Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ í JÍ i í ! Wflp 1 M ■m # \ h Mgk | Hugað að aflanum BIRGIR Björnsson og Einar Ingi Jóhannsson trillukarlar á Höfn í Hornafirði huga að dags- aflanum. Heldur hefur dregið úr afla handfærabáta á þessum slóðum, þó línuveipðin hafi ver- ið jafnari og betri. Ólafur Ragnar Grímsson vill sljórn félagshyggjuaflanna Ekki fengið undirtekt- ir Framsóknarflokks -----».♦ ♦---- Yfirlýsing frá rektor MH Stjórnvöld- um ljós vandinn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Örnólfi Thorlacius rektor Menntaskólans við Hamrahlíð: „í kvöldfréttum beggja sjónvarps- stöðva 8. þessa mánaðar var viðtal við mig í tengslum við frétt þess efnis að Menntaskólinn við Hamra- hlíð hefði synjað fjórum fötluðum nemendum um skólavist. Allt var þar rétt eftir mér haft en í stuttu viðtali kemst sjaldnast allt til skila. Fer ég því fram á að þessi skýring verði birt: Sá vandi sem nú er kominn upp ætti ekki að koma ráðamönnum í menntamálaráðuneytinu á óvart. Fyrir rúmu ári skrifaði ég ráðherra bréf og fór fram á úttekt á stöðu skólans gagnvart nemendum með ýmsa fötlun, meðal annars varðandi húsnæði og búnað. Síðan hafa farið bréf milli skólans og ráðuneytis og nefnd er að störfum til að taka á vanda fatlaðra nemenda í fíamhalds- skólum á höfuðborgarsvæðinu. Ráðuneytið veitti viðbótarfé til að standa straum af kostnaði við kennslu og undirbúningsvinnu en aðstaða í skólanum er óbreytt. í bréfi sem ég fór með í ráðuneytið sl. mánu- dag staðfesti ég það sem ég raunar hafði áður tilkynnt, bæði munnlega og skriflega, að nú væri rýmið á þrotum og skólinn hefði því neyðst tii að synja flórum fötluðum ung- mennum um skólavist. Atti fréttin í fjölmiðlum næsta dag því ekki að koma neinum þar á óvart. Mér er að sjálfsögðu ljóst að hús- næðisvandi okkar verður ekki leystur hér og nú. Eftir stendur að Mennta- skólinn við Hamrahlíð hefur nú enga aðstöðu til að taka við fleiri nemend- um með alvarlega fötlun. Geti stjórn- völd ekki leyst þennan vanda þurfa þau ekki að ætlast til þess af mér og samstarfsmönnum mínum. Við höfum fyrir löngu gert þeim hann ljósan.“ „ÞAÐ hefur lengi verið afstaða okkar að eðlilegt sé að félags- hyggjuöflin í landinu taki höndum saman um stjórn landsins. Ég setti fram það sjónarmið snemma í sum- ar og í haust en það hefur ekki fengið neinar undirtektir hjá for- ystu Framsóknarflokksins,11 segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, spurður um það hvort hann teldi eðlilegt að mynduð verði ríkisstjóm núverandi stjómarandstöðuflokka ef ríkis- stjórnin missir meirihluta sinn á Alþingi. Fram kom hjá Halldóri Asgríms- syni, formanni Framsóknarflokks- ins, í Morgunblaðinu í gær að hann teldi eðlilegt að leita eftir slíku samstarfí en jafnframt að fram- sóknarmenn legðu áherslu á að komast til forystu í næstu ríkis- stjóm. Ólafur Ragnar segir ekki tilefni til að gefa nýjar yfirlýsingar fyrr en vitað væri hvort formaður Framsóknarflokksins væri að boða stefnubreytingu eða ekki. Halldór Ásgrímsson hefði fyrr á árinu viljað stefna að ríkisstjórn Kvennalista, Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks. Síðar hafi hann aðeins sagst vilja ríkisstjórn undir forystu Fram- sóknarflokksins óháð því hvaða Landsfund- ur Kvenna- listans um helgina LANDSFUNDUR Kvennalistans 1994 hefst á Varmaiandi í dag, föstudaginn 11. nóvember. Til fundarins koma rúmlega 100 kvennalistakonur alls staðar af landinu. Fyrir landsfundinn verða lögð drög að stefnuskrá Kvennalistans 1995, þau rædd og afgreidd. Stjórnmálaástandið og komandi kosningabarátta verða á dasgkrá. Fundurinn hefst föstudagskvöld ki. 20 og lýkur sunnudag ki. 15. aðrir flokkar væru í henni. Nú virt- ist hann vera kominn með þriðju útgáfuna og erfitt væri að taka afstöðu til hennar fyrr en í ljós hefði komið hvort hún stæði áfram. Framboð Jóhönnu gæti flækt málið Ólafur Ragnar segir ljóst að hugsanlegt framboð Jóhönnu Sig- urðardóttur gæti flækt málið og breytt valmöguleikum við stjórnar- myndun því samkvæmt skoðana- könnunum fengju núverandi stjórn- arandstöðuflokkar ekki meirihluta. Hann segir að Jóhanna hafi aldrei útilokað það að hún muni samein- ast Alþýðuflokknum eftir kosning- ar og endurreisa núverandi ríkis- stjórn. „Þeir menn eru tii sem telja að draumur Jóhönnu sé að koma aftur inn í Alþýðuflokkinn með liðs- menn með sér og gera þar tilkall til valda eftir að Alþýðuflokkur undir forystu Jóns Baldvins hefði verið rústaður í kosningum. Það sé hin raunverulega merking orða hennar: Minn tími mun koma.