Morgunblaðið - 11.11.1994, Page 31

Morgunblaðið - 11.11.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 31 báðir sannfærðir um að við myndum eiga eftir að eiga saman góðar stundir í fjarlægu landi. Afi lagði af stað næstu nótt í enn_ lengra ferðalag, á enn betri stað. Eg verð því að sætta mig við að við eigum ekki eftir að njóta samverunnar eins og til stóð. Hins vegar er ég viss um að hann mun áfram fylgj- ast með ferðum mínum og líta eftir nafna sínum. Afi var sérstakur maður, ákaf- lega nægjusamur og vildi láta sem minnst fyrir sér hafa. Hann var mjög vanafastur og stóð fast á sínu. Til dæmis missti hann aldrei af fréttum eða fréttatengdu efni í sjón- varpi og mér lærðist það snemma að lítið þýddi að ræða við afa um pólitík. Þar hafði hann sínar ákveðnu skoðanir sem ekkert fékk haggað. Afi þreyttist aldrei á að vera með barnabörnunum og marg- ir dagar hans fóru í að flytja okkur milli staða, á æfingar, í skólann, eða bara hvert sem var — svo fram- arlega sem hann missti ekki af fréttunum. Ég veit að nú situr nafni hjá elsku Heiðu ömmu, ánægður, því þau eru sameinuð á ný á góðum stað. Við sem eftir sitjum verðum að njóta minninganna um allar góðu stund- irnar og vera þakklát fyrir þær. Ég sendi öllu mínu fólki kveðju og þykir leitt að geta ekki fylgt afa til grafar. Kristján Georg Jósteinsson. Kveðja frá samstarfsfólki Fréttimar af andláti þínu fengum við föstudaginn 4. nóvember ’94. Þetta kom okkur mjög á óvart, því þú hafðir daginn áður setið með okkur í kaffí og rætt við okkur um landsins gagn og nauðsynjar eins og þú varst vanur. Við vissum að þú hefðir gengist undir læknisskoð- anir undanfarið en engum datt í hug að svo skjótt skipuðust veður í lofti. Kristján var einn af þessum mönnum sem hægt var að ganga út frá sem vísum í öllu samstarfi. Það vakti athygli okkar sem hófum störf hjá Þýsk-íslenzka hf., hvað hann var alltaf viðbúinn og vakandi yfir því sem þurfti að sinna. Hann mætti lengst af á undan okkur hin- um og sá um að allt væri á sínum stað og til reiðu svo hægt væri að opna fyrirtækið og menn gætu gengið beint að sínum störfum. Þetta nýttu menn sér og mættu vel fyrir opnun til að fá kaffi sem Krist- ján hafði lagað og til að geta sest niður litla stund og rætt málin áður en hin venjulegu störf tóku við. Þeir fundir gengu gjarnan út á það að fara yfir síðustu atburði í pólitík- inni og önnur helstu mál sem voru efst á baugi þá stundina. Það vakti athygli okkar sem . störfuðum með Kristjáni, hvað hann hafði ferskar og frumlegar skoðanir á mönnum og málefnum líðandi stundar og oft var stutt í kímnigáfuna hjá honum. Hann átti sitt fasta sæti í kaffi- stofunni. Það var stundum tilefni til nokkurs spaugs á meðal okkar félag- anna ef að gest bar að garði og hann settist í sætið hans Kristjáns. Úr þessu urðu þó aldrei nein stór- mál, því Kristján, þótt vanafastur væri, tók þessu alltaf með hógværri kímni og yfirvegun. Daginn sem við fréttum af óvæntu andláti hans varð okkur því einkennilega innanbijósts þegar við settumst við borðið þar sem hann var vanur að sitja. Ein- hveijum varð að orði að spyija hver myndi nú taka við sætinu hans Krist- jáns. Heldur lítið varð úr svörum við þessari spurningu, því það var nokk- uð ljóst að enginn mundi taka sæti hans eða koma í hans stað. Okkur starfsfélögunum er efst í huga á þessari stundi virðing fyrir ■ minningu hans sem heilsteypts manns. Manns sem ekki lét dægur- þras eða vandamál augnabliksins koma sér úr jafnvægi, heldur tókst á við það sem að höndum bar með yfirvegun og rósemi og lauk við þau verkefni sem hann tók sér fyrir hendur. Fjölskyldu hans vottum við okkar innilegustu samúð. Kveðja, Starfsfólk Þýzk-íslenzka hf. MINIMINGAR ELSA MARIA HERTERVIG + Elsa María Hertervig var fædd á Siglufirði hinn 9. desember 1927. Hún andaðist á heimili sínu í Keflavík hinn 28. október síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Ola J. Hertervig, bakara- meistara, f.1899, d. 1977, og Línu G. Hertervig, f. 1897, d.1984. Önnur börn þeirra hjónanna eru Anna Lára Hertervig, kaupkona, f. 1923, búsett á Siglufirði, Bryndís Hertervig, húsmóðir, f. 1926, búsett í Svíþjóð, Inga Dóra Hertervig, húsmóðir, f. 1930, búsett i Reykjavík, og Óli Há- kon Hertervig, arkitekt, f. 1932, búsettur í Reykjavík. Elsa giftist Kjartani Jónssyni lyfjafræðingi 29.9. 