Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 10

Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 10
10 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfirlýsing verkalýðsfélaganna VERKALÝÐSFÉLÖG starfsmanna álversins gáfu út svohljóðandi yfir- lýsingu í tengslum við undirritun kjarasamninganna við ÍSAL og VSÍ í gær, sem er óuppsegjanleg fram til aldamóta: „Neðangreind verkalýðsfélög sem eru aðilar að kjarasamningi við íslenska álfélagið h.f. lýsa yfir eftir- farandi: 1. Verkalýðsfélög starfsmanna munu semja sameiginlega um einn kjarasamning sem gildi fyrir alla félaga þeirra er starfa hjá ISAL. 2. Verkalýðsfélögin munu við afgreiðslu á sameiginlegum heild- arkjarasamningi viðhafa sameigin- lega skriflega allsherjaratkvæða- greiðslu. 3. Verkalýðsfélögin munu við- hafa sameiginlega skriflega alls- herjaratkvæðagreiðslu um afstöðu starfsmanna til verkfallsboðunar. Yfirlýsing þessi gildir meðan gerður er sameiginlegur heildar- kjarasamningur við íslenska álfé- lagið h.f., þó aldrei skemur en í þrjú ár frá því kjarasamningur dag- settur 23. júní 1995 rennur úr gildi. Yfirlýsingin framlengist síðan um þtjú ár í senn nema öll félögin séu sammála um að breyta eða slíta henni. Æski eitthvert verkalýðsfé- lag/samband að segja sig frá yfrr- lýsingunni skal það gert með minnst sex mánaða fyrirvara, áður en hún fellur næst úr gildi. Yfrrlýsing þessi tekur gildi þegar kjarasamningur undirritaður 23. júní 1995 hefur verið samþykktur.“ Undir yfrrlýsinguna skrifa for- ystumenn tíu verkalýðsfélaga um 470 starfsmanna sem starfa hjá íslenska álfélaginu hf. FASTEIGNASALA - Ármúla 21 - Reykjavik S: 533-4040 - Fax 588-8366 Opið í dag frá 11-14 Traust og örugg þjónusta LAUFENGI - GRAFARV. Rúmg. 4ra herb. íb. á 2. hæð í litlu fjölb. Stærð 111 fm. Sérsm. innr. Áhv. húsbr. 5,9 millj. Verð 8,4 millj. 4888. ÆSUFELL - LAUS STRAX. 4ra-5 herb. um 108 fm endaíb. á 2. hæð. íb. þarfnast endurn. Fallegt út- sýni. Laus strax. Verð 6,6 millj. 4940. 5-6 herb. ALFTAHOLAR. Vorum að fá ( sölu 5 herb. íb. á 3. hæð, efstu, ásamt sérbyggöum bílsk. Flús nýl. standsett utan. 4 svefnherb. Parket. Stórar suð- ursv. Gervihnattasjónvarp. Örstutt í skóla og flesta þjónustu. Laus fljótl. Verð 8,7 millj. 6412. 1 MARKARVEGUR. Glæsil. 5 herb. endaíb. á 3. hæð á þessum vin- sæla stað við Borgarspítalan. Parket á öllum gólfum. Stærð 123,2 fm. Bílsk. 29,3 fm. Áhv. 1,4 millj. Verð 11,5 millj. 6406. SMYRILSHÓLAR. 5 herb. íb. á 2ja herb. íbúðir EYJABAKKI. Rúmgóð 2ja herb. í (b. á 1. hæð. Pvhús innaf. eldhúsi. Parket. Glæsil. útsýni. Áhv. 3 millj. 6247. HRAFNHÓLAR - „PENT- HOUSE“. Ib. á 8. hæð í lyftuhúsi. Stærð 43 fm. Svalir meðfram allri íb. Glæsil. útsýni yfir borgina. Laus strax. Lítið áhv. Verð 3,9 millj. 4046. ÞANGBAKKI. 