Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995
MORGUNBLAÐIÐ
SUMARMYNDIR eru alveg
sérstakt fyrirbæri í Holly-
wood. Þær eru hjartað og
sálin í draumaverksmiðjunni
einfaldlega af því að á sumr-
in ræðst hver verður hagnaður stóru
kvikmyndaveranna á árinu. Þess
vegna er ekkert til sparað við gerð
og kynningu sumarmyndanna.
Stundum fer framleiðslan úr bönd-
unum eins og Vatnsveröld Kevins
Costners er gott dæmi um en kostn-
aðurinn við hana er orðinn slíkur
að vafasamt er að nokkur græði á
henni. Stundum slá myndir í gegn
sem engan óraði fyrir að vektu
minnstu athygli eins og Forrest
Gump í fyrra. Og stundum gengur
dæmið fullkomlega upp frá bytjun
eins og Júragarðurinn sumarið þar
á undan.
Hollywood skartar öllu sem það
á yfir sumartímann og þátttakend-
umir í sumarkapphlaupinu í ár eru
margir hveijir gamlir kunningar
eins og Batman og Bruce Willis í
þriðju „Die Hard“-myndinni. Einnig
Michael Crichton (skrifaði Kongó),
Steven Spielberg (framleiðandi
Caspers) og aðrir eins og Tom
Hanks í Apolló 13. og Sylvester
Stallone í Dómaranum Dredd. Dis-
neyteiknimyndinni „Pocahontas" er
spáð mestri velgengni vestra í ár
enda Konungur ljónanna vinsælasta
sumarmyndin í fyrra og Disney-
teiknaramir þeir bestu í heiminum
en „Pocahontas" kemur ekki fyrr
en um jólin í Sambíóin og verður
þá með íslensku tali.
Hér verður farið yfir helstu sum-
armyndimar sem hér verða sýndar
í ár og talið er að komi helst til
með að taka þátt í metsölukapp-
hlaupinu, í hvaða kvikmyndahúsum
þær verða frumsýndar og hvenær
áætlað er að sýna þær, en tímasetn-
ingar gætu tekið breytingum í ein-
hveijum tilfellum. Munu kvik-
hinum framúrskarandi skemmti-
lega hasar fyrstu myndarinnar.
Skreytingin á tertunni er svo Samu-
el L. Jackson í hlutverki félaga
Willis. Myndin hefur alla burði til
að raða sér í einhver af toppsætun-
um í sumar. Willis þykir vinna fyr-
ir 15 milljón dollara launagreiðslu.
Metsöluhöfundurinn Michael
Crichton skrifaði sjálfur handrit
spennumyndarinnar Kongó (Há-
skólabíó, mánaðamót júní/júlí) eftir
eigin skáldsögu og hafði sér til lið-
sinnis John Patrick Shaney. Leik-
stjórinn Frank Marshall tókst loks
að koma myndinni heim og saman
en langt er síðan drög voru gerð
að því að filma bókina, sem er ein
af eldri sögum höfundarins. Hún
segir af því þegar hópur vísinda-
manna heldur inn í svörtustu Afríku
í leit að týndu borginni Zinj og finn-
ur þar hestburði af demöntum og
nokkuð sérlundaðar górillur. Engir
stórleikarar fara með aðalhlutverk,
Dylan Walsh, Laura Linney og
Ernie Hudson, enda eiga górillu-
gerfín og tæknibrellurnar að halda
athygli áhorfandans. Ljóst er að á
meðan Crichton er filmaður flykkj-
ast áhorfendur í bíóin.
Batman að eilífu eða „Batman
Forever" (Sambíóin, 21. júlí) er ein
af þeim myndum sem menn telja
að fái hvað mesta aðsókn í sumar
á eftir teiknimyndinni „Pocahont-
as“. Leðurblökumaðurinn hefur
fengið andlitslyftingu með nýjum
leikstjóra, Joel Schumacher (Tim
Burton er skráður framleiðandi),
og vinsælasti gamanleikari dagsins,
Jim Carrey, fer með annað óþokka-
hlutverkið. Tommy Lee Jones er
hinn óþokkinn og Val Kilmer er nýi
Leðurblökumaðurinn eftir að Mich-
ael Keaton setti fram óheyrilegar
launakröfur. Nicole Kidman er
„konan" í myndinni og gamall vinur
og hjálparkokkur, Robin, er leikinn
Ástarsaga aldarinnar?; Eastwood og Streep í
Brúnum í Madisonsýslu.
FRANSKUR koss; Ryan og Kline í „French Kiss“.
höfundinn William Gibson og leik-
stjóri er Robert Longo en mótleik-
ari Reeves er Ice-T. Ef Reeves held-
ur sig á 80 kílómetra hraða á
klukkustund gæti þessi orðið a.m.k.
jafnvinsæl og tölvuleikurinn.
Kalda stríðinu er ekki alveg lokið
í Hollywood ef marka má spenn-
utryllinn „Crimson Tide“ (Sambíó-
in, 1. september). Yfirmenn banda-
rísks kjarnorkukafbáts fá óskýrar
skipanir um að fíra kjarnorku-
sprengju úr undirdjúpunum því
heimur er á heljarþröm og Denzel
Washington og Gene Hackman ríf-
ast eins' og hundur og köttur um
hvað gera eigi í málinu. Framleið-
endur eru þeir Don Simpson og
Jerry Bruckheimer og leikstjórinn
Tony Scott svo allt getur gerst.
Sýnishornið lofar góðu og hvenær
hefur Hackman brugðist bogalistin?
Myndin byijaði vel í miðasölunni
og tók inn meira en 18 milljónir
dollar fyrstu sýningarhelgina.
