Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 14
14 B FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fasteigna- upplýsingar ámynd- böndum Morgunblaðið/Þorkell HILMAR Gunnarsson, höfundur Nýja fasteignamiðlarans og Franz Jezorski fasteignasali fyrir framan skjá, þar sem sjá má útlitsmynd af húseign og helstu upplýsingar um hana. Aðal nýjungin er samt sú, að væntanlegir kaupendur geta nú fengið myndbönd að láni hjá fasteignasölunni með myndum og upplýs- ingum um þær eignir, sem þar eru á söluskrá. Myndbandsspól- urnar verða endurnýjaðar mánaðarlega. Ætlunin er að talsetja þessi myndbönd, þegar fram i sækir. WÝJUNG í framsetningu á upp- lýsingum varðandi fasteigna- sölu verður tekin upp á næstunni hjá fasteignasölunni Hóli í Reykjavík en það er tölvustýrð og myndræn framsetning á öllum eignum á sölu- skránni. Kaupendur geta komið á fasteignasöluna og fengið endur- gjaldslaust lánaða heim myndbands- spólu til að skoða helstu atriði sölu- skrárinnar. Einnig geta kaupendur séð hjá sölumönnum myndir og upplýs- ingar á tölvu- eða sjónvarpsskjá. „Þetta á að spara bæði seljendum og kaupendum tíma og fyrirhöfn og gerir alla sýningu og sölumeðferð á eignum mun mark- vissari og þægilegri," segir Franz Jezorski, fasteignasali hjá Hóli Markvissara val með myndböndum „Það er einmitt hér sem þægind- in koma fyrst fram,“ segir Franz ennfremur. „Kaupendur geta fengið spóluna lánaða heim og skoðað þar eignirnar í ró og næði. Þetta er sérstaklega þægilegt ef hjónin vinna á mismunandi tímum og geta til dæmis ekki komið saman á skrif- stofuna eða skoðað eignir í samein- ingu. Síðan geta kaupendur strax valið miklu markvissar hvað þeir telja koma til greina að skoða í stað þess að aka um fyrst og skoða stað- setningar. Þannig sparar kaupandi tíma og fyrirhöfn og seljandi losnar við að sýna öðrum en þeim sem eru virki- lega liklegir kaupendur. Þetta fyrir- komulag kostar hvorki kaupanda né seljanda krónu heldur sjáum við okkar hag í því að bjóða betri þjónustu og markvissari sýn- ingu og upplýsinga- gjöf til kaupenda.“ “ Þrenns konar möguleikar Tölvufyrirtækið Hugmynd sem sér- hæfir sig í framsetningu á mynd- rænum upplýsingum hefur hannað kerfið. „Það heitir Nýi fasteigna- miðlarinn og er ný útgáfa af eldra kerfí sem hefur nokkuð verið notað við fasteignasölu hér,“ segir Hilmar Gunnarsson aðalhönnuður kerfis- ins. Nýi fasteignamiðlarinn veitir þrenns konar möguleika. Í fyrsta lagi myndræna sýningu á eignum, bæði útlitsmynd og innimyndir þar sem sölumaður getur sýnt kaup- anda það úrval úr söluskrá sem hann hefur mestan áhuga á. í öðru lagi sjálfvirka sýningu upplýsinga sem þýðir að sýna má t.d. útlits- myndir og grunnupplýsingar um hveija eign. Þriðji möguleikinn og sá sem skiptir mestu máli er sá að færa yfír á myndband þessar upplýsingar þannig að kaupendur geti fengið myndbandið lánað og skoðað það í næði heima hjá sér og þar verður jafnvel um talsettar spólur að ræða. Upplýsingamar á Nýja fasteigna- miðlaranum eru úr sölukerfi Hóls og eru þær endumýjaðar eftir því sem nýjar eignir koma í sölu og aðrar seljast þannig að þar er alltaf að fínna réttar upplýsingar um nærri 500 eignir sem Hóll hefur jafnan á söluskrá. Þarna verður einnig hægt að sjá teikningar af öllum eignum á söluskrá, sem em í smíðum. Sjón er