Morgunblaðið - 16.10.1994, Page 13

Morgunblaðið - 16.10.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 B 13 fenginn á köflum þegar tenórsax- inn er þaninn. Svo er þó ekki alltaf því Bob er með betri ballöðublásur- um sinna jafnaldra í djassheimin- um. Hann hefur aldrei komið til íslands en biandaði þó geði við Andreu Gylfa og tríó Kalla Möllers á Norrænum útvarpsdjassdögum í Ósló í hitteðfyrra. Þar blés hann með The Organizers, þar sem Kjeld Lauritsen tryllti á Hammond-orgel- ið. Oftar hefur maður þó hlustað á Bob með Jan Kaspersen, Bo Stief eða einhverjum öðrum Dananum, ekki hvað síst í Soffíukjallaranum á sunnudagseftirmiðdögum og þá hefur verið gott að sitja eftir tón- leika og spjalla með Túborg í hönd við sólbaðaða Kristjánshöfn. Bent Jædig, Richard Boone, Doug Raney og Harvey Sands eru meðal fasta- gesta og stundum rekur Paba Bue inn nefið, gjarnan með servíettur í eyrunum, til að sýna vanþóknun sína á nútíma djassi. Jesper Lundgaard og Jakob Fisch- er komu bá£ir á RúRek- djasshátíðina í fyrra. Þeir voru í kvartetti fiðlumeistarans Svend Asmussens. Tónleikar Svends voru á föstudagskvöldi, en Jesper hafði þó skroppið til íslands þriðjudaginn þar á undan og leikið með kvart- etti Freddie Hubbards. Hann fór á kostum og var hetja kvöldsins. Bassaleikari Hubbards hafði orðið strandaglópur i Bandaríkjunum og bjarga varð bassaleikara í hans stað. Gítaristinn Doug Raney var þá að leika á RúRek og sagði strax og hann vissi af hann vandræðum okkar: „Hringjum í Jesper. Við verðum að fá Jesper.. Hann spilar þetta eins og að drekka vatn." Það varð einnig raunin, en tæpt stóð það. Þetta var eina fríkvöld Jespers í heilan mánuð og Dorte kona hans var ekki hrifin af að sjá á eftir honum til Reykjavíkur kvöldið það. En Dorte var bætt það því hún kom með honum föstudaginn eftir og Jónas Hvannberg bauð þeim hjón- um gistingu á Hótel Sögu og í kjöl- farið fylgdi hvítasunnan. Friðrik Theódórsson flaug með þau til Vestmannaeyja og svo leigðu þau bíl og skoðuðu Suðurlandið undur- fagurt. Jakob Fischer varð afturá móti af hvítasunnusólinni á íslandi og fór í bítið á laugardagsmorgni - konsert beið einsog venjulega því trúlega er hann einn eftirsóttasti gítarleikari Norðurlanda um þessar mundir. Áður en hann fór að spila með Svend var hann í tríói Peter Gullins og átti ekki hvað minnstan þátt í að skífa Peters, Tenderness, var valin besta djassskífa Svíþjóðar 1992. Hann var nýhættur í Gullin- tríóinu er það kom til íslands sum- arið 1992 til að leika hjá Áma djassgoða ísleifssyni á djasshátíð- inni á Egilsstöðum. Jakob er aðeins 27 ára gamall og hefur sópað að sér verðlaunum, síðast Ben Webst- er verðlaununum í fyrra. Hann hóf gítarferilinn í anda Jimi Hendrix en síðan hafa ýmsir komið við sögu: Jim Hall og Wes Montgommery svo tveir séu nefndir - og Jakob er jafnvígur á rafmagnaðan og óraf- magnaðan gítar. ♦ ARúRek hlustuðum við á tríó Niels-Hennings á dönsku beykiskógalínunni en í kvöld verður dansk/amerískur djass á dagskrá og spannar allt djassrófið frá hráum blús til ljóðrænna ballaða, með þjóðlegu jafnt sem fijálsu ívafi. „Þegar við göngum á sviðið höfum við fyrst og fremst í huga að tónlistin verði skemmtileg," seg- ir Jesper Lundgaard og það verður sannkölluð djassveisla á Hótel Sögu í kvöld og ekki ætla ég að láta mig vanta og vonandi fæstir sem unna sterkri sveiflu og bláum tón- um. Höfundur erkennari oghefur skrifað um (fjass fyrir Morgunblaðið Átthagafélag Þórshafnar og nágrennis Vetrarfagnaður félagsins verður haldinn í Mána- bergi, Lágmúla 4, laugardaginn 22. október nk. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Miðasala á sama stað miðvikudaginn 19. október kl. 17.00-19.00. Stjórnin. Veljum traustan mann til forystu! Geir H. Haarde í 3. sæti Prófkjörsskrifstofan Faxafeni 5 er opin kl. 16 - 22 virka daga og 14 - 19 um helgar. Símar 811235,811265 og 811275. Allir stuðningsmenn velkomnir! Verslunin Okkar 30% aukaafsláttur af útsöluvörum 20% afsláttur^f öðrum vörum frá 17.-22. október. Verslunin okkar Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 651588. Vikutilboð FAGOR LVE-95E Stgr.kr. 44.900 AfborgunarverO kr. 47.300 - Visa, Euro, Munalán RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 VÍÐ FIYTJUM Súðarvog 2 GÁMAMÓNUSTAN HF. SÍMI 688555 VERSLUNARTÆKNI HF. SÍMI 688078 FLUTNINGATÆKNI HF SIMI 688155 Viðskiptavinir athugið! Við flytjum í dag starfsemi okkar frá Vatnagörðum 12, að Súðarvogi 2, Reykjavík. Öll símanúmer fyrirtækjanna verða óbreytt. Nýtt faxnúmer Gámaþjónustunnar verður 688534

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.