Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 B 17 TÆKNIVÆÐING er lítil í landbúnaði. SJÖTÍU prósent vinnuafls starfa við landbúnað. RÚMUR helmingur þeirra 70 miHjóna manna sem byggja landið er fæddur eftir að stríðinu lauk. VALDHAFAR vilja með öllum ráðum sljórna þeim öflum sem þeir sjálfir hafa leyst úr læðingi og það er kappsmál þeirra að hindra að fjármagn- ið safnist fyrir í suðurhluta Iandsins líkt og forðum. Götu- mynd frá Hanoi. HORFT til framtíðar. landið er ríkt af náttúruauðlindum svo sem olíu. Andstæður Ekki þarf að dvelja lengi í þessu landi til að koma auga á hinar stór- kostlegu andstæður og þversagnir sem þar ríkja. í Hanoi, höfuðborg reiðhjólsins, þar sem fyrir örfáum árum runnu eftir götum borgarinn- ar aðeins reiðhjól og gripavagnar, hafa einkabílar, evrópskir jafnt sem japanskir, bæst í hópinn að ekki sé minnst á „Drauminn" eða Honda Dream skellinöðruna sem alla víetnamska unglinga dreymir um að komast yfir. Þar sem meðal- laun landsmanna eru aðeins um 20 bandaríkjadollarar er hætt við að þessi draumur verði aðeins að veruleika í lífi fárra útvalinna. Undir áróðursspjöldum stjómvalda þar sem hinn almenni borgari er áminntur um hinn eilífa sósíalisma og sigra hans í nútíð jafnt sem framtíð sveimar hin nýja kynslóð kapítalista. Götusalar, sem í flest- um tilfellum eru munaðarlaus böm, bjóða allskyns varning til sölu allt frá venjulegum póstkort- um og sígarettum til Zippo-kveikj- ara merkta bandarískum hermönn- um eða hálskeðju þeirra sömu með einkennisnúmeri. Vatnsmálin A ferð minni um Víetnam gafst mér kostur á að sjá ýmislegt sem yfirleitt stendur hinum venjulega ferðamanni ekki til boða því ástæð- an fyrir dvöl minni var sú að festa á fílmu þær framkvæmdir sem Frakkar standa fyrir í þróunarað- stoð sinni við Víetnam. Meðal ann- ars var mér falið að Ijósmynda vatnsnotkun í landinu og það ástand sem ríkir í þeim málum. Er óhætt að segja að víða sé pott- ur brotinn og þó að landið sé á floti í vatni er sár skortur á öllu hreinu neysluvatni. Víðast hvar í borgum er ekki rennandi vatn í húsum og sækir fólk sér vatn út á götu þar sem brunnar og kranar eru fyrir almenning. Hanoi er borg sem vaknar snemma til lífsins og það er ógleymanlegt að verða vitni að morgunþvottum og tannburst- unum borgarbúa á gangstéttinni árla dags. í sveitum er ástandið hrikalegt. Allt neysluvatn kemur úr brunnum sem eru auðveld smit- leið fyrir hættulega sjúkdóma sem herja á þennan heimshluta. Gríð- arleg vinna liggur í fræðslu til al- mennings og svo byggingu vatns- hreinsistöðva og pípulagna. Ekki er til fjármagn í landinu svo það fellur í hlut erlendra aðila að byggja þessa grein upp. Fólkið í landinu Ef mið er tekið af sögu landsins er auðvelt að álykta sem svo að fólkið í landinu sé búið að fá meira en nóg af útlendingum og því sem auðveldlega mætti túlka sem ásælni. En það er langt frá því að vera raunin. Víetnamar eru ein- staklega hlýtt fólk í viðkynningu og taka yfirleitt útlendingum opn- um örmum. Hið fræga bros þeirra sér um að bijóta ísinn, ef einhver er, og allir eru reiðubúnir að veita aðstoð og leiðbeina. Ekki varð ég var við andúð í garð Bandaríkja- manna eða Frakka, gömlu ný- lenduherranna, en hinsvegar