Morgunblaðið - 11.11.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.11.1994, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN GEORG JÓSTEINSSON + Kristján Georg Jósteinsson fæddist í Hausthús- um á Stokkseyri hinn 16. júní 1921. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 4. nóvember síðastlið- inn. Hann var þriðji í röð barna þeirra Ingibjargar Einars- dóttur frá Borgar- holti í Stokkseyrar- hreppi og Jósteins Kristjánssonar frá Bollastöðum í Hraungerðis- hreppi. Systkini Kristjáns eru: Guðrún, f. 1918, ekkja; Jón, f. 1919, kvæntur Sigrúnu Sveins- dóttur; Einar Kristinn, f. 1923, kvæntur Ástu Kristínu Krist- ensen; Björgvin, f. 1925, kvænt- ur Guðrúnu Steingrímsdóttur; Gunnar Kristinn, f. 1927, kvæntur Þóru Þorvarðardóttur, og Kristin, f. 1932, ekkja. Hinn 19. október 1946 kvænt- ist Kristján Aðalheiði Sigríði Guðmundsdóttur frá Hruna í Ólafsvík. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Ingibjörg, f. 1947, gift Hilmari Friðrikssyni, verslun- arstjóra í METRÓ í Mjódd. Börn þeirra eru: Friðrik, f. 1966, kvæntur og búsettur í Noregi; Aðalheiður, f. 1970, gift og bú- sett í Hollandi; Harpa Lind, f. HANN elsku afi minn er dáinn og mig langar til að kveðja hann með nokkrum orðum. Þegar ég var yngri var ég mikið með afa mínum og ömmu. Þau voru alltaf mjög dugleg við að heim- sækja bömin sín og barnabömin. Ómældar ánægjustundir áttum við saman og lítilli stúlku þótti ákaflega gaman að fá að gista næturlangt hjá afa og ömmu og þá var nú al- deilis dekrað við dótturdótturina. 1976, býr í föður- húsum. 2) Ómar Kristjánsson, f. 1948, kvæntur Eddu Kolbrúnu Metúsal- emsdóttur. Börn þeirra eru: Stefán Metúsalem, f. 1974; Georg Heiðar, f. 1976; Ómar Þór, f. 1984, og Svava Mar- ía, f. 1990. Þau eru öll í foreldrahúsum. 3) Jósteinn, f. 1950, kvæntur Gyðu Brynjólfsdóttur. Börn þeirra eru: Kristján Georg, f. 1973, starfar í Tælandi; Brynjólfur, f. 1975; Eva, f. 1977; og tvíburabræðurn- ir TVyggvi og Trausti, f. 1978, búa í foreldrahúsum. Aðalheiður andaðist langt um aldur fram hinn 14. febrúar 1990, þá 67 ára, eftir erfið og langvarandi veikindi. Kristján lærði járnsmíði hjá Einari Vestmann á Akranesi og síðar rennismíði í Reykjavík. Hann starfaði lengst af sinni starfsævi sem rennismiður og verkstjóri í Vélsmiðjunni Héðni. Síðustu 20 árin starfaði hann í fyrirtæki sonar síns, Þýsk- íslenzka hf., og var stjórnarfor- maður þess. Útför Kristjáns Georgs fer fram frá Árbæjarkirkju í dag. Afí minn var afskaplega hógvær og nægjusamur maður. Hann var vel gefinn og sérstaklega traustur og drenglundaður. Hann var ætíð reiðubúinn að gera hvað eina fyrir Qölskyldu sína og ófáir voru snún- ingamir sem hann lagði á sig okkar vegna og taldi þó aldrei eftir sér. Það átti enginn von á að hann mundi yfirgefa okkur svona skyndilega. Þegar ég var sjö ára gömul fór ég í mína fyrstu utanlandsferð og + Konan mín og móðir okkar, JÓNÍNA ÞÓRHALLSDÓTTIR, Háafelli, lést í Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 9. nóvember. Þorvaldur Hjálmarsson, Edda Þorvaldsdóttir, Jóhanna Þorvaldsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVI RAFN ALBERTSSON, lést 9. nóvember á gjörgæsludeild Landspítalans. Maria Hjálmarsdóttir, Hjálmar Ingvason, Elinborg Þorvaldsdóttir, Sigurveig Ingvadóttir, Friðgeir Sumarliðason, Björgvin Ingvason, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Brynjar Ingvason, Þórunn