Morgunblaðið - 22.09.1994, Side 24

Morgunblaðið - 22.09.1994, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Einyrkjar, nútíma þrælar? Á UNDANFORNUM árum samdráttar í þjóðfélagi okkar hefur það færst mjög í vöxt að atvinnurekendur spari sér ómæld gjöld og óþægilegar skuldbindingar sem fylgja því að fastráða starfsmann, með því að not- ast fremur við lausamenn, sem ríkið flokkar svo aftur á móti undir verktaka (at- vinnurekanda). Stór hluti þessara lausa- manna er svokallaðir ei- nyrkjar eða stéttleysingjar sem hafa engan aðgang að stéttarfélögum þar sem þeir eru verktakar en eiga heldur ekki heima í hópi sjálfstæðra atvinnurekenda, þar sem þeir reka engan nema sjálfa sig. Flestir þess- ara einyrkja eru láglaunamenn sem njóta heldur ekki réttinda á við lág- launamenn í launþegastétt, þeir fá ekki orlof, þeir veikjast auðvitað bara á eigin kostnað og þeir eru yfirleitt ekki í lífeyrissjóði. Innan þessa hóps eru m.a. skjá- textasmiðir (sjónvarpsþýðendur). Af þessum einyrkjum innheimtir ríkið, auk almennra skatta, svokall- að tryggingagjald sem áður hét aðstöðugjald og fylgdi nafnbreyt- ingunni jafnframt hækkun á gjaldi þessu sem er nú 6,55% af launum okkar. Við lestur á því hvernig gjaldinu er ráðstafað er ýmíslegt sem kemur einyrkjum eins og okkur heldur spánskt fyrir sjónir og er vandséð hvernig er yfirleitt hægt að rétt- læta að það sé innheimt af okkur. Þess vegna lýsum við hér með eftir svari frá viðkomandi aðilum okkur til skilningsauka, þ.e.a.s. við vildum gjama vita hvað við fáum í staðinn. Ráðstöfun tryggingagjalds Ráðstöfun tryggingagjalds er eftirfarandi: 1. Atvinnuleysistryggingasjóður fær nú í sinn hlut sem nemur 0,5% af gjaldstofni. Það er auðvitað gott og blessað, þar sem sá gleðilegi atburður gerðist fyrir rúmu ári, að okkur var veittur réttur til að sækja um atvinnuleysisbætur. Annars getur orðið ansi erfitt fyrir okk- ur að uppfylla tilskilin skilyrði eins og t.d. um tilkynningu á lokum rekstrar, þar sem „fyrir- tækið“ er í raun bara við sjálf. Og til gamans má geta þess að við undirrituð vorum t.d. áður Jóhanna Þráinsdóttir Veturliði Guðnason Gsnn farsímar Hagenuk MT2000 PÓSTUR OG SIMI Einyrkinn er óska- draumur atvinnurek- andans, hlunnfarinn launþegi, segja Jó- hanna Þráinsdóttir og Veturliði Guðnason, sem telja löngu tíma- bært að stjómvöld taki af skarið um réttarstöðu einyrkja á vinnumark- aðinum. búin að greiða í áratug í þennan sjóð, án þess að því fylgdi yfir- leitt nokkur réttur. 2. Vinnueftirlit ríkisins fær í sinn hlut sem nemur um 0,08% af gjaldstofni. Hvaða hag hefur einyrki sem vinnur heima hjá sér af því að greiða hluta af launum sínum til Vinnueftirlits ríkisins? Svar óskast. 3. Tekjur af tryggingagjaldi um- fram það sem ákveðið er í 1. og 2. tölul. rennur til Trygginga- stofnunar ríkisins til að fjár- magna lífeyris- og slysatiygg- ingar almannatrygginga. A of- angreindur einyrki rétt á ein- hveijum öðrum bótum þaðan, t.d. vegna slyss eða veikinda umfram þá sem ekki þurfa að greiða þetta gjald? Svar óskast. 