Morgunblaðið - 02.06.1995, Síða 24

Morgunblaðið - 02.06.1995, Síða 24
WBsmaam ©588 55 30 Bréfsími 5885540 Einbýlishús HAMARSTEIGUR- MOS. Rúmg. einbhus 142fm.4svefnherb. Parket. Ahv. 5,0 mlllj. Ver« 10,2 mlllj. VÍÐITEIGUR - MOS. Fallegt stórt einb. 193 fm hæð og rls ásamt 31 fm bllsk. 5 svefnherb. Mögul. á 2ja herb. Ib. I rlsi. Sklptl mögul. Áhv. 4,2 mlllj. byggsj. Verð 13,6 millj. BARRHOLT - EINB. Vorum að fá í sölu failegt einb. 140 fm með 33 fm bílsk. 4 svefnherb. Góð staðsetning. Verð 12,7 mlllj. REYKJABYGGÐ - MOS. Nýl. einb. 173 fm á tveímur hæðum með sökklum fyrlr tvöf. bilsk. 4 svefnherbergi. Stór verönd. Skiptí mögul. Áhv. 7,4 mlllj. Verð 11,9 mlllj. HINGVALLASTRÆTI - AKUREYRI Virðulegt einbýlish. 170 fm steypt með staðsetningu i hjarta Akur* eyrar. Falleg lóð. Hltl I stétt. Sklpti mögul. á elgn á Reykjavfkurevæð- Inu. Raðhus ARNARTANGI - MOS. Fallegt endaraðh. 94 fm. 3 svefn- herb., stofa, parket. Áhv. 3,6 millj. Taeklfærisverð 7,9 millj. LYNGRIMI - PARHÚS Nýtt fallegt parh. á tveim haeðum 197 fm með 20 fm bílsk. Selst fullfrág. að utan, málað, fokh. að innan. Áhv. húsbr. 6,3 mlllj. Verð 8,6 mlllj. BAKKASMÁRi - KÓPAV. Til sölu nýbyggt parhús, 180 fm, m. 30 fm bilskúr. Seist fullb. utan, fokh. innan. Verð 8,B mlllj. AOALTÚN - RAÐHÚS Nýbyggt mjög fallegt endaraðh. 183 fm með 31 fm bilsk. 4 svefnherb. Fullb. að utan, tilb. u. trév. að inn- an. Mögul. húsbr. 6,3 mlllj. Verð 10,8 mfllj. STÓRITEIGUR - MOS. Fallegt raðhús 260 fm á 3 haeöum m. 26 fm bílsk. 3*4 svefnherb. Stór sauna-klefi og nuddpottur. Sklptl mögul. á dýrari elgn á Reykjavfkur- svæðinu. KRÓKABYGGÐ - MOS. Fallegt endaraðh. 110 fm með milli- loftí. 4 svefnherb. Sérsuðurgarður. Góð staðsetn. Áhv. 6,1 millj. byggsj. Verð 9,4 millj. PRESTBAKKI Fallegt raðh. 211 fm með 28 fm bílsk. Stórar suðursv. og garður. Hiti í stéttum. Laus strax. Verð 11,9 millj. Sérhæðir FÍFURIMI - SÉRH. Stórglaesil. efri sérhæð, 100 fm. 3ja herb. m. sérsmfð. innr. Parket. Áhv. 5,2 mlllj. Laus strax. Hagstæð kjör. 4ra-5 herb. DÚFNAHÓLAR - 4RA Rúmg. falleg 4ra herb. íb. 105 fm í fjölbh. á 6. hæð. Parket. Stórar suð- ursv. Mögul. húsbr. 5,3 mlllj. Vext- ir 5,1%. Verð 7,5 millj. Laus strax. MIÐBÆR - MOS. Vorum að fá f einkasölu nýl. 3ja-4ra herb. íb. 112 fm á 1. hæð. Áhv. byggsj. til 40 ára 5,5 millj. Verð 8,5 millj. LAUFENGI - 4RA Ný glæsíl. rúmg. 4ra herb. íb. 111 fm á 2. hæð. Nýj8r innr. og tæki. Áhv. 6 mtllj. Verð 8,2 millj. FÍFUSEL - M/BÍLSK. Góð 4ra herb. ib. á 1. hæð 104 fm með bílskýli 27 fm. Góðar suðursv. Laus strax. Hagstætt verð. kr. 7,6 millj. VESTURBERG - 4RA Mjög góð 4ra herb. Ib. 100 fm á 1. hæð. 3 svefnherb. Parket. Suðvest- ursv. Áhv. 3 mtllj. Sklptl mögul. RAUÐHAMRAR - M/BÍLSKÚR Rúmg. 4ra herb. íb. 120 fm ásamt 21 fm bílskúr. Parket. Vandaðar Innr. Áhv. 5,6 mlllj. Verð 10,6 mlllj. KRINGLAN - 4RA Mjög falleg 4ra herb. íb. 105 fm á 2. hæð í litlu fjölb. Parket. Suðursv. Góð eign. 3ja