2ja herb. íb. á 5. hæð í lyftuhúsi. Stórar svalir. Þvhús á sömu hæð. Áhv. 2,3 millj. Verð 5,5 millj. 6407. FRAMNESVEGUR. Mjög góð nýstandsett 2ja herb. íb. á jarðhæð í þríb. Stærð 60 fm. Sólpallur. Áhv. húsbr. 2,9 millj. Verð 5,3 millj. 6391. HRAUNBÆR. Rúmg. 67 fm 2ja herb. íb. á 1. hæð (jarðh.). Suðursv. Hús nýl. viðg. að utan. Laus strax. Verð aðeins 4,9 millj. 4340. HAMRABORG. Góð 2ja herb. íb. á 3. hæð í lyftuh. ásamt stæði í bíl- skýli. Þvottah. á hæðinni. Lítill hús- sjóður. Verð 5,1 millj. 6393. VESTURGATA„PENT- HOUSE". Nýl. 2ja herb. íb. á 4. hæð í fjórbýlish. Glæsil. út- sýni. Tvennar stórar svalir. íb. er til afh. strax tilb. u. trév. 4978. ÞÓRSGATA - RVÍK. Ein staklíb. í kj. m. sérinng. í nýl. parh. Góðar innr. Parket. Laus fljótl. Verð 3,5 millj. 6374. NJÁLSGATA - RIS. Sérl. skemmtil. innr. risíb. í eldra húsi. Sér- inng. Tengt fyrir þvottavél á baði. Laus strax. Áhv. byggsj. 2,5 millj. Verð 4,8 millj. 6388. SKERJABRAUT - SELTJN. 2ja-3ja herb. íb. í þríb. Stærð 53 fm. Sérinng. Nýtt gler og gluggar. Lítið áhv. Verð 5,5 millj. 4177. DÚFNAHÓLAR. Snyrtil. 2ja herb. íb. á 1. hæð í lyftuh. Fallegt út- sýni. Hús i góðu ástandi. Húsvörður. Verð 4,9 millj. 6304. 3ja herb. íbúðir LOGAFOLD M. BÍLSKÝLI. Glæsil. innr. rúmg. 3ja herb. íb. ásamt stæði í bílsk. Alno-innr. Suðursv. Þvhús innaf eldhúsi. Fallegt útsýni. Laus strax. Áhv. 2 millj. Verð 8,7 millj. 6373. BLÖNDUHLÍÐ. Mjög góð risíb. í fjórb. 75 fm af gólffleti. Notal. íb. á frábærum stað. Áhv. byggsj. 2,8 millj. Verð 6,3 millj. 6297. MIÐLEITI. Rúmgóð 3ja herb. íb. á 4. hæð í lyftuhúsi. Suðursv. gott útsýni. Bílsk. Mikil sameign. Laus strax. Verð 9,5 millj. 6286. BUGÐUTANGI - MOS. Rúmg. 3ja herb. kjíb. í tvíbýli. Sérinng. Stærð 88,6 fm nettó. Skemmtil. innr. eign. Parket. Áhv. byggsj. 3 millj. Verð 6,6 millj. 3562. BLIKAHÓLAR - LAUS. Rúmg. 3ja herb. íb. á 4. hæð í lyftuh. Glæsil. útsýni yfir borgina. Parket. Tengt f. þvottav. á baði. Hús nýl. viðg. og málað að utan. Laus strax. Verð 6,3 millj. 6249. MIÐHOLT — MOS. Nýl. fullb. 3ja herb. íb. á 2. hæð í litlu fjölb. Þvottah. innaf eldh. Laus strax. Verð 7,8 millj. 6413. SLÉTTAHRAUN - HF. Rúmg. 3ja herb. íb. á 2. hæð. Sérl. gott fyrir- komul. Þvottah. á sömu hæð. Ahv. hagst. lán 3,8 millj. Verð 6,5 millj. 5065. EFSTIHJALLI - KÓP. Snyrtil. og vel umgengin rúmg. 3ja herb. íb. á 2. hæð. Suðursv. Glæsil. útsýni. Laus fljótl. 6402. VALSHÓLAR. 3ja herb. endaíb. i litlu fjölb. Þvhús og búr innaf eldh. Suðursv. Hús í góðu ástandi. Lítið áhv. Verð 6,8 millj. 4208. SKIPASUND. Mjög góð 3ja herb. kjíb. með sérinng., stærð 72 fm. Park- et. Fallegur garður. Laus strax. Áhv. húsbr. 3,1 millj. Verð 6,5 millj. 6199. SELJAVEGUR - LAUS. Góð risíb. í steinh. ca 70 fm. Nýtt þak. Hús í góðu ástandi að utan. Garður. Tvær geymslur. Verð aðeins 4,9 millj. 