Morgunblaðið - 20.01.1995, Qupperneq 22
22 B FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Smiðjan
TILHOGGIÐ borð með upphleyptum okum undir rifin.
Vikmgaskip
Smíði hinna fomu víkingaskipa hlýtur að
vekja aðdáun, segir Bjarni Ólafsson. Verk-
kunnáttan var undraverð.
ARÆÐI OG kunnáttu þarf sá
maður að búa yfir sem leggur
í það stórvirki að smíða rúmlega 20
metra langt víkingaskip. Nú er unn-
ið að því að smíða hér á landi sem
nákvæmasta eftirlíkingu af fornu
norsku víkingaskipi sem fannst við
bæinn Gokstad á Vestfold í Noregi,
við Óslófjörð 1880.
Það tók fimmtíu ár að ljúka við
að endurbyggja Gokstad-skipið.
Verkinu lauk ekki fyrr en 1930.
Þegar Gokstad-skipið var grafið upp
úr haugi sínum varpaði sá fundur
ljósi á ýmsa mikilvæga þætti varð-
andi smíði víkingaskipa um miðja
níundu öld. Það er talið hafa verið
smíðað um 850. Það er stærst þeirra
skipa sem fundist hafa og besta sjó-
skip þeirra enda trúlega ætlað til
úthafssiglinga.
Skipið sjálft var allt gert úr eik
sem að vísu var orðin mjög dökk en
hafði varðveist allvel og má þakka
það leir sem skipið var hjúpað með.
Leirinn leggst þétt að munum, viði,
málmum og öðrum efnum svo að
eftir Bjorna
Ólafsson
þeir tærast siður.
Jafnvel járnhnoðin
í borðunum voru
heilleg svo að
hægt var að nota
um helming þeirra
aftur við endur-
gerð skipsins.
Gokstad-skipið er
nú varðveitt á vík-
ingaskipasafninu á Bygdöy í Ósló.
Það er 23,33 m á lengd og breidd
þess um miðju er mest 5,25 m. Um
miðju skipsins er hæð þess frá neðri
brún kjalar og upp á borðstokk
tæpir 2 m.
Víkingaskipin virðast vera furðu
flatbotna enda var þeim ætlað að
rista mjög grunnt. Þar sem þau eru
breiðust um miðjuna sýnist botninn
vera alveg flatur. í heild er lag þeirra
þó rennilegt og fagurt á að líta.
Borðin í súðinni eru fagurlega sveigð
út um miðju og uppávið til endanna
þar sem þau eru felld inn í stefnis-
bogana.
Verkfæri á víkingaöld
Þegar nútímafólk virðir fyrir sér
hvernig skip þessi eru smíðuð hlýtur
það að vekja aðdáun. Sú verkkunn-
átta og hagleikur sem þar er sjáan-
legur og gerði mönnum kleift að
vinna þvílík afrek með verkfærum
þess tíma er undraverð.
FASTEIGNAMIÐLUN.
(f Síðumúla 33 - Símar 889490 - 889499
Ármann H. Benediktsson, sölustj., lögg. fastelgna- og sklpasali.
Gelr Sigurösson, lögg. fasteigna- og skipasali.
Símatími laugardag kl. 11-13
Aspafell - IMýtt. 4311. góö 107
fm 4ra herb. íb. á 5. hæð. Sérsvefnálma.
Mikiö útsýni. Verð 6,8 millj.
Kríuhólar. 5263. Ca 112 fm 5 herb.
íb. á 3. hæð í litlu fjölb. 3-4 svefnherb.
Hús nýviðg. að utan. Verð 6,9 millj.
Einbýli
Reykjafojd . 8307. Vorum að fá í
einkasölu 114 fm nýl. timburhús á einni
hæð. Gólfefni m.a. parket og flísar. Áhv.
byggsj. ca 2,2 millj. Verð 10,3 millj.
Æskil. eignask. ó 3ja herb. íb.