herb. ibúðir UGLUHÓLAR M/BÍLSK. Falleg 3ja herb. ib. 84 fm með 22 fm biisk. Stðrar suðursv. Áhv. 4 miilj. Verð 7,4 mlllj. DVERGHOLT - MOS. Rúmg., björt 3ja herb. íb. 91 fm á 1. hæð I tvíbýli. Sérinng. Góð stað- setn. Verð 6,5 mlllj. HVASSALEITI - M/BÍLSK. Felleg rúmg. 3ja-4ra herb. íb. 90 fm á 3. hæð m. 24 fm blisk. Nýjar innr. og parket. Verð 7,8 mlltj. KJARRHÓLM 1 - KÓPAV. Mjög góð 3ja ha rb, íb. á 1. hæð með stórum suðt rsv. Laus strax. Verð 8,7 mltlj. ÁLFHOLT - HAFNARF. Ný 3ja herb. íb. 93 fm á 1. hæð. Fullbúin. Áhv. 4,9 millj. Verð 7,5 millj. Laus strax. ENGIHJALLI - KÓPAV. Rúmg. 3je herb. ib. 85 fm I fjölbh. Húsvörður. Parket. Stórar suðursv. Áhv. 4,2 mlllj. Verð 6,5 mlllj. LEIRUTANGI - MOS. Falleg neðri sérh. 94 fm 3ja herb. Parket. Sérinng. og garður. Mögul. áhv. 4,2 millj. Verð 6,5 millj. 2ja herb. ibúðir REYKJAVfKURV. - 2JA Rúmg. 2ja-3ja herb. (b, 75 fm á jarðh. Tvö svefnherb. Nýstands. ib. Nýjar rafmagnslagnir. Sér hW. Verð 5,2 mlllj. FURUGRUND - 2JA Vorum að fá I sölu rúmg. 2ja herb. fb. 70 fm á 1. hæö m. aukaherb. I kj. Nýetands. hús. Laus fljötl. MIÐHOLT - MOS. Ný rúmg. 2ja herb. íb. 71 fm á 3. hæð I litlu fjölb. Stórar suðursv. Áhv. 4,3 mlllj. Verð 8,8 mlllj. AUSTURBRÚN - 2JA Vorum að fá í einkasölu 2ja herb. Ib. 50 fm (lyftuh. Húsvörður. Suö- ursv. Verð 4,6 mlllj. Laus strax. Atvinnuhúsnæði HRAUNBERG Til sölu á 2. hæð 300 fm salur (þar sem Jazzballenskóli Báru var) og einnig í risi 80 fm salur með sturtu- klefum og snyrtingu. Hagstæð lán og kjör. Tækifærisverð. ÁRTÚNSHOLT Þetta glæsilega skrifstofu- og versl- unarhúsnæði á þremur hæðum, 1100 fm, með sökklum fyrir viðbót- arbyggingu ásamt auglýsingaskilti, selst í hlutum eða skipti á annarri eign. Sumarbústaðir ÞRASTARSKÓGUR Fallegur sumarbústaður 45 fm I skógi vöxnu landi. Steyptir sökklar. Stór verönd. Rafmagn og kalt vatn. Stór eignarlóð. SVÍNADALUR Fallegur sumarbústaður 50 fm við Eyrarvatn móti Vatnaskógi. Skógi vaxin 6000 fm lóð og góð staösetn- ing. Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- og skipasaii, Háaleitisbraut 58 sími 885530 Vegna meiri fyrirspurna undanfarið vantar allar gerðir eigna á skrá. Bráðvantar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir á stór- Reykjavíkursvæðinu ásamt fleiri eignum. Góð sala. Háaleitisbraut 58 á 2. hæð. Símanúmer 588 55 30, bréfsfmi 588 55 40. SMIÐJAM IMorsk byggð Reynsla og þekking í smíði timburhúsa í Noregi -------_---------------7----- er eldri en Islandsbyggð, segir Bjarni Olafsson. Það þykja góð meðmæli með timburhúsi, ef efni til hússins hefur verið flutt inn tilsniðið frá Noregi. TEIKNING af útsýni yfir íbúðahúsahverfi í landi timburhúsanna, Noregi. SKEMMTILEGT er að virða fyrir sér byggðalög og bæi á Norðurlönd- unum. Hvert landanna fyrir sig ber sitt ákveðna svipmót. Fljótt á litið virðist mér sem stærsta hlutfall timburhúsa sé í Noregi. Hér er ég ekki að vitna til neinnar könnunar heldur er um