Sigurjónsdóttir og barnabörn. + Elskulegur vinur minn, faðir okkar. tengdafaðir og afi, ANDRÉS PÁLSSON, veröur jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00. Valdfs Pálsdóttir, Pétur Jóhannsson, Harpa Hansen, Jón Páll Andrésson, Olgeir Andrésson, Ágústína Andrésdóttir, Steinþór Gunnarsson, Elías Birgir Andrésson, Kristín Erla Einarsdóttir og barnabörn. MIIMNINGAR þá með afa mínum og ömmu til Spánar. Sú ferð er mér ógleyman- leg. Síðastliðin þijú ár hef ég verið búsett erlendis og þess vegna ekki séð afa minn eins mikið og ég hefði kosið, en í byrjun október sl. vorum við Eric á Islandi og þá hittumst við afi oft. Hann var mjög glaður og hress og ánægja okkar gagn- kvæm að fá loks tækifæri til að tala saman. Hann sagðist ætla að koma í heimsókn til okkar fljótlega. Því miður verður ekkert af því. Afi minn var mér mjög kær og það er erfitt að missa einhvern sem manni þykir jafn vænt um en samt trúi ég því að hann sé hamingju- samur að vera kominn aftur til ömmu sem hann saknaði mjög eftir að hún dó. Elsku afi minn. Ég þakka þér allar þær ánægjustundir sem við áttum saman. Ég vildi að þær hefðu getað orðið fleiri. Ég á eftir að sakna þín sárt. Sæll þér reynist svefninn ljúfi, svífðu fijáls um draumastig. Enginn pðlaus ránshðnd ijúfi rósagerðið kringum þig. (Öm Amarson) Aðalheiður Hilmarsdóttir. Afi er dáinn. Það er erfitt að sætta sig við svo snöggan viðskilnað. Kvöldið áður en hann dó var hann svo kátur og bjartsýnn á að hann hefði heilsu til að fara með okkur í ferðalag alla leið til Tælands um jólin. Hann var dáinn aðeins tveimur tímum seinna. Við fáum því ekki að hafa hann hjá okkur eins og til stóð. Við eigum eftir að sakna allra samverustundanna með afa og erf- itt er að hugsa sér kvöldin í Ystasel- inu án hans. Eftir að amma dó kom hann nær undantekningarlaust á hveiju kvöldi, horfði á sjónvarpið með okkur og var okkur til halds og trausts ef á þurfti að halda. Þeir eru líka ógleymanlegir sunnu- dagsbíltúrarnir með afa og ömmu austur fyrir fjall til Stokkseyrar á æskustöðvar hans. Við höfum svo margt að þakka frá þessum stund- um. Við eigum dýrmætar minning- ar sem enginn tekur frá okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku afí, takk fyrir samveruna. Brypjólfur, Eva, Tryggvi og Trausti. Elskulegur afi okkar verður kvaddur í dag. Heimili okkar verður aldrei eins eftir brotthvarf afa. Á hvequm degi kom hann til okkar og var með okkur þó hann héldi ennþá heimili í Árbæjarhverfi. Afi vann með pabba. Alltaf mætti afi til vinnu. Líka daginn sem hann kvaddi. Fyrirtækið, börnin og bamabömin vom hans hjartans mál. Fyrir fjölskyldunni fór hann með heiðarleika og orðheldni. Mikli Drottinn, dýrð sé þér, dásemd þina’ um aldaraðir ásamt þínum englaher allir lofa viljum glaðir, falla þína fótskör á, faðir, þína dýrð að sjá. Guð í hæstum hæðum hefur nú kallað afa aftur heim til sín. Við kveðjum hann með támm um leið og við þökkum honum fyrir liðinn tíma. Börnin í Silungakvisl 25. Kristján Georg Jósteinsson er látinn 73 ára að aldri. Þó heilsan væri nokkuð farin að gefa sig, kom and- lát hans á óvart. Þegar ég sá hann síðast fyrir aðeins fáum dögum, ræddi hann stöðu þjóðmála af mikl- um áhuga. Hann fylgdist alla tíð vel með því sem efst var á baugi hveiju sinni, lagði mat á stöðuna og hafði gaman af að velta fyrir sér hvaða möguleika hún byði upp á. Nú er hann allt í einu horfinn