Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 33 sviðsljósi. Einhvem smátíma hafði hann afskipti af bæjarmálapólitík. Ég held þó að honum hafí ekki hugnast alls kostar siík afskipti. Hins vegar breytti það engu um að hann var alla tíð staðfastur sjálfstæðismaður og ég hygg að fátt hefði getað haggað þeirri trú. Um árabil sat hann í Stjóm Sögu- félags Skagfirðinga. Sú starfsemi höfðaði sérstaklega til hans þar sem faðir hans hafði verið einn af forgöngumönnum um stofnun fé- lagsins, auk þess sem sagnfræði- legur fróðleikur var honum hug- leikinn. Hann var einatt málfars- legur ráðgjafí við útgáfustarfíð og las yfír handrit og prófarkir. Allt þetta vann hann af hinni mestu nákvæmni og góðri þekkingu. Um störf hans á þeim vettvangi get ég borið vitni, því að stundum leit- aði ég í smiðju hans. Sjálfur fór Friðrik sér hægt á ritvellinum. Það má harma, því að hann var einkar ritfær maður, ritaði kjammikla og hreina íslensku. Um það geta þeir sannfærst sem lesa frásögn hans í síðasta tölublaði Hestsins okkar. Þess má og geta að Friðrik talaði óvenju hreint og fagurt mál. En það væri ófullkomin lýsing á Friðriki Margeirssyni að lýsa honum eingöngu sem skólamanni og íslenskufræðingi. Hann ólst upp í sveit og tók virkan þátt í bústörf- um langt fram á fullorðinsár. Frið- rik hélt alla tíð erfðahlut sínum í Ögmundarstöðum og hafði þar um árabil bæði kindur og hross, nú síðustu árin hross. Hann heyjaði þar á sumrum, rak á fjöll og fór í göngur. Friðrik var í eðli sínu mikill sveitamaður og ég held raunar að hann hafi ávallt unað sér betur í sveitinni en á mölinni. Hann var einstaklega glöggur á skepnur og dýravinur mikill. Með tímanum eignaðist hann góðan stofn hrossa, sem hefur sífellt far- ið batnandi og hafa nokkur úrvals- hross komið frá honum sem gert hafa garðinn frægan. Hann var jafnframt hinn besti reiðmaður og sat hest einkar fallega á íslenska vísu og varð ekki skotaskuld úr að teygja gæðing til kosta. Skemmtilegt og fræðandi var að vera með honum á ferðalögum og á ég þaðan góðar og dýrmætar endurminningar. Einkum eru mér minnisstæðar margar ferðir með honum um Staðarfjöllin, en þar má heita að hann þekkti hveija þúfu. Á góðum stundum var hann sagnabrunnur hinn mesti og hafði næmt auga fyrir því spaugilega. Friðriki var afar annt um hesta sína og vandur að kaupendum þeg- ar hann seldi frá sér ung hross. Ég varð var við að hann kaus held- ur að selja ódýrt ef hann treysti kaupanda til að reynast hestinum vel og einatt reyndi hann að frétta hvað orðið hefði síðar, jafnvel þó að mörg ár liðu. Sölunni fylgdi oft ein eða fleiri stökur, því að hagyrð- ingur var hann góður. Eftir að Friðrik lauk skólastörf- um gat hann gefið sig af alhug að hugðarefni sínu, umhirðu og uppeldi hrossanna sinna. Við það var hann vakinn og sofinn til hins síðasta. Með naumindum gaf hann sér tíma til að skreppa til læknis í „smáskoðun“. En það var þá orð- ið um seinan. Síðasta ferðin var hafin. í einkalífi var Friðrik gæfumað- ur. Hann eignaðist hina ágætustu konu sem reyndist honum tryggur förunautur og studdi hann með ráðum og dáð og bjó þeim fallegt og aðlaðandi heimili. Sambúð þeirra var kærleiksrík og ein- kenndist af gagnkvæmri virðingu. Þau urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá öll sín börn komast vel til manns og eignast fjölskyldu. Öll hafa þau sýnt foreldrum sínum mikla ræktarsemi, enda hafa þau öll átt annað heimili sitt hjá Öldu og Friðriki á Hólavegi 4. Þar hefur því oft verið mannmargt og glatt á hjalla. Raunar má segja að það heimli hafi legið „um þjóðbraut þvera“ því að fá hjón hef ég vitað gestrisnari. Það eru nú liðnir rúmir fjórir áratugir síðan ég kynntist Friðriki fyrst. Svo einkennnilega vildi nefnilega til að hann tók við kennslu sem ég hafði haft á hendi við skólana á Króknum. Og nokkru seinna varð ég mágur hans. Lang- tímum saman voru samskipti okk- ar mikil og á hans góða heimili hef ég ávallt notið mikillar gest- risni og hlýju sem og öll mín fjöl- skylda. Tryggari vin og betri fé- laga en Friðrik Margreirsson hef ég ekki eignast enda hygg ég að trygglyndi og trúnaður hafí verið eitt af hans fegurstu aðalsmerkj- um. Nú er þessi gamli og góði vinúr minn horfinn yfír móðuna miklu. Alltof snemma að mér finnst. Minningar hrannast upp. Á hug- ann leita sundurleitar tilfínningar; gleði yfír öllum góðu stundunum,. þakklæti til þess manns sem hefur auðgað líf mitt svo mjög og sár söknuður. Skagafjörður hefur föln- að fyrir sjónum mínum og verður varla samur aftur. En hví skyldi fást um það? Enginn spornar við örlögunum og öll göngum við þessa sömu götu fyrr eða síðar. Það heyri ég þennan æðrulausa vin minn segja. Hugurinn leitar til þeirra sem næstir honum stóðu; eigin- konu, barna, barnabama og tengdafólks og háaldraðrar fóstur- móður sem nú syrgir góðan son. Öllum þeim sendum við hjón og böm okkar hinar innilegustu sam- úðarkveðjur og finnum djúpt til með þeim við svo sviplegt fráfall þessa mæta manns. Sigurjón Björnsson. Þau válegu tíðindi bámst norðan úr Skagafírði í síðustu viku að Friðrik Margeirsson væri látinn. Fregnin um sviplegt fráfall hans vekur með mér trega og eftirsjá. Friðrik var heimilisvinur for- eldra minna og náinn vinur föður míns. Milli þeirra var fágæt og traust samvinna. Friðrik byijaði kennslustörf sín á Sauðárkróki, fyrst undir stjórn föður míns séra Helga Konráðssonar, en tók ekki löngu síðar við skólastjórn bæði í Gagnfræða- og Iðnskóla Sauðár- króks. Hugurinn reikar til löngu horf- innar æsku minnar fýrir norðan. Ég er lítil telpa að leik inni í borð- stofu foreldra minna þegar pabbi kemur þar inn. í fýlgd með honum er ungur ókunnugur maður, Frið- rik. Var hann þá nýlega útskrifað- ur norrænufræðingur frá Háskóla íslands. Trúlega mun þessi heim- sókn hans hafa verið upphaf að kennsluferli hans á Króknum. Man ég að hann heilsaði mér glaðlega og lét þess getið að skyldleiki væri mikill með okkur. Lítt gaf ég því þá gaum og fannst lítils um vert. En seinna hef ég reynt að hann er eini frændinn sem ég hef eignast um ævina. Hann var mér ávallt vinveittur og batt við mig tryggð. Með þakklátum hug minn- ist ég nú næstum hálfrar aldar vináttu, en mest og best þakka ég þó mínum góða frænda hve vel og drengilega hann hefur heiðrað og ræktað minningu föður míns. Nú þegar Friðik Margeirsson er til moldar borinn þykir mér orðið skarð fyrir skildi þar norður frá. I mínum huga er Krókurinn svip- minni og hinn blái litur Stólsins hefur fölnað. Síðast sá ég Friðrik í nóvember síðastliðnum. Var hann þá á ferð hér fyrir sunnan. Síst hvarflaði þá að mér þegar ég horfði á eftir skagfirska höfðingjanum ungleg- um og kvikum í hreyfmgum að þetta væri okkar síðasti fundur. Öldu Ellertsdóttur, hinni ástúð- legu og fallegu eiginkonu Friðriks og börnum þerira sendi ég mínar einlægustu samúðarkveðjur. Ragnhildur Helgadóttir. • Fleiri minningargreinar um Fríðrik Margeirsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. UNNURISLEIFS- DÓTTIR LARSEN + Unnur ísleifs- dóttir frá Ráða- gerði í Vestmanna- eyjum fæddist 13. ágúst 1912. Hún lést í Danmörku laugardaginn 27. mai síðastiiðinn. Foreldrar hennar voru ísleifur Sig- urðsson og Valfríð- ur Jónsdóttir og voru börn þeirra fjögur sem öll eru nú látin. Einkadótt- ir Unnar er Edda Rasmussen, fædd 1943, gift Sören Rasmussen verktaka og búa þau í Hvidovre í Danmörku. Synir þeirra eru Jan og Peter. Útför hennar fór fram frá Hvidovrekirkju fimmtudaginn 1. júní. LÁTIN er í Danmörku á 83. aldurs- ári Unnur ísleifsdóttir Larsen. Með nokkrum orðum langar okkur til að minnast þessarar góðu vinkonu okkar. Það eru-40 ár síðan leiðir okkar lágu saman og alla tíð stóð heim- ili hennar okkur opið, til styttri eða lengri dvalar. Unnur var fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og fór ung til Reykjavíkur að fullnema sig í kjólasaumi, en við það hafði hún unnið í Eyjum. Að því loknu sigldi hún til Danmerkur. Átti dvölin þar ytra aðeins að vara í tvö til þijú ár, en heimsstyijöldin síðari skall á og dvölin í Danmörku varði í tæp 60 ár. Fyrstu tvö árin vann Unnur á stórri saumastofu og þar lærði hún mikið i kjólasaumi, sem síðar átti eftir að koma sér vel á lífsleið- inni. Hún giftist dönskum manni og átti með honum dótturina Eddu. Þau slitu fljótlega samvistir og ól Unnur dóttur sína ein upp. Hún bjó þeim fallegt og hlýlegt heimili og bjó alla tíð á sama stað, Álandsgade 55 á Amager. Heima á Álandsgötu vann Unn- ur alfarið við kjólasaum. Hún saumaði fýrir hinar ýmsu verslanir stórborgarinnar og var mjög eftir- sótt, enda vel kynnt og vandvirk með afbrigðum. Þetta gerði það að verkum að hún gat annast dótt- ur sína, enda ekki kostur á dagvist í þá daga. Vafalítið hefur þetta oft verið erfitt í lok stríðsins og strax þar á eftir. En hún var sjálfstæð og ákveðin ung stúlkan úr Eyjum. Þeir sem kynntust og þekktu þessa hjartastóru konu geta vafa- laust allir tekið undir það að hjálp- samari og tryggari einstaklingur var vandfundinn. Margur landinn, bæði fyrr og síðar, á henni skuld að gjalda. Það voru ófáir sem hún hýsti og hjálpaði í veikindum og erfiðleikum í Kaupmannahöfn. Á árum áður fóru íslendingar í stórar læknisaðgerðir til Kaupmanna- hafnar og þurftu bæði hjálp og húsaskjól fyrir ættingja og fylgd- arfólk. Þá og alltaf var mikið hjartarúm á Álandsgötunni hjá Unni, þó húsakynnin væru ekki Séríræðingar í blómaskreytingum við öll la'kilæri Hblómaverkstæði aiNNA^ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 stór, en rósemi og æðruleysi þessarar góðu konu vógu þetta upp og vel það. Um þetta allt getum við sem þessar línur ritum vel vitnað. Kynni Unnar og fjölskyldu okkar hó- ftist árið 1955, er Huld fór með veika systur sína til Kaupmanna- hafnar í hjartaaðgerð. Allar þijár voru þær fæddar og aldar upp í Eyjum, en þekktust ekki að ráði þar, enda eru 4-5 ár mikill aldursmunur á bams- og unglingsárum. Ekki var Huld búin að dvelja lengi á hóteli í Höfn þegar bankað var upp á. Þar var þá komin Unnur frá Ráða- gerði og tók ekki annað í mál en að Huld flytti heim í Álandsgötu. Þar dvaldi hún í þá tvo mánuði sem eftir vora af dvöl hennar i Höfn. Hugsunarsemi og elskulegheit á erfíðum tímum era ómetanleg og verða seint fullþökkuð. Alla tíð síðan var Unnur eins og ein af fjölskyldunni. Hún gladd- ist með okkur í gleði og tók ekki síður þátt í sorgum okkar. Mikill samgangur var á milli þeirra vin- kvenna og mörg ferðalögin hafa þær og við farið í gegnum árin. Vinátta Unnar náði yfír böm og tengdaböm Huldar, við voram öll sem eitt hjá henni. Á síðustu 15 árum hafa ferðir okkar til Dan- merkur verið tíðar og oftast var gist hjá Unni. Þar átti Magnús sitt fasta sæti við borðstofuborðið og þar mátti sko enginn annar sitja þegar við vorum á ferð. Síðari ár var Unnur dugleg við að heimsækja gamla landið sitt, oftast í fylgd með fjölskyldu sinni, en gott samband var þeirra allra á milli. Naut hún þess að sýna þeim æskuslóðimar og hún kunni margar skemmtilegar sögur frá fyrri tímum. Síðasti kjóllinn sem Unnur saumaði var glæsilegur brúðarkjóll á tilvonandi brúði Jans, dótturson- ar hennar, en brúðkaupið var hald- ið með pompi og prakt úti á Jót- landi hinn 20. maí sl. Þangað var okkur öllum boðið og sjaldan hefur nokkur amma ljómað eins af gleði og stolti og Unnur gerði þennan dag. Heyrðum við að fólk átti bágt með að trúa því að amma brúðgu- mans, 82 ára, hefði saumað hinn glæsilega brúðarkjól. Eftir hið skemmtilega brúðkaup áttum við _ fjögur góða viku saman, eins og * svo oft áður. Höfðum við leigt okkur sumarbústað við Norðursjó og skoðað okkur um á Jótlandi. Viku eftir gleðidaginn góða skyldi haldið heim á leið til Kaupmanna- hafnar með viðkomu hjá Jóhanni, sonarsyni Huldar, og hans fjöl- skyldu. Unnur vildi hvfla sig eftir bílferðina, sofnaði og vaknaði ekki meir. Svo snöggt, svo óvænt, og við sem áttum eftir að vera viku sam- an enn á Álandsgötu, hlæja meira og gera svo margt skemmtilegt. Það sem gefur lífínu gildi er fólkið sem við kynnumst á lífsleið- inni. Nú, þegar Unnur er öll, eri— okkur efst í huga þakklæti til for- sjónarinnar sem gaf okkur tæki- færi til að kynnast henni og eiga hana að vini. Eftir standa minning- ar um fjölmargar ánægjulegar samverustundir, sem bæði verma og gleðja. Innilegar kveðjur og þakklæti era frá Brynju og ijölskyldu. Stuðningur Unnar við þau fyrir tveimur árum var ómetanlegur. Þá sást enn og aftur hvem mann hún hafði að geymja. Hennar verð- ur sárt saknað. Einlægar samúðarkveðjur send- um við Eddu og fjölskyldu. Huld Kristmannsdóttir, Edda og Magnús. t Faðir okkar, EIRÍKUR J. KJERÚLF, verður jarðsunginn frá Valþjófsstaðarkirkju mánudaginn 26. júní kl. 14.00. Þórey Eiriksdóttir, Sölvi KjerulL Droplaug Kjerúlf. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR AXELSDÓTTUR Gógó, Hæðargarði 29, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 26. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á að láta Bústaða- kirkju njóta þess. Jón Steinar Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Gunnar Sverrir Guðmundsson, María Helga Guðmundsdóttir, Þórarinn Jónsson, Anna Sigriður Guðmundsdóttir, Reynir Halidórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilega þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og sonar, GUÐMUNDAR KJERÚLF, Hólavallagötu 13. Ingibjörg Hejgadóttir, Guðmundur Ingi Kjerúlf, íris Hrönn Sigurjónsdóttir, Andrés H. G. Kjerúlf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.