Morgunblaðið - 11.11.1994, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.11.1994, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ i VI&SKtPrAVlHKNtfi B/PJA AL LTAFUM ÞAÐ SAtfA. ÉG LOt AO t' VILDI itO þFlK VÆ&J IpAL! TtÐ HUeATyNDA - £G A SVOAVVZGAfL GÓDiA. AVsvJRlbns&vi OPPsfjiiFr- , lp, CN ENGINN þOUB AO ^-iB/CUAOIH þÆK /]npl r TA Þ'A.. HVAB> V/L T ÞO FA > KVÖL DA»A T/fl/V Ferdinand Smáfólk fltargniifrfabife BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Hvar er siðgæðis- vitund dómara? Frá Lindu Óskarsdóttur: HVERNIG stendur á því að dómar- ar landsins dæma svo svívirðilega vægt í málum þeirra manna er fremja kynferðislega glæpi gagn- vart börnum? Það er spuming sem margir íslendingar velta fyrir sér í dag. Það eru heimildir í lögun- um fyrir margra ára fangelsisdómi fyrir misnotkun á bömum, en þessir ódæðismenn fá nokkra mánaða refsivist. Miklu þyngri dómar em felldir yfir mönn- um sem í slags- málum skaða aðra þó ekki meir en svo að þeir ná full- um bata. Börn sem verða fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi ná sér aldrei aft- ur. Það er léleg afsökun hjá dómur- um að segja að dómar séu að þyngj- ast og að það taki áratugi að breyta „hefðum" í dómum. Rugl. 'Hefðir eða venja skipta hér engu máli. Það þarf ekki áratugi til að breyta þessu. Það þarf aðeins hugarfarsbreytingu hjá dómarastétt landsins. Ef lögin gera ráð fyrir lengri dómum, þá ber að lengja þá strax. Dómurum ber skylda til þess. Auk þess hlýtur það að vera góð tilfinning að hafa vald til að loka þá menn inni í fangels- um, sem framið hafa jafn alvarlegan glæp gagnvart börnum og kynferð- islegt ofbeldi er og um leið forða kannski öðrum börnum frá þeirri óhamingju sem þvílíkum glæp fylg- ir. Þyngri dómar geta lika gegnt fyrirbyggjandi hlutverki að ein- hveiju leyti. Refsing þyngist við ítrekað brot Einhvetjir af þeim mönnum sem slíka glæpi fremja, myndu kannski hugsa sig um tvisvar áður en þeir fremdu slíkt óhæfuverk, ef ■ þeir vissu að þeir ættu von á margra ára fangelsisvist en ekki 4-7 mán- uðum og jafnvel eitthvað skilorðis- bundið af því. Við fyrsta brot þess- ara glæpamanna mætti dæma til langrar fangelsisvistar en hvað ef brotin verða fleiri? Má ekki hugsa þann möguleika að við ítrekað brot séu menn vanaðir? Ef það drepur hvöt manna til slíkra óhæfuverka þá finnst mér það einungis sann- gjarnt. Þeir eiga ekki skilið annað tækifæri. Ekki á kost saklausra barna. Er það ekki sanngjörn krafa að þeir sem fremja slíkt ódæði gagn- vart börnum fái að gjalda fyrir það? Hvað ætli það taki langan tíma fyrir börnin sem fyrir þessu hafa orðið að vinna sig út úr verstu af- leiðingum glæpsins? Örugglega ekki nokkra mánuði. Líklega hefur þetta áhrif á allt þeirra líf svo og fjölskyldna þeirra. Er nokkuð rétt- læti í því að glæpamaðurinn sleppi betur en fórnarlambið? Mér finnst ekki. Lítum aðeins á hvað þessir menn gera. Hugsið ykkur lítil saklaus börn, ekkert nema einlægnin og traustið. Traust til okkar fuliorðna fólksins. Þau geta enga björg sér veitt gagn- vart slíkum mönnum. Þessir glæpa- menn leyfa sér að beita aflsmun gagnvart þessum litlu einstakling- um, traðka á sakleysi þeirra og til- finningnm, slökkva lífsgleðina og traustið í augum þeirra. Eiga þessir menn einhver rétt á tilslökun eða mildi í dómum vegna þessara glæpa? Stundum bara af því að þeir hafa játað strax eða ekki framið ofbeldi gagnvart barninu „nema“ einu sini. Nei, alls ekki, nema síður sé. Á þessum glæpum ber dómurum að taka á af fullum þunga og ef þessum mönnum er hleypt aftur út í þjóðfélagið eftir refsivist, á að birta nöfn þeirra og gjarnan mynd af þeim í fjölmiðum svo önnur börn hafa möguleikann á að vara sig á þeim. Eitt bam sem verður fyrir kynferðislegu ofbeldi er einu bami of mikið. Birtið myndir af glæpamönnum Ég leyfi mér að fullyrða að meiri- hluti ísienzku þjóðarinnar vill ein- dregið að viðurlög verði hert vera- lega í slíkum málum. Ég er þess líka fullviss að ef meðaldur dómara í Hæstarétti landins væri lægri, þá væra dómar yfir mönnum sem fremdu kynferðislegt ofbeldi gagn- vart bömum, miklu þyngri að ég tali nú ekki um ef tækist að fjölga konum í dómarastéttinni. Þær myndu taka miklu alvarlegar á þess- um málum en nú er gert. Umboðsmaður barna láti til sín taka Nú hefur verið skipaður umboðs- maður barna, sem tekur til starfa um næstkomandi áramót. Eins og ég skil það, á hann að vera talsmað- ur barna og gæta réttar þeirra. Ég skora á nýskipaðan umboðsmann að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fá samtök í land- inu sem hafa heill barna að leiðar- ljósi, til samvinnu við sig og stofna til undirskriftasöfnunar meðal allra landsmanna, þar sem krafist verður þyngri dóma í málum þeirra manna sem fótumtroða tilfinningar sak- lausra barna á íslandi með kynferð- islegu ofbeldi gagnvart þeim í hverri mynd sem það birtist. Okkur ber skylda til að vemda öll börn í þessu þjóðfélagi á hvern þann hátt sem við eigum möguleika á. Við getum a.m.k. séð til þess að menn sem fremja slíka glæpi fái verðskuldaða refsingu. Þá refsingu fá þeir ekki í dag. Sýnum ráðamönnum þjóðarinnar og dómurum í slíkum málum hvað við viljum. Söfnum undirskriftum. Börnin eiga rétt á því, fínnst ykkur ekki? Ég myndi skrifa undir og er þess fullviss að undirskriftirnar myndu skipta þúsundum. Fyrir nýskipaðan umboðsmann barna og öll barnavinasamtök í landinu væri það verðugt verkefni að fá dóma yfir þessum svívirðilegu glæpamönnum þyngda. Börn okkar eiga það skilið. LINDA ÓSKARSDÓTTIR, bóndi og húsmóðir í Aðaldal. • Linda Óskarsdóttir Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.