af sjónarsviðinu. En hann skilur eftir sig mikið starf, vammlausan lífsferil og er harmdauði þeim sem best þekktu hann. Árið 1946 kvæntist Kristján móður minni, Aðalheiði S. Guð- mundsdóttur, og bjuggu þau fyrst í Keflavík, en síðar reisti Kristján þeim hús í Smáíbúðahverfinu, við Hlíðargerði, og þar bjuggu þau lengst af. Ég kynntist Kristjáni Georg fyrst aðeins sjö ára að aldri. Það fór frá fyrstu tíð vel á með okkur og þeim mun betur sem við kynntumst bet- ur. Ég man vel hve mikið traust amma mín hafði á honum. Þegar hún innréttaði íbúð sína í Kópavog- inum, vann Kristján myrkranna á milli að því að gera hana íbúðar- hæfa. Öll var sú vinna unnin að loknum löngum vinnudegi. Innan fjölskyldunnar var alltaf litið á Kristján sem hinn vinnusama mann, sem allir gátu treyst, mann sem lét vinnuna ganga fyrir og gekk í allt sem þurfti að gera. Á heimili ömmu minnar var hann því í hávegum hafður. En hann kunni líka að gleðj- ast. Það var oft kátt á hjalla þegar þau gripu gítarinn, hann og mamma, og spiluðu og sungu. Um tíma bjuggu foreldrar Kristjáns í Hlíðargerðinu hjá honum og mömmu, í íbúð í kjallaranum, eða þar til Jósteinn dó. Frá þeim tíma er mér sérstaklega minnisstæð móðir Kristjáns, Ingibjörg. Viðmót hennar var svo bjart og framkoma öll svo hlýleg. Kristján var á unga aldri glímu- maður góður og hlaut fegurðarverð- laun fyrir glímur. Það segir nokkuð um afstöðu hans almennt, að hann lagði meiri áherslu á fallega og drengilega glímu en sjálf úrslitin. Hann var áhugamaður um skák og glettilega góður skákmaður meðan hann tefldi hér fyrr á árum. Krist- ján var vinnusamur, orðheldinn, samviskusamur, traustur og vildi hafa hlutina í föstum skorðum. Hann gætti allra hluta vel sem hann átti að sjá um og honum var falið að gera. Þegar hann varð sex- tugur gerði ég það að umræðuefni að hann var eini maðurinn sem ég hafði aldrei heyrt segja orðin: „Ég nenni ekki.“ Það segir nokkuð um lyndiseinkunn hans og lýsir honum betur en mörg orð. Stöku sinnum brá svo við að hann gaf fjölskyldumeðlimum smíð- isgripi sína. Reyndar hygg ég að flestir innan fjölskyldunnar eigi ein- hvern grip sem hann smíðaði. Sjálf- ur á ég kertastjaka úr kopar sem hann færði mér og ég held mikið upp á. Þegar ég skoða þessa stjaka finnst mé sem ég skynji Kristján vel, hvílíkur listasmiður hann var og hversu mikla alúð hann lagði í smíði sína. Móðir mín og hann áttu fallegt heimili. Hún hafði einstakt lag á að gæða hlutina lífi og gera allt glaðlegt og heimilislegt. Því var viðbrugðið hversu allt var hlýlegt, gljáandi og spegilfægt hjá henni. Hún hafði líka einstaka hæfíleika til þess að gera gott úr öllu ef eitt- hvað fór úrskeiðis og halda hugan- um við björtu hliðarnar í tilver- unni. Þegar móðir mín dó fyrir rúm- um fjórum árum missti Kristján mikið. Síðustu æviárin bjó hann í fjölbýlishúsi fyrir aldraða við Bæj- arháls. Hann naut mjög samskipt- anna við barnabörnin og fylgdist vel með lífí og starfí bama sinna. Tómlegt mun þeim finnast að eiga ekki lengur von á honum á kvöldin til að ræða málin. En í minning- unni býr ótæmandi styrkur, enginn er einn sem yljar sér við endurskin hennar. Ég sendi fjölskyldu hans allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur G. Þórarinsson. - I I dag verður kvaddur frá Arbæj- arkirkju afi minn Kristján Georg Jósteinsson. Hann varð bráðkvadd- ur á heimili sínu aðfaranótt föstu- dagsins 4. nóv. sl. Það