Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ AUGLYSINGAR Blaðberakerrur Nú er tími vorhreingerninga. Ef ónotaðar blaðberakerrur frá Morgunblað- inu finnast í geymslum eða á víðavangi, vinsamlega hafið samband við áskriftadeild Morgunblaðsins í síma 691122. Samstarf! Bíla- og vagnaþjónustan hf., í Hafnarfirði, óskar eftir samstarfi við fyrirtæki í hliðstæð- um rekstri. Okkar rekstur felst í viðgerðum á tengivögnum, stærri bifreiðum og ýmsum vélaviðgerðum. Fjárhags- og verkefnastaða er góð. Hjá fyrirtækinu starfa 6 manns. Til- gangur samstarfs yrði t.d. samnýting á mannskap og föstum kostnaði. Áhugasamir vinsamlega leggið inn nafn, nafn fyrirtækis, símanúmer og tegund reksturs, til afgreiðslu Mbl. merkt: „S-5754“ fyrir 6. júní 1995. Húseigendur - húsfélög Þarf að gera við í sumar? Vantar faglegan verktaka? í viðgerðardeild Samtaka iðnaðarins eru að- eins viðurkennd og sérhæfð fyrirtæki með mikla reynslu. Leitið upplýsinga í síma 16010 (511-5555 eftir 3. júnó og fáið sendan lista yfir trausta viðgerðarverktaka. SAMTÖK IÐNAÐARINS Veitingareksturtil leigu Óskum eftir umsóknum í rekstur veitingasölu á einu óvenjulegasta og vinsælasta veitinga- húsi borgarinnar, Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- pm, frá miðjum ágústmánuði 1995. Flest nauð- synleg tæki til staðar. Mjög spennandi verk- efni fyrir rétta aðila og kann að henta öðru veitingahúsi samhliða eigin rekstri. Umsókn með upplýsingum um nafn fyrirtæk- is eða einstaklings, kennitölu og fyrri störf, sendist til afgreiðslu Mbl., Kringlunni 1, 103 Reykjavíkfyrir 7. júní merkt: „Góður matur". Rafiðnaðarsamband íslands Sumaropnunartími Frá 1. júní til 8. september verða skrifstofur rafiðnaðarmanna opnar sem hér segir: Mánudaga-fimmtudaga kl. 8.00-12.00/13.00-16.00. Föstudaga kl. 8.00-12.00/13.00-15.00. Samstarfsaðili óskast Nokkur sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu ásamt Verkalýðsfélagi Austur-Húnvetninga óska eftir áhugasömum aðilum til að hefja rekstur fiskverkunar í nýju 500 fm fiskverkun- arhúsi á Blönduósi á komandi hausti. Þá getum við einnig boðið upp á 800 fm iðnaðarhúsnæði sem tilbúið er til notkunar strax. Allar nánari upplýsingar veita eftirtaldir til 1. júní nk. Valdimar Guðmannsson, símar 95-24331 og 95-24932, Pétur Arnar Pétursson, sími 95-24200, Björn Magnússon, sími 95-24473. Atvinnuátaksnefnd. Aðstaða til bleikjueldis Óska eftir jörð eða jarðarparti til kaups eða leigu undir bleikjueldi. Sjálfrennandi vatn skilyrði og möguleiki á jarðhita æskilegt. Fiskeldisstöð kæmi einnig til greina. Svör sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 8. júní merkt: „150 km frá Reykjavík - 15057“. Fiskvinnslufyrirtæki Sérhæft fiskvinnslufyrirtæki vantar nýtt hlutafé, allt að kr. 2 milljónir strax. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. merkt: „F - 11667“. Línuskipið Albert Ólafsson HF 39, sem er 200 rúmlesta byggt í Noregi 1964, að miklum hluta endurnýjaður 1988 til 1992. Aðalvél 900 ha Caterpillar 1988. Skipið er m.a. út- búið með beitningavél. Skipið selst með afla- hlutdeild. Fiskiskip - skipasala, Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, sími 91-22475. Skarphéðinn Bjarnason, sölustj., Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Magnús Helgi Árnason, hdl. íbúö búin húsgögnum 4ra herb. íbúð búin húsgögnum á svæði 108 til leigu strax til lengri eða skemmri tíma. Leigist ekki án húsgagna. Upplýsingar í síma 568-4919. Til sölu perur íljósabekki Til sölu 100 w perur notaðar ca 50% af uppgefnum endingatíma. Upplýsingar í síma 5650760 eft- ir kl. 13.00 alla daga. Grensásvegi8 Samkoma og sunnudagaskóli kl. 11. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. SSmhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Mikill og fjölbreyttur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Stefán Baldvins- son. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Miðvikudagur: Viðtöl ráðgjafa kl. 10-16. Fimmtudagur: Tjáning kl. 19. Bænastund kl. 20.15. Laugardagur: Opið hús kl. 14-17. Hvitasunnudagur: Hátíðarsam- koma kl. 16.00. Samhjálp. VEGURINN y Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma og barnastarf kl. 11.00. Ræðumaður Jeffrey Whalen. Samkoma kl. 20.00, ræðumaður Eiður H. Einarsson. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Fjölbreyttar hvítasunnu- ferðir 2.-5. maí Brottför föstudag kl. 20: 1. Snæfellsnes - Snæfellsjök- ull. Göngu- og skoðunarferðir um tilkomumikið landsvæði und- ir jökli. Gist að Görðum. 2. Öræfajökull - Skaftafell. Undirbúningsfundur með þátt- takendum verður miðvikudags- kvöldið 31. maí kl. 19.30 í stóra salnum, Mörkinni. Fá sæti laus. 3. Öræfi - Skaftafell. Göngu- ferðir um þjóðgarðinn. Gist að Hofi. 4. Aðalvík, göngu- og ski'ða- ferð. Ferð með Feröafélagi is- firðinga. Gist að Látrum. Brottför laugardag kl. 8: 1. Þórsmörk - Langidalur. Þessi ferð veröur sérstaklega sniðin fyrir fjölskyldufólk með úti- veru, gönguferðum og leikjum. 2. Fimmvörðuháls - Þórs- mörk. Gengið yfir hálsinn á laug- ardeginum (7-8 klst. ganga). Gist í Skagfjörðsskála. 3. Tindfjöll. Pantlð timanlega. Árbók Ferðafélagsins 1995 (Hekluslóðir) er komin út. Hún fjallar um eldfjallið Heklu og ná- grenni þess. Höfundur er Ámi Hjartarson, jarðfræðingur. Þig getið eignast þessa skemmti- legu og glæsilegu bók fyir ár- gjaldið 3.200 kr., 500 kr. auka- gjald fyrir innbundna bók. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Ferðafélag (slands. Kristið samfélag Samkoma í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í dag kl. 16.30. Mike Fitzgerald, út- varpsstjóri á Lindinni, talar. Allir velkomnir. Fyrirlestur verður haldinn af Önnu Cörlu, miðli, miðvikudaginn 31. maí kl. 20.30 í húsi Pýramid- ans, Dugguvogi 2. Fyrirlestrarefni: Hvað er miöill? Hver er ábyrgð miðla? Geta allir orðið miðlar? Hvað er tengdur miðill? Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl 19.30. Pýramfdinn, Dugguvogi 2, símar 88 1415 og 88 2526. ÁuMm’klta 2. Kópavogur Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Samkoma í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20. Ragnar Gunnarsson prédikar. Mikil lofgjörð og fyrir- bænir verða í lok samkomu. Allir velkomnir. „Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það". (Lúk. 19:10). Hvítasunnukirkjan , Ffladelfía Brauðsþrotning kl. 11.00. Ræöumaöur Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Friðrik Schram. Barnasamkoma og barnagæsla á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Myndakvöld Kynning á feröum Ferðafélags- ins þriðjudaginn 30. mai í stóra salnum Mörkinni 6. Þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30 verður kynning í máli og myndum á feröum sumarsins hjá Ferðafé- laginu s.s. Hornstrandarferð (nr. 4) ferðinni um Eyöibyggðir á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda (nr. 15), Kjalarferðum og fleiri ferðum. Eftir hlé verður sagt frá fyrri feröum F.