6231. 4ra herb. íbúðir ENGIHJALLI. Góð íb. í lyftuh. Tvær lyftur. (b. i góðu ástandi. Tvenn- ar svalir. Útsýni. Losun samkomul. Verð 6,8 millj. 4682. STÓRAGERÐI - M/BÍLSK. Fallega innr. 4ra herb. endaíb. á 3. hæð ásamt bílsk. Tvær saml. stofur og 2 svefnherb. Nýl. standsett bað- herb. Parket. Suðursv. Verð 8,3 millj. 4311. FÍFUSEL - M/BÍLSKÝLI. Stórhugguleg 115 fm íb. á 1. hæð ásamt íbherb. í kj. Parket. Þvottah. [ ib. Bílskýli. Lítið áhv. Verð 8 millj. 5128. SLÉTTUVEGUR 11 - RVÍK - ÞJÓNUSTUÍB. Glæsil. innr. endaíb. á 1. hæð (jarðh.) ásamt bílskúr. Stærð íb. 116,8 fm nettó. Vandaðar innr. Parket. Verð 11,9 millj. 6008. ENGIHJALLI - KÓP. Glæsil. 4ra herb. endaíb. á 8. hæð í lyftuh. Glæsil. útsýni. Parket. Nýl. standsett baðherb. Laus strax. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Verð 7,2 millj. 4975. VESTURBERG. Góð4ra herb. íb. á 4. hæð í fjölb. Glæsil. útsýni. Tengt f. þvottav. á baði. Verð 6,8 millj. Ath. skipti rnögul. á 3ja herb. íb. á 1. hæð eða í lyftuh. 2361. AUSTURBERG - M/BÍLSK. Rúmg. 4ra herb. íb. á 4. hæð. Suður- svalir. Parket. Bílskúr. Laus strax. Hagstætt verð. Skipti á minni eign mögul. Seljandi getur lánað hluta kaupverðs til allt að 15 ára. 7011. 3. hæð í litlu fjölb. Parket. Fallegt út- sýni. Stærð 101 fm. Verð 7,8 millj. 6292. FRÓÐENGI. Glæsil. íb. á tveimur hæðum 140 fm. Stæði í innb. bílskýli. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Laus strax. Eign tilb. u. innr. V. aðeins 7,5 m. 4779. Sérhæðir GRÆNAHLÍÐ - M/BÍLSK. Neðri sérhæð í þríb. ásamt samb. bílsk. Stærð 143 fm bílsk. 25 fm. 4 svefnherb. Suðursv. Laus strax. Verð 11,8 millj. 4980. RAUÐAGERÐI. Neðri sérhæð í þríbhúsi ásamt bílsk. Stærð 223 fm. Sérinng. Nýl. endurn. eldh., baðherb. o.fl. Suðursv. Laus fjótl. Verð 9,8 milij. 6172. HÁTEIGSVEGUR - RVÍK. Rúmg. 5 herb. þakíb. mikið endurn., m.a. parket, nýl. eldhinnr., ofnakerfi og lagnir. Suðursv. Útsýni yfir Mikla- tún. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Laus fljótl. Verð 8,9 millj. 4918. Raðhús - parhús ÁSGARÐUR. Fallegt raðh. á tveimur hæðum ásamt hálfum kj. Stærð 119 fm + 24 fm bílsk. Gott út- sýni. Ath. skipti á 3ja-4ra herb. íb. mögul. Verð 10,9 millj. 4137. HÁAGERÐI. Gott raðh. j arðh., hæð og ríshæð. Innb. bílsk. Hús í góðu ástandi. Mögul. á 2 íb. Útsýni. Heildar- stærð 214 fm. Verð 12,8 millj. 6348. BRAUTARÁS. Pallaraðh. ca 190 fm. Góðar innr. Arinn. Góð staðsetn. Rúmg. bílsk. Verð 13,8 millj. 5114. LÁTRASTRÖND. Parh. á tveim- ur hæðum ásamt innb. bílsk. ca 240 fm. Laus strax. Ekkert áhv. Verð 11,9 millj. 4656. LINDASMÁRI - KÓP. Raðh á tveimur hæðum m. innb. bílsk. Stærð 174 fm. Húsið afh. tilb. u. innr. og fullfrág. að utan. Verð 10,8 mlllj. 6282. Einbýlishús SOGAVEGUR. Snyrtil. timburh. sem er hæð og ris ásamt kj. Stærð 145 fm. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Verð: Tilboð. 6366. GILJASEL. Vel stands. hús 254 fm, Tvöf. bílsk. Góð staðs. Ath. afh. samkomul. Verð 14,9 millj. 4775. SUNNUFLÖT - GBÆ. Hús neðan við götu. Séríb. á jarðh. Tvöf. bílsk. Fráb. staðsetn. rétt við hraunjað- arinn. 4937. HRAUNFLÖT VIÐ ÁLFTA- NESVEG. Nýtt einb. á einni hæð ásamt sérb. tvöf. bilsk. Marmari á gólfum. Arinn. Flísal. baðherb. Bílsk. innr. sem íb. Laust strax. 6025. Atvinnuhúsn. SMIÐJUVEGUR - KÓP. Iðn aðarhúsn. á einni hæð um 240 fm. Góðar innkeyrsludyr. Rúmlega 6 m lofthæð. Milliloft. Bjart og gott húsn. Verð 9,8 millj. 3683. DAN V.S. WIIUM, HDL., LÖGG. FASTSALI - SÖLVI SÖLVASON, HDL ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI - BIRGIR GEORGSSON, SÖLUM. Morgunblaðið/Þorkell Samningar undirritaðir KJARASAMNINGAR verkalýðsfélaga álversstarfsmanna og við- semjenda voru undirritaðir laust fyrir hádegi í gær. F.v. Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna, Þórir Einarsson ríkissáttasemjari Geir Gunnarsson, vararíkissáttasemjari og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI. Samið í ÍSAL-deilu eftir 20 klst. fund Samiðum 11,4% hækkun Samkomulag náðist í álversdeilunni í gær- morgun og var kjarasamningur undirritaður að loknum 20 klukkustunda sáttafundi. Samningurinn felur að öllu sam- anlögðu í sér rúmlega 11,4% kauphækkun á samningstím- anum en hann gildir til 31. desember 1996. Var samningurinn undirritað- ur með fyrirvara um samþykki fram- kvæmdastjórnar vinnuveitenda og félagsfunda verkalýðsfélaga. Var verkfallsaðgerðum hjá Islenska álfé- laginu hf. frestað um sex sólarhringa á meðan kynning á efni samningsins og atkvæðagreiðsla fer fram hjá hlutaðeigandi verkalýðsfélögum. í samkomulagi samningsaðila segir að komi til þess að samningurinn falli í atkvæðagreiðslu hjá einhverju fé- laganna kemur verkfall þá á ný til framkvæmda um hádegi fímmtudag- inn 29. júní nk. og fella þá hlutaðeig- andi félagsmenn niður störf á mið- nætti aðfaranætur föstudagsins 30. júní. Yfirlýsing mikilvæg vegna stækkunar Eitt erfíðasta úrlausnarefni við- ræðnanna var skipulag samskipta á milli verkalýðsfélaga starfsmanna, sem eru tíu talsins, og vinnuveit- enda, en þeir lögðu áherslu á að fé- lögin kæmu fram sem einn viðsemj- andi og það yrði hluti af samkomu- lagi aðila. Var það talið mjög þýðing- armikið vegna væntanlegra við- ræðna við Alusuisse-Lonza um stækkun álversins. Verkalýðsfélögin litu hins vegar á kröfur viðsemjend- anna sem íhlutun í innri málefni verkalýðshreyfíngarinnar og höfn- uðu því að gert yrði sérstakt sam- komulag um þetta og að félögin afsöluðu sér lög- bundnum rétti sínum. Verkalýðsfélögin gerðu með sér samstarfssamn- ing til að koma til móts við vinnuveitendur og er hann grund- völlur að yfírlýsingu sem forystu- menn allra vérkalýðsfélaganna gáfu út sameiginlega og fylgir kjarasamn- ingnum en þar lýsa þau m.a. yfír að þau muni semja sameiginlega um einn kjarasamning fyrir alla félags- menn og viðhafa sameiginlega at- kvæðagreiðslu um afstöðu starfs- manna til verkfalla. Gildir yfirlýsing- in til ársloka 1999. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er talið að ef ekki hefði náðst niðurstaða í þessu máli hefði dregið mjög á líkum þess að samn- ingaviðræður gætu haldið áfram um stækkun álversins. Kjarasamningurinn kveður á um 3,2% hækkun launa frá 9. júní og að frá 1. janúar 1996 skuli laun hækka um 3% til viðbótar. Þá verður hveijum starfsmanni sem hefur verið á launaskrá 6 mánuði eða lengur greidd 26 þús. kr. eingreiðsla við aðra launaútborgun eftir samþykkt samningsins. Verulegar breytingar eru gerðar á launaflokkum, sem taka gildi 15. september næstkomandi. Er launa- flokkum fækkað í fjóra og breytingar gerðar á röðun í launaflokka. Lægstu launaflokkar eru felldir niður og verða grunnlaun á bilinu 57.702 til 72.922 kr. Þetta hefur þá þýðingu að laun lægst launuðu starfsmanna hækka um 10% vegna launaflokka- breytinga til viðbótar öðrum hækk- unum sem samningurinn kveður á um. Aðrir starfsmenn færast færast einnig upp launaflokka en fá minni hækkanir. Gert var samkomulag um að hluti kostnaðarauka skuli tengjast lausn á ágreiningi um hlutdeild í hagræð- ingu, sem verkalýðsfélögin lögðu mikla áherslu á. Náðist samkomulag um að við regluleg grunnlaun bætist sérstakir 178,65 kr. kaupaukar, einn til þrír, við ákveðin skilyrði s.s við viðgerðavinnu og vinnu vegna ker- leka. Þá var samið um að starfsmenn fengju 19,5% greiðslur ofan á grunn- laun vegna ferða til og frá vinnu, Iaun flokksstjóra verða 15% hærri en þeir eiga ella rétt á skv. röðun í launaflokka og flokksstjórnar og aðrir starfsmenn sem leysa yfirmenn af fá 25% álag í stað 15%. I kjarasamningnum var einnig samið um greiðslu sérstaks lífeyris til starfs- manna við flýtt starfslok sem felur í sér að allir almennir starfsmenn ISAL sem láta af störfum þegar þeir eru orðnir eru 67 ára og hafa starfað hjá fyriitækinu 10 ár eða lengur eigi rétt á að sækja um sér- stakan lífeyri þar til viðkomandi ná 70 ára aldri. Þá var samið úm að á verksmiðjusvæðinu verði starfrækt- ur sérstakur vinnustaður, Skjólgarð- ur, fyrir þá starfsmenn ISAL sem ekki hentar lengur að starfa á vinnu- stað sínum vegna umhverfis eða af öðrum ástæðum. Einnig er í samn- ingnum að finna ítarleg ákvæði um skipulag öryggismála á vinnustaðn- um. Ekki er reiknað með að atkvæða- greiðsla um kjarasamninginn meðal verkalýðsfélaganna hefjist fyrr en eftir helgina. Launaflokka- hækkanir og eingreiðsla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.