Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER1994 B 25
Kaupmannahafnarbréf
í eftirfarandi pistli ber Sigrún Davíðsdóttir sam-
an stefnuræður danska og íslenska forsætisráð-
herrans, en þær voru haldnar sama dag. Það er
ekki fyrst og fremst pólitískt innihald þeirra sem
er ólíkt, heldur efni, efnistök og málfar. Og eitt
er að tala um lýðræði, en annað að ástundaþað ...
einnig Nyrup í stefnuræðunni. Sam-
kvæmt honum ætlar stjórnin að
„styðja menninguna með virku fram-
lagi, án þess þó að stýra menning-
unni og menningarlífinu“. Á fjölm-
iðlasviðinu ætlar stjórnin hvorki
meira né minna en að taka undir
„alheimsáskorun" á því sviði og
„vinna að því að hin miklu gæði í
danskri kvikmyndagerð haldist“.
Nyrup gerir sér tíðrætt um lýð-
ræði, enda eiur stjómin með sér ósk
um að „allir þjóðfélagshópar taki
virkan þátt í lýðræðinu", auk þess
sem Danir ætla sér að hafa „hrein-
skilni, nánd og lýðræði“ að leiðar-
ljósi í Evrópusamstarfinu og vinna
að því að þessi eiginleikar séu rækt-
aðir þar.
Báðir forsætisráðherrar tala um
fiskveiðistefnu. Davíð í löngu máli,
enda er hún ólíkt mikilvægari íslend-
ingum en Dönum. Hér hefur verið
mikil óánægja meðal sjómanna með
kvóta, sem að hluta eru ákveðnir af
ESB. Boðskapur.Nyrups til sjómanna
er að stefnan sé að sjómennirnir fái
að ákveða sem mest sjálfir, auk þess
sem stefnt sé áð aukinni innlendri
stjórnun fiskveiða. Fróðlegt verður
að sjá hvemig framkvæma á þessi
fyrirheit um fijálsræði annars vegar
og stjómun hins vegar.
Gullaldarmál og stofnanamál
í ræðu sinni nefnir danski for-
sætisráðherrann stjórnina 62 sinn-
um, en 67 sinnum segir hann „við“
og á þá nokkurn veginn undantekn-
ingalaust við stjórnina. Hann segir
aðeins „ég“ í upphafi og niðurlagi,
auk þess sem hann segist einu sinni
vilja undirstrika ákveðið atriði og
notar þá 1. persónufornafnið. Davíð
notar hins vegar 1. persónufornafn-
ið óhikað, ég taldi fimmtán skipti.
Og „við“ á við okkur öll. Bara þessi
efnistök gefa ræðunni allt annað
yfirbragð. Nyrup er að þylja hlust-
endum væntanlega afrekaskrá
ríkisstjómarinnar, Davíð að kynna
skoðanir sínar á þeim málum, sem
hann fjallar um. Við vitum vel að
hann talar fyrir stjórnina alla, en
ræðan verður mun áheyrilegri, þeg-
ar hún er flutt sem persónulegur
boðskapur.
Ef einhverjum hefur þótt málfar-
ið óþjált á orðréttum tilvitnunum
úr ræðu danska forsætisráðherrans,
þá er því til að svara að í þýðingun-
um er leitast við að ná hinu sér-
stæða málfari ráðherrans. Þannig
talar hann til dæmis um „mat með
gæðaáherslu", sem á væntanlega
að vera góður matur og „tekjuum-
bætur" í stað aukinna tekna. Ræða
hans hljómar ekki fagurlega á
dönsku, en á íslensku fer hún þó
hálfu verr.
Ef við setjum sem svo að við
gætum lagt ræðu Davíðs fyrir Jónas
Hallgrímsson til yfirlestrar, býst ég
við að jafn glöggur maður og Jónas
kæmist vel í gegnum ræðuna. Þó
hann þyrfti kannski að hugsa sig
svolítið um með orð eins og „verð-
bólga", „hagvöxtur" og „viðskipta-
jöfnuður", áttaði hann sig væntan-
lega á þýðingu þeirra, með því að
athuga hvernig þau eru samansett.
Orðmyndunin er sú sama og þegar
hann og félagar hans voru að búa
til orð eins og aðdráttarafl, rafmagn
og önnur góð og gegn orð. Og þeg-
ar Davíð segði Jónasi að tónninn í
ræðunni væri íhaldstónn, gæti Jónas
líka nokkurn veginn áttað sig á hvar
forsætisráðherrann stæði í stjóm-
málum, þó hann hefði kannski ekki
skilgreininguna á takteinum, frekar
en á hagfræðiorðunum. Og hann
gæti alla vega skilið hver andinn í
hinum stjórnarflokknum væri, ef
hann heyrði að hann væri jafnaðar-
flokkur.
Það væri hins vegar að öllum lík-
indum þrautin þyngri fyrir sam-
tímamann Jónasar, H.C. Andersen,
að skilja ráðherrann sinn. Ævin-
týraskáldið var aldrei sleipt í latínu
og ekki bætir úr skák þegar lat-
nesku orðin eru komin í gegnum
ensku. Og hann væri sennilega litlu
nær þó Nyrup hygðist skýra ræðu
sína og afstöðu með því að segjast
vera sósíaldemókrat. Og það þarf
ekki að seilast aftur til ævintýra-
skáldsins. Sennilega er ræðan nokk-
urn veginn óskiljanleg flestum utan
þingsalarins. Stjórn, sem hefur auk-
ið lýðræði á dagskrá, ætti að hug-
leiða hvort svona ræða sé ekki ands-
núin góðum ásetningi í þeim efnum.
