Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 11

Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 11 FRÉTTIR Forystumenn viðsemjenda í álversdeilunni Búið að jafna deilur um hlut í liagræðingu GYLFI Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður starfsmanna álversins, seg- ir að nýgerður kjarasamningur rétti sérstaklega hlut hinna lægst launuðu og um sé að ræða mesta jafnlaunasamning sem í gildi sé á íslenskum vinnumarkaði. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI segir að yfirlýsing verkalýðs- félaganna um að standa sameigin- lega að samningum og verkfalls- boðun, ásamt því að tekist hefði að setja endanlega niður deilur um hlut starfsmanna í hagræðingu fyrirtækisins, hefði lagt grunninn að þeim launahækkunum sem í samningnum felast og metnar eru upp á rúm 11,4%. „Þetta er eitt af þeim atriðum sem á að geta greitt fyrir uppbygg- ingu og frekara samstarfi við er- lenda fjárfesta," segir Þórarinn um yfírlýsingu verkalýðsfélaganna. Hann sagði mest um vert að tekist hefði að ná samningi án utanaðkomandi þrýstings og setja niður deilur sem hafí þjakað fyrir- tækið um mánaða skeið. Hins veg- ar sé enn of snemmt að segja hvort hættu á lokun álversins hafí verið bægt frá fyrr en niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn lægi fyrir. „Það lá fyrir frá upphafi að við værum reiðubúnir til þess að ganga lengra, ef það væri liður í því að ná fram ásættanlegri niður- stöðu um einhver þau atriði sem fyrirtækið hefur lagt áherslu á, meðal annars í tengslum við fyrir- hugaða stækkun álversins. Hér var tekist á um hugmyndir um einn viðsemjanda, þar sem fé- lögin sameinist með formbundnum hætti, komi fram sem einn viðsemj- andi og komist sameiginlega að niðurstöðu í einni allsheijarat- kvæðagreiðslu. Þetta tókst og fé- lögin náðu saman um að koma fram með loforð okkur til handa, sem var ásættanlegt og tryggir þetta form til aldamóta. Við teljum þetta mjög merkilegan áfanga,“ sagði hann. Ekki afsal á rétti einstakra verkalýðsfélaga Gylfí Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður starfsmanna, sagðist vera þokkalega ánægður með samning- inn. „Við gerðum launaflokka- breytingar sem hafa í för með sér að lægstu launin hækka mest og við höfum fækkað launaflokkum verulega," sagði hann. Gylfí sagði að þær launahækk- anir sem samið var um, umfram hækkanir í samningum annarra stéttarfélaga að undanförnu, stöf- uðu af því að starfsmenn ÍSAL hefðu átt inni efndir fyrirtækisins á greiðslum fyrir aukna hagræð- ingu í rekstri og því markmiði væri nú náð í kjarasamningnum. Hann sagði að yfirlýsing verka- lýðsfélaganna um sameiginlega meðferð kjarasamninga og boðun verkfalls fæli ekki í sér afsal félag- anna á réttindum þeirra. „Þessi yfirlýsing byggist á samstarfs- samningi verkalýðsfélaganna og er um að halda áfram því sem við höfum gert. Við höfum alla tíð gert sameiginlegan kjarasamning og núna höfum við ákveðið að við- hafa sameiginlega afgreiðslu samninga," sagði hann. Gylfi sagðist aðspurður vona að nú skapaðist friður í samskiptum starfsmanna og stjórnenda álvers- ins á næstu árum. „Við höfum lagt á það áherslu að tekið verði upp annað samskiptamynstur en verið hefur sem leiði til bættra samskipta og ekki stendur á okkur hvað það varðar," sagði Gylfi. Niðurkeyrslan ekki talin hafa valdið teljandi Ijóni Undirbúningur undir lokun ál- versins vegna verkfalls starfs- manna stóð í tvær vikur en sam- kvæmt upplýsingum Rannveigar Rist, steypuskálastjóra ÍSAL, lítur ekki út fyrir að niðurkeyrslan hafi valdið fyrirtækinu teljandi tjóni. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað nýgerður kjarasamningur mun kosta fyrirtækið í auknum útgjöldum. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra sagði mikilvægt að tekist hefði að afstýra lokun álversins. Hann sagðist telja að kjarasamn- ingurinn væri góður fyrir báða aðila og að fyrirtækið virtist gera vel við starfsmennina með því að veita þeim aukna hlutdeild í hag- ræðingu. Þá sagði hann að með þessum samningi væri sleginn tónn fyrir hugsanlega samnings- gerð vegna mögulegrar stækkunar álversins. Finnur sagði að samkomulagið gæfi tilefni til aukinnar bjartsýni á að stækkun álversins yrði að veruleika. „Það eru nokkuð miklir möguleikar á að okkur takist að ná samningum um stækkun. Þrátt fyrir að fyrirtækið setji spurningar við svona verkfallsátök, þá hefur yfirlýsing verkalýðsfélaganna í för með sér, að hún tryggir ákveðna hluti og hún skapar aukið svigrúm og betri forsendur en áður var svo að af stækkuninni geti orðið,“ sagði hann. Finnur sagði að samningamenn um stækkun álversins hefðu hald- ið nokkuð að sér höndum á meðan kjaraviðræðurnar stóðu yfír en nú færu menn aftur á fulla ferð í það verkefni og héldu vinnunni áfram. „Ég vona að þetta hafí ekki orðið til þess að raska þeirri tímaáætlun sem búið var að setja upp og að við getum haldið óbreyttum áformum,“ sagði hann. íbúðir fyrir fólk 60 ára og eldra Eiðismýri 30 - Seltjarnarnesi n|i % , £ ,í !, 01 ■ c.1 i 1 l : q ; i 1 [•••T .i Ibúðirnar verða til sýnis kl. 13-15 í dag, laugardag 24. júní, og sunnudag 25. júní. húsinu eru 2ja og 3ja herb. íbúðir. Kynnið ykkur verð og fyrirkomulag. íbúðunum getur fylgt stæði í bílgeymslu. Byggjendur eru Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf. í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Allar frekari upplýsingar gefur Ágúst ísfeld á byggingadeild Félags eldri borgara, Borgartúni 31, sími 562 1477, milli kl. 9 og 12 og í heimasíma 567 1454. sjd 11ÍI1.ÍÍ9 197(1 LARUS Þ VALDIMARSSON, framkv/utosijori UUL I ItlU UUL lu/U KRISTJAN KRISTJÁNSSON, lOGGiUUR fasiíignasaii Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Úrvals íbúð - hagkvæm skipti 4ra herb. íbúð tæpir 100 fm í Seljahverfi. Öll eins og ný. Sér þvhús. Góð bifreiðageymsla. Skipti möguleg á 2ja herb. íbúð. Álfheimar - þríbýli - allt sér Neðri hæð 5 herb. um 125 fm, sólrík. Nýtt gler. Sér þvhús við eld- hús. Nýl. sérhitalögn. Vinsæll staður. Góð lán fylgja. Skipti mögul. Fyrir smið eða laghentan Stór og góð 2ja herb. íb. í reisulegu steinhúsi við Bræðraborgarstíg, smíðaár 1976. Bráðab. innr. í eldhúsi. Þríbýli. Laus fljótl. Suðuríbúð - öll eins og ný 3ja herb. íbúð við Súluhóla. Ágæt sameign. Mikið útsýni. 40 ára hús- næðislán 3,3 millj. Óvenju lítil útb. Nánari uppl. á skrifst. Á úrvalsstað við Digranesveg Endurbyggt einbhús með 5 herb. íbúð. Ræktuð lóð 988 fm. Fráb. út- sýni. Vinsaml. leitið nánari uppl. Hagkvæm skipti í gamla bænum - nágrenni óskast gott skrifsthúsn. 120-150 fm í skiptum fyrir ágætt skrifstofuhúsn. í lyftuhúsi neðarlega við Laugaveg. Á söluskrá óskast: Einbýlishús með 3-4 svefnherb. óskast i Mosfellsbæ. Raðhús eða séríbúð kemur til greina. Einbýlishús eða raðhús óskast í Seljahverfi með rúmg. bílskúr. Húseign með 3ja-4ra herb. íbúð á hæð og lítilli ib. í risi eða kj. Sérhæð eða raðhús í vesturborginni. Margt kemur til greina. .Fjölmargir traustir kaupendur. Ýmiskonar eignask. Opið ídag frá kl. 10-14. Fjöldi eigna í skiptum. Almenna fasteignasalan sf. var stof uð 14. júlí 1944. ALMENNA FflSTEIGNASALAN HUMVEBMBS. 552 1150-552 137» - kjarni málsins! Nettoc ASKO (cn» Qihm OTURBO nilfisk emide oc CD 1— u_ > co '33 JZ Q FÖNIX AUGLÝSIR cc T3 "O xr < 0 —1 _l LU HÖFUM OPNAÐ NÝJA GLÆSILEGA DEILD MEÐ DANSKAR < m* 1— :> < U- ELDHÚS- 0G BAÐINNRÉTTINGAR 0G FATASKÁPA. 30 TT < o ZD —o CD Nú bjóðum víð allt sem þig vantar O —1 —J nr INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI < 1— o í eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í 30 Q oc O svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið. £ cc -cr o —1 LJJ 3= OPNUNAR - SÖLUSYNING cz 30 30 5 cc < KYNNINGARVERÐ Á INNRÉTTINGUM > 30 z u_ o TILBOÐSVERÐ Á RAFTÆKJUM US' cn tr < i Velkomin í Fönix. Heitt á könnunni og ís fyrir börnin. 5 VLU Þeir sem versla fyrir kr. 10.000,- eða meira, geta tekið þátt í 23 23 o l laufléttri Fönix-getraun og unnið Nilfisk-ryksugu að verðmæti -< LU cc kr. 31.600,- eða einhvern 5 aukavinninga. CZ m C3 CD Z \— 1— 'LU mánud. - föstud. DP!Ð 'augard-24. 6. 10-16 #^LJ| | B #V 30 cn >' 2 2 sunnud. 25. 6. 12-17 hátúni6á reykjavík sími 552 4420 m EMIDE NILFISK ÖTURBO (öum ASKO NettO ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.