Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ s.62-1200 62-1201 Skipholti 5 SÍMATÍMI LAUGARDAG KL. 12-14 2ja-3ja herb. Hverafold. 2ja herb. 67,6 fm glæsileg íb. á 1. hæð. Bilsk. fylgir. Verð 7,2 millj. Engjasel. 2ja-3ja herb. 64 fm íb. á efstu hæð í blokk. Bíla- stæði í bílahúsi fylgir. Auðbrekka. 2ja herb. mjög snotur lb. á 2. hæð. Sérinng. Hagst. lán. Verð 5,1 míllj. Óðinsgata. 2ja herb. íb. á 1. hæð og einstaklíb. í kj. í sama húsi. Húsið klætt að utan. 40 fm vinnuskúr fylgir. Mjög góð eign til að gera upp. Kaplaskjólsvegur. 2ja herb. 55,3 fm íb. á 1. hæð í blokk. Snyrtil. (b. á góðum stað. Verð 6,1 millj. Hraunbær. 3ja herb. góð íb. á 3. hæð í blokk. ib. laus fljótl. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. í mið-/vesturbæ. Verð 5,9 millj. Hjallavegur. 3ja herb. íb. á 1. hæð í góðu steinh. íb. er 2 saml. stofur, 1 svefnh., lítið eld- hús og bað. 45 fm bílsk. m. jafn- stórum kj. fylgir. Stóri draumur allra bílskúrskarla. Logafold - séríb. 3ja herb. íb. á jarðh. I tvíbýlish. Allt sér. (b. er laus. Áhvl. Bygging- asj. 4,6 millj. Verð 6,8 millj. Garðhús. 3ja herb. mjög fal- leg endaíb. á 2. hæð i lítilli blokk. Innb. bílsk. Þvherb. í íb. Áhv. byggsj. 5 millj. Skipholt. 180 fm íb. á 3. hæð í góðu steinh. (mögul. að gera 2 íb.). Tvöf. bilsk. fylgir. Sérstök eign miðsv. í borginni. Verð 11,0 millj. Hólabraut. 4ra herb. 86,9 fm íb. á 2. hæð í fimmíb. húsi. Verð 6,6 millj. Áhv. Byggsj. 2,5 millj. Kársnesbraut. 3ja herb. 72 fm ib. á efri hæð. Sérh. Sérinng. Laus. Ártúnsholt. 3ja herb. 77,3 fm endaíb. á efri hæð í lítilli blokk. Sér- inng. Ib. er nýl. ekki fullg. Hverafold. 3ja herb. 87,8 fm gull- falleg íb. á jarðhæð í lítilli blokk. Sér- lóð. Mjög vandaðar innr. Áhv. 4,7 millj. byggsj. Bæjarholt - Hf. 3ja herb. ný fullb. íb. á 1. hæð í blokk. Öll sameign fullfrág. Til afh. strax. Verð 7,6 millj. Sléttuvegur. 3ja herb. 95,2 fm mjög falleg ný íb. á 3. hæð. Góður bílskúr. ( sameign er heitur pottur o.fl. Draumafbúð eldri borgara. Kjarrhólmi. 3ja herb. snyrtil. 71,1 fm fb. á 3. hæð. Þvherb. i íb. Suðursv. Verð 6,5 millj. Laus. 4ra herb. og stærra Hvassaleiti. 4ra herb. 100,2 fm endaib. á 1. hæð f blokk. Nýl. eldhús, parket, bílskúr. Flétturimi. Stór glæsil. sérstök 4ra' herb. 104 fm íb. á 3. (efstu) hæð i nýrri blokk. íb. er fullg. og mjög vönd- uð. Þvottaherb. i íb. Áhv. húsbr. 6 millj. Bústaðahverfi. sóirík fai- leg 4ra herb. 96,5 fm íb. á efri hæð í nýl. húsi. Mjög stórar suð- ursvalir. Mjög góður ról. staður. Útsýni. Verð 9,5 millj. Hraunbær. 4ra herb. 100,8 fm ib. á 2. hæð á góðum stað í Hraunbænum. Þvherb. í íb. Suð- ursv. Getur losnað strax. Verð aðeins 6,9 millj. Flúðasel. 4ra herb. rúmg. íb. á efstu hæð (3.) í blokk. (b. er m. vönduð- um innr. og fallegum gólfefnum. Fal- leg, laus íb. Verð 7,4 millj. Sólheimar. 4ra herb. 101,4 fm íb. ofarl. í einu háhýsanna v. Sólheima. Mjög góð íb. t.d. fyrir eldra fólk. Mikið útsýni. Mjög ról. sambýli og staður. Miðborgin. lOOfmíb.áefstuhæð í steinhúsi. (b. er mjög mikiö opin. Nýl. fallegt bað og eldh. Mjög stórar svalir. Ib. t.d. fyrir listafólk. Mjög hag- 8taett verð. Laus. Vesturberg. Gullfalleg 4ra herb. íb. á efstu hæð. Nýl. í eldh. og nýl. á gólfum. Mikið útsýni. V. 6,9 m. Áhv. Byggsj. 