Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 15
14 B SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 B
Þaó er ekki á
hverjum degi
sem fram koma
um svipaó leyti
þrjár söngkonur,
hver meó sinn
sérstaka söngstil
og i sinni sér-
stöku geró af
tónlist.
annsröddin er fegursta hljóðfærið og þegar vel
er sungið skiptir fátt annað máli í flutningi lags
og texta. Af snjöllum söngvurum er nóg í íslenskri
dægurtónlist, en minna um söngkonur, nema þá sem
uppfyllingu eða stuðning fyrir karlana. Því er ánægju-
legt að undanfarið hafa komið fram þijár söngkonur,
Elíza Geirsdóttir, Svala Björgvinsdóttir og Emiliana
Torrini, afar ólíkar, en allar afbragðsgóðar, sem eiga
vísast eftir að vera áberandi í íslenski söngmennt á
næstu misserum og jafnvel árum, þó kannski ekki sem
poppsöngkonur.
Það er ekki á hveijum degi sem fram koma um svip-
að leyti þijár söngkonur, hver með sinn sérstaka söng-
stíl og í sinni sérstöku gerð af tónlist; Elíza Geirsdóttir
syngur íslenska nýbylgju með hljómsveit sinni Kolrössu
krókríðandi, Svala Björgvinsdóttir tölvuvædda alþjóðlega
danstónlist með hljómsveit sinni Scope og Emiliana
Torrini nýbylgjurokk á ensku með hljómsveitinni Spoon.
Það er kannski í takt við tímann að ekki skuli nema
ein þessara stúlkna syngja á íslensku, en allar eru þær
frambærilegar í hvaða landi sem er.
<x>
Elíza Geirsdóttir
í Kolrössu krókríðandi
Elíza kom fyrst fram sem söngkona
og fíðluleikari með stúlknasveitinni
Kolrössu krókríðandi í Músíktilraun-
um Tónabæjar fyrir tveimur árum og söng þá inn á
stuttdiskinn Drápu, sem vakti nokkra athygli. Áður en
lengra varð haldið í þróun hljómsveitarinnar hætti þó
trommuleikari hennar og um tíma var framtíð Kolrössu
óráðin. Fljótlega gekk þó til liðs við sveitina piltur sem
leikur á trommur og síðar stúlka sem leikur á gítar og
þannig skipuð hljóðritaði Kolrassa krókríðandi langþráða
breiðskífu sína, sem kemur út á næstunni.
Elíza segir að þegar þær stöllur ákváðu að setja sam-
an hljómsveit til að verða heimsfrægar hafi verið ákveð-
ið á fundi hvað hver og ein ætti að gera. „Eg var látin
syngja af því að ég var með hár eins og Siggi Eyberg,“
segir hún og hlær, en Sigurður Eyberg var söngvari í
keflvísku hljómsveitinni Pandóru, sem síðar varð Deep
Jimi and the Zep Creams. „Eg hafði sungið sem bam
en þótti aldrei góð, var helst látin eyngja til skemmt-
unar, þar fóru í það minnsta allir að hlæja,“ segir hún
og hefur gaman af, „en þegar ég fór að syngja með
Kolrössu þá komst ég að því mér til mikillar undrunar
að ég hafði ágætis rödd.“ Hún segir að eftir því sem á
leið hafi hún ákveðið að læra að beita röddinni og fór því
í söngskólann í eitt ár. „Þa ðvar alltaf verið að segja
mér að ég ætti eftir að eyðileggja í mér röddina, enda
var ég alltaf að æpa og öskra, og á endanum fór ég
til læknis og í söngtíma, en það var allt í lagi með rödd-
ina í mér; það er eins _og ég hafi þróað einhvern söng-
stíl sem hentaði mér. Ég pældi mjög mikið í því sjálf til
að geta gert þetta rétt og til að reyna ekki um of á
mig. Ég hef líka lært það að ég hef margar raddir,
ekki bara þá rödd sem ég nota með Kolrössu.
