Morgunblaðið - 11.11.1994, Síða 11

Morgunblaðið - 11.11.1994, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarheimili Akureyrarkirkju Málþing á an ijol- skyldunnar HEILSUGÆSLUSTÖÐ Akur- eyrar, Akureyrarbær og félags- málaráðuneyti gangast fyrir málþingi í safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju laugardaginn 12. nóvember milli kl. 13 og 17. A málþinginu verður fluttur fjöldi erinda um málefni íjöl- skyldunnar. Haldnir verða sex fyrirlestrar, auk inngangserind- is Jakobs Bjömssonar, bæjar- stjóra, og lokaávarps formanns undirbúningshóps ráðstefnunn- ar. Þá syngur starfsmannakór HAK. Erró áritar HINN kunni myndlistarmaður Erró áritar bókina Goðsagna- málarinn Erró í Bókvali milli kl. 11 og 13 á morgun laugar- dag. Bókin er eftir Marc Augé í þýðingu Sigurðar Pálssonar og fjallar um feril Errós. Listamaðurinn kemur til Ak- ureyrar í tilefni af opnin sýning- ar á verkum hans í Listasafninu kl. 16 sama dag. Sýningin verð- ur í öllum sölum og stendur til 11. desember. Deig’lan • • Onnur sýning einleiks VEGNA mikiliar aðsóknar hef- ur verið ákveðið að endursýna einleikinn Þá mun enginn skuggi vera til í Deiglunni í kvöld kl. 20 30. Kolbrún Erna Pétursdóttir fer með eina hlutverkið í sýn- ingunni. Hún fjallar um sifla- spell og afleiðingar þess. Áður en leikþátturinn hefst lesa leik- konurnar Þórey Aðalsteinsdótt- ir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Bergljót Arnalds ljóð sem tengj- ast efni sýningarinnar, meðal annars eftir þolendur sifjasp- ella. Eftir sýninguna verður efnt til umræðna um efnið. Andlát VALGERÐUR FRIÐRIKS- DÓTTIR VALGERÐUR Steinunn Friðriks- dóttir, fyrrum húsmóðir, Dvalar- heimilinu Hlíð, áður Aðalstræti 5, á Akureyri er látin á 106. aldurs- ári. Hún var elst íslendinga. Valgerður fæddist á Há- nefsstöðum í Svarfaðardal 3. maí 1889. Hún fékk góða barna- og unglinga- fræðslu á æsku- stöðvum sínum og réðst í vinnumennsku á Akur- eyri um tvítugt. Árið 1913 giftist Valgerður Jónasi Franklín Jóhanns- syni sjómanni og síðar verkamanni. Þau bjuggu á Akureyri og eignuð- ust tvö börn. Jónas lést 4. júlí 1956. Valgerður vann öll almenn störf er tengdust sjósókn fyrr á árum. Hún tók virkan þátt í starfi Slysa- varnafélagsins, kvenfélaga og góð- templarareglunnar, þar sem hún var heiðursfélagi með heiðursmerki reglunnar. Foreldrar Valgerðar voru Friðrik Friðriksson og Guðrún Friðrika Jó- hannsdóttir. Hún átti þrjú systkini og einn fóstbróður. FÖSTUDAGÚR 11. NÓVÉMBER 1994 lí AKUREYRI V. STULPINAS framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar og Einar Sveinn takast í hendur eftir undirritun samningsins. LÍKAN af flotkvínni eins og hún mun líta út fullbúin en kvína er hægt að brjóta saman og er auðveld í flutningum. Samið um kaup á flotkví í Litháen fyrir Akureyrarbæ Kaupverð ekki gefið upp að svo stöddu SAMIÐ hefur verið um kaup Akureyrarbæjar á flotkví. Einar Sveinn Olafsson, formaður hafnarstjórnar, skrifaði undir samninginn fyrir hönd hafnarstjórnar í Litháen á mánudag. Hann telur að um góð kaup sé að ræða en samkomulag hefur orðið um að gefa ekki upp kaupverðið að svo stöddu. Skrifað er undir samninginn með fyrirvara um sam- þykki bæjarstjórnar Akureyrar. Stefnt er að því að flotkvíin verði kom- in