Morgunblaðið - 16.10.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 7
ERLEIMT
Ný bók um hring breskra njósnara sem voru á mála hjá Sovétmönnum í kalda stríðinu
Rothschild lávarður
„fimmti maðurinn“?
Lundúnum. Reuter.
ROTHSCHILD lávarður, sem er í þekktri
breskri bankafjölskyldu, var „fimmti maður-
inn“ í frægum njósnahring undir forystu Kims
Philbys, að því er fram kemur í bók sem gefin
verður út síðar í mánuðinum.
Titill bókarinnar er „Fimmti maðurinn" og
hún er eftir ástralska blaðamanninn Roland
Perry. Hann heldur því fram að Rothschiid,
sem lést árið 1990, hafi komist hjá rannsókn
á sögusögnum um að hann væri í njósna-
hringnum með því að notfæra sér auð sinn
og_ áhrif.
í njósnahringnum voru Harold „Kim“ Philby,
Anthony Blunt, Guy Burgess og Donald Macle-
an en aldrei hefur fengist staðfest hver fimmti
maðurinn var. John Cairncross, fyrrverandi
embættismaður, hefur nokkrum sinnum verið
nefndur í þessu sambandi. Perry segir útilokað
að Cairncross hafi verið í njósnahringnum.
„Reyndar taldi sovéska leyniþjónustan hann
„látinn“ eða gagnslausan árið 1947,“ segir
hann.
Modín veitti upplýsingar
Perry kveðst hafa fengið margar vísbending-
ar sínar frá sovéska útsendaranum Júrí ívano-
vítsj Modín, sem segist hafa stjómað mörgum
breskum njósnurum í kalda stríðinu. „í viðtölun-
um í Moskvu kom skýrt fram að fimmti maður-
inn hafði hlotið vísindamenntun. Hann hafði
aflað sér sérfræðiþekkingar á rannsóknum á
efna- og kjarnavopnum," segir Perry. „Hann
vann fyrir [bresku leyniþjónustuna] MI5 í stríð-
inu. Hann hafði tengsl við Winston Churchill.“
Perry segir þessa lýsingu alla eiga við Roths-
child lávarð. „Samkvæmt tveimur heimildar-
mönnum varð Victor Rothschild öryggisvörður
hjá MI5 árið 1942, þannig að hann hafði að-
gang að öllum helstu rannsóknarstöðvum.
Hann vissi um hönnun allra breskra (og oft
bandarískra) vopna í smáatriðum."
Rothschild var þekktur íþróttamaður, jass-
leikari, vísindamaður, rithöfundur og fjármála-
maður. Á námsárum sínum í Cambridge-
háskóla á fjórða áratugnum var hann í mál-
fundaféiagi með Burgess, Maclean, Philby og
Blunt. í heimsstyrjöldinni síðari notuðu Burg-
ess, Philby og Blunt íbúð hans í Lundúnum
og hann sótti oft klúbb þar sem Philby, Burg-
ess og Blunt voru fastagestir.
Thatcher hafnaði rannsókn
Nokkrir þingmenn lögðu til árið 1986 að
rannsakað yrði hvort Rothschild hefði njósnað
fyrir Sovétmenn. Margaret Thatcher, þáver-
andi forsætisráðherra, hafnaði því og Rot-
hschild vísaði því harðlega á bug að hann hefði
verið á mála hjá Sovétmönnum.
Perry segir að Rothschild hafi notfært sér
stöðu sína og áhrif til að komast hjá rannsókn
eftir að Burgess og Maclean flúðu til Sovétríkj-
anna árið 1951.
Clinton
gagnrýnir
Rússa
BILL Clinton Bandaríkjafor-
seti sagði í gær að yfirlýsing
Andrejs Kozyrevs, utanríkis-
ráðherra Rússlands, í Bagdad
um að Iraksstjórn væri reiðu-
búin að viðurkenna landamæri
Kúveits, væri ekki í samræmi
við fyrri ummæli Borísar Jelts-
íns Rússlandsforseta. Clinton
sagði að Jeltsín hefði sam-
þykkt að „engar viðræður
kæmu til greina við íraks-
stjórn, alls engar“.
Deilt um
greind kyn-
þátta
NÝ BÓK, þar sem því er hald-
ið fram að blökkumönnum
farnist almennt illa vegna þess
að þeir séu ekki jafn greindir
og hvítir menn, hefur valdið
miklu uppnámi í Bandaríkjun-
um.
Annar af höfundum bókar-
innar, félagsfræðingurinn
Charles Murray, hefur sætt
harðri gagnrýni í dagblöðum
og New York Times kallaði
hann „hættulegasta íhalds-
mann Bandaríkjanna".
Murray heldur því fram að
greindarvísitala manna sé að
miklu leyti arfgeng en um-
deildust er sú kenning hans
að meðalgreindarvísitala
bandarískra blökkumanna sé
85, en hvítra manna 100.
Boston Globe, sem þykir
fijálslynt blað, tók að gagn-
rýna bókina fyrir „háa fá-
viskuvísitölu" mörgum mán-
uðum áður en hún kom út.
Murray, sem er fræðimaður
við Amerísku framtaksstofn-
unina í Washington, er ánægð-
ur með umræðuna sem bókin
hefur komið af stað en kveðst
óttast um líf sitt og fjölskyldu
sinnar vegna hinna hörðu við-
bragða.
Kvartað yfir
háum launum
RITT Bjerregaard, sem hefur
verið tilnefnd sem fulltrúi
Dana í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, kveðst
óánægð með launin sem hún
fær í nýja starfínu. Hún segir
þau einfaldlega of há. Fyrir
skatt fær hún sem svarar 15
milljónum króna á ári, tvöfalt
meira en forsætisráðherra
Dana, en eftir skatt er munur-
inn enn meiri. Bjerregaard tel-
ur hæfilegt að fá rúmar tíu
milljónir króna í árslaun.
getur
þú
valið...
Við hjá Tryggingamiðstöðinni önnumst brunatryggingar
þínar ásamt öllum öðrum tryggingum. Nánari upplýs-
ingar færðu hjá starfsfólki Tryggingamiðstöðvarinnar og
umboðsmönnum um allt land. Notaðu tækifærið og veldu
hvar þú tryggir húseign þína. Skilafrestur uppsagna er til
30. nóvember næstkomandi.
*Með nvjum lögum um
hrunatryggingar huseigna
oðtast húseigendur retí tii
þess að ák\eða hvar þeír
brunatryggja húseignir sínar
frá og með 1. janúar 1995.
TRYGGINGA
MIÐSTÖÐIN HF.
- þegar mest á reynir!
Aðalstræti 6-8,101 Reykjavík, sími 26466.
YDDA/SlA F16.9