Ég gæti vel hugsað mér að verða söngkona; að læra
meira, en það eru bara svo margir sem vilja verða söng-
varar, það eru gríðarlega margir að læra að syngja á
íslandi og samkeppnin er geysihörð. Ég myndi í það
minnsta ekki vilja leggja á mig langt og strangt söng-
nám nema ég væri framúrskarandi góð. Mér finnst ég
hafa hæfileika, en það er svo aftur annað mál hvort
þeir séu nógir. Ég ætla að fara eitt ár í söngskólann
þegar ég er búin með stúdentinn á næsta ári og taka
svo ákvörðun eftir það ár; þá ætti ég að geta metið
hvort ég eigi að halda áfram eða leggja eitthvað annað
fyrir mig.“
Elíza segir að þær Kolrössur hafi byijað á því að
herma eftir ýmsum hljómsveitum, helst breskri neðan-
jarðartónlist. „Við sveifluðumst til eftir því hvað okkur
fannst flott það og það skiptið, en okkar stíll var ein-
hvem veginn allt öðruvísi. Það var sama hvað við vorum
að reyna að herma eftir einhverjum; það varð ævinlega
líkara okkur en þeim. Við ákváðum því að hætta að
reyna að herma eftir einhveijum breskur strákum sem
sungu með Ioftkenndri rödd eitthvað út í loftið og þróuð-
um bara okkar eigin stíl. Söngstíllinn hefur líka breyst
mikið hjá mér, til batnaðar að því mér finnst. Þegar
ég var að byija að syngja vissi ég ekki alveg hvað ég
var að gera og hafði ekki fulla stjóm á röddinni.“
Elíza segist ekki verða neitt sérstaklega vör við söng-
konuhlutverkið utan sviðs. „Það er náttúrulega gerð sú
krafa að ég sé andlit hljómsveitarinnar, standi fremst
og tali mest og þar fram eftir götunum. Það er þó ekk-
ert komið öðruvísi fram við mig en annað fólk, ég á
eftir að sanna mig fyrir hinum almenna borgara og ég
hef þannig ekki kynnst því að fólk líti fyrst og fremst
á mig sem söngkonu; ég á eftir að fá þá viðurkenningu,
ef hún er þá einhvers virði.“
Elíza segist hafa losnað við allan sviðsskrekk sem
barn, „ég var send í tónlistarskóla sex ára gömul og á
aldrinum tíu til sextán ára tók ég út allan sviðsskrekk
þegar ég var að troða upp sem fiðluleikari. í dag finn
ég kanski fyrir einhveijum kvíða áður en ég fer á svið,
en það er meira vegna tónlistarinnar sem við erum að
spila en vegna sjálfrar mín, og þegar ég er komin á
sviðið kann ég vel við mig.“ Hún segir að söngurinn
heilli sig meira en fiðluleikurinn, enda sé fíðlan svo
erfitt hljóðfæri að hún sé löngu búin að missa af lest-
inni að verða fær fiðluleikari. „Vegna fiðlunámsins hef
ég náttúrulega tónfræðigrunninn og mér finnst líka
gott að spila á fiðluna og hafa hana með; ég kann það
mikið að þetta er ekkert sarg hjá mér. Ég hef lagt fiðl-
una á hilluna og þó ég vildi gjarnan læra eitthvað meira,
þá verður fiðlan alltaf aukreitis."