“ Spurður um aðra stjórnarmynd- unarkosti segir Ólafur Ragnar að þó Alþýðubandalagið sé eini flokk- urinn sem hafi alltaf lagt áherslu á að samstaða félagshyggjuaflanna væri æskilegur kostur hefðu aðrir möguleikar ekki verið útilokaðir. Snjósleða stolið SNJÓSLEÐA var stolið á Bláfjalla- vegi, skammt austan við sandnám- ur JVJ, um helgina. Lögreglan í Hafnarfirði biður þá sem geta gefið upplýsingar um hvar sleðinn er nið- urkominn að hafa samband. Verið var- að flytja sleðann í bæinn á kerru á föstudagskvöld þegar sprakk á kerrunni og þurfti að skilja hana eftir með sleðanum á. Eigendurnir fóru á laugardag, tóku sleðann af kerrunni og dekkið undan og fóru með það í bæinn 'til að láta gera við það. Þegar þeir komu aftur á sunnudag til að ná í sleðann var hann horfinn. Sleðinn er af gerðinni Arctic cat Pentera, árgerð 1987, brúnn og ljósbrúnn að lit með stóru svörtu sæti. Andlát CHARLES HOWARD HALLSON DR. Charles Howard Hallson, fyrrverandi ræðismaður íslands í Houston í Texas, er lát- inn, áttræður að aldri. Dr. Hallson fæddist í Saskatchewan í Kanada árið 1914. Móðir hans var sko- skrar ættar en faðir hans, Jóhann Hallsson, var kaupsýslumaður af íslenskum ættum. Langafi hans var frá Reynisstað í Skaga- firði. Dr. Hallson lauk læknisprófi frá Man- itoba Medical College DR. Charles Howard Hallson 1940, gerðist skurð- læknir við sjúkrahús í Houston sama ár og varð þar síðan yfir- læknir. Þegar hann hætti að geta stundað skurðlækningar vegna sjóndepru hóf hann lög- fræðinám og lauk því 1966. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1976. Charles Howard Hallson lést 11. sept- ember sl. Eftirlifandi eiginkona hans er Mary Dee Hallson. , Kristín Astgeirsdóttir Vill sjá eitt atvinnu- ráðuneyti KRISTÍN Ástgeirsdóttir þing- maður Kvennalistans vill skoða hvort sameina eigi atvinnu- málaráðuneytin og Byggða- stofnun og mynda eitt öflugt atvinnumálaráðuneyti. Kristín sagði á Alþingi í gær í umræðum um árskýrslu Byggðastofnunar að spurning væri hvort þörf sé á þeirri stofn- un. „Er ekki kominn tími til þess að skoða rækilega þá yfir- , byggingu sem er í okkar þjóðfé- lagi og horfa á þá staðreynd að við erum 260 þúsund manns með því miður þverrandi auð- lindir kringum landið, og spurn- ing er hveiju við getum haldið uppi,“ sagði Kristín. Hún varpaði fram þeirri til- lögu að skoðað yrði rækilega hvort ekki væri ástæða til að sameina ráðuneyti atvinnumála og Byggðastofnun og mynda þannig eitt öflugt atvinnumála- ráðuneyti. „Þannig mætti bæði spara mikið en jafnframt feng- ist betri yfirsýn yfir allar at- vinnugreinar í landinu," sagði Kristín. Lögreglan brýnir klippurnar LÖGREGLAN á Suðvesturlandi hefur verið að hita upp fyrir umferðarátak á svæðinu sem hefst á sunnudagskvöld og klippt skráningarnúmer af öku- tækjum þeirra, sem ekki hafa fært þau til aðalskoðunar, ekki hafa greitt af þeim lögbundnar tryggingar eða hafa ekki staðið í skilum með greiðslu bifreiða- gjalda. Þegar átakið hefst verður sérstakri athygli beint að slík- um ökutækjum, sem að sögn Ómars Smára ÁiTnannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, eru um 6.000 talsins á öllu Suðvestur- landi. Ómar segir að klippurnar hafi nú verið brýndar enda megi áætla að þær verði mikið notaðar þegar litið er til þess mikla fjölda bifreiða sem þann- ig er ástatt um eins og að ofan greinir. Lögreglan hvetur fólk til að ganga frá sínum málum og losna þannig við óþarfa kostnað og óþægindi. Rúmar 100 milljónir seldust í ECU-bréfum RÍKISSJÓÐUR seldi spariskír- teini í mynteiningunni ÉCU fyr- ir 104 milljónir í útboði sem fram fór um miðja vikuna. Tíu tilboð bárust í sparikírteini rík- issjóðs til 5 og 10 ára en engu þeirra var tekið og er það þriðja útboðið í röð sem ekkert selst af spariskírteinum i íslenskum krónum. Samtals bárust 20 tilboð í ECU-tengd spariskírteini til fimm ára fyrir 367 milljónir króna í útboðinu. Hæst var ávöxtunin 8,57% og lægst 8,50%, en meðaltaksávöxtunin var 8,55%, sem er 0,03 pró- sentustigum Iægra en í síðasta útboði. I fréttatilkynningu segir að þessi ávöxtun sé í samræmi við þau kjör sem ríkissjóði standi til boða erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.