Morgunblaðið - 16.10.1994, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER1994
MORGUNBLAÐIÐ
Sambýli
geðfatlaðra
á Akureyri
heimsótt
Þegar fólk útskrifast af geðdeildum sjúkra-
húsa er stórt stökk fyrir það að fara aftur
að sjá um sig sjálft. Þess vegna hefur áhersla
aukist undanfarið á félagslega endurhæfíngu
geðsjúkra en hún fer meðal annars fram á
svokölluðum sambýlum og áfangastöðum.
Marta Einarsdóttir heimsótti slíkt sambýli
á Akureyri til að varpa ljósi á málefni geð-
fatlaðra.
Ierlendum rannsóknum hefur
komið í ljós að geðveikir eru
gjaman taldir hættulegir,
heimskir og óþrifalegir. Þess-
ar hugmyndir virðist fólk oft sækja
tii kvikmynda. Flestir kannast lík-
lega við atriði þar sem fólk ráfar
um sambandslaust við umheiminn,
með geðveikislegan glampa í augum
eða beijandi höfðinu við vegg. Þetta
er þó alls ekki rétt mynd af geðfötl-
un og geta slíkir fordómar valdið
miklum sársauka og tafið fyrir bata
sjúklinga.
Meðferð við geðsjúkdómum er
yfirleitt í formi lyfjagjafar og þurfa
sumir að dvelja á geðdéildum um
lengri eða skemmri tíma. Þar með
þurfa þeir að yfirgefa eigið um-
hverfi og láta ábyrgð á lífí sínu í
annarra hendur. Þetta getur leitt til
sinnuleysis, ósjálfstæðis og
einangrunar sem fræðimenn nefna
stofnanaveiki. Einnig hafa sumir
geðsjúkdómar þau áhrif að ýmis
færni daglegs lífs minnkar eða glat-
ast. Þegar fólk síðan útskrifast er
stórt stökk fyrir það að fara aftur
að sjá um sig sjálft. Erfiðleikarnir
sem þessu fylgja eiga h'klega þátt í
því að fólk veikist oft fljótlega aftur
og verður svokallaður stofnanamat-
ur, þ.e. þarf að leggjast inn með
reglulegu millibili. Þess vegna hefur
áhersla aukist undanfarið á félags-
lega endurhæfingu geðsjúkra en hún
fer meðal annars fram á svokölluð-
um sambýlum og áfangastöðum.
Slíkt sambýli á Akureyri var sótt
heim til að varpa ljósi á málefni
geðfatlaðra.
Þegar komið er inn í húsið fínnst
strax að þetta er heimili en ekki
stofnun. Þarna búa fjórir karlar og,
ein kona sem hafa átt í langvinnum
geðrænum veikindum sem hafa gert
þau að einhvetju leyti óstarfhæf í
daglegu lífi. Rúnar Helgi Andrason
hefur verið forstöðumaður þarna síð-
astliðið ár en er nú á leið til Banda-
ríkjanna í framhaldsnám í klínískri
sálarfræði: „Markmiðið er að að-
stoða íbúana við að læra að lifa með
veikindum sínum, fóta sig í samfé-
laginu og sjá um sig sjálfa eftir erf-
ið veikindi. Sambýlið er því einskon-
ar áfangastaður frá geðdeild út í líf-
ið aftur.“ Dvalartími á heimilinu er
breytilegur eftir eðli sjúkdómsins
hveiju sinni, frá nokkrum mánuðum
í þijú til fjögur ár og jafnvel fram-
búðar og fólk er þarna af fúsum og
fijálsum viija.
Sambýlið heyrir undir svæðis-
skrifstofu Norðurlands eystra sem
ber fjárhagslega ábyrgð á rekstri
þess, svo sem launakostnaði. íbúarn-
ir eru í flestum tilfellum á örorkubót-
um. Af þeim greiða þeir húsaleigu
og daglegan rekstur eins og mat,
rafmagn, hita og síma. Öll heimilis-
störf eru í höndum íbúanna en
starfsfólkið Ieiðbeinir og veitir
stuðning eftir þörfum.
Á daginn er starfsfólk til taks en
ekki um nætur nema í sérstökum
tilfellum en þá er þess gætt að auð-
velt sé að ná til þess. íbúar láta vita
ef þeir fara út í lengri tíma en að
öðru leyti koma þeir og fara eins
og þeim sýnist. Starfsfólkið grípur
hinsvegar inn í ef það telur heilsu
fólksins hafa hrakað. Allir íbúarnir
eru að mennta sig eða eru í vinnu,
ýmist í starfsþjálfun eða á almennum
vinnumarkaði.
Skipan mála góð
en vantar eitt þrep enn
Að sögn Rúnars er sambýiið rekið
í mjög nánu samstarfi við fagaðila
á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins
sem sinna þessu mjög vel. „Ég tel
að þetta sé rétta leiðin til að reka
sambýli en þó fínnst mér að eitt
skref vanti. Vinnan hér á sambýlinu
er góð að því leyti að fólkið fær
stuðning í sínu daglega amstri og
SIGRÚN Gunnarsdóttir starfsmaður og Rúnar Helgi Andrason, fráfarandi forstöðumaður,
í stofunni á samýlinu.