er erfitt að trúa því að hann elsku afi minn sé dáinn. Hann sem var hjá okkur kvöldið áður en hann lést og var glaður og reifur og hlakkaði til að ferðast til Thailands um jólin með syni sínum Jósteini og hans fjölskyldu. Elsku afi minn, mig langar að þakka þér allar samverustundir, þú varst alltaf tilbúinn að snúast með mig og fátt sem þú vildir ekki gera fyrir okkur barnabörnin þín. Það verður tómlegt á Vesturvanginum nú þegar heimsóknir þínar eru ekki lengur. Það er ekki auðvelt að skilja af hveiju þú varst kallaður svona skyndilega frá okkur, en mig langar að trúa að nú séuð þið amma sam- einuð að nýju í betri heimi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Harpa Lind Hilmarsdóttir. W spyrð mig að því hvaðan ég komi og hvaðan ég sé ég vil ekki ljúga né liggja á svari og læt þaðíté. Ég hef aldrei vitað það hvaðan ég kom eða hvenærégfer mér finnst þetta ágætis áningarstaður ogerbarahér. (Hafsteinn Stefánsson) Víst er að: Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir, síst þeim lífið leiðist, sem lýist þar til útaf deyr. Þá er betra þreyttur fari að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti og dofa. (Bjöm Halldórsson í Sauðlauksdai.) Við andlát vinar brestur strengur í bijósti. Hugurinn leitar frá hinu veraldlega til þess hvort við hitt- umst á öðrum stað glöð og reif. — Eitthvað í þessa veru merlaði í huga mér við andlátsfregn vinar míns Kristjáns Georgs Jósteinssonar rennismiðs. Hann kvaddi óvænt en vel, því ekkert fararsnið hafði verið á honum utan það hvað aldurinn áhrærir. Kvöldið áður hafði hann mælt sér mót við sonarson sinn og nafna að mánuði liðnum í Tælandi og hugði gott til. Hvaðan kemurðu — hvert ferðu? Hafi gerðir okkar hér á jörðu eitthvað með framhald- ið að gera er víst að vini mínum Kristjáni er búið hið bjartasta hnoss á næsta áningarstað. Yfir ævi hans skín björt og fögur birta. Birta sem bjarmar mörgum bæði sterkt og vel. Aðdáun mín á þessum manni var mikil og átti nokkrar rætur. Hann bjó yfír mikilli skapfestu og trúmennsku og gat átt til að vera htjúfur, en jafnframt átti hann í hörpu sinni hina viðkvæmustu strengi. Alúð hans gagnvart fjöl- skyldu sinni er fágætt dæmi um hyggju hins fagra og góða. Hann hafði lagt hart að sér við að búa henni sem best heimili og börnum sínum trausta framtíð. Hann efldi þau af ráðum og dáð sem miðaði að því að þau gætu sem best staðið á eigin fótum og það tókst. Eftir að bömin höfðu stofnað heimili vorú þau hjónin nær dagleg- ir gestir þar, vakandi yfir velferð bama og bamabarna. Fráfall konu hans varð honum mikill missir, en hann batt traust sitt við endurfund- inn og fann huggunina hjá bömum sínum og barnabörnum. Þau hjónin áttu því láni að fagna að eiga þijú mannkostabörn, sem fylgt hafa for- dæmi foreldra sinna í ríkum mæli. Barnabömin eru öll hin mannvæn- legustu og hafa eftir miklu að sjá, en rninningin lifír. Ég sendi fjölskyldu Kristjáns mínar einlægustu samúðarkveðjur með ósk um að arfur foreldra, afa og ömmu verði þeim hollt veganesti. Jóhann Þórir. Ég kvaddi afa í síðasta sinn kvöldið áður en ég hélt út í heim til langdvalar. Við kvöddumst með þeim orðum að kveðjur þyrftu nú ekki að vera miklar því við sæj- umst aftur eftir mánuð. Þá ætlaði hann að ferðast alla leið til Tælands með fjölskyldunni til að heimsækja mig. Á þessari stundu vorum við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.