4. Hlutdeild opinberra bygginga- sjóða í tryggingagjaldi fer eftir ákvæðum laga um Húsnæðis- stofnun ríkisins, svo og ákvæð- um lánsfjárlaga og fjárlaga hveiju sinni. Okkur skilst að þeirra hlutur af gjaldinu sé nú 0,7%. Hvaða hag hefur margumrædd- ur einyrki af því að borga þessa aukasporslu til opinberra bygg- ingasjóða? Svar óskast. Á móti þessu kemur svo að „verk- takinn“ á rétt á því að draga rekstr- arkostnað „fyrirtækis" síns frá al- mennum skatti. Ef við tökum okkur sjálf sem einyrkjadæmi þá er það minnst lítið sem skatturinn viður- kennir sem rekstrarkostnað við „fyrirtæki“ okkar. Við hefðum t.d. talið sjálfsagt að kostnaður við við- Ókeypis iögfræðiaðstoð á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 f síma 11012. ORATOR, félag laganema. hald á þekkingu okkar væri frádráttarbær (endurmennt- un), en svo er ekki. Svörin frá skattinum eru þau að mennt- un okkar komi rekstri „fyrir- tækisins“ ekkert við, sem er afar éinkennilegt þegar á það er litið að „fyrirtæki" okkar, þ.e.a.s. við sjálf, höfum ekk- ert að selja nema menntun okkar. Nú er það ekki einu sinni svo að þetta gæti nokk- urn tíma orðið mikið tap fyrir skattinn, fari einyrki á nám- skeið gerir hann það kaup- laust á eigin kostnað svo nám- skeiðasókn er afar lítil í okkar hópi. Fjöreggið á útsölu Raunar er þetta í fullu samræmi við það sinnuleysi sem virðist al- mennt ríkja hér í sambandi við skjá- textasmíði og það á sama tíma sem miklar umræður fara fram um slæmt heilsufar á tungu vorri og dvínandi áhuga bókaþjóðarinnar á bókum. Vönduð skjátextasmíði ætti því að vega þungt á metunum í baráttunni fyrir betra málfari, því þeir eru vissulega lesnir af þorra Islendinga. En hvernig er þetta svo í reynd? Stefna þeirra sem „kaupa“ skjátextana er sú að fá þá fyrir sem allra minnstan pening og menntun skjátextasmiðs kemur ríkinu ekki við. Enda er þetta rétt ályktað, því minni menntun sem hann hefur, því líklegra er að textarnir hans fáist fyrir lítið. Og þar sem aukin mennt- un eða starfsreynsla er ekki metin til fjár í þessari grein er honum sjálfum enginn sjáanlegur hagur í því að reyna að bæta menntun sína. Eftirlit með málfari á textum í kvikmyndahúsum og á myndbönd- um er ekkert og menn virðast hafa samþykkt það með þegjandi þögn- inni að þeir skipti ekki máli, þar er aðeins verið að framfylgja hvim- leiðri þýðingarskyldu og skiljanlegt að kaupendur textanna reyni að sleppa sem allra ódýrast frá því. Óskadraumur atvinnurekandans Hugmyndin með þessu greinar- komi var þó ekki að barma okkur neitt sérstaklega heldur benda á óviðunandi réttarstöðu einyrkjans, hver sem atvinnugrein hans nú annars er. Hann er í stuttu máli verktaki (atvinnurekandi) með alla þá galla sem því fylgja, en nánast enga af kostum þess. I sumum til- vikum er hann ekki einu sinni samn- ingsaðili um eigið kaup, þar sem hann er ekki aðili að neinu stéttarfé- lagi og verður að þiggja það sem verkkaupanda finnst sanngjarnt að greiða honum. í flestum tilvikum er hann láglaunamaður, ótryggður ef hann veikist og ótryggður ef hann slasast þar sem hann hefur ekki efni á einkatryggingu. Hann greiðir sjaldnast í lífeyris- sjóð, þar sem laun hans miðast heldur ekki við að hann þurfi að gera það. Á tímum „þjóðarsáttar" hefur stefnan verið sú að hækka enga grunntaxta, heldur hefur launþegum verið veitt einhvers kon- ar umbun í formi uppbóta eða hlunninda. Sé „þjóðarsáttin" það sem koma skal getur hann því einn- ig gert sér góðar vonir um að vera ævilangt á sama kaupinu, sem auð- veldar honum auðvitað mjög alla útreikninga á framtíðarhorfum. Hann er óskadraumur hvers at- vinnurekanda, hlunnfarinn laun- þegi. Það er löngu tímabært að stjórnvöld geri sér grein fyrir stöðu þessa fólks, því á frekar eftir að fjölga en fækka á næstu árum. Höfundar eru ísljórn Félags sjónvarpsþýðenda. Fyrir hvaða glæp eru heymarlausir dæmdir? Þegar þjóðfélagið refsar fyrir glæp er ekki bundið fyrir augu glæpamanna í refsing- arskyni. Nei, þeim er refsað