Kolrössur vöktu mikla athygli þegar þær sigruðu í
hljómsveitakeppni Tónabæjar 1992 og voru á allra vör-
um lengi á eftir, sendu frá sér plötu fyrir þau jól, en
síðan varð hljótt um sveitina um tíma. Elíza segir að
það hafi sett þær stöllur út af sporinu þegar einn stofn-
meðlimanna, trommuleikarinn, sagði skilið við hana, og
því hefðu þær lagt plötuáform á hilluna um tíma. „Þeg-
ar upp er staðið gerði það okkur sterkari að hveija sjón-
um fólks um tíma, en við erum líka ekki lengur bara
stelpuhljómsveit, því nú er kominn í hljómsveitina strák-
ur á trommurnar, en líka hefur bæst við ein stelpa á
gítar. Það hjálpaði okkur vitanlega mikið, að vera stelpu-
hljómsveit, þó við vildum kannski aldrei viðurkenna
það, en við erum löngu komnar yfir það að vera stelpu-
hljómsveit og höfum mikla trú á því sem við erum að
gera núna,“ segir Elíza og vísar þá til þess að breið-
skífa Kolrössu krókríðandi sé væntanleg á næstu vikum,
„en í sjálfu sér skiptir ekki meginmáli hvort plata selst
í tveimur eintökum eða tvöþúsund."
Elíza segir að til að byija með hafi hún notað rödd-
ina meira sem hljóðfæri, þ.e. að textarnir hafi ekki
skipt svo miklu máli. „Til að byija með sömdum við
textana saman, en með tímanum fór ég að semja þá
sjálf og legg þá mikla vinnu í að gera þá almennilega;
ég reyni að hafa þá glettna frekar en of alvarlega og
reyni að halda mér frá klisjunum. Auðvitað er miklu
persónulegra að syngja sína eigin texta, en þegar lagið
er komið og textinn, þá syng ég bara og þegar fólk
spyr af hveiju ég segi þetta eða hitt, þá get ég ekki
svarað því.“
Svala Björgvinsdóttií
í Scope
Svala Björgvinsdóttir, sem rekur það
að hún hafi sungið inn á plötu með
föður sínum, Björgvin Halldórssyni,
vakti fyrst verulega athygli sem söngkona þegar hljóm-
sveit hennar Scope sendi frá sér endurgert diskólag,
Was That All it Was, sem náði miklum vinsældum í
sumar, en einnig söng hún í einu lagi á safndisknum
Egg ’94. í kjölfarið hefur Scope víða leikið á tónleikum,
en farið sér hægt í upptökum, enda ekki ástæða til að
rasa að neinu, enda hafa liðsmenn Scope tímann fyrir
sér. Næsti skammtur frá hljómsveitinni er svo tvö lög
á safnplötu Skífunnar, Transdans 3, sem væntanleg er
á næstunni.
Svala Björgvinsdóttir á ekki langt að sækja sönghæfi-
leikana og hún segist ekki muna eftir því hvenær hún
hafi byijað að syngja, hún hafi verið það ung og til séu
upptökur af söng hennar frá þriggja ára aldri. „Ég
söng inn á plötu með pabba níu ára, en fram að því
vildi hann aldrei leyfa mér að syngja með sér og það
var eftir að ég var búin að suða lengi í honum. Hann
hefur líka ekki hjálpað mér neitt við að komast áfram
sem söngkona, þó hann hafi stutt mig að mörgu leyti,
enda vill hann að ég haldi áfram í námi, fari í háskóla
og fái mér almennilega vinnu,“ segir hún og hlær. „Ég
kom mér því áfram sjálf, kynntist fullt af krökkum sem
voru að vinna í tónlist og komst í hljómsveit. Þetta var
því mín ákvörðun og pabbi vissi því ekkert af því.“
Svala segist alltaf verið fljót að gera upp við sig
hvaða tónlist hún vildi, en þó hún sé að syngja danstón-
list í dag sé það ekki eina tónlistin sem hún hefur gam-
an af, „ég vildi gjarnan syngja aðra gerð tónlistar, en
mér finnst skemmtilegt að syngja danstónlist, hún er
svo lifandi."