eig- in ágiskun að ræða. Mér finnst fallegt að virða fyrir mér norska bæi og byggðalög. Víð- ast hvar standa húsin í halla svo að byggðin blasir vel við augum og fara húsin einkar vel í landslaginu -innan um hávaxin tré í skógivöxnu landinu. Reynsla og þekking í byggingu timburhúsa í Noregi er eldri en Is- lands byggð. Timbur til húsagerðar hefur verið flutt til íslands frá Nor- egi alveg frá því á landnámsöld og það þylfja góð meðmæli með timbur- húsi ef efni til hússins hefur verið flutt inn tilsniðið frá Noregi. Ef svo er bendir það til þess að viðir húss- ins séu vænir og sterkir, að húsið sé vel viðað. Ný timburhús Oft er því haldið fram að það sé okkur hollara að búa í timburhúsum heldur en að búa í steinhúsum. Mér er ekki kunnugt um niðurstöður rannsókna á þessu sviði en heyrt hefi ég þess getið að í Þýskalandi séu stundaðar þess konar rannsókn- ir við háskóla þar sem kennd er byggingafræði og hönnun húsa. Því miður get ég ekki vitnað til ákveð- innar niðurstöðu úr þeim rannsókn- um en hefi aðeins heyrt hjá ungum arkitektum að talið sé hollara fyrir okkur að búa í timburhúsum. Hér er ég aðeins að segja frá munnmæl- um en ekki staðreyndum. Nokkuð hefur verið flutt inn af tilsniðnu efni í timburhús undanfar- in ár. Allmikil breyting hefur átt sér stað á efnisþykkt til klæðninga bæði innan húss og utan. Tæknileg- ur frágangur timburhúsa er einnig orðinn mjög frábrugðinn því sem áður tíðkaðist. Allmikil áhersla er nú lögð á að loft geti leikið um veggi og þök inn á milli laga en jafnframt eru húsin mun vindþéttari en áður var og miklu betur einangruð, bæði veggir þeirra og þök og gluggar vandaðri með 2-3 falt gler. Styrkleiki grindaefnis er nú met- inn öðruvísi en áður var gert. Grind- ur húsa voru oft smíðaðar úr efni sem var 100x100 mm eða 125x125 mm eða jafnvel 150x150 mm. Nú eru húsagrindur smíðaðar úr efni sem er 150x50 mm og í minni hús svo sem litla sumarbústaði o.s.frv. eru grindur smíðaðar úr efni 100x50 mm. Verð og gæði Margir þættir eru teknir með inn í dæmið þegar efnisverð til húsa- gerðar er reiknað út. Þegar tekin er ákvörðun um að notað skuli helm- ingi efnisminna timbur í húsgrind heldur en það sem notað var fyrir 75 árum, þá er auðvitað reiknað út hve þungt álag grindin þarf að geta staðist. Hve sterkur er vindurinn sem leggst á hlið hússins og hve mikill þungi verður byggður ofan á fyrstu hæð? Hve þungt verður þakið eða kemur ein til tvær hæðir yfir hina fyrstu? Það eru margir slíkir þættir sem koma inn í reiknings- dæmið. Þegar timbur er flutt um langan veg að byggingarstað munar miklu í rúmtaki og þyngd einnar stoðar í útvegg hvort stoðin er úr efni sem er 150x150 mm eða 150x50 mm. Fyrr á árum var útveggjaklæðning og gólfborð unnið úr borðum sem voru 32 mm þykk, nú er sú klæðn- ing yfírleitt unnin úr 25 mm þykkum borðum. Auðvitað eru þetta ekki eins end- ingarmikil efni og fyrrum var en þetta er gert vegna vaxandi