Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- FRUMSÝNINGARGESTUR; Rena Owen í myndinni- „Once Were Warriors". 31.000 hafa séð Reyfara ALLS hafa um 31.000 manns séð Reyfara Tarantinos í Regnboganum og úti á landi. Þá hafa rúmlega 7.000 manns séð Ritu Hayworth og Shawshankfangelsið og nýjasta Woody Allen- myndin byijaði mjög vel um síðustu helgi að sögn Tómasar Tómasonar hjá Regnboganum. Þann 6. júní frumsýnir bíóið nýsjálensku myndina „Once Were Warriors" og mun leikkonan Rena Owen, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, vera viðstödd frumsýninguna að sögn Tómasar. Næstu myndir Regnbog- ans eru að öðru leyti „Little Big League“, „Before Sunrise" með July Delpy og Ethan Hawke, „An Awfully Big Adventure", sem er nýjasta myndin með Hugh Grant, og gaman- myndin„Bye, Bye Love“. Einnig endurgerðin „Kiss of Death“ og síðan í ágúst „Murder in the First“ og Níu mánuðir, líka með Grant. í BÍÓ Disneyteiknimynd- IN 101 Dalmatíu- hundur frá 1961 hefur verið sett í endurdreifingu í Bandaríkjunum og Evrópu og víðar, enda njóta teikni- myndimar frá Disney meiri vinsælda um heiminn nú en nokkru sinni áður. Hún verður enn ein Dis- neymyndin sýnd hjá Sam- bíóunum með íslensku tali, en áður hefur fyrirtækið lát- ið talsetja Aladdín og Kon- ung ljónanna og fyrir jólin verður nýjasta Disneymynd- in, „Pocahontas", sýnd með íslensku tali. 101 Dalmatíuhundur er þó fyrsta gamla Disney- myndin eða Disneyklassíkin sem fær íslenskt tal og með henni er stigið mikilvægt skref í þá átt að talsetja allar bestu Disneymyndirnar frá gullaldarárunum eins og Mjallhvíti og dvergana sjö og Gosa. 101 Dalmatíu hundur með ísl. tali SAMBÍÓIN njunu láta setja íslenskt tal á Disneyteiknimyndina 101 Dalmatíuhund og sýna um mánaðamótin ágúst/sept- ember. Ekki er afráðið hveijir lesa inn á myndina og leik- stjóri hefur ekki verið ráðinn en að talsetn- ingunni verður unnið í næsta mánuði. Þess má geta að Öm Áma- son mun leikstýra tal- setningunni á nýjustu Disneyteiknimynd- inni, „Pocahontas", en hún verður jólamynd Sambíóanna. Júlíus Agnarsson í Stúdíó 1 sér um upptökumálin sem fyrr. 101 Dalmatíuhund- ur var gerð árið 1961, þegar Walt Disney sjálfur var enn í fullu §öri og var að sumu leyti óvenjuleg Di- ÍSLENSKT tal;úr Disney- sneymynd. Aðeins eitt teiknimyndinni „lOlDalmat- lag er að fínna í henni ians“. og listamennirnir við teikni- borðin gerðu ýmsar tilraun- ir með teikningarnar. Rod Taylor fór með aðalhlut- verkið í bandarísku talsetn- ingunni en aðrir leikarar vom Betty Lou Gerson og Cate Bauer. KVIKMYNDIR Hvað er gert á 100 ára afmælinu ? Afmælissýningar; 2001 og „Some Like it Hot.“ Ahátíðarárí Reykjavík vegna þessara sýninga. Af eldri myndum sem stendur til að fá hingað má nefna Fæðingu þjóðar eftir Griffíth og Beitiskip- ið Potemkin eftir Eisen- stein, Bláa engilinn með Marlene Dietrich, L’Atal- ante og Nosferatu, „Stagecoach", Á hverf- anda hveli og Casablanca, Andalúsíuhundinn eftir Bunuel og mynd Carl Dreyers um Jóhönnu af Örk. Einnig myndir eftir Chaplin, Keaton og Marx- bræður,„Some Like it Hot, Sjöunda innsiglið, Sjö samuraia, The Ladykill- ers, Tokyo Story, A Bout de Souffle, Ai no Corrida, Double Indemnity, Ras- homon ofl. Af nýrri myndum má nefna Eraserhead eftir David Lynch, 2001: A Space Odyssey eftir Kubrick og Kínahverfið eftir Polanski. Margar fleiri mætti nefna en allt er þetta háð því að mynd- imar fáist sýndar. EINS og kunnugt er á kvikmyndin 100 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni er efnt til hátíðar- halda og kvikmyndasýn- inga um heim allan og einnig hér á Islandi er sitt- hvað í bígerð til að minn- ast merkisafmælisins. Áhugahópurvegna 