Guömundsdóttir. SÖNGSMIÐJAN A HOTEL ISLANDI Miða- og borðapantanir alla daga á Hótel íslandi í síma 687111 og hjá Söngsmiðjunni í síma 612455. Námufélagar fá 10% afslátt á Ctease •r;'“ •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.