Traðarland. 8303. Nýkomið í sölu
222 fm einbhús ásamt 36 fm bílsk. Nýl.
og vandaðar innr. Verð aöeins 15,0 millj.
Kambsvegur. 9295. Gott einbhús
á tveimur hæðum samt. 147 fm. Áhv. ca
5,2 millj. (húsbr.). Verð 10,9 millj.
Kleifarsel. 9291. Fallegt 233 fm hús
á tveimur hæðum m. innb. bílsk. Góð
staösetn. v. skóla. Áhv. hagst. 4,5 millj.
Verð 14,9 millj.
Fannafoid. 9294. Vandað 146 fm
einbhús á einni hæð ásamt sérb. 35 fm
bílsk. Áhv. ca 3,5 millj. Verð 14,2 millj.
Kambasel. 7300. Vorum að fá í
sölu mjög gott 190 fm endaraðhús. Innb.
bílsk. Verð 12,2 millj.
Starengi. 7288. Aöeins eftir fjögur
152 fm raðhús á einni hæð. Skilast fullb.
að utan sem innan. Verð 11.490 þús.
Mosarimi. 8237. Erum með í sölu
falleg 150 fm raðh. á einni hæð. Innb.
30 fm bílsk. Húsin afh. fokh. en fullfrág.
að utan. Sveigjanleg grkjör. Verð aðeins
7,2-7,4 millj. Ath. aðeins tvö hús eftir.
Kambasel. 2293. í sölu sérl. vönduð
2ja-3ja herb. 96 fm á jarðhæð. Sórinng.
Fallegur garður. Áhv. hagst. 3,8 millj.
Verð 7,3 millj.
írabakki. 4286. Fslleg 4rs
harb. Ib. á 2. hæð. Ahv. byggsj.
hagst. 4,1 millj. Vsrð 6,6 millj.
Hraunbær. 4190. Erum með í sölu
sórl. góða ca 95 fm íb. á 2. hæö. Suð-
ursv. Útsýni. Áhv. ca 4 millj. hagst. Verð
aðeins 6,9 millj.
3ja herb.
Hraunbær 3312. Mjög falleg 3ja
herb. íb. á jarðh. Parket. Húsið er nýl.
klætt að utan. Nýl. gler, gluggar. Áhv. 2,7
millj. Verö 5,7 millj.
Nýbýlavegur. 3246.Mjög góð 3ja
herb. íb. á 2. hæð. Parket. Áhv. 3,4 millj.
Verð 6,7 millj.
Dalatangi. 8236. tii söiu ae
fm 3ja hsrb. rsðhús á einni hæö.
‘ Verð 8,3 millj.
Njálsgata. 3310. Nýkomin i
sölu mjög góð og vel staðsstt íb.
á 1. hasð I þríb. Ath. góð sðstaða
fyrir börn. Stór lóð. Ahv.
3,7 millj. Verð 5,9 millj.
Vesturás, 9249. Nýlegt og
vandað 206 fm einb. á tveimur
haeðum ássmt 54 fm tvöf. bílskur.
5 svefnherb. Fráb. staðsetn. v. úti-
vistarsv. Elliðaárdals. Ahv. byggsj-
lán 3.5 millj. Verð 17,4 mlllj.
Sérhæðir- hæðir
Flyðrugrandi. 3292. Góð
71 fm Ib. á 2. hæð í fallegu fjölb-
húsi. Stórar avalir. Góð sameign.
Varð 6,7 mlllj.
Hæðarsel. 914. Vandað og faliegt
hús ca 260 fm með 30 fm bílsk. Á jarðh.
er sér 2ja-3ja herb. íb. Ahv. Byggsj. ca
4,2 millj.
Raðhús
Bugðutangi. 7305. Nýkomiö i
einkasölu sérl. fallegt og vel staðsett 87
fm raðhús á einni hæð. Áhv. byggsj. 1
millj. Verð 8,3 millj.
Mosarimi. 7304. Nýkomið í sölu
nýtt og fullb. ca 162 fm endaraðh. á einni
hæð. Áhv. ca 5,0 millj. (húsbr.). Verð
12,9 millj. Möguleg eignaskipti á fb.
Skeiðarvogur. 7302. Nýkomin i
sölu 164 fm raöhús. 4-5 svefnherb. Park-
et á stofum. Suðurgarður. Verð 10,9 millj.
Búland. 8290. Vandað 187 fm raöhús
ásamt 26 fm bílsk. Verð 13,8 millj.
Tómasarhagi. 7306. Ný-
komin I sölu sérl. falleg 118 fm
efri hæð. 3 ovefnherb., 2 stofur.
Gólfefni m.a. parket. Áhv. (húsbr.)
ca 3,3 millj. Verð 10,4 millj.
Hringbraut. 3221. tii söiu
nýl. 87 fm íb. rn. sérlnng. ásamt-
stæði i bílakýli. Áhv. hagst. lán 2,3
millj. Verð 6,6 mlllj.
Huldubraut 7309. Vorum að fá í
8Ölu fokh. ca 160 fm efrl sérhæð ásamt
ca 35 fm bílsk. Glæsil. útsýni. V. 7,9 m.
Barmahlíð. 7283. góö 114
fm efri hæö. Stórar stofur. Faliegur
garóur. Áhv hagst. lén ca 4,0 millj.
Verð 8.3 mlllj.
4ra-7 herb.
Dalsei. 4231. Falleg og rúmg.
4ra herb. (b. á tveimur hæðum
ásamt stæði I bílskýli Parkat og
flísar. Mikið útaýnl. Áhv. ca 3,3
millj. Verð 6,8 millj.
2ja herb.
Frostafold. 2287. Mjög vönduð og
falleg 67 fm íb. á 3. hæð ásamt stæði í
bílskýli. Áhv. byggsj. 5,1 millj. V. 7,2 m,
Eyjabakki. 2299. Nýkomin i sölu góð
59 fm (b. á 1. hæð. Nýl. eldh., parket.
Sérþvottah. í íb. Áhv. ca 3 millj. langtlán.
Verð 5,3 millj.
Valshólar. 2296. Vorum aö fá í sölu
óvenjustóra 75 fm íb. á jarðh. í litlu fjölb.
Sérþvottaherb. í íb. Verð 5,8 millj.
Hverfisgata. 2278. 54 fm íb. á 2.
hæð í góðu steinh. Parket. Góö staðsetn.
Verð aðeins 4,1 millj.
Hraunbær. 2255. Mjög falleg 2ja
herb. íb. á 2. hæð. Suöursvalir. Áhv. ca
2 millj. Verð 4,8 millj.
Gerð þessara víkingaskipa hafði
þróast smátt og smátt svo að greina
má breytingar til bóta á þeim þrem-
ur skipum sem eru til sýnis á safn-
inu í Bygdöy.
Allt bendir til þess að viðirnir í
þessi skip hafí verið sniðnir að mestu
til með öxum. Axir skipasmiða voru
af mismunandi gerðum. Axarblöðin
voru hvert með sínu lagi, sumar með
löngu og öflugu skafti en aðrar með
stuttu skafti og fór lengd skaftsins
eftir hvernig öxin var notuð, hvernig
henni var beitt. Stundum var reitt
hátt til höggs og spænir fuku þegar
egg axarblaðsins snerti tréð.
Báta og skipasmiðir náðu góðu
valdi á að beita exi og þeir urðu
einnig leiknir í að brýna axir sínar
jafnframt því að fara vel með egg
axanna því að það gat verið allmik-
il vinna að ná skarði úr egg.
Margir náðu svo góðri leikni í að
beita öxinni að þeir gátu nánast
heflað yfirborð viðarina með öxinni.
Auk hinna mismunandi axa voru
notaðir einskonar heflar. Þeir voru
þannig smíðaðir að smiðurinn dró
hefilinn eftir fletinum til sín. Þeir
notuðu litla strikhefla, tennur sem
dregnar voru eftir borðunum til þess
að.skreyta brúnir þeirra með strik-
um. Meitla og spoijárn notuðu smið-
ir einnig á þessum tíma, bora og
frumstæðar sagir. Sá háttur var
hafður að verkfæri voru smíðuð eft-
ir þörfum, kæmi smið til hugar að
endurbæta tól sín. Þannig urðu axa-
blöðin til, einnig hamrar og meitlar
af mismunandi gerð.
Skip víkinganna eru rennileg og
falleg í laginu en þau eru einnig
léttbyggð miðað við stærð og í raun
og veru sveigjanleg á öldum sjávar-
ins. Skörun borðanna er hnoðuð
saman með járnnöglum. Rifin innan
á súðinni voru ekki negld við borðin
heldur bundin við þau með böndum
úr tágum. Nú kann einhver að spyrja
sem svo hvernig var hægt að binda
rifin við borðin ? Þá er komið að því
að segja frá sjálfum borðunum í
skipsskrokknum.
Þessi borð voru breið og löng eik-
arborð. Þau voru þykkust um miðbik
skipsins en þynntust til endanna.
Eins og áður er sagt var borðviður
jafnaður með öxum og var það verk
afar vel unnið svo að borðin urðu
rennislétt. Að innanverðu máttu
þessi borð þó ekki vera alveg slétt
höggvin því að með jöfnu millibili
voru skildir eftir á innhlið dálitlir
okar eða upphleyptir kubbar sem
lágu langs eftir borðinu og voru
þeir með jöfnum millibilum á þeim
stöðum þar sem rif skyldu vera inn-
an á súðinni.
I oka þessa voru boruð tvö göt. í
EIN GERÐ af hefli
frá víkingaöld.
gegnum götin var stungið tágabandi
sem síðan var bundið utanum rifin
sem voru reyrð föst við okana. Smið-
irnir hafa þurft að búa yfir mikilli
leikni til þess að höggva til borðin
með okunum áföstum og á réttum
stöðum. Það þurfti vandvirkni og
leikni til þess að smíða fleiri hluta
skipanna en of langt mál er að telja
það allt upp. Við getum t.d. hugsað
okkur hin stóru tré í stöfnum skip-
anna sem voru bæði að framan og
að aftan. Auk þess að vera fagur-
lega bogadregin og þannig listilega
höggvin þá voru þau oft fagurlega
skreytt útskurði.
Áræði
Eg hóf þessa smiðjugrein á að
tala um að sá maður sem ætlaði sér
að byggja víkingaskip af sömu stærð
og gerð og Gokstad-skipið er þurfi
að hafa áræði og kunnáttu. Einn
fremsti sérfræðingur Norðmanna í
þekkingu á gerð víkingaskipa hefur
komið og skoðað verk það sem unn-
ið er að hér í Reykjavík. Við fengum
að sjá og heyra viðtal við hann í
sjónvarpi þar sem hann gaf verkinu
þá einkunn að þetta væri einhver
nákvæmasta og besta eftirlíking sem
hann hefur séð smíðaða.
Eg varð glaður við að heyra þetta
álit. Ég tel lítils virði að byggja ein-
hveijar hálfgerðar eftirlíkingar. Ég
hefí líka góðfúslega fengið að skoða
það sem búið er að smíða af skipinu
og líst mér vel á það sem komið er.
Ég vonast til að geta skrifað aðra
smiðjugrein um hið nýja skip og birt
þá myndir af því verki. Þessi grein
er um hin fornu víkingaskip, einkum
um Gokstad-skipið. Heimild mín er
að nokkru sótt í bók sem Almenna
bókafélagið gaf út og heitir „Víking-
arnir“. Sú bók er vönduð og fróðleg,
prýdd góðum myndum og teikning-
um, og vil ég benda þeim sem lesa
vilja um víkingatímann á að lesa
þessa bók.