sam- keppni um verð húsanna og einnig til þess að spara skógana. Efnið er sennilega nógu sterkt, þótt þynnra sé, miðað við notkun húsa þeirra sem nú eru byggð, þau eiga að geta staðist tímans tönn a.m.k. í eitt til tvöhundruð ár. Annað efni Til bygginga timburhúsa nútím- ans er notað margvíslegt annað efni en timbrið í grind og klæðn- ingu. Fyrst vil ég nefna tjöruborið tré- tex sem algengt er að klæða með utan á grindina. Texið er ágætt efni sem er rakaveijandi og gefur ágæta vindþéttingu. Með lektum er síðan myndað loftrúm á milli tex- platanna og ystu kápunnar. Jafn- hliða því að klædd er ysta klæðning eru sett vatnsbretti yfir glugga og dyr og undir gluggana. Ysta klæðningin, kápan er ýmist timburklæðning eða plötur, oft er notað blikk t.d. bárujám sem kápa hérlendis, en sjaldan í Noregi. Á þakið er venjulega þéttklætt með borðum ofan á sperrumar og síðan tjörupappi áður en plöturnar eru lagðar yfír þakið. Það fer eftir þakhallanum hvar þakeinangrun er sett. Ef ekki er ætlunin að nota risið verður hag- kvæmast að-einangra loftið vel yfír íbúðinni. Það sparar hita ef rýmið í risinu verður ekki notað, að hita það ekki upp. Algengt er að einangra þökin með um 200 mm þykkri einangrun en innveggina með 150 mm ein- angrun. Innan við einangrunina er klædd svonefnd rakasperra. Það er raka- heldur dúkur sem strengdur er á stoðir, bita og sperrur. Þar sem mætist heitt loft innanfrá og kalt utanfrá verður æfínlega rakamynd- un. Því er nauðsynlegt að klæða með listum undir inni veggjaklæðn- ingu svo að loft geti leikið þar um. Einnig þarf að ganga svo frá að loftgöt séu t.d. undir gólflistum og uppi við loft, til þess að auka loft- strauminn. Frágangurinni Ef rafleiðslur og rör eru sett und- ir inniklæðningu verður að hafa fulla gát á að ekki komi neinsstaðar göt á raka-vindsperruna þegar rör- um og dósum verður komið fyrir. Það er ekki minni vinna að klæða og ganga frá húsi að innanverðu heldur en að klæða það og ljúka öllum frágangi að utanverðu. Inni- vinnan getur verið mun meiri þegar með er talin raflögn, hitalögn, mál- un, skápar, snyrtitæki, eldhús og gólf. Þannig er það í öllum húsum sem byggð eru, hvort heldur það er úr timbri eða steini. Þau eru vinaleg og falleg íbúða- hverfín í Noregi þar sem næstum hvert hús er byggt úr timbri. Timburhús á íslandi Tregða hefur verið hér á landi varðandi byggingu timburhúsa. Sumt fólk hefur borið ótta í brjósti vegna eldhræðslu. Við höfum því miður reynslu af að eldsvoðar herja einnig á steinhús og þar hefur stundum brunnið allt sem brunnið gat. Rökin fyrir því að þjóðin býr að mestu í steinsteyptum húsum nú eru þau að við byggjum þau úr innlendu hráefni. Sannleikurinn er sá að við- haldskostnaður margra húsa úr hinu »varanlega efni« er að sliga fjöl- margt eldra fólk. Jafnframt sækist margt yngra fólk eftir að kaupa gömul timburhús til íbúðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.