2,5 millj. Rauðarárstígur. Giæsii. 4ra herb. 95,6 fm endaíb. á 2. haeð í nýl. hú8i. Þvherb. f íb. Faltegar Innr. Bíl- geymsla. Verð 9,3 millj. Hraunhvammur - Hf. 4ra herb. 85 fm ib. á hæð í tvíbýli. Laus. Kríuhólar. Toppíb. 4ra herb. íb. á efstu hæð í háhýsi. Laus. Yfirb. svalir. Mjög mikið og fag- urt útsýni. Verð 6,9 millj. Háaleitisbraut. 4ra herb. 100 fm íb. á 4. hæð. Góð íb. Fallegt parket. Sérhiti. Áhv. húsbr. Verð 7,5 millj. Bólstaðarhlíð. 4ra herb. 116,7 fm íb. á 1. hæð 1 fjórb. Sér hiti og inng. Stór bílskúr. Gullfalleg íb. á góðum stað. Sjávargrund. 4ra-5 herb. sérstakar íbúðir ásamt bíla- geymslum. Ef þú ert að minnka við þig er þetta áhugaverður kostur. Æsufell. 4ra herb. 111,8 fm íb. á 6. hæð í góðu lyftuh. innb. 23.3 fm bflsk. Mikið útsýni. Góð ib. Skipti mögul. Valhúsabraut - Seltj. 4ra herb. 98,2 fm íb. á 1. hæð í tvib. Nýl. eldhús. Gott baðherb. Sérhiti. Sérinng. 45 fm bílsk. Verð 8,8 millj. Raðhus - eínbýlishúá Öldugata. Virðulegt og fallegt steinhús é eftirs. stað í miöborginni. Húsið er 2 hæðir, kjallari og bílskúr samt. 317 fm. Séríb. í kjallara. Heiðarás. Einbýlishús, 2 hæðir, með innb, stórum bitskúr atls 311,6 f m. Vandað, failegt hús á flnum stað. Skipti mögul. Vilt þú raðhús í skipt- um? Endaraðhús, ein hæð, ásamt bflsk. Sérlega vel um- gengið hús á góðum stað í Breið- holti. Skipti á 3ja-4ra herb. íb. í Rvík æskileg. Ártúnsholt. Endaraðh. 183,8 fm auk 28,1 fm bílsk. Hús- ið sem er nýl. fullb. vandað og fallegt skiptist í stofu, borðstofu, sjónvhol, 5 svefnherb., bað- herb., snyrtingu m. sturtu, eld- hús og forst. Mjög ról. staður. Skipti á minni eign koma til greina. Verð 13,9 millj. Austurborgin - einb./þríb. Húseign hæð og kj. ca 300 fm. Hæðin ’ er eln íb. Mögul. að hafa tvær íb. í kj. 50 fm bílsk. Verð 14,5 millj. Vesturberg. Bnbhús, 194 fm, pallahús, samtals 6 svefnh. þar af 4 á sérgangi. Husið þarfn. stands. Stór bílskúr. Góður staður. Fossvogur. Stórglæsil. 263 fm parh. á einum besta stað í Fossvogi. Húsið, sem er tvíl., skiptist þannig: Á neðri hæð eru stofur, eldhús, 1 herb., snyrting, forstofa, stór sólskáli og bílskúr. Uppi eru 3 rúmg. svefnh., bað- herb. og sjónvstofa. Fallegt vandað hús. Frág. garður. Skipti mögul. Hraunfiöt við Alftanesveg. Nýl. gullfallegt einbhús á einni hæð. Húsið skiptist i stofur, 3 svefnherb., baðherb. o.fl. Rúmg. bflsk. nú sem 3ja herb. íb. Stór falleg lóð. Mikið útsýni. Laust. Verð 18 millj. Hafnarfjörður. Járnklætt timburhús á steyptum kj. Húsið er hæð, ris og kj. samt. 197,7 fm. Hæð og ris er 6 herb. íb. I kj. er einstaklíb. m/sérinng. Hagst. verð. Fallegt einb. í gamla bænum. Verð aðeins 8,4 millj. Grjótaþorp! Einb. timburh., hæð og ris á steinkj. samt. 166 fm. Eitt þessara fallegu gömlu húsa (byggt 1897). Laust. Arnarhraun - Hf. Einb- hús, steinh., 170,6 fm auk 27,2 fm bilsk. Húsið sem er á tveimur hæðum hefur verið talsv. end- urn. Verð 13,2 millj. Giljasel. Fallegt einbhús, 254,1 fm m. góðum bilsk. Góður staður. Verð 15,7 millj. Boðahlein f. eldri borg- ara. Raðhús, ein hæð, 2ja herb. íb. á fallegum stað við Hrafnistu í Hafnarf. Laust. Verð 7,8 millj. Sunnuflöt - v. Lækinn. hús neðan við götu. Séríb. á jarðhæð. Tvöf. bílsk. Stór, gróinn garður, stutt í hraunið. Verð 18,5 millj. smíðum Eyrarholt - Hafnarf. 4ra herb. (b. á neðri hæð ásamt bílskúr, samt. ca 140 fm. (b. selst tilb. til innrétting- ar. Fallegt útsýni. Verð 7,5 millj. Lindarsmári - Kóp. 6 herb. mjög skemmtil. hönnuð íb. á 2. hæð og í risi samt. 151 fm. íb. selst tilb. til innréttingar. Til afh. strax. Álfholt - Hafnarfj. Hæð og ris ca 142 fm. Tilb. til innróttingar. Til afh. strax. Verð 9,9 millj. Klapparstígur. 4ra herb. íbúðir tilbúnar til innréttinga til afhendingar strax. Mjög góður staður í miðborg- inni. Skúlagata. 4ra-5 herb. glæsilegar endaíbúðir í lltilll blokk tilb. til innrétt- inga. Mikið útsýni. (búðir t.d. fyrir þá sem vilja minnka við sig. Atvínnuhúsnæði Skemmuvegur - Kóp. 139,7 fm gott atvinnuhúsn. á götuhæð. Gott útipláss. Hentug stærð. Sanngjarnt verð. Kári Fanndal Guðbrandsson. Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali Axel Kristjánsson hrl. ÞAÐ ER HAGKVÆMARA AÐ KAUPA EN LEIGJA - LEITIÐ UPPLÝSINGA fp Félag Fasteignasala ITniclii' liús- félaga í IjÓNi breyttralaga Húsfélög þurfa nú að huga að nýjum lög- um um fjöleignarhús, segir Magnús I. Erl- ingsson lögfræðing- ur, og haga störfum sínum í samræmi við ákvæði þeirra. NÚ FER sá tími í hönd þar sem flest húsfélög halda aðal- fundi sína. Húsfélög þurfa nú að huga að nýjum lögum um fjöleignarhús og haga störfum sínum í samræmi við ákvæði þeirra. Nú þurfa hús- félög að fjaila um breyttar reglur lag- anna um skiptingu sameiginlegs kostnað- ar. Akvörðun hús- gjalda fyrir næsta ár á grundvelli breyttra laga er eitt af þeim málum sem taka skal fyrir á aðalfundi. Verður hér á eftir fjallað um nokkur ákvæði fjöleignar- húsalaganna er snúa að aðalfundi húsfé- lags. Húsfélagaformið er í nokkrum tilvikum frábrugðið öðrum félaga- formum. Eigendur eignar í fjö- leignarhúsi eru sjálfkrafa félagar í húsfélaginu og geta ekki gengið úr því nema með sölu eignar sinnar. Húsfélagið þarf ekki að stofna sérstaklega, það er til stað- ar í krafti eignaraðildar viðkom- andi eigenda. Boðun aðalfundar í húsfélagi skal halda aðalfund einu sinni á ári fyrir lok aprílmán- aðar. Aðalfundinn á að boða skrif- lega með sannanlegum hætti og með minnst átta og mest tuttugu daga fyrirvara. Sannanleg boðun aðalfundar getur verið með símskeyti, ábyrgð- arbréfi eða með kvittun viðkom- andi eiganda um að hann hafí móttekið fundarboð. Rétt boðun funda er mikilvægur þáttur þegar teknar eru umdeildar ákvarðanir um mikla fjárhagslega hagsmuni. í lögunum kemur fram að eig- andi geti neitað að greiða sameig- inlegan kostnað og stöðvað fram- kvæmd hafí hann ekki verið boð- aður á fund með sannanlegum hætti. Frá þessari meginreglu eru þó gerðar undantekningar. Ein þeirra er sú, að eigandi getur ekki borið fyrir sig annmarka á fundar- boðun þegar hann sækir fund óboðaður. Góð regla er því hjá húsfélögum að láta fundarmenn kvitta í fundargerðarbók húsfé- lagsins. í flestum tilvikum er þó staðið óformlega að boðun funda t.d. með því að hengja upp tilkynn- ingu um fund á áberandi stað í sameign. Slíka fundarboðun er ekki hægt að sanna með góðu móti síðar ef á hana reyndi. Atkvæðisréttur á hús- félagsfundi í fjöleignarhúsalögunum segir að eigendur séu félagsmenn og hafí þeir ásamt mökum og sam- búðarfólki rétt til fundarsetu. Maki og sambúðaraðili geta farið með atkvæðisrétt fyrir félagsmann án sérstaks umboðs. Félagsmaður getur líka veitt sérhverjum lögráða aðila skriflegt og dagsett umboð til að fara með atkvæðið sitt. Slíkt getur verið hentugt þegar hann er erlendis eða býr ekki í eign- inni. Húsfélagsfundur getur heim- ilað leigjanda að sitja fund og hefur hann þá málfrelsi á fund- inum en hvorki tillögu- né atkvæð- isrétt. í lögunum kemur fram, að félagsmanni ber að tilkynna húsfé- laginu um heimilisfang sitt, búi hann ekki á eigninni, ef hann ósk- ar eftir því að fá fundarboð í hend- ur: Húsfundur skal í byijun fundar kjósa fundarstjóra sem er að jafn- aði formaður og skal undir hans umsjá rita fundargerðarbók. í hana skal rita megin- atriði mála og ákvarð- anir sem teknar hafa verið á fundinum og geta um hvemig at- kvæði hafa fallið. Fundargerðina skal lesa upp og undirrita af fundarstjóra og a.m.k. einum félags- manni. Efni aðalfundar Skylt er að taka fyrir ákveðin mál á aðalfundi. Þar skal taka fyrir o^ ræða skýrslu stjórnar og leggja skal fyrir fundinn og ræða ársreikninga húsfélagsins. Þeir eiga að vera endurskoðaðir af endurskoðanda húsfélagsins og áritaðir af honum. Endurskoðanda ber að staðreyna og staðfesta að sameiginlegum kostnaði sé skipt í samræmi við ákvæði (jöleignarhúsalaganna. Minnihluti eiganda eða 1/4 hluti miðað við fjölda eða eignarhluta getur tekið bindandi ákvörðun um að endurskoðandi húsfélagsins skuli vera löggiltur. Kjósa skal formann, stjórnar- menn, endurskoðanda og vara- menn þeirra. Þess skal þó getið að samkvæmt lögunum þarf ekki að kjósa sérstaka stjórn þegar um er ræða fjöleignarhús þar sem eignarhlutar eru sex eða færri. Ákvæði laganna um aðalfund gilda einnig um sambandshúsfélög þar sem í eru fleiri húsfélagsdeild- ir (stigahús). Fyrir aðalfund skal leggja rekstrar- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár og á grundvelli hennar skal ákveða gjöld í hús- sjóð. Á þessu ári reynir í fyrsta sinn á breyttar reglur um skipt- ingu sameiginlegs kostnaðar. Ber nú að gera áætlun um gjöld í hús- sjóð á grundvelli breyttra reglna og áætlana um sameiginleg út- gjöld sem síðan er yfírfarin af endurskoðarída í næsta ársreikn- ingi húsfélagsins. Nú eru upptalin þau mál sem aðalfundur skal fjalla um, en þau geta einnig verið önnur samkvæmt fundarboði. í þeim tilvikum þegar allir félagsmenn mæta og sam- þykkja má taka fyrir önnur mál énda þótt ekki sé getið um þau í fundarboði. Aðalfundur húsfélagsins er vettvangur stefnumótunar fyrir næsta starfsár félagsins og á hon- um eru oft teknar mikilvægar ákvarðanir. Mikilvægt er því að vanda til boðunar hans og að sem flestir félagsmenn húsfélagsins mæti á fundinn. Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.