Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER1994
MORGUNBLAÐIÐ
Hef opnað læknastofu
í Lœknastöðinni hf., Alfheimum 74
*
Ari H. Olafsson, læknir.
Sérgrein handarskurðlækningar
og bæklunarskurðlækningar.
Tímapantanir í síma 686311
RÝMINGARSALA
15-40% afsláttur
Verslunin
Laugavegi 52 • Sími 624244
Jónas og Davíð,
H.C. Andersen og Nyrup
Iár bar það upp á sama dag að
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og starfsbróðir hans Poul Nyrup
Rasmussen flyttu stefnuræður sínar.
Þar sem sá fyrri talar rödd íhalds-
mennsku og hinn síðari jafnaðar-
mennsku var kannski ekki við því
að búast að ræðurnar væru líkar.
En látum sjálfa pólitíkina nú liggja
á milli hluta. Aðalmunurinn á ræð-
unum var nefnilega ekki hið pólitíska
inntak þeirra, heldur lá hann einkum
í efni, efnistökum og alveg sérstak-
lega í málfari. í samanburði við
ræðu Nyrups, sem var eins og skóla-
bókardæmi um stofnanamál og sér-
fræðingastíl, var málfarið á ræðu
Dayíðs með gullaldarsniði.
Hvað varðar efni skiptist ræða
Davíðs í þijá hluta. Sá fyrsti, sem
náði yfír um tvo þriðju hluta ræðunn-
ar, fjallaði um efnahagsmál, þá kom
kafli um fiskveiðimál og sá síðasti
fjallaði um Evrópumálin. Nyrup
þurfti að koma fleiri málaflokkum
að. Hann byijaði á atvinnumálum,
enda var atvinnuleysið mál málanna
í nýafstaðinni kosningabaráttu. Þá
drap hann á atvinnustefnu, skóla-
mál, félagsmál, heilbrigðismál og
umhverfísmál. Efling vísinda og rann-
sókna var sérstakur liður í ræðunni
og er það jafnframt nýmæli. Þar á
eftir kom klausa um aukið og virkt
lýðræði, meðal annars í samskiptum
borgara og stjómsýslu og síðan fjall-
aði hann um réttarkerfið. Þá var röð-
in komin að stefnu í málefnum útlend-
inga, menningarstefnunni, Færeyjum
og Grænlandi, utanríkismálum og ör-
yggismálum, sem ráku lestina. Ræðan
var á að líta nokkum veginn jafn löng
og ræða Davíðs.
Nyrup er sjálfur hagfræðingur og
efnahagsstefna hans er í höfuðdrátt-
um sú sama og borgaralegu stjórn-
arinnar, sem sat þangað til í janúar
í fyrra. Hér áður fyrr trúðu jafnaðar-
menn á ríkisforsjá og vildu hleypa
fjöri í atvinnulífið með ríkisumsvif-
um. Það gera þeir öldungis ekki
lengur, svo danska stjórnin miðar
efnahagsstefnu sína við að styrkja
atvinnufyrirtækin, svo þar eru báðir
forsætisráðherramir sammála.
Danski jafnaðarfiokkurinn álítur
sig með réttu vera helsta byggingar-
meistara danska velferðarkerfisins.
Fram eftir öldinni var stöðugt unnið
að því að auka velferð fyrir alla
þegna. Ef marka má ræðu Nyraps
er uppbyggingunni lokið. Hann slær
því föstu að í Danmörku sé almanna-
bótakerfið gott, en nauðsyn sé á að
„endurmeta heildina í félagslöggjöf-
inni“. Þar þurfi að vera „gott jafn-
vægi milli réttinda og skyldna,
möguleika og ábyrgðar". Tvö síðast-
nefndu orðin koma reyndar oftar
fyrir í ýmsu samhengi. En þar sem
kerfið er í megindráttum fullsmíðað,
þarf aðeins að huga að viðhaldi og
einstökum hópum. Þess vegna sinnir
stjórnin geðveikum alveg sérstak-
lega. Stjórnin bætti „ramma“ þeirra
strax í fyrra, svo nú er komið að
því að bæta „rammann fyrir sjálfa
meðferðina". Eiturlyfjaneytendur
geta hlakkað til „aukins meðferðar-
framlags", auk þess sem félagslega
erfið íbúðarhverfi og heimilislausir
munu einnig fá „sérstakt framlag".
Gamla fólkið fær langa kveðju í
ræðunni, og því sagt að það eigi að
hafa „meiri áhrif á aðstæður sínar“.
Eins og Nyrup segir, getum „við
ekki verið þekkt fyrir að láta gamla
fólkið búa við aðstæður, sem við sjálf
gætum aldrei sætt okkur við.“ Þar
sem Nyrup talar nánast undantekn-
ingalaust í nafni stjórnarinnar má
ætla að hér sé um mælikvarða henn-
ar að ræða og þá getur gamla fólk-
ið sannarlega farið að hlakka til.
Hér áður bjuggu leiðtogar danskra
jafnaðarmanna oft áfram í verka-
mannabústöðunum, þó þeir kæmust
til metorða. En þeir tímar eru liðnir,
rétt eins og trúin á ríkisafskiptin.
Nyrup sjálfur og innsti hringurinn í
kringum hann býr í gömlu og grónu
hverfunum, gjarnan í gömlum „herr-
skapsíbúðum" frá síðustu öld.
Fyrsti boðskapur Nyrups í félags-
málunum er reyndar „uppgjör við
kassahugsunarháttinn". Hann út-
skýrir þetta ekki nánar, en á greini-
lega við að Danir verði að hætta að
spá í bætur og búsílag frá hinu opin-
bera, en hugsa sjálfir um að afla
þess sem þarf, ef þess sé nokkur
kostur.
Danskar undirtektir við
alheimsáskorun
Fram að þessu hafa skattamál oft
verið viðamikill hluti í dönskum
stefnuræðum, en Nyrup nefnir ekki
orðið, sennilega því í fyrra gerði
stjóm hans mikla skattkerfisbreyt-
ingu. Sennilega eiga þó orð hans
um „ófjármagnaðar tilslakanir á
tekjuhliðinni" að vísa til þess að
skattalækkanir séu ekki á dagskrá,
jafnvel þó margir Danir óski þess
svo heitt og innilega.
Menning er ekki bara dýrkuð af
íslendingum, heldur líka af Dönum,
sem bæði iðka og ræða hana og þá
Innilegar þakkir til allra, er heiÖruÖu mig á
nirœöis afmœli mínu 29. september 1994.
Andrjes Gunnarsson,
Hjallavegi 31,
Reykjavík.
BÍÓHÖLLIN
Sýnd kl. 3 og 5. Kr. 400
BÍÓBORGIN
Sýnd kl. 3 og 5. Kr. 400
SAGABÍÓ
Sýnd kl. 3, 5. 7 og 9. Kr. 750
BfÓBORGIN
Sýnd kl. 3, 5 og 7. Kr. 750
BfÓHÖLLIN
Sýnd kl. 3 og 5. Kr. 500.
BfÓBORGIN
(ÚKttCLASSiC'
SAMm
.S.U/BIO
SAMWm
SAMm
SAMWÍ
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBIIIIII