Morgunblaðið - 24.06.1995, Síða 18

Morgunblaðið - 24.06.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Burt með fíflana úr garðinum ÞÓ börnum finnist spennandi að tína fífla í vönd handa mömmu eða ömmu finnst flestum fullorðnum afskaplega hvimleitt að hafa þessa óboðnu gesti í grasinu hjá sér. Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðing- ur hjá Blómavali segir að til að sporna við miklum fjölda fífla sé um að gera að slá gras- ið og þar með fíf- lana áður en þeir felli fræ. „Þegar fífillinn er orðinn að grárri biðukollu berast fræin með vindin- um og þannig sáir hann sér um allan garð.“ Ef fíflamir eru þegar komnir út um allt gras segir Lára að gamla vistvæna ráðið dugi alltaf vel, þ.e. að ráðast á þá með búrhníf eða kaupa fíflajám svokallað. Járninu er stungið niður eina 10-15 senti- metra með rótinni og þar skorið á hana. Þetta er síðan gert annað slagið ásamt því að slá á meðan fíflarnir em enn gulir. Dugi þetta ekki er til efni sem má úða í grasflöt. Efnið drepur ekki einkímblöðung eins og gras er en gengur frá arfa, fíflum og öðru sem fólki finnst óæskilegt að hafa í grasinu. Þegar eitri er úðað í gras þarf það að vera þurrt og má helst ekki rigna fyrsta sólarhringinn á eftir. Lára segir að ekki éigi heldur að úða þegar núbúið er að slá. „Þetta dugar oftast en þarf í nokkr- um tilfellum að endurtaka. Þessi illgresiseyðir kann líka að drepa blómjurtir og laufblöð á mnnum þannig að úða þarf með varúð.“ Lára tekur fram að börn og dýr eigi ekki að ganga á grasinu fyrstu 1-3 sólarhringana. „Eitur er alltaf eitur og best að plokka fíflana bara upp á gamla mátann." Fjölskyldan saman í ókeypis veiðiferð VEIÐIDAGUR fjöl- skyldunnar verður á morgun, en að honum standa Ferðaþjónusta bænda, Landssamband stangveiðifélaga og Landssamband veiðifé- laga, auk Upplýsinga- þjónustu landbúnaðar- ins. Að baki veiðidags býr sú hugmynd að fjöl- skyldur kynnist þessari tómstundaiðju, fari sam- an í veiðitúr og njóti þess eina dagstund að renna fyrir vatnafisk í stórbrotinni náttúru. Ferðaþjónusta bænda og stangveiðifélögin bjóða ókeypis veiði á morgun. Hægt er að fara beint að veiðisvæð- um, en Ferðaþjónusta bænda mælist til þess að fólk geri vart við sig hjá viðkomandi veiðileyfis- höfum, áður en byrjað er að veiða. Ókeypis veiði á vegum Ferða- þjónustu bænda verður á eftir- töldum stöðum í Meðalfells- vatni, vötnunum í Svínadal; Geitabergsvatni, Þórisvatni og Eyrarvatni. Einnig í Haukadals- vatni, Syðradalsvatni, Hnausa tjörn, Höfðavatni, Vestmanns- vatni, Ekkjuvatni, Urriðavatni og Langavatni. Þá býður Ferða- þjónusta bænda í veiði í Víkur- flóði, Höfðabrekkuljörnum, Heiðarvatni og Hestavatni. í boði stangveiðifélaga verð- ur ókeypis veiði á þessum stöð- UNGAR dömur með afla úr Hlíðarvatni. um: í Elliðavatni, Hítarvatni, Hvaleyrarvatni, Kleifarvatni, Þingvallavatni (aðeins í landi þjóðgarðsins), Langavatni í Laxárdal, sem er við upptök Mýrarkvíslar, Kringluvatni, sem er 5 km sunnan við Langa- vatn, í Vesturósi Héraðsvatna, í Geitabergsvatni, Þórisstaða- vatni, Eyrarvatni og Laxárvatni á Asum. Veiðisvæðin eru víðs vegar um landið, en frekari upplýs- inga er hægt að leita í Vötnum og veiði og Veiðiflakkarnran- um, upplýsingahandbók um sil- ungsveiðisvæði um allt land. NEYTENDUR Morgunblaðið/Emilía Uppskrift vikunnar Indverskur gúllasréttur INDVERSKIR réttir eru þekktir fyrir að vera sterkir og eru marg- ir sælkerar veikir fyrir þeim. Hins vegar hefur það flækst fyr- ir sumum sem ekki eru vanir indverskri eldamennsku að elda þá heima hjá sér. Þessi réttur hefur þá kosti að einfalt er að elda hann og það þarf ekki að kunna mikið í eldamennsku til þess að hann heppnist ágætlega. í réttinum er mikið karrý og er ráðlegast fyrir þá sem eru ekki van- ir sterkum mat að fara varlega með kryddið. Karrý er mis- sterkt og fæst í misjöfnum styrk- leikaflokkum. í þessari uppskrift er miðað við indverskt karrý með miðlungs- styrkleika. Stundum er ágætt að blanda saman mildu