Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 B 5 gætu því komið mönnum að mjög góðum notum hér. Ástralir eru hins vegar um tuttugu árum á eftir okk- ur íslendingum í jeppaþróuninni." Sigurður segist vera búinn að finna menn sem hafi sýnt þessu áhuga og sjái markað fyrir þetta í Ástralíu og jafnvel útfluningsmögu- leika til Malasíu og annarra Asíu- ríkja. Sjálfur ekur Sigurður um á vígalegum Nissan Patrol, sem sker sig nokkuð úr í umferð Sydney, og segist vera búinn að breyta honum eins mikið og ástralskar reglur leyfa. Nær einungis er hægt að fá japanska jeppa í Ástralíu þar sem eini bandaríski framleiðandinn, sem framleiðir jeppa fyrir vinstri um- ferð, er Jeep. „Eg hef setið fundi með yfir- manni tæknideildar bifreiðaeftirlits- ins hér en þeir þora mjög lítið að gera. Raunar hefur hvert fylki fyrir sig mismunandi reglugerðir og eru þeir að reyna að samræma þær núna. Ég hef skrifað þeim bréf og lagt fram greinárgerð yfir þær breytingar, sem ég tel æskilegt að gera og byggi það að mestu á reglunum að heiman. Verður þetta allt tekið fyrir af nefnd í Can- berra, sem er að yfirfara málin." Fjarlægðin erfið Það erfiðasta við að búa þetta langt frá heimahögunum segir Sigurður vera þegar ein- hver nákom- inn veikist eða látist. „Slík tímabil eru ansi erf- ið. Manni finnst maður hafa misst af, verið of langt í burtu og ekki gert það sem maður hefði átt að gera fyrir löngu. Það getur tekið mikið á. Það er svo dýrt og langt að fara að maður stekkur ekki bara upp í flugvél og skýst heim. Ef maður byggi í Danmörku gæti maður verið kominn heim eftir tvær klukkustundir. Það er miklu meira fyrirtæki að fara heim frá Ástralíu." Aldís Tryggvadóttir og Vilhjálmur Waage Erum orðin of áströlsk SIGLINGAR báru Vilhjálm Waage til Ástralíu á áttunda áratugnum og er hann kom í heim- sókn til íslands í fyrsta skipti eft- ir margra ára dvöl erlendis kynnt- ist hann konu sinni Aldísi a Þjóð- hátíð. Þau búa nú í Sydney og starfar Vilhjálmur við leigubif- reiðpakstur en Aldís rekur lista- gallerí. Vilhjálmur flutti frá íslandi árið 1969 og var næstu árin í siglingum á norskum og síðar sænskum flutningaskipum. Sigldi hann mik- ið um Asíuhöf og ákvað á endanum að flytjast til Ástralíu. Eftir mikla fyrirhöfn til að fá alla nauðsynlega pappíra komst hann á endanum til Ástralíu. Hann var með 500 dollara í vasanum, þekkti ekki sálu í landinu og talaði varla ensku. Á skipinu hafði einungis verið töluð „sjóaraenska" sem ekki var til margs nýt annars staðar. „Mér líkaði strax mjög vel í Ástral- íu og var fyrstu dagana í Melbo- ume, þar sem ég átti kunningja- konu. Ég ákvað hins vegar að reyna fyrir mér í Sydney en tveir menn sem ég hafði hitt á bar, annar sjóari og hinn sirkusmaður frá Brisbane, höfðu lofað að hjálpa mér. Það fyrsta sem ég gerði er ég kom til Sydney var að kaupa Sydney Morning Herald og líta á smáauglýsingar yfir herbergi til leigu. Fyrsta herbergið sem ég leigði var hreinasta hörmung en ég ákvað samt sem áður að taka það þar sem leigusalinn var sænsk kona. Af einhverjum ástæðum fannst mér traustvekj- andi að eiga viðskipti við Norð- urlandabúa," segir Vilhjálm- ur. Margvísleg störf Maður konunnar benti Vilhjálmi á að fara og skrá sig atvinnulausan þannig að hann fengi bætur en það hafði hon- um ekki dottið í hug. Eftir nokkurn tíma fékk hann vinnu við ræsting- ar í fyrirtækjum, sem var ágætlega borguð. Þá vinnu missti hann hins vegar eftir að hafa deilt við yfirmann sinn ALDÍS, Vilhjálmur og Alex fyrir utan heimili sitt. um vinnubrögð. „Eftir þetta fór ég að vinna með manni sem húsa- málari en þá vinnu fékk ég með því að segjast vera þaulvanur því að mála skip. Hann borgaði mér hins vegar aldrei en bauð mér stundum í mat. Að því búnu vann ég um skeið við að saga timbur en tók loks leigubílstjórapróf og hef starfað við akstur síðan.