Morgunblaðið - 22.09.1994, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ur í Djúpinu, Hermann og Dídí og
Það rís úr Djúpinu. Hins vegar leik-
gerði ég atriði úr þessum bókum
fyrir afmælisdagskrá Guðbergs í
Gerðubergi fyrir tveim árum. Og
tók því fegins hendi að vinna leik-
gerðina áfram fyrir Þjóðleikhúsið.
Guðbergur sýndi mér óbilandi
traust, tíminn með leikurunum skil-
aði miklu og aðstoðarleikstjórinn
hefur staðið sig frábærlega. Eg hef
verið í þeirri einkennilegu aðstöðu
síðan í haust að funda með henni
gegnum síma um uppfærsluna.
Sjálfur á Akureyri að stjórna leik-
húsi og Ásdís í Reykjavík að ljúka
við Sögurnar í Þjóðleihúsinu."
Guðbergur skrifar í leikskrá að
yiðar eigi ytra form leiksins en
Ásdís hið innra og þannig sé þetta
líka með lífið. Ytri bygging sé af
eðli karla en innri formgerð kven-
leg. Ásdís segist hafa stokkað upp
atriði og reynt að styrkja tengsl
persóna og gera söguna aðgengi-
legri. „Hún er í mörgum lögum og
íjallar ekki um neitt eitt, Guðbergur
segist sjálfur íjalla um fólk sem er
í miðjunni, þar sem allt geijast.
Mér finnst alveg rétt að þetta
leikrit fjalli um um fallin goð. Fólk-
ið lifir í raun heimspekilegu lífi í
skítnum og hrákanum. Það stendur
vörð um tilveru sína, breiskt og
raunverulegt og eins og sagt er í
lokin heldur Valhallarlífið áfram.
Dótturdóttir tekur við af móður og
ömmu, Anna binst Magnúsi þegar
frelsið virðist fengið, drengurinn
Hermann tekur yfir hlutverk sögu-
mannsins Svans. Við komum að
hafinni sögu og förum heim úr leik-
húsinu þegar hún heldur áfram.“
Við framtíðinni taka þau Dídí og
Bjössi, þroskaheft ungmenni og að
áliti Guðbergs fulltrúar eðlisbundins
sakleysis og langana. Hann er þeirr-
ar skoðunar að maður fari alltaf út
í framtíðina þroskaheftur á vissan
hátt. „Framtíðin fer eftir því, hvort
maður nái þar þroska vegna kosta
hennar, og honum takist að þróa
hana í sambúð við mannkosti sína.
Ef við vissum hvað í framtíðinni
felst mundu margir ekki halda út
í hana, vegna þess að þegar við
leitum að persónulegu frelsi, en
ekki félagslegu, fer gjarnan þannig,
að leitin endar í nýjum fjötrum."
Spillt eins og óspillt náttúran
Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Sannar sögur úr
sálarlífi systra, sem Viðar Eggertsson byggir á
bókum Guðbergs Bergssonar. í leikritinu birtist
alþýðufólk í íslensku sjávarplássi á árunum eftir
stríð, fallin goð, rithöfundar og konur sem ryðja
brautina gegnum hrákann.
HEILAGRAKVENNASÖGU hefur
Guðbergur Bergsson rithöfundur
kallað leikrit sem frumsýnt verður á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í
kvöld. Það heitir Sannar sögur af
sálarlífí systra og er unnið af Viðari
Eggertssyni upp úr þeim bókum
Guðbergs sem saman eru kallaðar
Tangasögur. Viðar er leikstjóri en
Ásdís Þórhallsdóttir aðstoðarleikstjóri
hefur unnið sýninguna til fulls í flar-
veru hans. Um miðbikið segir sú
persóna sem þráir frelsið heitast og
er hreinust og beinust: Ykkur er ráð-
lagt að lesa ekki línur sögunnar,
heldur á milli þein'a. Svo óska ég
ykkur góðrar ferðar inn í hugarheim
ykkar. Sá skáldskapur er bestur sem
segir ekkert sjálfur heldur vekur
ímyndunaraflið af svefni.