100 ára afmælisins, sem í em fulltrúar flestra sendiráða á íslandi, Friðbert Páls- son, Þorfinnur Ómarsson, Hreyfímyndafélagið, Nor- ræna húsið, Kvikmynda- safn íslands og fleiri, skipuleggur uppákomur í tilefni afmælisins og fer fulltrúi Kvikmyndasafns- ins, Böðvar Bjarki Péturs- son, fyrir vinnunefnd, sem kosin hefur verið úr hópn- um og lagt hefur fram til- lögur að dagskrá. egar hefur ýmislegt verið gert vegna af- mælisins. Greinar um ís- lenska kvikmyndasögu hafa birst undanfarið í Lesbók Morgunblaðsins en alls verða þær átta. Gefín hefur verið út íslensk kvik- mynda- saga á ensku eftir Peter Cowie og fyrr á árinu var haldin norræn kvik- myndahátíð og hátíð með myndum byggðum á sög- um eftir Knut Hamsun í Háskólabíói og var að- gangur ókeypis. Að sögn Böðvars Bjarka er ýmislegt fleira á döfinni. Má þar nefna kvikmyndasýningar úti á landi með dagskrá sem samanstendur af 79 af stöðinni, sem er verið að endurbæta með styrk frá Lumiére, og öðru völdu efni frá Kvikmyndasafn- inu. Er áætlað að sýning- arhald þetta heíjist í sept- ember og standi fram í október. Hugmyndin er að endapunkturinn á sýning- unum út um landið verði íslensk kvikmyndahátíð í Reykjavík og mun í ráði að tengja hana málþingi um íslenska kvikmynda- gerð. í undirbúningi er að fá hingað til lands erlenda fyrirlesara og franska sendiráðið hefur haft for- göngu um að koma hingað með farandsýningu á veg- um Gaumont kvikmynda- fyrirtækisins á munum og tækjum úr kvikmyndasög- unni. Á meðal þess sem boðið verður upp á á afmælisár- inu eru sýningar á sígild- um kvikmyndum aldarinn- ar. Er stefnt að því að hefja dagskrána í septem- ber á þessu ári og verða haldnar sýningar í hveij- um mánuði fram í mars á næsta ári. Eru myndirnar fengnar hingað til lands með hjálp sendiráðanna en óvíst er hversu margar þeirra fást sýndar. Hefur verið óskað eftir samstarfi við kvikmyndahúsin í eftir Arnald Indriðoson ■ HA SA RMYNDA HETJAN Harrison Ford leikur hlut- verk Humphrey Bogarts í endurgerð myndarinnar „Sabrina" á móti Julia Ormond, sem virðist í ann- arri hverri mynd núna. Til greina kom að Winona Ryd- er léki á móti honum en eiginkonan, Melissa Mathi- son, var ekki að skafa utan af því: Þú ert of gamall, vin- ur,“ sagði hún. ■Michael Douglas fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd Rob Reiners, sem heitir „The American President." Reiner gerði síðast myndina „North“ með Bruce Willis og höfðu fáir áhuga á henni vestra í fyrrasumar þar sem hún kolféll í miðasölunni. ■Demi Moore, sem lék á móti Douglas í Afhjúpun, fer með aðalhlutverkið í „Strip Tease“ undir leik- stjóm Andrew Bergmans. Myndin er byggð á stór- skemmtilegri sögu Carl Hiaasens og fékk Moore 12 milljónir dollara fyrir viðvik- ið. Einnig mun hún leika innan skamms í réttarhalds- dramanu „The Juror“. Joffe myndar söguna um Prynne BRESKI stórmyndaleik- stjórinn Roland Joffe, sem þekktastur er fyrir myndir eins og „The Killing Field“ og „The Mission“, hefur lokið við að kvik- mynda eina þekktustu skáldsögu bandarísku bók- menntanna, „The Scarlett Letter“, eftir Nathaniel Hawthorne. Demi Moore fer með aðalhlutverkið og leikur Hester Prynne sem fær að kenna á ströngum siðaregl- um í litlu bæjarsamfélagi hreintrúarmanna fyrr á öldum. Með önnur hlutverk fara Gary Oldman, sem leikur prestinn Árthur Dimmesdale, og Robert Duvall, sem leikur haturs- fullan eiginmann söguhetj- unnar, Roger Chilingw- orth. Svo virðist sem þeir í Hollywood séu að uppgötva bandarískar gæðabók- menntir eftir að Martin Scorsese gerði þá frábæru mynd Öld sakleysisins eftir sögu Edith Wharton. » J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.