Morgunblaðið - 11.11.1994, Síða 18

Morgunblaðið - 11.11.1994, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ VILLIKETTIR eru jap- önskum hús- og garðeig- endum þyrnir í auga. Dularfulla katta- o g vatnsflösku- málið Tókýó. Reuter. HEITAR umræður eru nú í Japan um það hvort vatns- flöskur nægi til þess að fæla villiketti í burtu. Hefur málið verið rætt fram og aftur, jafnt manna á milli, sem í sjónvarpi og dagblöðum. Sögusagnir þess efnis að kettir hræddust vatnsflöskur komust á kreik í sumar, þeg- ar heitast var í veðri og hef- ur umræðan nú undið svo upp á sig að líkja má henni við æði. Umræðan kom fyrst upp í Bandaríkjunum fyrir 30 árum, náði eyrum Astrala fyrir átta árum og hefur nú numið land í Japan. Allnokkuð er um villiketti í Japan og er fólk reiðubúið að reyna nánast hvað sem er til að losna við þá af lóðum sínum. Sögusagnir um að ljósbrot í vatni nægði til að reka þá brott urðu til þess að nú má hvarvetna sjá vatnsflöskur fyrir utan hús, hengdar á tré og ljósastaura. Sjónvarpsmenn hafa fylgst með kattaumferð við vatns- flöskur tímunum saman. Niðurstaðan er sú að kettirn- ir hræðist vatnið ef til vill í fyrstu, en séu fljótir að átta sig, og fari þá sínu fram sem fyrr. Það hefur hins vegar komið í ljós að flöskurnar eru ekki aðeins gagnslausar, heldur geta þær skapað hættu, að sögn talsmanns slökkviliðsins. Hann segir að sumar flöskur virki eins og stækkunargler og að minnsta kosti einn húsbruna megi rekja til þess að vatns- flaska stóð við hús.' i miklu úrvali! .og við tökum gömlu vélina upp í! NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SÍMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan Nýjar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum í Kaliforníu Skeggprúður Tyrki MEVLUT Dogan, fimmtugur Tyrki, er mjög hreykinn af yfirvararskegginu sínu þótt hann þurfi að vera með dálitlar tilfæringar til að halda því uppi. Það er samtals 1,5 metr- ar á lengd. I bakgrunninum má sjá brot af lengstu áveitu- göngum í heimi en Suleyman Demirel, forseti Tyrklands, vígði þau við hátíðlega athöfn í fyrradag. Viðbrögð við miklum kosningaósigri demókrata Úrslitin talin söguleg og marka þáttaskil Boston. Morgunblaðið. LEIÐARAHÖFUNDAR bandarískra dagblaða gripu í gærmorgun til stóru orðanna í skrifum sínum um sigur repúblikana í þingkosningunum á þriðjudag. „Söguleg pólitísk umbrot", sagði í The New York Times. „Flóð- alda óánægju", var niðurstaða The Boston Globe. The Wall Street Jo- urnal líkti sveiflunni við jarðhræringar og The Washington Post kvað úrslitin marka þáttaskil. í leiðara The Boston Globe sagði að slík úrslit á tímum friðar og auk- innar hagsældar væru ekki aðeins ósigur fyrir demókrata heldur bæru einnig „óhagganlegum óvinsældum Clintons forseta" vitni. „Þessi flóð- alda óánægju, sem skolaði demókr- ötum út úr báðum deildum þingsins ... skvampar nú við þröskuld Hvíta hússins," sagði í blaðinu. Vanmat hættulegt „Venjulega er freistingin sú að oftúlka úrslit einstakra kosninga," sagði í The Washington Post. „Hvað varðar kosningarnar 1994 er hættu- legra - einkum fyrir Clinton forseta og demókrata - að vanmeta mikil- vægi þess sem gerðist á þriðjudag." í leiðaranum er því bætt við að kosn- ingarnar hafi fyrst og fremst verið „skýlaus áfellisdómur yfir fyrstu tveimur árunum í forsetatíð Clint- ons“ og fréttaskýrandi biaðsins sagði að nú væri veldi demókrata í Washington liðið undir lok eins og Mesópótamía, Egyptaland faróanna og Rómaveldi. The New York Times sagði í gær að þegar „forysta demókrata hefur verið þurrkuð út“ spyrðu þeir sig hvort flokkur þeirra væri að liðast í sundur. í leiðara The Wall Street Journal sagði að kosningarnar hefðu endanlega innleitt byltinguna sem Ronald Reagan forseti kom af stað 1980. „Það er ekki hægt að gera of mikið úr þeim tímamótum sem úrslit þriðjudagsins marka," sagði þar einnig. Breska dagblaðið The Daily Telegraph segir í forystugrein í gær að aðeins sé hægt að túlka auðmýkj- andi ósigur demókrata í kosningun- um á þriðjudag á einn veg - banda- rískir kjósendur hafi hafnað Biil Clinton forseta og stefnu hans, sem þyki of fijálslynd og fjárfrek. Mótmæli við ríkisumsvifum Óljós stefna Blaðið hafnar staðhæfingum demókrata um að úrslitin séu til marks um óánægju kjósenda með stjórnmálamenn almennt og bendir á að margir gamlir þingmenn repú- blikana hafi aukið fylgi sitt. „Bandaríkjamenn hafa fengið sig fullsadda á miklum ríkisumsvifum, háum sköttum og taumlausri vel- ferðarstefnu.