og sterku karrýi til helminga, til dæmis hot og mild madras curry powd- er frá Rajah. Best er að smakka sig áfram þegar maður er enn óvanur að elda réttinn. Indverskur gúllasréttur fyrir fjóra 600 g nautagúlias 4 msk. olía 2 laukar 2 hvítlauksgeirar 2 msk. karrý _____’Atsk, engifer__ ______!4tsk. kanill__ salt og pipar eftir smekk 1 'Á msk. hveiti 5 dl vatn 2 tsk. kjötkraftur 1 msk. creamed cocanut 1 msk. sitrónusafi f msk. púðursykur 2 msk. tómatmauk Brúnið gúllasið á djúpri pönnu. Takið svo af og færið uppá disk. Steikið laukinn á sömu pönnu þar til að hann verður ljósgulur. Varist að brenna lauk- inn. Blandið sam- an karrýi, engi- fer, kanil, hveiti, salti og pipar og setjið saman við laukinn. Steikið við vægan hita í litla stund, og bætið þá kjötinu út í með vatni og kjötkrafti. Látið sjóða í u.þ.b. hálfan annan tíma eða þar til kjötið verður meyrt. Gætið þess að vatnið gufi ekki allt upp og ágætt er að bæta einstaka sinn- um vatni út í réttinn og hræra í. Nú er bætt við creamed cocoan- ut sem er leyst upp í heitu vatni, sítrónusafanum, púðursykrinum og tómatmaukinu og hrært vel í og látið malla í u.þ.b. 5-10 mínút- ur. Þessi réttur er mjög seðjandi. Indversk hrísgrjón eru nauðsyn- legt meðlæti og mango chutney mauk, en það fæst í flestum matvörubúðum. Einnig er gott að bera fram ferska ávexti með, t.d. mangóávöxt eða banana. Sumum finnst nan-brauð vera ómissandi með indverskum mat, sérstaklega til þess að þurrka afgangssósuna af diskinum. Einnig er gott að hafa smurða brauðsneið eða snittubrauð með. Hafið nóg af svaladrykk með matnum. Sölusýning á handverki Í TILEFNI af ráðstefnu norrænna búvísindamanna setur Hándverk, reynsluverkefni upp sölusýningu á íslensku gæðahandverki í Háskóla- bíói 26.-29. júní. Sýningin er opin almenningi þriðjud. 27. júní kl. 10-16 og aðgangur ókeypis. Markmið Handverks, sem er 3ja ára reynsluverkefni, er að efia hand- verksiðnað, stuðla að framförum í framleiðslu handverksmuna og efl- ingu gæðavitundar meðal hand- verksfólks. Guðrún Hannele Hentt- inen, verkefnisstjóri, segir að á sýn- ingunni verði rjóminn af íslensku handverki, m.a. verði þar ýmsir nytjahlutir; minjagripir og skraut- munir eftir sautján handverksmenn víðs vegar á landinu. Munirnir eru úr íslensku hráefni; ull, hornum, beinum, tré, silfri, leir. Flugnafælur TVÆR gerðir af flugnafælum komu nýlega á markað. Önnur gengur fyrir rafhlöðu og er því hægt að bera hana á sér á ferðalagi, en hinni er stungið í rafmagnsinnstungu á vegg og er sérstaklega ætluð í svefn- herbergi eða aðrar vistarverur. Fælurnar, sem eru framieiddar á Italíu, gefa frá sér hátíðnihljóð, sem mýflugur á varptíma þola ekki. A umbúðum segir að það líkist hljóði sem karlfluga gefur frá sér. „Fijóvg- uð kvenfluga þolir hljóðið ekki og forðar sér ef hún heyrir það.“ Stilla má tiðni þess eftir því hve mikið er af flugum í umhverfinu. Hver flugnafæla kostar um 1.200 kr. og að sögn Þuríðar Ottesen, inn- flytjanda, fást þær m.a. í lyfjaversl- unum, veiðihúsum, fríhafnarverslun- inni í Keflavík og í flugvélum. -----------♦.♦ ♦----- Hafðu lista með í búðina FÓLKI hættir til að kaupa allskyns óþarfa í matvöruverslunum, sérstak- lega ef það fer í leiðangurinn með tóman maga. í bandarísku blaði var nýlega ver- ið að ráðleggja lesendum hvernig þeir ættu að fara að því að spara tíma og peninga þegar keypt væri til heimilisins. Þeim var bent á að hafa alltaf lista með sér í búðina þar sem skráð væri það sem kaupa á og ekki að hnika frá honum. Þá var lesendum ráðlagt að skipta listanum niður eftir því hvar í búð- inni vörurnar eru. Lögð var áhersla á að fjölskyldan settist niður í hverri viku og gerði áætlun yfir það sem elda ætti á hveijum degi þá vikuna. Að því búnu færi einhver og athugaði hvað vant- aði. Að lokum var mælt með að fólk léti blað hanga á ísskápnum svo það gæti fært inn það sem klárast. €M> SKEMMTUN FYRIR ALLA FIÖLSR YLPUN A 0 22 - 25* júlí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.