“ Samhliða því sem hann ók leigu- bíl nam Vilhjálmur leiklist. Hittust á þjóðhátíð Um miðjan áttunda áratuginn, er Vilhjálmur hafði verið erlendis í sjö ár, ákvað hann að fara heim til Islands í heimsókn. Þetta var að sumri til og um verslunar- mannahelgina ákvað hann að halda á Þjóðhátíð í Eyjum. Þar hitti hann Áldísi, sem nýlokið hafði Verslunarskólanum, og ákveðið að vinna í fiski í Eyjum á meðan hún væri að gera upp hug sinn varð- andi framtíðina. Hún segir að ást- in hafi dregið hana til Astralíu en þó ekki strax, þar sem hún varð að bíða ár eftir öllum nauðsynleg- um skjölum. „Mér-líkaði ekki mjög vel í byrj- un, saknaði fjölskyldunnar, kunn- ingja og vina. Það bætti þó úr skák að ég fékk strax vinnu á samlokubar hjá eldri konu,“ segir Aldís. Nokkrum mánuðum síðar fékk hún vinnu hjá fyrirtæki þar sem henni gafst kostur á að læra innrömmun. „Þetta varð til þess að ég leiddist út í það að opna mitt eigið fyrirtæki og stofnaði gallerí ásamt franskri stúlku og banda- rískum strák. Hann er hins vegar ekki lengur aðili að rekstrinum. Þetta er lítið gallerí í Paddington-hverf- inu og við höfum styrkt mikið af ungum áströlskum listamönnum, sem síðar hafa margir hverjir gert það gott. Reksturinn er mjög þægilegur, við skiptumst á að vinna í viku og eig- um svo frí í viku.“ Þau segjast ekki lengur finna fyrir heimþrá, það séu helst foreldrarn- ir sem þau sakni. Þau séu hrein- lega orðin of áströlsk. „Ég kann vissulega mun betur að meta ís- lenska menningu eftir að ég fór í leiklistina, en samt...,“ segir Vil- hjálmur og Aldís bætir við að þau hafi verið of lengi í Ástralíu. „Ef við hefðum ekki farið heim í heim- sókn á sínum tíma værum við eflaust óánægðari en í dag. Kröf- urnar og viðhorfín breytast hins vegar eftir því sem maður er hér lengur. Það mætti kannski orða það svo að íslandsheimsóknin hafí læknað okkur af heimþránni. Hér eigum við núna mjög góða og nána vini, yfírleitt eru þó vinir okkar ekki Ástralir heldur útlend- ingar,“ segir Aldís. Sonurinn les og skrifar íslensku Hún segir að þrátt fyrir það haldi þau mjög góðu sambandi við ísland og skrifi og hringi þangað reglulega. Sonur þeirra, Alex, sem er sextán ára gamall, les einnig og skrifar ágæta íslensku jió syo að hann hafi aldrei búið á Islandi. „Við ræðum það stundum okkar á milli að fara heim í sex mánuði en þá ekki sem ferðamenn. Það má vel vera að við gerum alvöru úr því. Það væri líka ágætt fyrir Alex að kynnast íslensku fólki og menningu,“ segir Aldís að lokum. komum saman 65 ættingjar og það var mikið borðað. í fyrra skiptið sem ég fór heim var ég í þijár vikur en nú síðast í tvær vikur. Ég var ekki alveg viss við hveiju ég ætti að búast, þegar ég kom fyrst aftur til íslands. Islendingar hér eru mjög vinalegir og opnir og það er auðvelt að eiga samskipti við þá. Fólkið sem ég hitti á íslandi var