Við höfum kynnst fólkinu á
Tanga þegar Anna kveður upp úr
með þetta, rétt í þann mund sem
óskyld systir hennar, Katrín, hefur
lestur sögunnar af Gunnu og Tótu.
Sú frásögn geymir hennar mynd
af systrunum og því úrvali mága,
svila, mæðra og dætra sem íslensk-
ar fjölskyldur státa af. Katrín segir
söguna eins og hún vill hafa hana:
Dyggðir og pijál koma fyrir skít
og horið er pússað af fólkinu.
Annars eru allir alltaf að segja
sögur, segja sögur eða blaðra, eins
og Guðbergur bendir á að einkenni
okkur. Sögurnar í leikritinu eru af
íslensku alþýðufólki í sjávarplássi
eftirstríðsáranna. Þar getur sitt-
hvað virst kunnuglegt en langt í frá
allt skiljanlegt. Þá gefst tækifæri
ímyndunaraflsins og ástæða til að
nota það. í upphafi leikritsins segir
Anna að fólk án ímyndunarafls
beri hvorki skynbragð á list né
skáldskap. Því sé þess vegna ráð-
legast að láta sér nægja fjölskyldu-
myndir og kjaftasögur. Katrín svar-
ar þessu þegar á líður og segir:
Þótt fólk hafi lítið ímyndunarafl,
ber það leynt skynbragð á listir og
skáldskap. Því er ráðlagt að nota
fjölskylduljósmyndir, kjaftasögur
og ímyndunarafl annarra til að
auðga sitt* eigið
Báðar hafa þær lög að mæla, lík-
ar og ólíkar, skyldar og óskyldar,
tvær, ein og tvíein. Ljósmyndir,
sögur og iífið á Tanganum, allt
sest í hugskot blekþrælsins sem
aftur og aftur skrifar um sama fólk-
ið. í því býr uppruni hans og vegna
ástar getur hann ekki annað en
verið heiðarlegur. Sýnt fólkið eins
og. það er, í eymd sinni, stolti og
græðgi. Farðu og vertu spillt eins
og óspillt náttúran, segir ókunn
kona í leikritinu við Önnu. Þetta
er konan sem veit sínu viti, man
eftir fortíðinni og sér inn í framtíð-
ina. Hún tengir saman tíma og fólk
og ýtir sögunni af stað.
„Það hefur orðið tómstundagam-
an bókmenntafræðinga að, útbúa
ættartölur persóna í bókum Guð-
bergs,“ segir Viðar Eggertsson.
„En það er ekkert einfalt. Tengslin
milli fólksins eru margslungin,
stundum ómöguleg eða siðferðilega
bönnuð. Þetta eru nefnilega ekki
venjulegar persónur heldur fulltrú-
ar ákveðinna einkenna þessa þjóð-
félags sem Guðbergur rannsakar.
HERMANN, sem Höskuldur Eiríksson og Sverrir Örn Arnarson
skiptast á að leika, ókunna konan, sem Þóra Friðriksdóttir Ieik-
ur, og Anna, leikin af Ingrid Jónsdóttur.
Morgunblaðið/Kristinn
HÉR sjást Guðrún Gísladóttir og Valdimar Örn Flygenring í hlut-
verkum Katrínar og Magnúsar.
Hann athugar hvað getur hent og
mér finnst veröld hans makalaust
leikræn. Hún kristallar spuming-
una um hvenær við séum að leika
og hvenær við séum við sjálf. Hver
sé höfundur örlaga okkar.
Mér fannst eiginlega erfiðast að
hafna svo mörgu óborganlegu í
bókunum. Það stóð aldrei til að leika
frá upphafí til enda Önnu, Það sef-
Aðalfundur
Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni.Kaupvangsstræti 23,
laugardaginn 24. september nk. og hefst kl. 15.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
önnur mál.
Stjórnin.
TÖLVUNÁMSKEIÐ
— Windows 3.1
— Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh
— WordPerfect 6.0 fyrir Windows
— Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh
— PageMaker 5.0 fyri Windows/Macintosh
— Access 2.0 fyrir Windows
— Paradox fyrir Windows
— PowerPoint 4.0 fyrir Windows/Macintosh
— Tölvubókhald
— Novell námskeið fyrir netstjóra
— Word og Excel uppfærsla og framhald
— Unglinganám
— Windows forritun
l
Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar
kennslubækur fylgja öllum námskeiðum.