hingað til lands í maí á næsta ári. Einar Sveinn var í Litháen ásamt þeim Guðmundi Thulinius framkvæmdastjóra Slippstöðvar- innar Odda hf. og Eiríki Jóhanns- syni stjórnarformanr.i Slippstöðv- arinnar og starfsmanni Lands- bankans. Hann sagði að ákveðið hefði verið að semja um kaup á flotkví af litháensku ríkisskipa- smíðastöðinni Baltija í hafnarborg- inni Klaipeda. Flotkvíin hefði 5.000 tonna lyftigetu, væri 116 m löng og 24 m breið, og gæti tekið skip með allt að 7,6 metra djúpristu. Flotkvíin er eins og kassi með tvöföldum botni og án gafla. Sjó er dælt í botninn til að þyngja kvína áður en skipunum er siglt inn. Vatninu er síðan hleypt úr botninum og kvíin lyftist upp og skipið með. Samningur gerir ráð fyrir að byggingu kvíarinnar verði lokið í apríl á næsta ári. Síðan verður hún væntanlega dregin með stórum dráttarbát til Akureyrar. Slík ferð tekur 11 til 15 daga eft- ir veðri. Eftir að flotkvínni hefur verið komið fyrir verður hægt að losa hana aftur, lána eða selja, og flytja á annan stað með sama hætti. Hún er sjálfri sér næg að öllu leyti, t.d. um rafmagn, vistar- verur o.s.frv. Sú eina á landinu Einar Sveinn tók fram _að flotkvíin yrði sú eina á landinu. „Ég tel að við höfum gert góðan samning og að flotkvíin eigi eftir að stækka markaðinn og styrkja skipasmíðaiðnaðinn hér á Ak- ureyri. Reyndar eigi hún eftir að verða lyftistöng fyrir allt atvinnulíf í bænum,“ sagði Einar um leið og hann minnti á að nú yrði hægt að taka stór skip, sem ekki hefði verið aðstaða til, hvorki á Akureyri né annars staðar á landinu, til viðgerðar. Nefndi hann í því sambandi stór millilanda- og strandferðaskip. Læknafélagið Héraðs- læknisemb- ætti ekki hlutastarf LÆKNAFÉLAG Akureyrar hefur sent frá sér harðorð mótmæli vegna fyrirhugaðra sparnaðaraðgerða við embætti héraðslæknis Norðurlands eystra. Pétur Pétursson, for- maður félagsins, segir að um byggðarmál sé að ræða. Hug- myndin sé að færa vald og áhrif suður. Hann sagði algengt að heil- sugæslulæknar gegndu emb- ætti kjördæmislæknis í 20% starfi. Á Norðurlandi eystra hefði hins vegar verið héraðs- læknir í fullu starfi og með ritara. Nú væri, með sparnað- aráformum í fyrirliggjandi íj'árlagafrumvarpi, stefnt að því að gera embættið að hluta- starfi eins og í öðrum kjör- dæmum. 5 Tilkynning til eigenda hlutdeildarskírteina Landssjóðs hf. um breytingar á samþykktum verðbréfasjóðsins. Á hluthafafundum Landssjóðs hf. kt. 600390-2019, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, sem haldnir voru 30. júní og 23. september sl. var samþykktum verðbréfasjóðsins breytt til samræmis við lög nr. 10/1993 um verðbréfasjóði. Breytingarnar hafá hlotið staðfestingu bankaeftirlits Seðlabanka Islands. Eigendum hlutdeildarskírteina sem gefin eru út af einstökum deildum sjóðsins, þ.e. eigendum íslandsbréfa, Fjórðungsbréfa, Þingbréfa, Öndvegisbréfa, Launabréfa, Sýslubréfa, Reiðubréfa og Heimsbréfa, skal bent á að samþykktirnar liggja frammi á skrifstofu vörslufélagsins, Landsbéfa hf. að Suðurlandsbraut 24, Reykjavík. Tilkynning þessi er birt í samræmi við áskilnað 8. gr. laga nr. 10/1993 um verðbréfasjóði. Rcykjavík, 30. september 1994. I stjórn Landssjóðs hf. Björn Líndal, formaður. Helgi Bachmann. Guðmundur K. Magnússon 0 LANPSBREF HF. LANDSBANKINN STENDUR MEÐ OKKUR Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 889200, bréfasími 888598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. rmmI Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, sími 671800 Opið sunnudaga kl. 13-18 MMC Colt GL '91, dökkblár, 5 g„ ek. 69 þ. km. V. 750 þús. Fjöldi bíla á tilboðsverði. Greiðslukjör við allra hæfi. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. MMC Lancer GLXi '93, sjálfsk., ek. 25 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.275 þús. Sk. ód. Subaru Statlon DL ’90, 5 g., ek. 79 þ. km. V. 870 þús. Sk. ód. Isuzu Crew Cap (double cap) ’92, 5 g., ek. 85 þ. km., vsk-bíll. V. 1.380 þús. Toyota Carina II ’88, 5 g., ek. 113 þ. km., rafm. í rúðum. V. 540 þús. Sk. á jeppa eða 4x4 fólksbíl. Toyota 4Runner '85, 5 g., ek. 156 þ. km., 36“ dekk, lækkuð hlutföll. V. 950 þús. Sk. ód. Nissan Terrano 5 dyra 2.7 Turbo diesel '93, rauöur, 5 g., ek. 21 þ. km., ABS bremsur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.650 þús. M. Benz E '91, grásans., sjálfsk, ek. 69 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.150 þús. MMC Pajero V-6 GLS (langur) '92, sjálfsk., 5 dyra, ek. 25 þ. km., sóllúga o.fl. V. 3,2 millj. Fiat Uno 45 S ’91,5 dyra, blár, ek. aðeins 33 þ. km. V. 530 þús. Sk. ód. Nissan Sunny SLX '89, steingrár, 5 g., ek. 66 þ. km. Gott eintak. V. 650 þús. Toyota Tercel 4x4 station '88, 5 g., ek. 95 þ. km. V. 620 þús. Mazdaa 323 1.3 Sedan '89, silfurgrár, 5 g., ek. 85 þ. km. V. 550 þús. BMW 5181 '91, steingrár, 5 g., ek. 52 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.750 þús. Sk. ód. Toyota Hi Lux D. Cap diesel m/húsi '91, 5 g., ek. 76 þ. km. 31" dekk, ýmsir auka- hlutir. V. 1.590 þ. Nisan Sunny SLX 5 dyra '89, sjálfsk., ek. 56 þ. km. V. 650 þ. Honda Civic GLi '91, 5 g., ek. 41 þ. km. V. 850 þ. Nissan Micra GL '89, 5 g., ek. 42 þ. km., sóllúga. V. 390 þús. stgr. Toyota Ex Cap SR5 V-6 m/sturtu '88, svartur, 5 g., ek. 83 þ. mílur, veltigrind, sóllúga, kastarar o.fl. V. 1.080 þús. Toyota Hl Lux D.cap ’91, 5 g., ek. 58 þ. km., rauður, upphækkaður, stigbretti, brettakantar, 33" dekk o.fl. V. 1.650 þús. Sk. ód. MMC Lancer 1.6 GLXI '93, steingrár, sjálfsk., ek. 24 þ. km. Sem nýr. V. 1.275 þús. Sk. ód. Nissan Sunny SLX Sedan '92, steingrár, 5 g., ek. 62 þ.km. Álfelgur, spoiler, rafm. i rúðum o.fl. V. 950 þ. (sk. ód.). Toyota Landcruiser langur bensín '87, 4 g., ek. 70 þ. mílur, 35“ dekk, álfelgur o.fl. V. 1.650 þús. MMC Colt GLXi '91, 5 g., ek. 62 þ. km., rafm. i rúðum o.fl. V. 880 þús. Hyundai Pony GLSi ’92, 5 dyra, sjálfsk., ek. 29 þ. km., rafm. í rúðum, sóllúga o.fl. V. 880 þús. MMC Galant GLS 2000 ’87, sjálfsk., ek. 84 þ. km. Úrvals eintak.V. 580 þús. M. Benz 190 ’87, brúnsans., sjálfsk., ek. 116 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl. V. 1.250 þús. Daihatsu Feroza EL-II '90, svartur/grár, 5 g., ek. 60 þ. km. V. 990 þús. Sk. ód. Daihatsu Charade TS '94, 3ja dyra, hvít- ur, 5 g., ek. aðeins 3 þ. km. V. 880 þús. Cherokee Limited ’92, 4.0 L, sjálfsk., ek. aðeins 31 þ. km., leðurklæddur m/öllu. V. 2,9 millj. Chevrolet Suburban 6.2 diesel '88, sjálfsk., góð vél o.fl.Tilboðsv. 1.150 þús.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.