Lauslegur samanburður stefnu-
ræðanna gefur hugmynd um þann
mikla mun, sem er á íslenskri og
danskri stjórnmálaumræðu. Og innst
inni vona ég að það verði langt í að
Islendingar þurfi að hlusta á stefnu-
ræðu eins og þá sem Danir fengu.
Ekki af því ég ætli að gera upp á
milli jafnaðar- og íhaldsstefnu, held-
ur bara af því að sú íslenska var svo
miklu áheyrilegri ... og einfaldlega
svo miklu fallegri...
á S/namlí
27. okt. - 3. nóv.
á vegum Samvinnuferða - Landsýnar
og ferðamálayfirvalda á írlandi
Samvinnuferðir- Landsýn, í samvinnu við írsk ferðamálayfirvöld,
gefa íslenskum kylfingum kost á sannkölluðum sumarauka á nokkrum
af bestu völlum írlands. Portmarnock, Luttrestown, St. Margaret’s
og European-Brittas Bay heita þeir og eru í næsta nágrenni Dublinar
en gist verður á Grafton Plaza hótelinu þar í borg. í ferðinni verður
einnig farið til Galway og leikið þar undir handleiðslu Christy O’Connor.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingum gefst kostur á að leika golf
með honum! (lok ferðar verður Ijóst hver hefur farið ferðina á
UPPLYSINGATÆKNI
í VERSLUN
Rá&stefna Hótel Loftleibum 21. október
8:45
9:00
9:10 |
9:30 J
9:50 J
10:20 I
10:30 |
10:50
I
I
Skráning og afhending fundargagna
Setning Ráöstefnunnar
Bjarni Finnsson,
formaöur Kaupmannasamtaka íslands
Ávárp rábherra
Sighvatur Björgvinsson, ibnabar-
vibskipta- og heilbrigbisrábherra
Information Technology in Europe
The Current Situation
Björn Grahm, Electronic T rader Magazine
Upplýsingatækni í vörukebjunni
Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri
EAN á Islandi
Kaffihlé
Hagnýting pappírslausra vibskipta
og upplýsingatækni hjá Hagkaup
ívar Gunnarsson, Hugsjá
Nútíma birgbastýring í framkvæmd
Carl Rörbeck, Hagkaup
11:10
11:30
11:40
12:10 1
12:30 I
12:50
ITækninýjungar í birgbastöb DANÓL
jóhann Asgrímsson, Tölvunýtingu
Kaffihlé
I
EDI and Serial Shipping Container
Codes in Combination
jerker Norström Manager of
Technical Development, ICA, Svíþjób
Nýjungar í vibskiptakortum
Vibar Vibarsson, Olíufélaginu hf. ESSO
Umræbur og samantekt
Rábstefnuslit og opnun sýningar
jón H. Magnússon,
varaformabur EDI-félagsins
Rábstefnustjóri:
Thomas Möller, framkvæmdastjóri
rekstarsvibs Olíuverzlunar íslands
SYNING
Föstudagur 21. okt: 13:00 -19:00
Laugardagur 22. okt: 10:00 -18:00
SKRANING I SIMA 91 - 886666
KYNNINGARDAGSKRA
FYRIR SÉRVÖRUVERSLANIR
Laugardagur 22. okt: 10:00 - 13:00
EDI-FELAGIÐ OG KAUPMANNASAMTOK ISLANDS
í SAMVINNU VIÐ SÍTF - NAP
fæstum höggum og hlýtur viðkomandi vegleg verðlaun.
Sérstakt tiiboð frá Ferðamálaráði Irlands:
Tveggja dagaferð til Galway, kennslustund með Christy
0'Connor, vallargjöld í allri ferðinni. akstur á milli
golfvalla og golffararstjórn Kjartans L. Palssonar
5.500 kr.ámann.
38.375 kr.
á mann m.v. tvo í herbergi.
Innifalið er flug, aksturtil og frá flugvelli,
gisting með morgunverði, skattarog gjöld.
Dagsferð 19. október á stórleik
Manchester United og Barcelona!
Samvinnuferðir - Landsýn og RÁS 2 efna til dagsferðar á
leik Manchester Utd. og Barcelona í |/lanchester í
Evrópukeppni meistaraliða á miðvikudag.
Lagt verður af stað kl. 8 um morguninn og haldið af stað
heimleiðis á miðnætti og verður því hægt að skoða sig
um I borginni fyrir leik.
Staðgreiðsluverð:
29.640 ÍCL meðöllu!
||||
Sainvlnniilerllir Lsiiúsfii &&
•:AuS’JjistfaH 12*S.01 -6910 10• lnn*nl»nds(«rðuS 91 -6910 70*S/mbrt191 -27796 / 6910«6•!«!«<2241 •
L
HVlTA HÚSIÐ / SÍA