þeim aðstæðum sem það kemur til
með að lifa við í- framtíðinni. Sú
hætta er þó ávallt fyrir hendi að það
einangrist og taki upp fyrra hegðun-
armynstur ef tengslin og aðstoðin
hverfa strax eftir að það flytur af
sambýlinu. Þá eru fjármagnið og
kraftarnir sem varið er í endurhæf-
ingu orðið að engu. Því tel ég að
þegar fólk fer héðan og fer að standa
á eigin fótum þyrfti það að fá
tveggja til þriggja mánaða aðstoð á
sínu heimili við að fóta sig í nýjum
aðstæðum. Þessi aðstoð yrði að vera
sveigjanleg og einstaklingsbundin
en takmarkið yrði að draga smám
saman úr henni þar til viðkomandi
þyrfti ekki lengur á henni að halda.
Fram að þessu hefur ekki verið
hægt að veita þessa þjónustu en nú
bendir ýmislegt til að breyting verði
þarna á; fyrst og fremst vegna breyt-
inga á hugarfari."
Hugmyndir fólks
um geðsjúkdóma
Rúnar segir að fordómar gegn
geðveikum stuðli að einangrun
þeirra og að mjög margt ýti undir
fordóma. „Fólk með geðræn vanda-
mál fær sjaldan eða aldrei jákvæða
umfjöllun í fjölmiðlum en þegar ein-
hver ofbeldisverk eru framin er oft
endað á því að segja að viðkomandi
verði látinn sæta geðrannsókn.
Þarna er verið að tengja ofbeldi og
geðveiki sem er rangtúlkun. Fólk
gleymir því eða veit ekki að geð-
veiki eða geðfötlun er í raun yfir-
heiti yfír marga sjúkdóma sem hijá
fólk, t.d. geðklofa og þunglyndi sem
eru algengustu sjúkdómar þeirra
sem dvelja hér. Þeir sem þjást af
geðklofa misskilja þætti úr umhverfi
sínu. Fá ranghugmyndir og stundum
ofheyrnir. Þeir geta orðið áberandi
þar þeim finnst t.d. að fólk úti á
götu sé að tala við þá. Þessum ein-
kennum er hægt að halda niðri með
iyfjum og gera fólkinu kleift að lifa
með sjúkdómi sínum. Þunglyndi á
sér oft langan aðdraganda en fólk
getur líka vaknað einn daginn og
fundið fyrir miklum slappleika. Það
getur þá ekki tekist á við það sem
það þarf að sinna og vill jafnvel
bara liggja fyrir. Mjög margir upp-
lifa þunglyndi einhvern tímann á
ævinni og það er örugglega mun
algengara en skráningar segja til
um. Sumir ná að vinna á því sjálfir
án þess að koma nokkurn tímann í
viðtal við geðlækni eða sálfræðing.
Aðrir ná aldrei að vinna á því og
líða fyrir það.“
Geðfatlaðir ásakaðir
fyrir veikindi sín
Rúnari fínnst fólk ekki bregðast
eins við geðsjúkdómum og öðrum
sjúkdómum: „Þegar fólk fær aðra
alvarlega sjúkdóma eins og krabba-
mein ríkir mikil sorg hjá aðstandend-
um en viðkomandi er aldrei ásakað-
ur fyrir það að hafa fengið krabba-
mein. Annað er upp á teningnum
með geðsjúka. Þeir hafa hugsanlega
átt 20-40 góð ár, menntað sig og
komið upp fjölskyldu. Þegar þeir svo
allt í einu veikjast viðurkenna marg-
ir einfaldlega ekki að hægt sé að
veikjast á þennan hátt. Það vantar
þann skilning að þetta séu veikindi
en ekki sjálfskapaður aumingjaskap-
ur. Sumar fjölskyldur sjá ekki fyrir
endann á veikindunum og geta ekki
horfst í augu við einhvern nákominn
sér í þessu slæma ástandi. Þarna
er um að ræða ástvin manns sem
allt í einu breytist og fer að haga
sér öðruvísi og fólk gefst einfaldlega
upp, skilur viðkomandi eftir í hönd-
um fagaðila og útilokar hann. Ann-
ars ætla ég ekki að ásaka aðstand-
endur því sjúklingarnir hafa oft ver-
ið mjög erfiðir á heimili áður en sjúk-
dómur þeirra uppgötvast. og ná-
komnir hafa gengið í gegn um mikla
erfiðleika. Þess vegna er aukin
fræðsla mikilvæg. Ef aðstandendur
kynntu sér og skildu sjúkdóminn
betur gætu þeir veitt nauðsynlegan
skilning, ástúð og umhyggju.
Fræðsla til almennings hefur verið
allt of lítil og er ein ástæðan sú að
geðfatlaðir hafa ekki heilsu til að
kynna sína sjúkdóma og berjast fyr-
ir sínum málum. Þar sem þeir veikj-
ast yfirleitt ekki fyrr en á fullorð-
insárum eru foreldrar þeirra oft
mjög fullorðnir og hafa ekki heldur
tök á að sinna þessum málum. Því
eru þau í höndum fagaðila. Geðlækn-
ar og sálfræðingar þyrftu að gera