virð- ast Rússar ekki vinsælir þar. Kóbra í kvöldmat Víetnömsk matreiðsla er mjög áhugaverð en lélegt hreinlæti stendur henni nokkuð fyrir þrifum. Á götum úti má finna litla veitinga- staði sem standa undir nafni og eru léttir fyrir pyngjuna. Það má auðveldlega fá heila máltíð fyrir 150-200 krónur. Oft getur matseð- illinn verið okkur Evrópumönnum nokkuð framandi, sem var raunin á veitingastað einum sem mér hafði verið boðið á. Þar sérhæfðu menn sig í slönguréttum ýmiss konar sem að sögn innlendra hafa sérstaklega góð og uppbyggjandi áhrif á heilsu og þrek ... karl- manna. Yfir lystauka voru okkur sýndar nokkrar slöngur og var það okkar að velja þær er við töldum hugnanlegar til áts. Er þessu vali var lokið tók við slátrunin en hún fór fram á gólfinu fyrir framan okkur. Þar var hjartað skorið úr, sett til hliðar á disk, gallblaðran tæmd og innihaldi hennar blandað við hrísgijónabrennivín. Að þessu loknu var okkur boðið til eldhúss til að sjá matreiðsluna sem virtist sáraeinföld en útkoman að sama skapi gómsæt, er við komumst að síðar. Ekki voru önnur áhöld í því eldhúsi en steikingarpanna yfir gaskút og hnífur og skurðbretti. Er við snerum aftur til borðs beið okkar þar tilbúinn forréttur og eitt hjarta á mann! Slönguhjarta hefur þá náttúru að geta slegið allt að klukkutíma eftir að það hefur ver- ið skorið úr og komu því nokkrar vöflur á suma okkar, en að lokum létu menn sig hafa það ög var þessu rennt niður með hrísgijóna- brennivíni ... gallblönduðu. Eftir þennan inngang tók við tólf rétta veisla þar sem hver rétturinn var öðrum betri. Evrópa er úthverfi heimsins En þó að landið geti við fyrstu sýn virkað heillandi fyrir erlenda aðila og athafnamenn er ekkert gefið á þessum slóðum. Mikillar undirbúningsvinnu er þörf og þarf kannski 2-3 ár þar til einhver árangur fer að sjást. Stífni emb- ættismanna og vöntun á öllum nútímaframleiðslutækjum seinkar öllum áætlunum bjartsýnna kaup- sýslumanna. Kommúnistaflokkur- inn vill með öllum ráðum stjóma þeim öflum sem hann sjálfur hefur leyst úr læðingi. „Margir koma hingað í von um skjótfenginn gróða,“ segir mér starfsmaður franska sendiráðsins í Hanoi og heldur áfram: „Ég hef séð Vestur- landabúa með bakpokann einan sem farteski koma hingað með Klondike-bjarma í augum og telja að hér sé allt mögulegt. En raun- veruleikinn er annar. Það þarf um 18 mánuði til þess að hleypa af stokkunum samstarfsfyrirtæki með heimamönnum, og allt stofn- anakerfi er þungt í vöfum. Það má ekki gleyma því að öll stjórn- sýsla er byggð upp á kommúníska vísu þó að létt hafí verið af höml- um.“ Halúi þróun mála áfram með sama hraða til aldamóta er ljóst að landið mun taka róttækum breytingum þó að þær verði kannski ekki með sama hætti og Evrópubúar sjá fyrir, eða eins og einum Evrópubúa varð að orði: „Séð héðan frá Asíu er Evrópa aðeins úthverfi heimsins." Gróskan er mikil en á síðasta ári var 9% hagvöxtur, samanborið við Kína með 13% hagvöxt. Nú hefur þetta land sem í þijátíu ár samfleytt var vettvangur stríðshörmunga alla burði til að rétta úr bakinu og verða virkur þátttakandi í ævintýr- inu sem á sér stað í Asíu nú. Höfundur er Ijósmyndari að atvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.