Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1994, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Birkifræ söfnun Og sáning Ljósmynd: Sigurður Blöndal BIRKILUNDURINN í Haukadal. Til hans var sáð árið 1941. eftir Ásu L. Aradóttur og Þröst Eysteinsson MÖRG okkar eru ósátt við hina snoðklipptu ásýnd landsins og vilja leggja eitthvað að mörkum til að klæða það og bæta. Skógurinn fegr- ar landið, eykur útivistargildi þess og ver það gegn jarðvegsrofi. Skógur eða kjarr þekur aðeins um 1% landsins og er því sjaldgæft gróðurlendi miðað við t.d. mela, lyngmóa og graslendi. Stór svæði hafa nú verið friðuð fyrir búfjár- beit, sem gerir kleift að auka um- fang skóga svo um munar. Hvað geta þeir gert sem vilja auka hlut skóga á Islandi? Flestir fegra lóðir sínar með ttjám og runn- um, enda eru þéttbýlishverfi víða um land að breytast í nokkuð sam- fellda skóga. Einnig gróðursetja margir tré til uppgræðslu og skóg- ræktar, ýmist með skógræktarfé- lögum eða á eigin vegum. Gróður- setning er örugg aðferð við skóg- rækt, en tiltölulega dýr og tímafrek á hveija flatarmálseiningu lands. Annar möguleiki er bein sáning fræs, einkum af birki. Sáning birki- fræs í útjörð er bæði auðveld og ódýr. Þessari aðferð hefur lítið ver- ið beitt hin síðari ár en var notuð með ágætis árangri fyrr á öldinni eins og sjá má á myndarlegum birkireitum í Haukadal í Biskups- tungum, Gunnarsholti á Rangár- völlum, Haukagili í Vatnsdal og víðar. Fyrir þá sem eru áhugasamir um uppgræðslu og skógrækt er söfnun og sáning birkifræs góð leið til að kóróna starf sumarsins. Um fræframleiðslu birkis Fræmyndun á birki og það hversu vel fræið spírar er afar breytilegt frá einu ári til annars. Kemur þar margt til. Brum myndast um mitt sumar árið áður en þau springa út. Ymsir umhverfisþættir hafa áhrif á hversu stór hluti brumanna verður blóm- brum, sem mynda fræ, og hversu stór hluti sprotabrum, sem mynda greinar. Til dæmis er oft mikil blómgun eftir þurr og sólrík sumur en nánast engin eftir köld og blaut sumur. í fyrrasumar ríkti norðanátt og var blómgun birkis síðastliðið vor töluverð á Suðurlandi en lítil fyrir norðan. Þó að blómgun sé nægileg getur ýmislegt komið í veg fyrir að fræ þroskist. Frost seint að vori getur skemmt eða eyðilagt blómbrum, mikil rigning á frævunartímanum dregur úr frævun, kalt sumar haml- ar fræþroska — og svo er það flug- an. Smávaxin flugutegund af hnúð- mýsætt verpir eggjum sínum i kven- rekla birkis og lirfan vex inni í fræ- inu og étur fræhvítuna. Slík fræ eru bólgin, með hringlaga dæld og reklar sem helteknir eru af flugu- lirfum eru mjög bústnir. Heilbrigð birkifræ eru hins vegar flöt og heil- brigðir reklar sívalir og grannir. Það hefur því litla þýðingu að tína þessa bústnu rekla, þótt girnilegir séu, þar sem fræið í þeim er að mestu ónýtt. Mismiklar skemmdir eru eftir þessa flugu milli ára, en þær lúta lögmálum um framboð og eftir- spum. Þegar lítil blómgun á sér stað er setið um hvem einasta rek- il og getur þá flugan eyðilagt nán- ast allt það litla fræ sem hefði þó annars myndast. í góðum fræámm er blómgun mikil miðað við stofn- stærð flugunnar og því hærra hlut- fall fræja óskemmt. Þannig fer oft saman Iítil fræmyndun og léleg spírun annars vegar og mikil fræ- myndun og góð spírun hins vegar. Söfnun birkifræs Best er að safna birkifræi seint í september eða í október, t.d. skömmu eftir lauffall þegar gott er að sjá fræreklana. Ekkert er því þó til fyrirstöðu að safna fræi fram- eftir vetri, en líkur á að stormar feyki því af trjánum aukast eftir því sem á líður. Oft er mest fræ á tiltölulega ungum tijám. Það er góð regla að safna eingöngu af kröftugum og fallega vöxnum trjám og safna af nokkuð mörgum trjám á stóru svæði. Ef safnað er af aðeins einu tré verða trén sem upp af fræinu vaxa systkini og þegar þau síðan fara að bera fræ verður æxlun milli þeirra, af því að fijóduft berst fyrst og fremst milli tijáa sem vaxa í nágrenni hvert við annað. Þekkt er að tré sem til eru orðin við slíka skyldleikarækt eru þróttminni en afkomendur óskyldra foreldra. Við söfnun er gott að hengja poka eða fötu framan á sig með bandi um hálsinn, því þá er hægt að beita báðum höndunum við tínsl- una. Best er að tína reklana í heilu lagi. Reklar sem eru grænir og vatnsmiklir þurfa eftirþroskun í 1-2 vikur til þess að fræið harðni og losni úr þeim. Þá er gott að breiða úr reklunum á pappír við stofuhita. Fræ sem á að geyma til lengri tíma þarf einnig að þurrka á þennan hátt. Best er að geyma fræ- ið í bréfpoka eða taupoka á köldum og þurrum stað. Hvenær er best að sá? Auðvejdast er að sá strax að