1951. Þau eignuðust þrjú börn, Sverri, Línu og Theódór. Sverrir er skipstjóri, f. 1953. Sambýlis- kona hans er Guðríður Hans- dóttir, f. 1958. Hann á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu, Elsu Maríu, f. 1978, og Arnar, f. 1982. Lína er eldvarnareftir- Iitsmaður, f. 1955. Hún á tvö börn, Theódór, f. 1986, og Töru Maríu, f. 1990. Theódór er brunavörður, f. 1960. Hann er kvæntur Guðnýju Aðálsteinsdóttur, f. 1967. Dóttir þeirra er Birta Ósk, f. 1993. Þá ólu þau Elsa og Kjartan upp son Kjartans frá fyrra hjóna- bandi, Ólaf Hrafn, tæknifræðing, f. 1945, en móðir hans hafði látist frá hon- um barnungum. Ólafur Hrafn er kvæntur Kristínu Nikolaidóttur, f. 1947. Þau eiga fjög- ur börn, Sigríði Sólveigu, f. 1967, en sambýlismaður hennar er Stefán Stefánsson og eiga þau dótturina Sylvíu Kristínu, f. 1993, Kjartan, f. 1973, Berg- lindi Sölku, f. 1977, og Hrafn Nikolai, f. 1979. Elsa ólst upp á Siglufirði, þar til hún fór til Ósló árið 1947 til náms í fæðingar- og ungbarna- fræði. Hún lauk síðan námi í Ljósmæðraskóla íslands hinn 30.9. 1949. Starfaði hún sem ljósmóðir við fæðingardeild Landspítalans 1949-1953. Hún starfaði á sjúkrahúsinu í Kefla- vík frá 1962-1973, á fæðingar- deild Sólvangs í Hafnarfirði frá 1973-1976 og við hjúkrun á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði frá 1976, þar til skömmu fyrir andlát sitt. Líf getur af sér líf. Orka skapar orku. Til að verða rikur þarf að leggja sjálfan sig í sölumar. (S.B.) Elsa var rík kona, rík af kær- leika, hlýju og umhyggju. Þessir eðliskostir komu glöggt fram gagnvart skjólstæðingum hennar og samstarfsfólki á Sól- vangi. Ung að árum lærði Elsa til ljós- móður og öðlaðist þannig eitt falleg- asta starfsheiti sem íslensk tunga á. Mörg eru ljós heimsins, en þau ljós, sem Elsa annaðist af mikilli alúð á sínum starfsferli, voru ljósið sem kviknar og fæðist og ljósið sem slokknar og deyr. Ungbarnið og öldungurinn eru bæði háð umhverfi sínu og eiga allt undir umhyggju þess sem um þá annast. Þetta vissi Elsa af því að henni var eðlilegast að hafa tilfinningu fyrir þörfum annarra. Hún gerði miklar kröfur til sjálfr- ar sín og ætlaðist líka til þess að aðrir gerðu slíkt hið sama. Það særði hana ef skjólstæðingum hennar var ekki sýnd nægjanleg umhyggja og virðing. Elsa hóf störf á fæðingardeild Sólvangs árið 1973 og vann þar til ársins 1976 en þá var fæðingar- deildinni lokað. Éftir það starfaði hún sem ljósmóðir við hjúkrun aldr- aðra á stofnuninni, þangað til hún veiktist. Trúmennska Elsu gagnvart Sól- vangi var einstök. Hún var ætíð reiðubúin að hlaupa í skarðið, allan ársins hring, ef vantaði á vakt þrátt fyrir það að hún byggi í Keflavík. Gestrisni og höfðingsskapur voru henni í blóð borin. Þess nutu bæði samstarfsmenn og heimilisfólk. Hún lét sig ekki muna um það eitt sinn að bjóða öllu því heimilisfólki, sem treysti sér til, heim til sín í kaffi að aflokinni sumarferð. Þann- ig var Elsa, ávallt veitandinn, enda alin upp í slíku. Elsa var listamaður, sem olíu- og vatnslitamyndir hennar bera glöggt vitni. Hún var lítið fyrir að sýna verk sín vegna hógværðar sinnar. Þó gladdist hún einlæglega þegar aðrir sýndu þeim áhuga. Þegar Sólvangur eignaðist sum- arhús gaf hún fallegar myndir til að prúða veggi þess. Þegar Elsu varð ljóst að hveiju stefndi boðaði hún