Morgunblaðið - 24.06.1995, Page 39

Morgunblaðið - 24.06.1995, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 39 Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir STARFSMENN Prentsmiðjunnar Odda og fjölskyldur þeirra samankomin við Oddakirkju á Rangárvöllum. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur er fyrir miðju. Vestfirzkar konur Ráðstefna um atvinnumál kvenna á Vestfjörðum SNERPA er heitið á átaksverkefni í atvinnumálum kvenna á Vest- fjörðum, sem heldur ráðstefnu á Isafirði í dag, 24. júní. Verkefnið Snerpa varð til í kjöl- far ráðstefnu um atvinnumál kvenna sem haldin var á ísafirði fyrir fjórum árum. Á þeirri ráð- stefnu komust vestfirzkar konur að þeirri niðurstöðu, að efna þyrfti til átaks til að efla stöðu kvenna í atvinnulífinu og þá sérstaklega í fyrirtækjarekstri. Hefur Snerpa nú verið starfrækt í tvö ár og stutt konur til frumkvæðis í at- vinnusköpun á Vestfjörðum. Verkefninu lýkur nú í sumar. Fyrir ráðstefnunni í dag liggur fyrir að líta yfir farinn veg og meta þróun mála á síðustu fjórum árum; vega og meta þann árangur sem náðst hefur fyrir konur í at- vinnulífinu. Stefnt er að því að komast að niðurstöðu um það hvað eigi að taka við, hvernig eigi að vinna að málefnum kvenna i framtíðinni. í tengslum við ráðstefnuna verður haldin framleiðslusýning þar sem nýjungar í vestfirzku at- vinnulífi sem orðið hafa til fyrir tilstilli kvenna verða kynntar. Ráðstefnan fer fram í Stjórn- sýsluhúsinu og hefst kl. 10 árdeg- is. Ferming FERMING verður í Möðrudals- kirkju á Fjöllum sunnudaginn 25. júní kl. 14. Fermd verða: Eyrún Huld Haraldsdóttir, Eyvindará, Egilsstöðum. Vilmar Freyr Sævarsson, Sólvöllum 6, Egilsstöum. Prestur er sr. Bjarni Guðjóns- son, Valþjófsstað. Fj ölskylduhátí ð á Miklatúni NÁGRANNAR halda fjölskyldu- hátíð á Miklatúni fyrir hverfið umhverfis Miklatún; Hlíðar, Norð- urmýri og Holt, sunnudaginn 25. júní kl. 14-17. Á hátíðinni verður margt til gamans gert, þar verða m.a. leik- tæki fyrir börnin, þaú geta látið mála sig í framan^ furðufuglar mæta á svæðið, íþróttafélagið Valur stendur fyrir uppákomu, Slökkviliðið sýnir björgun úr bílfl- ökum, dansskólar úr hverfinu sýna dans, Megas spilar og syng- ur, harmonikkuhljómsveit spilar o.fl. Emmess ís gefur íspinna, hægt verður að kaupa grillaðar pylsur og ennfremur ætla íbúarn- ir að bjóða hver öðrum upp á heimabakaðar kökur. Sumarferð Kársnessóknar á sunnudaginn FARIÐ verður í árlega sumarferð Kársnessafnaðar í Kópavogi sunnudaginn 25. júní og verður farið frá Kópavogskirkju kl. 10 á sunnudagsmorgunin. Farið verður um hreppana og söguslóðir í uppsveitum Árnes- sýslu. Leiðsögumaður verður Jón Böðvarsson, menntaskólakennari. Allir íbúar sóknarinnar eru vel- komnir í ferðina endurgjaldslaust. Gert er ráð fyrir að fólk kaupi sér sameiginlegt kaffi á leiðinni en Oddi gróður- setur í Odda Hellu - Forráðamenn Prent- smiðjunnar Odda stóðu nýverið fyrir gróðursetningarferð meðal starfsmanna sinna tii Odda á Rangárvöllum. Alls tóku um níutíu manns, starfs- menn og fjölskyldur þeirra, þátt í ferðinni, en Prentsmiðjan Oddi sækir nafn sitt til Odda- staðar. „Okkur þótti við hæfi á 50 ára afmæli prentsmiðjunnar 1993 að koma á einhvers