hausti, jafnvel í sömu ferð og safn- að er, því þá þarf ekki að þurrka og geyma fræið. Hvað varðar sán- ingartímann skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli hvenær sáð er. Uti í nátt- úrunni er dreifingartíminn að jafn- aði frá því í september og allnokkuð fram á næsta vor. Haustsáning hefur gefið góða raun og einnig ef sáð er mjög snemma að vori. Hins vegar heldur fræið spírunarhæfni í einhver ár, þannig að ef sáð er að hausti mun hluti fræsins spíra næsta vor, en líklegt er að einhver fræ spíri ekki fyrr en þamæsta vor eða jafnvel enn seinna. Þetta er afar heppilegt vegna þess að vaxt- arskilyrðin eru misjöfn frá ári til árs og þó að fræplöntumar misfar- ist eitt sumarið em líkur til að ein- hveijar komist á legg síðar. Rétt er að benda á að birkiplöntur em afar smáar fyrstu árin og því er þess ekki að vænta að árangur sjá- ist fyrr en eftir nokkur ár. Hvar á að sá? Þó margir staðir henti til birki- sáningar er ekki hægt að sá hvar sem er. Velja þarf staði þar sem fræin geta spírað og vaxtarskilyrði eru heppileg fyrir fræplönturnar. Búast má við bestum árangri á hálf- grónu landi og þar sem gróðurþekj- an er ekki of þétt, t.d. á hálfgrónum melum og hraunum og landgræðslu- svæðum þar sem gróður er gisinn. A ógrónu eða mjög rým landi er spímn fræsins oft ágæt, en þar má búast við verulegum afföllum á fræplöntum, einkum vegna frost- hreyfínga veturinn eftir spírun. Dreifing áburðar með birkifræinu og jafnvel dálítils grasfræs getur þar hjálpað, því að hvort tveggja dregur úr frostlyftingu. Þar sem land er algróið og gróð- urlagið þykkt, t.d. í graslendi eða mosaþembum, þýðir lítið að sá birki- fræi nema gerðar séu viðeigandi ráðstafanir, því fræið kemst þar ekki í snertingu við jarðveginn og Ljósmynd: Ása L. Aradóttir MJOR er mikils vísir. Fræp- löntur birkisins eru afar smá- ar í fyrstu og því er erfitt að sjá árangur birkisáningar fyrr en 2-4 árum síðar. spírar illa. Einnig þarf að huga að því að birkifræ er afar smátt með litla forðanæringu, og því eiga birkiplöntur til að byija með afar örðugt uppdráttar í samkeppni við þéttan gróður. Á grónu landi má þó skapa skilyrði fyrir fræið með .því að ijúfa gróðurlagið, t.d. rista svörðinn ofan af eða reyta mosa af blettum fyrir sáningu. Einnig getur verið gott að sá þar sem gróðurþekj- an hefur rofnað af öðrum ástæðum, t.d. vegna beitar eða annars rasks. Lítið þýðir að sá birki í ófriðað land, þar eð beit getur komið í veg fyrir að smáplöntur komist á legg. Hins vegar eru víða svæði sem ekki eru lengur nýtt til beitar. Þar má meðal annars nefna næsta nágrenni flestra kaupstaða og kauptúna landsins. Friðuð svæði í umsjón skógræktarfélaga eða Skógræktar ríkisins henta sum til sáningar en best henta svæði í umsjón Land- græðslu ríkisins þar sem upp- græðsla er mislangt á veg komin. Sem dæmi má nefna Haukadals- heiði og Ilólsfjöll í umsjón Land- græðslunnar og Þjórsárdal í umsjón Skógræktarinnar. Hvernig á að sá? Fræinu er dreift á yfirborðið en alls ekki fellt niður. Til að fræið •nái að spíra þarf það góða snert- ingu við jarðveginn. Því er gott að þjappa með fæti ofan á fræið eftir sáningu. Fræmagn þarf ekki að vera mik- ið. Birkifræ eru afar lítil og létt og því mörg fræ í hveiju grammi. Best er að dreifa fræinu á marga litla bletti, frekar en að setja mikið magn á hvem stað. Ef ekki er hægt að sá í allt það svæði sem ætlunin er að koma birki í er um að gera að haga sáningu þannig að birkið geti síðan sáð sér út, en birki er einrnitt mjög duglegur land- nemi þar sem aðstæður til nýliðun- ar eni fyrir hendi. Að lokum Því miður er 1994 ekki gott fræ- ár fyrir birki. Þó er sumstaðar þó nokkuð fræ, einkum á Suðurlandi og ekki síst í heimagörðum. Við viljum hvetja fólk til að fara út og tína birkifræ og sá því. Einnig taka skógarverðir um allt land og Land- græðslan í Gunnarsholti við birki- fræi ef menn vilja leggja sitt af mörkum en hafa engan hentugan stað til að sá. Á höfuðborgarsvæð- inu tekur Kristinn Skæringsson skógarvörður við fræi í húsi Land- græðslusjóðs í Fossvogi (þar sem jólatrén eru seld). Fræ sem þannig safnast verður notað bæði til beinn- ar sáningar og til plöntuframleiðslu. Söfnun og sáning birkifræs er góð ástæða til að komast út og njóta fallegra haustdaga, kynnast landinu og bæta ásýnd þess í leið- inni. Dr. Ása L. Aradóttir er vistfræðingur & Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og dr. Þröstur Eystcinsson er fagmálastjóri Skógræktar ríkisins. Ljósmynd: Ása L. Aradóttir FRÆREKLAR á birki. Þegar fræið þroskast verða reklarnir brúnleitir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.