Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 B 3
STELPIIRNAR
OKKAR
halda kannski að nú sé allt á niður-
leið. En menn skyldu muna að
Róm var ekki byggð á einum degi.
Einn versti galli íslendinga er
óþolinmæði þegar uppbygging er
annars vegar og á það jafnt við
um fyrirtæki sem íþróttalið. Og í
sjálfu sér er það kannski ekki
slæmt að tapa stöku sinnum til
að sjá hvað gerist þegar sjálfs-
traustið bregst.
Úthald
Þegar norsku stúlkurnar stóðu
sig hvað best í handknattleik hér
um árið ætlaði norska þjóðin öll
af göflunum að ganga. Þvílík var
gleðin. Stúlkurnar voru á forsíðum
dagblaða, fastagestir í útvarps-
og sjónvarpsþáttum og auglýsend-
ur notuðu sér frammistöðu þeirra
óspart. Fyrir íslenska konu, sem
hefur vanist því í heimalandinu
að körlum eingöngu sé hampað í
íþróttum, var þetta einstök upplif-
un. En þegar litið er til þess að
norska þjóðin virðist nýta allan
mannskapinn, það er að segja
bæði karla og konur, hvort sem
um atvinnulíf eða stjórnmál er að
ræða, og nægir að horfa á ljós-
mynd af þingmönnum saman-
komnum því til sönnunar, er það
kannski ekki undarlegt þótt hið
sama gildi um íþróttir.
Umfjöllun um íþróttir kvenna
er lítil hér á landi, enda fá konur
fyrst umfjöllun þegar þær hafa
Einn versti galli
íslendinga er
óþolinmæði þegar
uppbygging er
annars vegarog á
það jaf nt við um
fyrirtæki sem og
íþróttalið.
náð árangri, en karlar fá umfjöllun
áður en þeir ná árangri, eins og
Guðrún bendir á.
Um fjárstuðning gildir hið
sama, konur þurfa að sýna árang-
ur til að fá fjárstuðning en karlar
fá Ijárstuðning til að geta náð
árangri, segir Vanda. Þess má þó
geta að á dögunum hafði kven-
kyns atvinnurekandi samband við
stúlkurnar, sagðist ekki hafa
hundsvit á knattspyrnu en sig
langaði til að styrkja þær, því hún
væri svo hreykin af þeim. Þessi
ágæta kona gaf þeim síðan
íþróttaföt.
Nú hafa stelpurnar okkar hægt
og bítandi unnið sigra sem körlun-
um hefur ekki tekist, þrátt fyrir
umfjöllun og fjárstuðning. Hvert
framhaldið verður sker tíminn úr.
Daginn fyrir leikinn við Englend-
inga kom sú frétt í blöðunum að
þjálfarinn þeirra, Logi Ólafsson,
hefði gert samning við karlalið ÍA
í knattspyrnu. Mun hann að líkind-
um þjálfa bæði liðin fram í mars
ef stúlkurnar komast í úrslita-
keppnina. Eftir þá keppni hefst
leit að nýjum þjálfara fyrir stúlk-
urnar.
Þeir sem hafa iitla trú á hæfi-
leikum kvenna, þegar íþróttir eru
annars vegar, hafa spurt hvort
stúlkurnar muni halda þetta út.
En um það snýst ekki spurning-
in. Spumingin snýst um það hvort
íslenska þjóðin muni halda það út
að sýna stúlkunum áframhaldandi
stuðning. Verður framhald á þeirri
umfjöllun sem þær hafa fengið
síðustu vikurnar? Mun KSÍ styðja
þær áfram? Verða þær styrktar
af fleiri atvinnurekendum? Fer ís-
lenska þjóðin að skilja það smám
saman hvað þýðingu frammistaða
íþróttakvenna getyr haft fyrir ís-
lenskar stúlkur og þá um leið fyr-
ir þjóðina í heild sinni? Höfum við
úthald?
Framundan er seinni leikurinn
við Englendinga, 30. október
næstkomandi. Löng hefð er fyrir
knattspyrnu kvenna í Englandi og
þær ensku því kannski orðnar sjó-
aðar í faginu. En íslenskar konur
eru þær hraustustu í heimi sam-
kvæmt öllum skýrslum og bókun-
um og því gæti ýmislegt gerst.
íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu er nú meðal átta bestu liða
Evrópu og því eiga stelpurnar
okkar ekki að gleyma þegar þær
leika við aðrar þjóðir.
Morgunblaðið/Kristinn
GUÐRÚN, Vanda og Ásthildur á æfingu í októberrigningu.
„Það þarf mikinn sjálfsaga til að koma sér út að hlaupa.“
SEARCH E X TRA
FRÁ S E N S ODYNE
Vid bjódum glæsilegt úrval
af skídaferdum til bestu
skíðasvæða í Evrópu
- mjög góðir gististaðir.
Haigrain 28. jamiar - 1 vika.
..Kin mað 81luu
Verð frá 59.480 kr.
Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis,
gisting í tvíbýli m/morgunverði, skíðapassi og
skattar.
Flaurhau, Hagrain og
Saalbaeli Iliatergleiiiin.
Vlku og 2ja vlkiia ferðtr I
febmiai* og inars.
Verð frá 61.490 kr.
Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis,
gisting í tvíbýli m/morgunverði og skattar.
Hagrtiin i \iislurríki.
Jölaforð 22. dn». - 1S ringnr.
Verð 125.450 kr.
^ Innifalið: Flug, akstur til ag frá flugvelli erlendis,
gisting í tvíbýli m/hálfu fa-ði og skattar.
. janúar - 2 vikur
!0 kr.
ug, akstur til og frá ílugvelli erlendis,
í stúdíói fyrir '1 og skattar.
(» N.
Bjóðuin einnig skíðaferðir til Leck í
Austurríki og ítölsku Alpanna.
Leitið upplýsinga hjá sölufólki.
I4$múhi 4: sími 699300, s> .. . ;
Hnfmtrfirði: sftni 65 23 66, Kefiavik; sttni 11333,
Sclfossi: sími 21666, Akureyri; simi 2 50 00
- og hjú t*tnhod.vm Önnutti utn luttti (tlll.