Morgunblaðið - 11.11.1994, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.11.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 19 „Ragna- rök“ eldri en talið var ÞÝSKA tónskáldið Richard Wagner kann að hafa byrjað tólf árum fyrr að semja síð- ustu óperu Niflungahringsins en talið hefur verið. Þetta kom í ljós þegar nótnablöð frá 1857 voru skoðuð en þau voru í einkaeign og komust í hendur Sotheby’s uppboðshaldarans. Þar gat að líta upphafsstef óperunnar „Ragnaraka", (Götterdámmerung). Jeltsín kemur sínum mönn- um að BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti sagði í gær að uppstokkun hans á ríkisstjórninni, hefði verið til þess að koma fylgis- mönnum sínum að. Á þriðju- dag var Jevgeníj Jasín skipað- ur efnahagsmálaráðherra en auk hans var skipaður nýr fjármálaráðherra, tveir að- stoðarforsætisráðherrar og nýr fyrsti aðstoðarforsætis- ráðherra. Misheppnuð barátta YFIRVÖLDUM á Vesturlönd- um hefur mistekist að hefta útbreiðslu og notkun eiturlyíja og ef til vill gæti það verið lausn að leyfa efnin í takmörk- uðum mæli. Þetta er niður- staða nefndar, sem safnaði nýjustu upplýsingum um ástand þessara mála í N- Ameríku, Ástralíu og Evrópu, og kom með tillögur til úrbóta. Plágan til Zimbabwe AÐ minnsta kosti 21 hefur látist úr Svarta dauða í suð- vesturhluta Zimbabwe á ein- um mánuði, auk þess sem um 200 manns hafa smitast. Full- yrt er að plágan hafi ekki náð til norðurhluta landsins, þar sem mest er um ferðamenn. Maxwell and- lega vanheill? FJÖLMIÐLAJÖFURINN Rob- ert Maxwell var að öllum lík- indum andlega vanheill, hann sýndi einkenni mikilmennsku- brjálæðis og hefði betur látist fyrr, segir í viðtali við ekkju hans, Betty, í The European. Verkfall hjá SAS TÆKNIMENN hjá SAS-flug- félaginu héldu í gær áfram verkfalli sínu en það hófst á miðvikudag. Varð það til þess að sex ferðir í innanlandsflugi og þrjár ferðir á milli Stokk- hólms og Finnlands féllu niður. Bílslysum fjölgar í Kína YFIR 63.000 Kínverjar létu líf- ið í bílslysum á síðasta ári, að sögn ráðuneytis almanna- öryggis. Er mikil aukning siysa rakin til 20% fjölgunar bíla og annarra farartækja. Flest urðu slysin vegna lélegra vega. ERLENT Bankajöfur hlýt- ur 25 ára dóm Aþenu. Reuter. Kona á forsetastóli CHANDRIKA Kumaratunga, forsætisráðherra Sri Lanka, flytur sjónvarpsávarp eftir að hafa sigrað í forsetakosning- um sem fram fóru þar í landi í fyrradag. Hlaut hún 62% atkvæða og sigraði í öllum kjördæmum. Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Srima Dissanayake, hlaut rúmlega 35%. Kumaratunga er 39 ára. Hún tekur við forsetastarfi á morgun af Dingiri Banda Wijetunga. Reuter BANKAJÖFURINN George Koskot- as, einn af höfuðpaurunum í banka- hneyksli því sem varð tii þess að stjórn grískra sósíalista varð að fara frá árið 1989, var á þriðjudag dæmd- ur í 25 ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Dómstóll í Aþenu fann Koskotas sekan um að hafa dregið sér milljón- ir frá Krítarbanka og að falsa banka- skjöl. Sjö aðrir háttsettir bankamenn voru dæmdir í frá 10 til 15 ára fang- elsi. Koskotas var dreginn fyrir dóm í febrúar 1992, nokkrum dögum eftir að dómstóll hafði sýknað Andreas Papandreou, þá fyrrum forsætisráð- herra, af ákæru um að hafa staðið á bak við fjárdrátt úr sjóðum ríkisins og mútur. Féð var lagt inn í Krítar- banka, sem var í eigu Koskotas. Yfir 200 milljónir Bnadaríkjadala, nær 14 milljarða króna, vantar í sjóði bankans, sem var tekinn í vörslu rík- isins árið 1988. Er Koskotas var upp á sitt besta, átti hann auk bankans fjögur dagblöð, fjögur tímarit, vín- framleiðslufyrirtæki og fótboltalið. Hönnun innanrýmis gefur hámarksnýtingu fyrir ökumann og farþega - DV bílar 17. október. HYunoni 4 Accent er með nýrri 12 ventla, l,3cc og 84 hestafla Alfavél með beinni innspýtingu, sem gerir bílinn ótrúlega kraftmikinn og skemmtilegan í akstri. Velja má 4 þrepa sjálfskiptingu eða fimm gíra beinskiptingu. Accent er mjög rúmgóður og þægilegur. Sætin veita góðan stuðning í akstri og fóta- og höfuðrými er umtalsvert. Sætaáklæði er sérlega slitsterkt og með líflegu mynstri. Frábærar viðtökur Accent var í 3ja sæti yfir mest seldu bílana á fslandi í október, en hann var frumsýndur 8. þess mánaðar. Verö frá 1.089.000," kr.ágötuna! •ss# H! tUaar ÁRMÖLA 13 • SlMI: 68 12 00 • BHINN SlMI: 3 12 36 Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.