konar tengingu við Oddastað ogþað varð úr að gera það með þess- um hætti,“ sagði Þorgeir Bald- ursson forstjóri Prentsmiðj- unnar Odda. „Við fengum Pétur Jónsson landslagsarkitekt til að teikna hér upp nokkurs konar skrúð- garð, þar sem gaman væri að koma í þegar kirkjan er heim- sótt og gæti eins nýst fyrir staðarhaldara til að spjalla við gesti sem koma hér í stórum stíl og vilja fræðast um sögu staðarins. Við erum núna að tyrfa, útbúa göngustíga og gróðursetja, en verkefnið er til tveggja eða þriggja ára og er auk fyrh*tækisins styrkt af starfsmannafélaginu. “ Þátttakendur í ferðinni áttu góða dagsstund saman í Odda við gróðursetninguna, en sókn- arpresturinn, sr. Sigurður Jónsson, tók vel á móti þeim með leiðsögn um kirkjuna og staðinn. Að lokum var grillað og farið í leiki með börnunum. að öðru leyti er reiknað með að hver og einn hafi með sér nesti. Komið verður til baka um kvöld- matarleytið. Síðasti dagur Kringlukastsins í dag KRINGLUKAST, markaðsdagur Kringlunnar, hófst sl. fimmtudag. Mikil aðsókn var á Kringlukast fyrsta daginn og voru vi'ðskipta- vinir rúmlega 18.000. Nokkrar vörur á Kringlukastst- ilboði eru að seljast upp og er t.d. ein tegund af töskum sem er á tilboði hjá Pennanum nú þegar uppseld þó að mikið magn væri keypt inn vegna Kringlukastsins. Kringlukastið stendur í þrjá daga og lýkur því í dag, laugar- dag. í dag verða verslanir opnar til kl. 16 en vegna þess að Kringlukastinu er að ljúka ætla nokkrar verslanir að hafa opið til ki. 17 í dag. Á Kringlukasti eru verslanir og flest þjónustufyrirtæki í Kringl- unni með sérstök tilboð og lögð FRÉTTIR er áhersla á að einungis sé boðið upp á nýjar vörur, þannig að ekki er um útsölu að ræða. Á þessu Kringlukasti er t.d. hægt að gera mjög góð kaup á fatnaði, skóm, gjafavörum, töskum, búsáhöldum, heimilistækjum, snyrtivörum, skartgripum, úrum, sólgleraug- um, viðlegubúnaði, geisladiskum, svínakjöti, úrbeinuðum hangi- frampörtum, heilsuvörum, viðar- vörn, værðarvoðum og fjölmörgu öðru. Veitingastaðirnir í Kringl- unni eru með sértilboð í tilefni Kringlukastsins. Þeir sem koma á Kringlukast geta tekið þátt í skemmtilegum kaupleik, Stóra afslætti, sem er vinsæll leikur og áberandi hluti hvers Kringlukasts. Damien Black léikur á Café Romance BRETINN Damien Black leikur og syngur á Café Romance um helgina. Damien hefur það að atvinnu að ferðast um heiminn og spila á svokölluðum píanó-börum og hef- ur hann spilað á nokkrum bestu píanó-börum heims, svo sem Max- ims í Amsterdam. Hann hefur í farteskinu yfir 1.200 lög. Damien leikur á Café Romance frá kl. 10-1 virka daga en til kl. 3 um helgar, einnig leikur hann fyrir matargesti sömu daga á Café Óperu. ■ DREGIÐ var í happdrætti heyrnarlausra 20. júní 1995. Vinningar féllu sem hér segir: 1. vinningur, ferð með Flugleiðum hf. að verðmæti 200.000 kr. kom á miða nr. 11978, 2.-11. vinning- ur, ferð með Flugleiðum hf., hver vinningur að verðmæti 50.000 kr. kom á miða nr.: 334, 2493, 3311, 4231, 5160, 8219, 9051, 11273, 13385 og 14451. 12.