Upplýsingar og skráning í síma 616699.
Tölvuskóli Reyhiavíkur
Borgartúni 28, slmi 91-687590
Mínníngarplata
TONLIST
Nýbylgja
HEITUR VINDUR
Breiðskífa hljómsveitarinnar Neols
Einsteigers, Heitur vindur, til minn-
ingar um Pétur Inga Þorgilsson. Öll
lög eru eftir Pétur Inga, ýmist einan
eða í samvinnu við meðlimi hljóm-
sveitarinnar. Neol Einsteiger skipa
Kristján Eggertsson, söngur og
hljómborð, Eyvindur Sólnes, raddir,
Brynjar H. Ottósson, gítarar, Stefán
M. Magnússon, kassagítar, Georg
Bjamason, bassi, og Einar Seheving,
trommur, en auk þeirra koma ýmsir
hljóðfæralekarar við sögu. Pétur
Ingi syngur einnig í nokkrum lag-
_ anna og leikur á gítar og píanó.
Útgefandi minningarsjóður Péturs
Ihga Þorgilssonar, Japís dreifír.
75,26 mín., 1.990 kr.
HUÓMPLATAN Heitur vindur
með hljómsveitinni Neol Einsteiger
var gefin út til minningar um Pétur
Ingi Þorgilsson, sem fór§t af slysför-
um fyrir ári. Liðsmenn sveitarinnar,
sem voru í hljómsveitinni Invictus
með Pétri, stofnuðu nýja hljómsveit
eftir fráfall hans og ákváðu í kjölfar-
ið að gefa út minningardisk þann
sem hér er gerður að umtalsefni.
Af Heitum vindi má marka að
Pétur Ingi var hæfíleika- og hu-
myndaríkur tónlistarmaður. Þegar í
fyrsta lagi kveður við tón sem ekki
hefur oft heyrst í íslensku rokki,
einskonar nýbylgju, sem minnir jafn-
vel á köflum á upphafsverk Grafík-
ur. Pétur syngur þetta upphafslag
og fleiri iaganna, en prýðilegur
söngvari Neols Einsteigers, Kristján
Eggertsson, syngur annars obbann
af plötunni. Þriðji aðalsöngvari er
Eyvindur Sólnes.
Lagaval er fjölbreytt, reyndar svo
fjölbreytt að piatan verður sundur-
laus á köflum, til að mynda sker
lagið Yggdrasill sig nokkuð úr, en
kafli iágstemmdra leikinna laga þeg-
ar sígur á seinni hluta plötunnar
lyfta henni aftur á móti. Inn á milli
eru bráðskemmtileg nýbylgja, eins
og upphafslagið I Don’t Want it,
Hrun, Heitur vindur, titillag plötunn-
ar, og Næturflug. Flest laganna eru
á íslensku, sem er vel, en á miili eru
enskir textar, sumir þokkalega ortir.
Hljóðfæraleikur er allur vel heppnað-
ur, og má þar nefna ágætt framlag
Péturs sjálfs, afbragðs píanóinnlegg
Kjartans Valdimarssonar og smekk-
legar gítarleik Brynjars Ottóssonar.
Útgáfa þessa geisladisks er öll
framúrskarandi vönduð og heiðrar
minningu Péturs. Hann er reyndar
hvarvetna nálægur og frábærlega
hefur tekist að fella upptökur með
rödd hans og hljóðfæraleik, sem
eflaust hafa margar verið tæknilega
gallaðar, inn í lögin svo varla heyr-
ist misfella.
Líkiega er mesta afrekið við þessa
plötu í ljósi tilurðar hennar að hún
er bráðskemmtileg og áheyrileg
heild. Umslagið hannar Kjóll & And-
erson og gerir það vei að vanda.
Helsti gallinn á því er sá sami og
jafnan hjá Kjól & Anderson að iðu-
lega er nánast ógjörningur að lesa
texta sem þó verður að teljast nauð-
synlegt.
Árni Matthíasson
i:
í
»