Eftir 500 ár umlykur sjór jaðar-
kringluna vegna hlýnandi loftslags
og Kevin Costner, Jeanne Tripple-
hom og Tína Majorino halda í leit
að föstu landi en leiðin þangað er
tattóveruð á Tínu. Þetta er sagan
í Vatnsveröld eða „Waterworld"
(Háskólabíó, 15. september) ein-
hverri umtöluðustu stórmynd síð-
ustu ára. Kostnaðurinn við hana er
orðinn um 195 milljónir dollara ef
eitthvað er að marka fréttir að vest-
an, handritið var síbreytilegt, eng-
inn réði við kostnaðinn, tímaplön
reyndust ágæt í brandaragerð, eng-
inn vildi leika óþokkann þar til
Dennis Hopper bjargaði málunum
og þótt það sé lítilfjörlegt miðað
við allt annað, fannst Costner hann
ekki nógu hárprúður í myndinni
þegar tekið var til við klippinguna
og bað um fleiri tökur og tölvu-
vinnslu til að bæta úr hárleysinu.
Vinur hans, Kevin Reynolds (hann
Stóru sumarmyndirnarfrá Hollywood
taka sér brátt bólfestu í kvikmyndahús-
unum í Reykjavík. Arnaldur Indriða-
son skoðar hvaða myndir verða í boði,
hvar myndirnar verða sýndar, hvenær
þær koma í bíóin og hverjar þykja lík-
legar til að keppa um toppsætin á
metsölulistunum.
af Chris O’Donnell. Burton var
gagnrýndur fyrir að draga upp full
dökka og fráhrindandi mynd af
hasarblaðahetjunni svo hlutverk
Schumachers er að búa til mynd
sem allir geta verið sáttir við. Ef
honum tekst það verður Batman
að eilífu sigurvegari sumarsins. Og
ekki vanmeta Carrey-þáttinn. Mað-
urinn er gangandi gullnáma.
Keanu Reeves varð einn eftirsótt-
asti spennumyndaleikari drauma-
verksmiðjunnar þegar hann lék í
Leifturhraða eða „Speed“ í fyrra-
sumar. Þá var tímasprengja um
borð í strætó, nú er hún í hausnum
á honum. Sumarmyndin með hon-
um í ár heitir „Johnny Mnemonic"
(Laugarásbíó, ágúst) og gerist á
21. öldinni. Reeves er hátæknilegur.
sendiboði sem kemst að því að
tölvukubburinn sem settur hefur*
verið í heilann á honum geymir
ómetanleg gögn og hann hefur að-
eins sólarhring til að koma þeim á
réttan stað áður en kubburinn
springur. Sagan er eftir cyberpönk
EILÍFUR
Val
Kilmer
sem
Batman.
leikstýrði síðast fyrirbærinu „Rapa
Nui“ sem fékk lakari dreifingu en
Heima er best), missti sumsé tökin
á tilverunni og nú síðast hætti hann
sem leikstjóri. Þeir sem gerst þekkja
spá þó myndinni, sem kölluð hefur
verið „Kevin’s Gate“ og „Fishtar"
eftir misheppnuðustu stórmyndum
síðustu ára, vinsældum eftir allt.
Það er annað hvort að sökkva eða
synda fyrir Costner sem ekki hefur
riðið feitum hesti frá miðasölunni
undanfarin ár eða sá einhver „Wy-
att Earp“?
Á meðan hefur önnur súper-
stjama, Sly.Stallone, tryggt sig svo
í sessi að hann getur hafnað 18
milljón dollurum á mynd ef honum
sýnist. Nýjasta Stallonemyndin er
„Judge Dredd“ (Laugarásbíó, sept-
ember), sem einnig gerist í framtíð-
inni í nk. fasistaríki þar sem sami
maður, í þessu tilviki Sly, er lögga,
dómari og böðull á vegum hins
opinbera. Reynt er að klína á hann
morði og hann svarar fyrir sig með
föstum liðum eins og venjulega.
Dredd er bresk hasarblaðahetja,
Bretinn Danny Cannon leikstýrir
og myndin var tekin í Bretlandi og
það er spurning hvaða áhrif Tjallinn
hefur haft á Sly. Ef hann hefur
lært eitthvað af „Robocop" er hann
í góðum málum. Sjálfur lýsir Cann-
on útliti myndarinnar sem blöndu
af „Blade Runner" og Stjörnustríði.
DRAMA
Miðaldamyndir koma nokkuð við
sögu þetta sumarið; „Rob Roy“ með
Liam Neeson, „Braveheart" með
Mel Gibson og „First Knight" með
Sean Connery. „First Knight"
(Stjömubíó, Sambíóin, 14. júlí) byij-
ar hér að líkindum viku eftir að hún
myndahúsin leggja áherslu á að
taka helstu myndimar til sýninga
nokkmm vikum eftir að þær hafa
verið framsýndar vestra og er það
í takt við þá þróun sem átt hefur
sér stað hér í bíómálum á undan-
fömum áratug.
SPEIMIMUMYNDIR
„Die Hard 3: With a Vengeance"
(Sambíóin, 23. júní) er gott dæmi
um það en hún var frumsýnd vestra
seinnipartinn í maí. Fyrsta „Die
Hard“-myndin er að mörgu leyti
framgerðin að spennumyndum
dagsins; vörumerki þeirra er gegnd-
arlaus hasar frá upphafi til enda.
Þriðja „Die Hard“-myndin hefur því
orðspor að veija. Hún skartar ósk-
arsverðlaunahafanum Jeremy Irons
í hlutverki óþokkans, Símons, bróð-
ur persónu Álan Rickmans í fyrstu
myndinni, sem ætlar að koma fram
hefndum á lögreglumanninum
Brace Willis. Myndin gerist í New
York og það er John MeTiernan sem
leikstýrir en hann var ábyrgur fyrir