“ The Daily Telegraph telur að kosningabaráttan hafi verið sú ódrengilegasta og neikvæðasta í manna minnum. Hún hafi skaðað tiltrú Bandaríkjamanna á stjórn- málamönnum sem hafi verið lítil fyrir. „Ef repúblikönum tekst ekki að standa undir þeim vonum sem við þá eru bundnar aukast líkurnar á því að þriðja aflið, hentistefnuafl, hefji innreið sína í bandarísk stjórn- mál.“ Financial Times lét í ljós áhyggjur af því að úrslit kosninganna hefðu áhrif á viðskipta- og fjármálastefnu Bandaríkjanna. Prófsteinninn á þetta yrði 29. nóvember, þegar þing- ið greiðir atkvæði um hvort stað- festa beri GATT-samninginn um aukið fijálsræði í heimsviðskiptum. Blaðið sagði að legðist stór hluti þingmanna repúblikana gegn samn- ingnum væri hann dauðadæmdur og þar með væri ennfremur ljóst að Bandaríkin myndu einbeita sér að eigin vandamálum og leggja áherslu á að vernda iðnaðarfyrirtæki sín á komandi árum. Ný samþykkt ekki virt? kynþáttafordómum og mótmsöla einkum ákvæði um að kennurum og læknum beri skylda til að benda útlendingaeftirlitinu á innflytjend- ur sem grunur leikur á að hafi ekki dvalarleyfi. Þeir segja að með þessu sé verið að skapa hugarfar sem einkenni lögregluríki. Yfirmaður ríkisskólanna, Dela- ine Eastin, segir að samþykktinni verði ekki framfylgt, jafnvel þótt dómstólarnir leggi blessun sína yfir hana. Hún segir það ekki á verksviði kennara og lækna að vera útsendarar útlendingaeftir- litsins. Margir kennarar eru á móti aðgerðunum og nokkrir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa lofað að neita ekki ólöglegum innflytj- endum um þjónustu. Gildistaka hindruð Mannréttindahreyfingar vísuðu málinu til dómstóla á þeirri for- sendu að aðgerðimar gengju í berhögg við bandarísku stjórnar- skrána. Viðbrögð þeirra báru strax árangur þar sem ríkisdómari í San Francisco úrskurðaði að ekki mætti vísa börnum, sem ekki hafa dvalarleyfi, úr skólunum að svo stöddu. Úrskurðurinn gildir til 8. febrúar, eða þegar málið verður tekið upp að nýju. Dómarinn sagði að samþykktin kynni að brjóta í bága við stjórnar- skrána, enda væri hún í andstöðu við úrskurð hæstaréttar Banda- ríkjanna um að tryggja bæri út- lendingum rétt til skólagöngu þótt þeir hefðu ekki dvalarleyfi. Alríkisdómari í Los Angeles komst að svipaðri niðurstöðu og hindraði gildistöku samþykktar- innar þar til í næstu viku, þegar málið verður tekið fyrir. Vaxandi efasemdir um að hún stand- ist bandarísku stjórnarskrána San Francisco. Reuter. ÓVISSA ríkir um það hvort unnt verði að framfylgja þeirri sam- þykkt Kaliforníubúa í kosningun- um á þriðjudag að gripið verði til aðgerða gegn ólöglegum innflytj- endum í ríkinu. Tveir dómarar hafa úrskurðað að ekki megi fram- fylgja samþykktinni að svo stöddu vegna efasemda um að hún stand- ist stjómarskrá Bandaríkjanna og yfirmaður ríkisskólanna í Kalifor- níu sagði að kennurum bæri ekki að fara eftir henni. Samþykkt var með 59% at- kvæða gegn 41% að ólöglegir inn- flytjendur fengju ekki aðgang að sjúkrahúsum nema líf lægi við, þeir mættu ekki notfæra sé skóla, auk þess sem þeir fengju ekki framfærslustyrki frá ríkinu. Ólög- legir innflytjendur eru taldir vera um 1,7 milljónir og flestir þeirra koma frá Mexíkó og fleiri ríkjum í Rómönsku Ameríku. Repúblikaninn Pete Wilson, sem var endurkjörinn ríkisstjóri Kali- forníu í kosningunum, studdi til- löguna og lagði ríka áherslu á það í kosningabaráttunni að grípa þyrfti til aðgerða gegn ólöglegum innflytjendum. Þúsundir reiðra námsmanna gengu út úr skólum sínum og efndu til mótmæla í stærstu borg- unum. Ekki kom til átaka við lög- reglu en alls voru um 40 náms- menn handteknir. Kostar milljarða dala Tillagan hefur verið kölluð „Björgum ríkinu okkar“ og stuðn- ingsmenn hennar segja að ríkið hafi ekki efni á því að sjá ólögleg- um innflytjendum fyrir þjónustu sem kostar það milljarða dala á ári. Andstæðingamir segja hins vegar samþykktina einkennast af Reuter

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.