sögu ríkari Inni hjá söluniönnunum geta kaupendur skoðað á tölvuskjá myndir af eignum á söluskrá, sam- tímis því sem þeir ræða við sölu- mennina. Það gerist með þeim hætti, að kaupandi leggur fyrir sölumenn óskir um hvernig eign hann hefur áhuga á, í hvaða hverfí og hvaða verðbi! hann er að hugsa um. í einni svipan birtist á tölvu- skjánum fýrsta eignin samkvæmt þeirri skilgreiningu, þ.e. útlitsmynd, stærð í fermetrum, hvar eignin er staðsett í húsinu, hvert verðið er og hversu margar eignir em í þess- um flokki. I næstu valmynd er síð- an hægt að fá nánari lýsingu og aðrar nauðsynlegar upplýsingar og ef ekki er áhugi fyrir því má strax skoða næstu eign. Allir starfsmenn fasteignasölunnar Hóls, alls átta geta sýnt þessar myndrænu upplýs- ingar í tölvum sínum. I biðstofu fasteignasölunnar verður enfremur komið fyrir 29 tommu sjónvarpsskjá, þar sem væntanlegir kaupendur geta skoðað þær eignir, sem eru á söluskrá, á meðan þeir bíða eftir að ræða við sölumennina. ...og Fasteignamiölarinn birtir myndir aí eignum sem henta þér! Þú getur líka fengiö iánaö myndband með myndum af eignum til söiu. HUGMYND Sparar kaupend- um tíma og fyrir- höfn, segir Franz Jezorski, fast- eignasali hjá Hóli. Lagnafréttir Snjóbræöslu- kerfi hafa sann aó ágætf Nitt Snjóbræðslukerfi eru til mikilla þæginda og mikil slysavöm, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Og rekstur þeirra kostar ekk- ert, þar sem vatnið er áður búið að hita húsin upp. FFyrir rúmum tveimur áratugum hófst nýr kafli í nýtingu á heitu vatni hérlendis. Samfelld saga snjóbræðslukerfa hófst 1973, þá hófst þetta sem hægt er að kalla „snjóbræðslu- ævintýrið" sem byggðist bæði á nýjum tækni- legum lausnum og tilkomu heppilegra plaströra. Snjóbræðslulagnir höfðu ekki verið með öllu óþekktar hérlendis fyrir þann tíma. Lík- lega var fyrsta snjóbræðslu- kerfið lagt í tröppur og gang- stíg að Menntaskólanum í Reykjavík 1952, fáum árum síðar lögn í tröppur Austur- bæjarbamaskólans og rétt fyrir Í960 lögn í tröppur og undirgöng undir Miklubraut við Lönguhlíð. Öll voru þessi kerfi úr soðnum jám- römm og skiljanlega var ending þeirra takmörk- uð, eða u.þ.b. 20 ár þegar best lét. Þá höfðu þau tærst í sundur vegna utanaðkomandi raka. Þegar gengið er um miðbæ Reykjavíkur eða um miðbæi almennt á hitaveitusvæðum, má sjá hver munurinn er á gangstétt með snjó- bræðslu eða án hennar. Ef farið er eftir Lauga- vegi, frá Hlemmi að Lækjartorgi, heyrir það til undantekninga að rekast á (eða renna á) óhitaða stétt. Olíklegt er að vegfarandi geri sér grein fyrir því að þessi slysavörn og þæg- indi kosta húseigandann ekkert í rekstri; hann hefur greitt stofnkostnað kerfísins, síðan ekki söguna meir. Vatnið sem rennur um plaströr undir hellum í gangstéttinni er vatnið sem búið er að hita upp húsið, hita upp búðina, skrifstofuna eða íbúðina. Þannig er þetta í langflestum tilfellum við Laugaveginn og víða í gömlu Reykjavík. Við heimahús Þar kosta menn oft nokkru meira til af skilj- anlegum ástæðum. Snjóbræðslukerfí eru lögð , í tröppur, gangstíga og bílaplön. Oftar en ekki er þá settur upp sjálfvirkur búnaður, sem bætir örlitlu við ef þörfin eykst. Enginn skyldi láta sér detta í hug að snjó- bræðslukerfi eigi að hafa við í öllum veðrum. Ef einhver reynir það er hann farinn að sóa