Svala segist aldrei hafa lært að syngja, en hún hafi
spáð mikið í sönginn og öndunina. „Ég hef þjálfað mig
sjálf allt frá því ég var smástelpa að reyna að syngja
eftir plötum. Maður þarf náttúrlega að kunna að nota
röddina rétt, að anda rétt svo álagið sé ekki of mikið
á röddina, og passa sig að vera ekki að reykja og syngja
ekki ef þú ert með slæmt kvef og svo er alveg út í hött
að syngja undir áhrifum, því það fer alveg með rödd-
ina,“ segir Svala ákveðin. Hún segir að sér finnist hún
varla vera söngkona, í það minnsta finnst henni hún
ekki vera hluti af neinum poppheimi og segist reyndar
ekki viss um að hún vilji vera hluti af slíkum heimi. „Ég
vil bara gera það sem mér finnst skemmtilegt, ég hef
engan áhuga á að fara að syngja dúetta á Ommu Lú
eða syngja í einhverri sýningu á Hótel íslandi,“ segir
hún ákveðin. „Ég vil bara vinna með mínum félögum
að tónlist sem okkur finnst skemmtileg. Auðvitað er
freistandi ef miklir peningar eru í boði, en mér held að
ég myndi segja nei.“
Svala semur alla texta sjálf og segir að það skipti
hana miklu að syngja eigin texta, ekki bara vegna þess
að hún kann þá betur. „Þegar þú ert að syngja eitt-
hvert lag eftir einhvern annan, þá ertu að herma eftir
þeim sem söng lagið fyrst, eða gera þér upp tilfinning-
ar. Þá er betra að syngja eigin texta og meina það sem
þú ert að syngja. Textar í danstónlist eru vitanlega oft
mikið bull, en ég vil reyna að semja texta sem hafa
einhvern boðskap," segir Svala, en hún hefur líka sung-
ið án orða og/eða án ákveðins texta þegar hún hefur
komið fram með plötusnúðum og sungið yfir danslög á
skemmtistöðum. „Það er líka mjög skemmtilegt að
syngja bara eitthvað; að spinna á staðnum og láta lag-
ið ráða hvert röddin fer. Þá er aðal málið að vera einlæg-
ur og syngja eins og þér líður, þá nær það til fólks og
það kann að meta það.“
Svala segist hafa áhuga á að læra tónlist, þá ekki
með áherslu á sönginn. Hún segist hafa lært á píanó í
fjögur ár og geti gutlað á það, en hún telur það löst
að geta ekki lesið nótur. „Mig langar mikið til að fara
annað hvort í tónlistarskólann, eða leiklistarskólann. Það
togast mjög á í mér hvort ég ætti að gera; það er ekki
gott að lifa af tónlistinni á Islandi en hún er skemmti-
leg, en ef ég fer í leiklistina er söngurinn góð viðbót.
Að syngja er það sem ég elska að gera, ég gæti ekki
án þess verið, að syngja er útrásin mín.“
í Spoon
Emiliana Torrini kom fyrst fram sem
sólósöngvari á unga aldri, en hefur
1 meðal annars tekið þátt í Músíktil-
raunum Tónabæjar, líkt og Elísa, þó ekki hafí henni
farnast eins vel. Öllu betur tókst henni upp í söngvara-
keppni framhaldsskólanna, því þar sigraði hún örugg-
lega. Hún syngur með hljómsveitinni Spoon, og vakti
athygli snemmsumars fyrir lagið Taboo, sem náði mik-
illi hylli. Það lag hefur þó ekki enn verið gefið út, enda
vildi Spoon hafa alla þræði í hendi sér varðandi útgáfu
og ákvað á endanum að gefa sjálf út. Fyrsta plata sveit-
arinnar er því væntanleg innan skamms.
Emiliana Torrini segist hafa byijað að syngja sem
barn og alltaf haft gaman af. „Sjö ára gömul fór ég
með vinkonu minni á elliheimili og söng fyrir gamla
fólkið hin og þessi lög,“ segir hún og kímir við minning-
una og bætir svo við að hún hafi snemma kunnað því
vel að syngja þegar hún fékk að ráða ferðinni. Skipulagð-
ari söngmennt var svo þegar hún fór í kór Káresnes-
skóla og hún segir að stundum hafi það verið gaman,
sérstaklega að syngja gospeltónlist, en leiðinlegt að
syngja jólalög og lög eins og Maístjörnuna. „Svo hætti
ég í kórnum og hætti eiginlega alveg að syngja opinber-
lega, nema ég söng heima,“ segir hún, en segir að
móðir hennar hafi komið henni í söngskóla og þar hafi
hún verið í tvö ár.
