Morgunblaðið - 24.06.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.06.1995, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áluigi SH beinist að dóttur- fyrirtæki Faroe Seafood TALSVERÐAR líkur eru taldar á að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna kaupi dótturfyrirtæki Faroe Sea- food í Grimsby. SH hefur hins vegar ekki áhuga á að kaupa sjálft móðurfyrirtækið, en flest bendir til að nýtt fyrirtæki taki við rekstri þess eftir helgina. Faroe Seafood, sem áður hét Föroya Fiskasalan, á í gífurlegum fjárhagserfíðleikum. Allt eigið fé þess er uppurið og lánardrottnar neita að fjármagna tapreksturinn áfram. Fyrir stuttu var dótturfyr- irtæki Faroe Seafood í Hirsthals Draumur sr. Péturs rætist Akureyri. Morgunblaðið. SÉRA Pétri Þórarinssyni sóknarpresti í Laufási við Eyja- fjörð var afhent sérútbúin dráttarvél síðdegis í gær, á 44. afmælisdegi hans. Pétur hefur lifað með sykur- sýki frá barnæsku og hefur hún tekið sinn toll, þann stærsta á liðnu ári þegar taka þurfti af báða fætur hans með stuttu millibili. Með dyggum stuðningi eigin- konu sinnar, Ingibjargar Sig- laugsdóttur, hefur Pétur þó ekki gefist upp og um síðustu áramót orðaði hann þann draum sinn að eignast sérútbúna dráttarvél, „sem fótalaus maður gæti gösl- ast á um tún og akra,“ eins og Gísli Sigurgeirsson, einn for- sprakka söfnunar vegna drátt- arvélarkaupanna, orðaði það á hlaðinu á Laufási í gær. Á mynd- inni sést Pétur ásamt Ingibjörgu eiginkonu sinni og Heiðu Björk dóttur þeirra, við nýju dráttar- vélina. Alls söfnuðust liðlega þrjár milljónir og var keypt vél af gerðinni Valmet 465, með kraft á við 70 hross. Ekki þarf Pétur annað en ýta á rofa til að tengja kraftinn út í öll hjól og sömu aðgerð þarf til að stöðva vélina, selt. Það dugar því þó engan veg- inn til bjargar. Eina eign fyrirtækisins nú er dótturfyrirtækið í Grimsby og bendir allt til þess að það verði einnig selt. í raun hafa lánar- drottnar, Den Danske Bank, Hambros Bank og Föroya Banki, yfírtekið dótturfyrirtækið. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins snúast viðræður bankanna við SH fyrst og fremst um sölu þess en ekki móðurfyrirtækisins enda mun SH ekki hafa áhuga á að eignast það. en til að hemla þarf að hnika til litlum armi. Vélin er finnsk, en auka- búnaður, sem tók um eitt hundrað stundir að selja í hjá Viðgerðarþjónustunni, er sænskur. Það er Bújöfur sem hefur umboð fyrir þessar vélar. Forstjóri Valmet hyggur á ferð heim að Laufási síðar í sumar til að fylgjast með sóknarpresti í heyskapnum. Faroe Seafood í Grimsby hefur aðsetur beint á móti dótturfyrir- tæki SH í Grimsby. Með kaupum SH á fyrirtækinu er talið víst að hægt verði að ná fram umtals- verðri hagræðingu. Faroe Seafood í Grimsby er auk þess mjög álit- legt fyrirtæki og því vænlegur fj árfestingarkostur. Nýtt fyrirtæki stofnað Fyrr í vikunni stofnuðu stjóm- endur Faroe Seafood nýtt fyrir- tæki, sem heitir 16. júní. Búist er við að það taki yfír rekstur Faroe Fram kom í máli Gísla að allir sem að málinu komu voru boðnir og búnir til verka og kröfðust ekki endurgjalds fyr- ir. „Pétur, dráttarvélin er þín, örlítil viðurkenning frá sam- ferðamönnum til þín og þinna fyrir baráttuþrek í andbyr, sem gefið hefur öðrum þor og styrk við hliðstæðar aðstæð- ur.“^ „Ég er nánast orðlaus yfir Seafood strax eftir helgi. Rætt hefur verið um að atvinnuþróunar- sjóður, sem í er danskt fjármagn, leggi 100 milljónir danskra króna til nýja fyrirtækisins, en Morgun- blaðinu hefur ekki tekist að fá þetta staðfest í Færeyjum. Stjómendur Faroe Seafood vildu ekki tjá sig um málið og sömu svör fengust frá landsstjóm- inni. Fyrirtækið hefur verið lang- stærsta fískútflutningsfyrirtæki Færeyja um langt skeið og annast um 90% alls fiskútflutnings. undirtektum við minni litlu bón, ég ætlaðist ekki til annars en að klambrað yrði saman búnaði á gamla vél,“ sagði Pétur er hann tók við vélinni. „Með til- komu þessarar vélar hefur draumur minn ræst, ég get áfram stundað búskapinn,“ sagði hann, en átti von á að geta æft sig á vélina áður en sláttur hæfist, ekki yrði farið að slá alveg á næstunni. Seðlabankastjóri um Víetnam Góðir mögnleikar á samstarfi STEINGRÍMUR Hermannsson seðlabankastjóri telur að hvergi séu betri möguleikar fyrir íslenskar stofnanir og fyrirtæki að hefja þró- unar- og viðskiptasamstarf í sjávar- útvegi en í Víetnam. Seðlabanka- stjóri ferðaðist til landsins í boði sjávarútvegsráðherra Víetnams. Hann átti fundi með helstu ráða- mönnum þjóðarinnar, m.a. í því skyni að kanna hvort þessar þjóðir gætu unnið saman og átt