(. til Græn- lands. Komið og kynnið ykkur til- högun lengri feröa sumarsins hjá Ferðafélaginu. Veitingar í hléi. Aðgangur i hléi. Aögangur kr. 500. Allir velkomn- ir, félagar og aörir. Ferðafélag (slands. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. # m Hjálpræóis- herinn 'Sy.ryYy) Kirkjustræti 2 Fjölskyldusamkoma kl. 11. Ester og Áslaug stjórna og tala. Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 16. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Elsabet Daníelsdóttir talar. Allir velkomnir. Hallveigarstlg 1 • sími 614330 Dagsferð sunnud. 28. maí Kl. 10.30 Gengið á Festarfjall. Þriðjud. 30. maí Kl. 20.00: Unglingadelld Stofnfundur að Hallveigarstíg 1. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá krakka sem hafa áhuga á Útivist og ævintýrum. Allir unglingar á aldrinum 13-17 ára velkomnir. Dagsferð mánud. 5. júní Kl. 10.30: Frá Gjábakka að Þing- völlum. Valin leið úr Þingv.göngunni 1993. Brottför frá BSl, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í Textavarpi bls. 616. Ferðir um hvítasunnuna 2.-5. júnf: Öræfajökull - Hvannadalshnúkur. Gengið á hæsta tind landsins. 2, -5. júní: Skaftafell - Öræfa- sveit. Fjölbreyttar gönguferðir um þjóðgarðinn og nágrennið. 3. -5. júní: Breiðafjarðareyjar - Flatey. Gist í Flatey, farið þaðan í eyjasiglingu og fuglaskoðun. Gengið um eyjuna. Uppl. og miðasala á skrifstofu Útivistar. Útivist. Aðalstöðvar KFUMog KFUK Holtavegi 28 Samkoman í dag fellur niður. Munið guðsþjónustu 'og kaffi- sölu í Vindáshlíð ídag kl 14.30. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Sunnudagur 28. maí Göngudagur Ferðafélagsins kl. 10.30 og 14.00 1. Kl. 14.00 fjölskylduganga: Heiðmörk-Silungapollur. Létt ganga fyrir unga sem aldna, l, 5-2,0 klst. Gengiö meðfram hraunjaðri nyrst f Heiðmörkinni að Silungapolli. Fjölbreytt nátt- úrufar, skógivaxnir hraunbollar og lautir, vatn og fuglalff. Athugið breyttan brottfarar- tíma þ.e. kl. 14.00. Brottför er með rútu frá BSl, austanmegin og Ferðafélagshúsinu að Mörk- inni 6 (austast við Suðurlands- brautina). Kynningarverð: 300 kr., frftt f. börn 15 ára og yngri m. fullorönum. Þátttakendur geta einnig komið á eigin farartækjum að Heið- merkurhliði, nærri Silungapolli, (ekið af Suöurlandsvegi eftir að komið er yfir Hólmsárbrú nærri Silungapolli). 2. Kl. 10.30 Sandfell-Silunga- pollur Gengið af Bláfjallavegi um Sand- fell og Selfjall að Silungapolli. Kynningarverð: 500 kr. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörk- inni 6. í lok gönguferðanna sam- einast hóparnir við léttar veiting- ar, söng og gitarspil við Silunga- poll. Ferðafélaglð hvetur alla tll að vera með og kynnast hollri og skemmtitegri útiveru um svæði sem kemur á óvart. Allir fá merki þessa 17. göngudags F.f. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.