Morgunblaðið - 11.11.1994, Side 22

Morgunblaðið - 11.11.1994, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Spurningin Bolli bölsýnismannsins: Ég hef ekki séð það svartara og betra. GEVALIA - það er kaffið! Morgunblaðið/Kristinn „MINNISVARÐI“ úr flaueli og járni. „Undir merkjum“ ÞÓRDÍS Alda Sigurðardóttir opn- ar á morgun myndlistarsýningu í Norræna húsinu. Á sýningunni eru skúlptúrar og innsetningar, flestar samsettar úr gömlum og nýjum hlutum. Yfirskrift sýning- arinnar er „Undir merkjum" og er þetta fimmta einkasýning Þór- dísar, sem einnig hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum á undan- förnum árum hérlendis og erlend- is. Sýningin stendur til 27. nóv- ember og verður opin daglega frá 14 til 19. Opnunin á morgun hefst raunar klukkan 15. -----» ♦ ♦ Ingimar sýnir í Gallerí Greip INGIMAR Ólafsson Waage opnar á morgun, laugardag,' málverkasýn- ingu í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82, kl. 17. Á sýningunni eru málverk og teikningar og eru verkin unnin á árunum 1992-1994. Sýningin er opin alla daga vikunnar, nema mánu- daga, kl. 14-18 og iýkur henni 27. nóvember. Aðgangur er ókeypis. ---------♦_♦_♦---- Einleikur í Deiglunni LEIKÞÁTTURINN Þá mun enginn skuggi vera til, einleikur um afleið- ingar sifjaspells, verður fluttur í Deiglunni á Akureyri í kvöld, föstu- daginn 11. nóvember, klukkan 20.30. Dagskráin hefst með ljóðalestri og að sýningu lokinni verða umræður um efni leikþáttarins. -----♦ ♦ ♦---- Karlakórinn Heimir á Vesturlandi KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heidur tónleika í Félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal á morgun, laug- ardag, kl. 16 og í Stykkishólms- kirkju kl. 21 annað kvöld. Söngstjóri Karlakórsins Heimis er Stefán R. Gíslason. Undirleikarar eru Tómas Higgerson og Jón St. Gísla- son. Hvað er svona gott við Gevalia kaffi? Bolli presfsmaddömunnar: Það er svo ótrúlega himneskt. Bolli listamannsins: Það gefur svo mikinn innblástur. Fantur hörkutólsins: Það er svo ljúft og milt. Bolli tannlæknisins: Það hefur svo ríka fyllingu. Listfengi og góð kunnátta TÓNLIST Hafnarborg EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ingunn Ósk Sturludóttir, samleikari Guðrún Anna Tómasdóttir. Sunnudagur 6. nóvember 1994. glæsilega unnin tónlist, þar sem jafnræði er með söngvara og píanóleikara og þar var sérlega ánægjulegt hversu skýrlega flutn- ingurinn var mótaður af báðum flytjendum. Tónleikunum lauk með Gaman- söngvum Atla Heimis Sveinssonar, og þar fór Ingunn á kostum, bæði hvað snertir leik og söng. Það eina sem Ingunn mætti skerpa aðeins er framburðurinn, sem rétt er við að vera mjög góður. Sem aukalag söng Ingunn hið fræga lag Griegs, Eg elska þig, við íslenskan texta eftir móður sína, Sólveigu Thorar- ensen, og var ekki annað að heyra en henni hefði tekist að samhæfa texta og lag svo sem best verð- ur á kosið og Ingunn söng' lagið af djúpri til- finningu. í heild voru tónleikarn- ir mjög vel undirbúnir og var auðheyrt áð báðar listakonurnar kunnu margt fyrir sér og búá yfir listfengi, er ætti að nýtast þeim til góðra verka í framtíðinni. Ingunn Osk hefur þegar kvatt sér hljóðs en undirritaður man ekki betur en að hafa ekki fyrr heyrt Guðrúnu Önnu leika og er sannar- lega fengur að henni í okkar stóra hóp ágætra píanóleikara. Jón Ásgeirsson INGUNN Ósk Sturludóttir hefur þegar vakið athygli fyrir vandaðan söng og á tónleikunum sl. sunnu- dag staðfesti hún það enn frekar að hún er góð söngkona. Tónleik- arnir hófust á tveimur aríum eftir Gluck, 0 del mio dolce ardor og Che faro senza Euridice og það var að- eins í upphafi fyrri ar- íunnar sem merkja mátti taugaóstyrk en síðan ekki meir. í lagaflokkin- um fræga, Haugtussan op. 67 eftir Grieg, var fiutningurinn í heild mjög góður, bæði söng- urinn og ekki síður frá- bæriega skýr og vel mót- aður píanóleikur Guðrúnar Önnu. Þijár léttar og skemmtilegar þjóðlagaraddsetningar, Mein Mád- el, In stiller Nacht og Och Moder eftir Brahms, voru og vel fluttar, einkum þó síðasta, sem Ingunn lék sér með í gáskafullum leik. Sígaunaljóðin, eftir Dvorak, hafa líka stöðu meðal meistara- verka og Haugtussan eftir Grieg, Ingpmn Ósk Sturludóttir Listasafn Kópavogs Skúlptúrar Önnu Sigríðar ANNA Sigríður Siguijónsdóttir myndhöggvari opnar sýningu í Listasafni Kópavogs - Gerðar- safni á morgun, laugardag kl. 16. Anna Sigríður sýnir 25 skúlp- túra, unna í járn og stein. Þetta er fyrsta einkasýning hennar hér á landi, en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér og er- lendis og haldið einkasýningu í Hollandi þar sem hún stund- aði nám. Sýningin í Listasafni Kópa- vogs - Gerðarsafni, stendur til 27. nóvember og er opin alla daga kl. 12-18, nema á mánu- daga þegar safnið er lokað. klœðir þig og fgrirtœkið þitt í ngjan búning ÁRMÚLA 5 V/HALLARMÚLA, SÍMI 687735, FAX 687835 Fyrstu viðbrögð viðskiptavina svo og viðmót starfsmanna geta ráðið úrslitum í viðskiptum Kostir starfsmannabúninga eru m.a.: • Aukið sjálfstraust starfsmanna • Ánægðari viðskiptavinir. • Betri þjónusta Tökum þátt í sýningunni onnn ^.f».tC,t I, IFSTILL Perlan 11., 12. og 13. nóvember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.