viðskipti á sviði sjávarútvegs. Steingrímur segir fréttir opinberr- ar fréttastofu Víetnams um að hann hafí boðið fram víðtæka aðstoð ís- lendinga til uppbyggingar sjávarút- vegs í Víetnam orðum auknar. Hann hafí einfaldlega bent á það í viðræð- um að hann teldi ákaflega mikla möguleika á samstarfí á milli íslend- inga og Víetnama. Vill stuðla að samstarfi „Ég hef mikinn áhuga á að stuðla að því að stofnað verði til samstarfs við aðrar þjóðir á sviði sjávar- útvegs," sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef ekki heimsótt land þar sem mér sýnast vera meiri möguleikar til samstarfs. Landið er tiltölulega lítið borið sam- an við sum önnur og það er mjög gott vinnuafl í landinu. Sjávarútveg- ur í Víetnam þarfnast tækniupp- byggingar frá grunni,“ sagði hann. ♦ ♦ ♦------------ Evrópumótið í brids Norðmenn sigraðir Vilamoura. Morgunblaðið. ÍSLENSKA liðið í opna flokknum á Evrópumótinu í brids hóf í gær göngu upp stigatöfluna með jafn- tefli við Breta og sigri á Norðmönn- um. Liðið er nú í 17. sæti og hækk- aði um fimm sæti í gær. Islenska kvennaliðið vann stórsigur á Króöt- um, 25-3, en tapaði 10-20 fyrir Svíum og er áfram í 6. sæti. Israelsmenn eru efstir í opna flokknum með 245 stig. Síðan koma ítalir, 236,5, Bretar, 236, Hollend- ingar, 231, Svíþjóð, 230, Pólland, 229 og Rúmenar, 216. íslendingar eru í 17. sæti með 197. í kvennaflokknum leiða Frakkar með 130 stig en síðan koma Tyrkir, 119 og Þjóðveijar, 116. íslendingar eru í 6. sæti með 103 stig. Ellert Borgar gengur til liðs við Jóhann G. Bergþórsson í meirihlutaviðræðum í Hafnarfirði Alþýðunokkur hyggst ráða vali á bæjarsljóra ENN ER ekki ljóst við hveija Al- þýðuflokkurinn í Hafnarfírði hyggst hefja viðræður um meirihlutasam- starf í bæjarstjóm. Ljóst er þó að Alþýðuflokksmenn munu ráða hver verður næsti bæjarstjóri. í dag verður fundur í fulltrúaráði flokksins og að sögn Ingvars Vikt- orssonar, oddvita Alþýðuflokks- manna, verða málin rædd þar. I gær boðaði flokkurinn fulltrúa Alþýðu- bandalags og tvíklofíns Sjálfstæðis- flokks til fundar og segir Ingvar að einungis hafí helstu atriði verið rædd á þeim fundum. Taka því rólega yfir helgi Ljóst er að bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins eru klofnir í tvennt og er Ellert Borgar Þorvaldsson genginn til liðs við Jóhann G. Berg- þórsson. Ingvar sagði að Alþýðuflokks- menn hygðust taka því rólega yfir helgina. Enn væri ekki búið að kanna alla hluti sem flokkurinn vildi fá á hreint áður en viðræður hæfust fyr- ir alvöru. Býst hann við að búið verði að mynda meirihluta um næstu helgi. Aðspurður um hvort það hefði einhver áhrif á val samstarfsmanna að Jóhann G. 'Bergþórsson var í við- ræðum við Alþýðuflokkinn um meiri- hlutasamstarf í janúar síðastliðnum sagði Ingvar að Jóhann væri jafn- vænlegur kostur og aðrir. Ingvar sagði að ekki hefði verið rætt um hver yrði næsti bæjarstjóri. „Það er mjög eðlilegur hlutur að við ráðum vali bæjarstjóra," sagði hann, „hvort sem það verður pólitískur bæjarstjóri eða ekki.“ Sjálfstæðismenn klofnir Magnús Gunnarsson, oddviti sjálf- stæðismanna, sagði að hann liti svo á að hann sjálfur og Valgerður Sig- urðardóttir væru fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði. „Ég hef lýst því yfír að ég vinni ekki með Jóhanni G. Bergþórssyni og Ellert ætlar að fylgja Jóhanni,“ segir hann. „Það þýðir það að við Valgerður erum bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Ég get ekki litið svo á að Jóhann sé bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, þó auð- vitað sé hann kjörinn sem slíkur." Hann kvaðst ekki álíta að þessi staða yrði til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn í Hafnarfírði klofnaði Morgunblaðið/Jón Svavarsson INGVAR Viktorsson, oddviti Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Hafn- arQarðar, heilsar sjálfstæðismönnunum Ellerti Borgari Þorvalds- syni og Jóhanni G. Bergþórssyni í upphafi fundar þeirra í gær. endanlega og bjóst ekki við að stað- an hefði áhrif á kjörfylgi flokksins. Við erum líka sjálfstæðismenn Jóhann Bergþórsson sagði ómögulegt að segja hver yrði fyrir valinu hjá Alþýðuflokknum, en hann mætti á fundinn í gær ásamt Ellerti Borgari Þorvaldssyni. „Við komum þarna sem sjálfstæðismenn," segir hann. „Við lltum enn á okkur sem bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, engu síður en hinir.“ Hvað varðaði stöðu Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarflrði, sagði Jó- hann: „Maður verður bara að sjá hvernig þróun mála verður.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.