vini sína til sín og leysti þá út með gjöfum, falleg- um myndum. Ógleymanleg stund öllum þeim sem hlut áttu að máli. Það ríkir sorg og söknuður á Sólvangi. Mikilhæf kona, góður fé- lagi og starfsmaður hefur kvatt. Eftir stendur þakklæti fyrir áratuga vináttu og samstarf. Fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Elsu Maríu Hertervig. Erla M. Helgadóttir, Sigþiniður Ingimundardóttir. AÐ ÓSK Elsu Maríu Herteivig fór útför hennar fram í kyrrþey. Kynni mín af Elsu hófust þegar ég kvæntist systur hennar, Ingu Dóru Hertervig. Að leiðarlokum langar mig að kveðja mágkonu mína með nokkrum orðum og þakka samveruna þau 44 ár, sem við þekktumst. Alúðlegt viðmót og hjartahlýja einkenndu Elsu. Hún var einstak- lega gestrisin. Átti hún ekki langt að sækja gestrisnina, því að heimili foreldra hennar, Línu og Óla Hert- ervig, var alþekkt rausnarheimili. Öllum leið vel í návist Elsu. Hún var með afbrigðum ósérhlífin og hjálpfús. Fór enginn bónleiður til búðar, sem leitaði til hennar. Það var því ekki að ástæðulausu, að Elsa valdi sér ljósmóðurstörf og hjúkrunarstörf að ævistarfi. Henni var í blóð borin rík þörf til þess að hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Með þessa þörf í huga var starfsvettvangurinn sá rétti. Eru þær margar mæðurnar, sem minn- ast hennar með þakklæti fyrir að- stoð hennar. Þá var hún ekki síður vel látin hjá því fólki sem hún ann- aðist á Sólvangi. Þrátt fyrir annasöm störf, bæði innan og utan heimilis, gaf Elsa sér nokkurn tíma til þess að sinna áhugamálum sínum, sérstaklega eftir að börnin uxu úr grasi. Hún var m.a. mjög hneigð fýrir handa- vinnu. Seinni árin stundaði hún frí- stundamálun og sótti námskeið í málaralist. Var auðsætt, að hún hafði hæfileika á því sviði. Elsa var glaðlynd kona að eðlis- fari og var hrókur alls fagnaðar í hópi ættingja og vina. Fyrir nokkrum mánuðum greind- + Faðir okkar, VÍGLUNDUR JÓNSSON fyrrverandi útgerðarmaður og heiðursborgari Ólafsvíkurkaupstaðar, Lindarholti 7, Ólafsvík, lést í St. Fransiskuspítalanum í Stykkis- hólmi miðvikudaginn 9. nóvember. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna. Úlfar Víglundsson, 'Guðrún Víglundsdóttir, Ragnheiður Víglundsdóttir. Eiginkona mín og móðir okkar, SVAFA JÓHANNSDÓTTIR, Svínafelli, Öræfum, sem lést 6. nóvember á dvalarheimilinu Skjólgarði, Höfn, verður jarðsungin frá Hofskirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00. MagnúsÁ. Lárusson, dætur og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU REBEKKU SIGURÐARDÓTTUR frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Ingibjörg María Gunnarsdóttir, Gunnar Jónsson, J.óna Kristín Gunnarsdóttir Justesen, Jörgen Justesen, Asgeir Erling Gunnarsson, Lilja Guðrún Steinsdóttir, Aðalheiður Gunnarsdóttir, Stefán Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ist Elsa með krabbamein. Við rann- sókn kom í Ijós, að það var ólækn- andi, én Elsa tók þessu með hug- prýði og æðruleysi, var jafn glað- lynd og áður og kvartaði ekki. Þótt vitað væri að hverju stefndi kom lát hennar þó á óvart, því að fótavist hafði hún til hinsta dags. Hinir nánustu gerðu sér því ekki fulla grein fyrir því, hversu langt hún var leidd. Sár harmur er nú kveðinn að fjöl- skyldu hennar, eiginmanni, börn- um, barnabörnum og barnabarna- barni, en lítil ömmubörn og langömmubarn njóta nú ekki lengur ástar hennar og umhyggju. Yfir minningunni um Elsu hvílir birta, sem vonandi megnar að draga eitthvað úr söknuðinum vegna frá- falls hennar. Agnar Gústafsson. pottur Fálkaus Vikutilb0^ prósenta ifmaelisafsláttur á: Bakpokuin, svefnpoku111' san»avélnm og rafmagnshond- verkfsrum 90kRN Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SlMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82 QRKIN 1008-91-8 C

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.