Fyrsta hljómsveitin sem Emiliana söng með var Tjalz
Gizur, sem meðal annars tók þátt í Músíktilraunum
Tónabæjar með Emiliönu sem söngkonu. Ekki gekk það
vel og hún er ófeimin við að segja beint út að hún hafi
verið hræðileg. „Lagið sem ég söng í passaði alls ekki
fyrir mig; ég réði ekkert við röddina og við föttuðum
það ekki fyrr en á reyndi." I kjölfarið segist hún svo
hafa verið rekin úr hljómsveitinni, „þeir hættu að boða
mig á æfingar", segir hún og hlær, „en það var allt í
lagi, ég var alveg sátt við það“. Hún segist þó hafa
haft gaman að tónlistinni, enda finnist henni gaman að
syngja nýbylgjurokk.
Emiliana vakti fýrst verulega athygli þegar hún sigr-
aði í söngvarakeppni framhaldsskólanna á síðasta ári.
Hún segist ekki hafa skráð sig í keppnina sjálf, „ég er
svo óframfærin, það þurfa alltaf aðrir að ýta mér í eitt-
hvað svona. Ég verð alltaf svo stressuð áður en ég fer
á svið, og fyrir keppnina var ég að deyja af stressi,
ældi og fékk blóðnasir. Þetta var nú ekkert frábært hjá
okkur, en það gekk allt upp. Þegar ég er komin á svið
og byijuð að syngja kann ég afskaplega vel við mig.“
Um það leyti sem söngvarakeppnin var var Emiliana
nýbyijuð í annarri hljómsveit, Spoon, sem hún syngur
með í dag, og kann því vel. Hún er ekki eina röddin í
þeirri hljómsveit en meira hefur borið á henni en öðrum
hljómsveitarmeðlimum, sem hún segir að sé ekki rétt-
látt; hún sé langt í frá aðalmanneskjan í hljómsveitinni
og var reyndar ráðin sem bakraddasöngkona vegna
upptöku á breiðskífu. „Þegar við komum í hljóðver og
ég átti að syngja þorði ég ekkert að syngja í hljóðnem
ann og tísti bara eins og mús. Þeir voru að spá í að
reka mig, en ákváðu að leyfa mér að hanga eitthvað
áfram og svo á einu ballinu þá sprakk ég og þeir fengu
áfall þegar ég fór að öskra og æpa eins og ég ætti lífið
að leysa.“
Emiliana segir að söngnám sé nauðsynlegt fyrir önd-
un og raddbeitingu, en þó ekki síst til að gefa möguleika
á að gera meira en syngja popptónlist, enda markaður
inn þannig að fólk verði fljótt leitt á söngvurum sem
mikið sé hampað og mikið beri á. „Mig langar til að
fara út á næsta ári og læra söng,“ segir hún alvarleg,
„eða kannski ég fari bara í leiklist,“ bætir hún svo við
léttari á brún, „ég get ekki gert það upp við mig, en
nú ætla ég ekki að láta ýta mér áfram; ég ætla að
ákveða þetta sjálf.“
Emiliana segist ekki semja textana sem hún syngur
með Spoon, enda lögin öll orðin til þegar hún réðst til
sveitarinnar, en ef hún ætti að fara að semja texta, þá
væri það við allt aðra tónlist, liana langar til að syngja
blús og jass. Hún segist þó ekki eiga neinar fyrirmyndir
í slíkri tónlist og reyndar man hún ekki nein sérstök
nöfn, en eftir smá umhugsun kemur nafn Ragnhildar
Gísladóttur upp, „en annars hlusta ég helst á karlaradd-
ir. Það þýðir ekkert að vera að reyna að vera eins og
einhver annar; það skiptir öllu að reyna bara að vera
maður sjálfur.“