-18 vinning- ur, Kolster sjónvarp frá Sjónvarp- smiðstöðinni, hver vinningur að verðmæti 70.000 kr. kom á miða nr.: 494, 826, 1157, 1869, 2162, 2383, 2403, 3085, 3702, 3783, 4941, 5336, 5483, 7142, 7301, 7748, 7991, 8696, 8742, 9021, 10193, 10230, 12110, 13283, 13882,14439 og 14919. Vinninga skal vitja á skrifstofu Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26,101 Reykjavík. (Vinningsnúmer birt án ábyrgðar) ■ VOPNFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík hélt sinn árlega kaffi- dag sunnudaginn 28. maí sl. Að vanda kom fjöldi brottfluttra Vopnfirðinga saman og áttu góð- an dag í Safnaðarheimili Bústaða- kirkju. Sunnudaginn 25. júní nk. verður farin hin árlega gróður- setningarferð í Heiðmörk. Félagar í Vopnfirðingafélaginu verða í reit félagsins í Heiðmörk kl. 13.30. 25 ára afmæli nytj askógræktar TUTTUGU og fímm ár verða liðin 25. júní nk. frá því fyrstu plönturnar í skipulagðri nytjaskógrækt bænda voru gróðursettar á íslandi. Sú gróð- ursetning fór fram í landi Víðivalla á Fljótsdalshéraði, í áætlun sem gerði ráð fyrir að á 25 árum yrðu 1.500 ha lands í Fljótsdal teknir undir skóg- rækt. Settu marki hefur verið náð, en þó aðeins vegna þess að í maímán- uði 1989 samþykkti ríkisstjórn Ís- lands „að klæða skyldi skógum allt nýtjanlegt skógræktarland á Fljóts- dalshéraði á næstu 40 árum“. Þetta var upphaf Héraðsskóga, sjálfstæðs skógræktarverkefnis um nytjaskóg- rækt á Fljótsdalshéraði, sem tók við af Fljótsdalsáætlun. Á ári hveiju eru gróðursettar allt að 1.400 þúsund tijáplötur á vegum Héraðsskóga og síðustu 25 árin hafa því verið gróður- settar tæpar sex milljónir tijáplantna í nytjaskógrækt á ofanverðu Fljóts- dalshéraði sem þekja um 2.000 ha. lands. Áætlun um Héraðsskóga hljóðar upp á 40 ár og að þeim tíma loknum verða 15 þús. ha. af Fljótsdalshéraði vaxnir nýskógi eða sem samsvarar 100 metra breiðu skógarbelti með- fram hringveginum. Fyrir eru á Hér- aði 4.000 ha, af skógi í einkaeign og skógarteigum Skógræktar ríkis- ins. Opinn dagur í Víðivallaskógi I tilefni 25 ára afmælis nytjaskóg- ræktar á bújörðum á Fljótsdalshér- aði, og í raun á landinu öllu, verður opinn dagur í hinum nýja Víðivalla- skógi í Fljótsdal sunnudaginn 25. júní frá kl. 12-16.30. Þar gefst fólki kostur á að kynna sér flestar hliðar nytjaskógræktar, menn munu verða við ýmis störf í skóginum, s.s. girð- ingarvinnu, jarðvinnslu, gróðursetn- ingu, grisjun og viðarvinnslu. Auk þes verða veitingar á boðstólum, gos og pylsur fyrir börnin og vonandi gott veður. Að kvöldi sama dags verður efnt til mikillar veislu í skóginum, stærstu skógarveislu sem haldin hefur verið á íslandi, þar sem landbúnaðarráð- herra, skógarbændur og aðrir boðs- gestir munu gæða sér á heilgrilluðum fjallalömbum frá kjötvinnslunni Snæfelli. óðii ossvoflsstöd<n hf pliilfMSHlHfl I Opið 8-19 & um helgar 9-17. Sími 564-1777 Helgartilboð (meðan birgðir endast) Birki 125-150 kr, 640 (áður990). Birki 151-176 kr. 840 (áðuri.350). Sumarblóm og margt annað handa þér: Fræðslurit um garða, trjárækt og klippingar. Verkfæri, stór og smá, og alls kyns garðvörur. Ef eitthvað bjátar á í garðinum \1 A bjóðum við V P 1 trausta leiðsögn og \ varnarefni \ L F gegn illgresi % * og mein- dýrum. - -r-ossvo<l»«t<Win hf Ráðgjöf, þjónusta, leiðsögn Fossvogsstöðin, Fossvogsbletti 1, f. neðan Borgarspítala

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.