einn- ig mjög vinalegt og vildi allt fyrir mann gera. Ég held ég geti jafnvel sagt að stundum sakni ég Islands vegna fólksins. Þá hafði ég mjög gaman af öllum snjónum, en mér fínnst skemmtilegt að fara á skíði. Veðrið var hins vegar slæmt mestall- an tímann sem á heimsóknunum stóð og gátum við því lítið séð af landinu. Tíminn fór því aðallega í fjölskyldu- heimsóknir. Það var auðveldara að koma aftur í annað skiptið en næst myndi ég vilja sækja ísland heim að sumarlagi. “ Fjölskylda hans er mjög dreifð um heiminn. Auk hálfsysturinnar á Flórída á hann tvær hálfsystur er búa í New York og Noregi auk einn- ar alsystur í Ástralíu. Sambandið er hins vegar ekki alltaf mikið og seg- ist hann aldrei hafa hitt hálfsystur sína í Noregi. Eiginkona Magnúsar er áströlsk og hefur hún töluverðan áhuga á íslenskum uppruna eigin- mannsins. Þau eiga einn son og verð- ur hann fjögurra ára nú í maí. Magn- ús starfar í byggingariðnaði og rekur fyrirtækið Magnus Constructions, sem hann stofnaði fyrir tveimur árum. Starfsemi fyrirtækisins er að- allega í Sydney og nágrenni, fyrst og fremst við byggingu íbúðarhúsa en einnig skrifstofubygginga. Hann bjó einnig í borginni Cairns í Queensland um skeið og í Vestur- Ástralíu. Aðalástæða þess að hann flutti til Sydney var að lífskjör þar eru betri en annars staðar í Ástralíu. Deyfð í íslendingafélaginu Eins og áður sagði tók Magnús við formennskunni í Islendingafélag- inu í lok síðasta árs. „Frá því að ég tók við félaginu hef ég reynt að vera í eins miklu sambandi við aðra íslend- inga og ég get. Við vorum farin að óttast að félagið myndi lognast út af en það hefði verið mjög leiðin- legt,. Fólk trassar að borga félags- gjöldin, en við erum að reyna að breyta því með nýjum áherslum og áhugaverðri starfsemi til að kveikja áhuga fólks á ný. Við höldum ávallt upp á 17. júní og 1. desember en það sem við höfum einnig mikinn áhuga á að gera er að koma á þorra- blóti með þorramat frá íslandi. V and- inn er sá að það er mjög erfitt að flytja inn matvæli til Ástralíu. Ég kom með harðfisk og brennivín frá Islandi núna síðast en aftur á móti tók einhver töskuna með hákarlinum í misgripum. Þegar henni var skilað þá tókst tollinum að opna talnalásinn og gerði hákarlinn upptækan. Við vonumst til að fá harðfisk fyrir 17. júní en hundasveitir tollvarðanna, sem leita að ólöglegum matvælum, gera okkur erfitt fyrir varðandi ann- að. Stjórnin ætlar einnig að halda áfram að gefa út fréttabréf og halda uppi einhverri annarri starfsemi. Það er aftur á móti erfítt að halda fundi í félaginu, þar sem vegalengdir milli fólks eru miklar. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib feest á Kastrupflugvclli og Rábhústorginu ftttrgimMafrifc -kjarni málsins! Listasmiðjan, /Hgisgötu 7. fyrir 6-9 ára börn hefst 6. júní. Upplvsingar og skráning í síma 562 6460 kl. 11-14. Tónlist - myndlist - leikur byggingalist til vegsa ny... MEGA bándaga átt ryögar ekM né tarist. test í Qöbnörgum Itum, ainnlg óHtað. M>ög gott verð. Nú býöur RflEGA upp á ái vaisað hér á laml, ^getura þviafgretn pantanir með mjög stuttum r tyrtrvara skortð í róttar stmrtlir. Lí ^trAN '* PLANNJA- ALCAN '* KORRUGAL iwm Hátún 6a 105 ReykJavfK P.O.Box 1026 121 Reykjavfk Slml 561 0606 Fax 561 Reykjavlk 21 Reykjavfk ^ :ax 561 0600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.