Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐiÐ Blús Bubbi Morthens anno 1986. Blús fyrir Rikka í PLÖTUFLORU Bubba Morthens eru margar plötur eftirminnilegar, sem sumar hafa lengi verið ófáanlegar. Þannig er með tónleikaplöt- una tvöföldu Blús fyrir Rikka, sem kom út í kjölfar metsöluplötunnar Frelsi til sölu. Blús fyrir Rikka var hljóðrituð á mikilli tónleikaferð Bubba um landið sumarið 1986 og í hljóðverinu Sýrlandi. Plat- an var þó ekki gefin út fyrr en ári síðar, en í millitíðinni kom platan Frelsi til sölu, sem Bubbi hljóðritaði með Christian Falk. Blúsinn var tvöföld plata og innan um óút- gefin lög voru eldri lög, ýmist eftir hann eða aðra, til að mynda Skip James, Huddie Ledbetter og Megas. Platan seldist vel, þó ekki hafi hún náð met- sölu, en upplagið þraut j í það minnsta og í nokkur ár hefur hún verið ófáanleg. í liðinni viku var hún svo endurút- gefin á geisladisk á veg- um Spors hf., með upp- runalegri lagaskipan og umslagi en öllu betri hljóm. DÆGURTONLIST /Hvemig er best ad vinnaf Iþyngrí kantinum DOS PILAS er ein þeirra ungsveita sem athygli hafa vakið fyrir kraftmikið rokk og ferskar hugmyndir. Sveitin lét fyrst á sér kræla á síðasta ári með )ög á safnpiötum og snemmsumars kom út stuttdiskur. Aðal prófraunin verður svo breiðskífa sem kemur út á næstu dögum, en útgáfutónleikar vegna hans verða í Tunglinu á fimmtudag. Jón Símonarson söngvari Dos Pilas segir þá fé- laga hafa hljóðritað breið- skífuna að nokkru síðasta sumar og síðan restina í ■*■■■■■■■■■ haust, en luku við hana í ág- úst sl. Hann seg- ir það hafa eftir Árno reynst af- Matthíosson skaplega vel áð vinna plötuna með þetta miklu aðdraganda, „það er nauðsynlegt að fá næði til að hlusta á tónlistina og velta fyrir sér útsetningum, því það er ekki allt fuliklár- að þegar maður kemur út úr bílskúrnum". Jón segir að þeir félagar hafi frekar lítið spilað í sumar, þó þeir hafí komið í flesta landshluta; meðal annars til að fylgja eftir stuttskífu sem kom út í vor. „Við komum okkur upp ágætis prógrammmi í sam- ræmi við íslenskan markað, en við viljum spila okkar eigin tónlist, eins og örugg- iega ailir tóniistarmenn. Það skiptir þó vitanlega máli að íslandsmark- aður er lítil!.“ Útgáfutónleikar plötunnar verða 20. október næstkomandi, og Jón segir að þeir félagar séu að ieita að hijómsveit til að hita upp; einhverri ungri og efnilegri. Annars þykir honum gróskan í íslensku rokki ekki nógu mikil. „Það er alltof algengt að hljóm- sveitir komi fram með mikl- um látum, en eftir hálft ár eru þær týndar og tröllum gefnar. Það er eins þessir strák- ar átti sig ekki á því hvað þetta er mikil vinna ef þú ætlar að gera eitthvað af viti,“ segi Jón og kím- ir, „það má segja að við séum búnir að reyna allt hver fyrír sig, allt frá pönki og látum í rólegri tónlist," segir Jón. Hann segir plöt- una væntanlegu í þyngri kantinum, „en það er bara að hlusta oftar og hún gefur þá meira fyrir vik- ið.“ Frumlegur kraftur HLJÖMSVEITIN Curver, sem vakið hefur mikla athygli fyrir frumleika og kraftmikla iðni, sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu í vikunni. Leiðtogi sveitarinnar og helmingur hennar er Birgir Thoroddsen, en hinn helm- ingurinn er ónefnd tölva. Birgir segist hafa verið búinn að vinna tónlist- argrunn plötunnar, sem heit- ir Haf, þegar farið var inn í hljóðver, en hann átti eftir að semja texta við sum lag- anna. Textamir era allir á íslensku, enda segist hann hafa tekið þá ákvörðun um áramót að semja texta á ís- lensku. „Það er miklu erfiðara að semja á íslensku en ensku, það er enginn vandi að sleppa með eitthvað bull á ensku, en það er skemmti- legt að glíma við ís- * lensk- una, til að mynda lagið Dýpi, sem er allt stuðlað með endarími og höfuðstöf- um og ég er stoitur af því að geta það,“ segir Birgir. Hljómsveitin Curver er Birgir og tölva, sem séð hef- ur um bassa- og trommuleik, en Birgir segist hafa spilað bassann sjálfur í hljóðverinu og að á tónleikum sé hann farinn að spila bassann af bandi, enda gefi það meiri kraft, en tölvan sér þá ekki um annað er trommurnar. Birgir segir að lögin hafi flest þróast á þá leið sem hann ætlaði í hljóðverinu, en einnig segist hann hafa feng- ið margar góðar hugmyndir hjá upptökustjóranum, Andrew MeKensie, sem rek- ur Haffler tríóið og starfað hefur m.a. með Reptilicus og Cabaret Voltaire. Birgir segist vera farinn af stað að kynna plötuna, þó hún komi ekki út fyrr en næstkomandi fimmtudag, en þá leikur Curver á tónleikum í Árseli, og daginn eftir á tónleikum Unglistar. Út- gáfutónleikar Curvers verða svo í Rósenbergkjallaranum fímmtudaginn 27. október. Morgunblaðið/Sverrir Haf Birgir Curver Thor- oddsen. Frín»enn Morgunb'^8' Ómstríð nýbylgja REGLAN er sú í útgáfu að hljómsveit fer fyrst almennilega í gang þegar plata er í burðarliðnum. Öðruvísi fara þeir að í hljómsveitinni Tilbura, sem senda frá sér þriggja laga sjötommu um þessar mundir, nýkomnir í frí. Tilburi er tveggja ára gömul sveit og átti lag á Strumpspólunni sem gefín var út snemma á síðasta ári. Magnús, liðsmaður sveitarinnar, segir að hljóm- sveitin hafí tekið upp þessi þrjú lög snemma í vor, en síðan farið í pásu þar sem einn sveitarmanna er ytra og verður nægtu mánuði. Ekki þótti þeim þó ástæða til að geyma plötuna, „við gáfum hana eiginlega út til þess að gera eitthvað", segir' Magnús, en hann lýsir tón- list sveitarinnar sem óm- stríðu nýbylgjupoppi. MDR. DRE sat inni í íjóra mánuði fyrir skemmstu og lauk á meðan við þijár breið- skífur, sína eigin, plötu hans og lce Cube og svo tónlist við Murder was the Case, sem kemur út á morgun, en þar á er meðal annars lag Ice Cubes og Dres, Natural Born Killaz. n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.