með því að tak- marka eðlileg sam- skipti við aðra og versta refsingin er ein- angrun við umheiminn. Afskiptaleysi okkar gagnvart heyrnarlaus- um eykur einangrun þeirra og dæmir þá að ósekju til þyngstu refs- ingar. Aldrei hef ég gengið erfiðari spor en frá Lækjartorgi og að Háskólabíói þann 24. september fyrir ári síðan er ég tók þátt í göngu heym- arlausra á fimmta Alþjóðlega bar- áttudegi þeirra. Ég rétt staulaðist áfram, er þó þekkt fyrir að ganga hratt og örugglega. Ég leit yfir hópinn. Var virkilega enginn þar sem ekki var heymar- laus, heyrnarskertur eða var að kenna táknmál eða eitthvað því um líkt? Nei, ég gat ekki komið auga á neinn. Hvar var einhver af þeim óteljandi einstaklingum í Reykjavík sem hafði notið góðs af því að nota heyrnartæki, eða notið starfsemi Heyrnarhjálpar eða ein- faldlega þekkti eitthvað til þess að ná ekki sambandi við vin sinn eða kunningja, vegna þess hve hann var farinn að heyra illa eða einfaldlega langaði að læra tákn- mál, eins og ég hafði heyrt svo marga tala um. Tárin blinduðu mér sýn. Sál mín hrópaði á styrk frá hinum heyr- andi. Von mín brást algjörlega um að einhver þeirra myndi bætast í hópinn þessa stuttu leið. Fyrsta ganga heyrnarlausra á íslandi á Alþjóðlegum baráttudegi þeirra hélt áfram hægt og hljótt fyrir utan hljóðið í mótorhjólum lög- reglumannanna tveggja sem fóru fyrir göngunni. Fánaberamir tveir gengu stoltir í broddi fylkingar, berandi fána Dags heyrnarlausra, sem Vilhjálmur G. Vilhjálmsson fyrrum borgarfulltrúi Reykjavíkur hafði hannað svo snilldarlega fyrir þennan dag. Ung stúlka. heymarlaus, klædd þjóðbúningi Islands, flutti þjóð- sönginn á íslensku táknmáli við komuna að Háskólabíói og fána- berarnir stóðu heiðursvörð hvor sínum meginn á meðan. í huga mínum hljómaði þjóðsöngurinn: O, Guð vors lands,- ó, lands vors Guð... íslenski þjóðfáninn blakti við hún. Stuttu síðar hófst dag- skrá dagsins í Háskóla- bíói. Hvað er að? Heldur þú, lesandi góður, að það sé eitthvað betra að vera heyrnarlaus en t.d. blindur? Geta ekki spjallað örfá orð við sína nánustu, fengið fréttir af og heyrt um gang landsmálanna, eða jafnvel bara talað um eitthvað skemmti- legt eða heyrt brand- ara? Kemur þú með og labbar með okkur í hálftíma, frá Kjarvalsstöðum að Hótel Loftleiðum, 24. september, á Alþjóðlegum baráttudegi heym- arlausra? spurði ég góða vinkonu mína. Auðvitað, já, ég kem með, Komdu með okkur í hálftíma göngu á laug- ardaginn, segir Sif Ing- ólfsdóttir, á alþjóðleg- um baráttudegi heyrn- arlausra. svaraði hún á augabragði. Ég kem með og tek öll börnin mín með, bara ef ég fer ekki út úr bænum. Ég bara áttaði mig ekki á þessu. Laugardaginn 24. september — og hefst hún kl. 12:30 frá Kjarvals- stöðum? Já, þetta er gott að vita. Ég bara vissi þetta ekki. Ég kem sko með. Það er hægt að kaupa boli við Kjarvalsstaði, eins og tíðkast í öðr- um göngum. Á bolunum stendur: Ég kann táknmál — en þú? Gaman að sýna að við emm öll íslendingar. Bara sumir fæddust heyrnarskertir, aðrir heyrnarlaus- ir, sumir heyrandi og enn aðrir fóru að tapa heym af einhveijum orsökum. Við tölum öll íslensku, en sumir íslenskt táknmál. Það er svo gaman að vera saman og sýna samstöðu. Kemur þú líka með lesandi góð- ur? Viltu sýna mér að ég sé ein- hvers virði? Viltu ganga með mér smáspöl svo allir sjái. Viltu vera með mér í hálftíma á degi heyrnar- lausra? Reykjavík, 14. september 1994. Með kveðju. Höfundur starfar við heilsuvernd. Sif Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.