heitu vatni. Sérstaklega má búast við að snjór safnist á hitað svæði í veðrum eins og dunið hafa yfir að undanfömu; sótsvartur ofanbylur og hífandi rok. En öll él ganga yfir og hvað gefur þá á að líta? Margir verða fyrir vonbrigðum þegar þeir sjá skaflana á bílaplaninu, sem snjóbræðsla var lögð í síðasta sumar. Verður maður svo að taka skófluna og moka eftir allt saman? Ekkert undanfæri. En þá kemur nokkuð í ljós. Snjórinn er ekki frosinn við hellurnar. Þar er þunnt vatnslag að sjálfsögðu því snjóbræðslukerfið er að vinna sitt verk. Þó þú verðir að moka svolítið, sem er ekki nema heilnæm hreyfíng, þá gerir SNJÓBRÆÐSLULÖGN í tröppur get- ur verið vandaverk. bræðslan sitt gagn. Muna ekki flestir eftir því þegar búið var að moka áður fyrr? Eftir sat hálkulag frosið við flötinn. Bera á salt, bera á sand, pjakka og skafa. Það er liðin tíð. Nokkur varnaðarorð Ef þú hyggur á framkvæmdir með vorinu, fara í garðinn, gangstéttamar og bílaplanið, kemur fljótlega upp spumingin; á ég að leggja snjóbræðslukerfi í bílaplanið, gangstéttina og tröppurnar? Þessu getur enginn svarað nema þú sjálfur. En það er með ólíkindum hve margir eru kall- aðir til að bjóða þjónustu sína á þessu sviði. Þar era margir „ugluspeglar“ á ferðinni. Nú er það svo að þetta er óyggjandi hluti af hitakerfí hússins. Ekki er nóg að leggja rör, það þarf varma í þau til að eitthvað bráðni. Snjóbræðslukerfið verður að tengja við hita- kerfið. Það þýðir að kerfíð á að teikna, það á að leggjast og tengjast af löggiltum píplagn- ingameistara og hann á að senda viðkomandi veitukerfí, á höfuðborgarsvæðinu Hitaveitu Reykjavíkur eða Hitaveitu Seltjarnarness, upp- ÞAÐ skiptir miklu máli á hvaða dýpt snjóbræðslurörin liggja eða hvaða bil er á milli þeirra. lýsingar um kerfíð. En oft er ekki leitað til fagmanns fyrr en „ugluspegillinn" er búinn að leggja hellumar (sem kann að vera listavel gert) og undir yfír- borðið hafa horfíð nokkrir tugir eða hundruð metra af plaströrum. En hvemig voru þau lögð? Á hvaða dýpi eru þau? Hve djúpt liggja þau? Það veit enginn. Svona dæmi koma ekki aðeins upp hjá einstaklingum við eigin hús; þetta hefur oftar en ekki komið upp hjá opin- berum aðilum. En það er ekki annað að gera en tengja upp á von og óvon. Stundum slark- ast þetta, sárlega oft kemur í ljós að hluti svæðisins hitnar ekki eða að hálkublettir eru hér og þar. Plaströrin em sumstaðar of djúpt eða of langt á milli þeirra. Nú kemur í ljós hvar lögnin er, þó ekki alveg, sumstaðar sjást engin merki að lögn sé undir. A því lagnaári, sem er framundan, þarf að laga til í „görðunum" Það á að vera liðin tíð að sjálfskipaðir spámenn vaði uppi, taki að sér verk sem krefst sérþekkingar og mikillar ná- kvæmni. Er hægt að treysta því að þessi verk séu í fullkomnu lagi ef fagmenn vinna þau? í flestum tilfellum en því miður ekki öllum. Þeir fag- lærðu þurfa líka að taka sér tak en oftast á húseigandi möguleika á að fá sinn hlut bættan þegar þeir eiga í hlut. Það verður hins vegar lítill réttur sóttur ef sjálfskipaður spámaður hefur unnið verkið, fengið það að fullu greitt og hefur ekki einu sinni skilið eftir snifsi af salemispappír til við- urkenningar á greiðslu. Hann hefur aldrei komið á staðinn, eða hvemig á að sanna það?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.