Morgunblaðið - 24.06.1995, Síða 52

Morgunblaðið - 24.06.1995, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / ALOJREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK : ú' ÍJl l *i; j; | - f-'í • :i~- r - - ; Morgunblaðið/Golli Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, kom til landsins í gær Getur borið skips höfn í einni ferð Björk hafði sigur BJÖRK Guðmundsdóttir hafði fullan sigur í máli sem höfðað var gegn henni vegna fjögurra laga á breiðskífunni Debut. Tónlistar- maðurinn Simon Lovejoy hélt því fram að hann hefði samið lögin með Björk og ætti því rétt á verulegum fébótum, enda hefur platan selst i þremur milljónum eintaka. Þegar málið kom fyrir rétt féll hann þó frá kröfu vegna þriggja laganna. Þegar dómari tók málið fýrir í gær vísaði hann því frá. Christine C., blaðafulltrúi útgáfu Bjarkar, One Little Indian, sagði að Björk hefði haft fullan sigur í málinu. „Dómarinn vísaði málinu frá og sagði að það hefði aldrei átt að ná þetta langt; málatil- búnaður Lovejoys væri aumkvunarverður." Hún sagði að Björk og þeir sem með henni ynnu væru eðlilega í sjöunda himni yfir þessum málalyktum, en málskostnaður hennar næmi um fimm milljónum króna. Breska, ríkið greiðir málskostnað Lovejoys sem er atvinnulaus. NÝ björgunarþyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-LÍF, kom til landsins i gær. Hún er mun stærri og öflugri en fyrri þyrlur og getur til dæmis tekið 20 manns í sæti, auk áhafnar. Burð- arþoli þyrlunnar hafa menn Iýst svo, að hún geti bjargað skips- höfn í einni ferð, en fyrri þyrlur hafa mest borið 8 manns, auk áhafnar. Samningur um kaup á þyrl- SAMNINGAR náðust fyrir hádegi í gær í kjaradeilu starfsmanna álvers- ins og viðsemjenda þeirra og var verkfalli frestað til næstkomanði fimmtudags á meðan kynning á efni samningsins og atkvæðagreiðsla fer fram. Samið um 11,4% launahækkun Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra segir að samkomulagið gefi tilefni til aukinnar bjartsýni á að stækkun álversins verði að veru- leika. Nú færu menn aftur á fulla ferð í það verkefni. Kjarasamningurinn gildir til árs- loka 1996 og felur í sér um 11,4% unni var undirritaður 2. júní 1994. Hún er af gerðinni Super Puma og á að baki 350 flug- tíma. Þyrlan kostar tæplega launahækkanir á samningstímanum. Laun allra starfsmanna álversins hækka um 3,2% frá 9. júní og um 3% frá næstu áramótum. Einnig var samið um að hveijum starfsmanni sem verið hefur á láunaskrá 6 mán- uði eða lengur skuli greidd 26 þús. kr. eingreiðsla við aðra launaútborg- un eftir samþykkt samningsins. Þá eru gerðar umtalsverðar breytingar á röðun í launaflokka og fá lægst launaðir starfsmenn um 10% launa- hækkun við þær breytingar. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI, sagði að yfirlýs- ing sem verkalýðsfélögin gáfu um að þau ætluðu að koma fram sem einn milljarð króna og er m.a. búin fullkomnum afísingarbún- aði, fjögurra ása sjálfstýringu, tvöföldu björgunarspili og flug- einn viðsemjandi væri merkilegur áfangi og væri eitt þeirra atriða sem greitt gætu fyrir frekara samstarfi við erlenda fjárfesta. Skapar fordæmi Þórarinn sagðist telja að VSÍ myndi í framhaldi af þessum samn- ingj knýja á um að fleiri stéttarfélög byndust innbyrðis samtökum á nokkrum öðrum sviðum. Víða væru átök milli félaga um að viðhalda til- teknum launahlutföllum og það væri óþolandi fyrir vinnuveitandann að vera stöðugt undir það seldur að fá á sig verkföll á verkföll ofan vegna átaka um þennan launamun. drægi hennar getur verið allt að 830 sjómílur. Rekstrarkostnaður þyrlunnar hefur verið áætlaður um 165 milljónir króna á ári, miðað við 300 flugtíma. Þyrla Gæslunnar, TF-SIF, hefur mest flogið um 480 tíma á ári, og miðað við það gæti árlegur rekstrarkostnaður TF-LÍF farið í um 190 milljónir. í sameiginlegri yfirlýsingu tíu verkalýðsfélaga starfsmanna álvers- ins, sem gefin var út samhliða undir- ritun kjarasamningsins, segir að fé- lögin muni semja sameiginlega um einn kjarasamning fyrir alla félaga, viðhafa sameiginlega atkvæða- greiðslu um heildarkjarasamning og sameiginlega allsheijaratkvæða- greiðslu um afstöðu starfsmanna til verkfallsboðunar á næstu árum en yfirlýsingin gildir til aldamóta og framlengist síðan um þijú ár í senn nema öll félögin séu sammála um annað. ■ Samiðíálverinu/10-11 Björk Guðmundsdóttir Fjölmenni fagnaði/4 Iðnaðarráðherra um kjarasamning o g yfirlýsingu starfsmanna ÍSAL Viðræður um stækkun álvers aftur á fulla ferð Ný reglugerð um 70% hámarkslánshlutfall í húsbréfakerfinu gefin út Ekkí þörf á nýju greiðslumati Beinin í Straumsvík frá því fyrir 1600 Ekki lengur .lögreglumál MANNABEIN sem fundust rekin á landi í Straumsvík í lok apríl hafa nú verið aldursgreind. Voru beinin send til greiningar í Danmörku. Að sögn RLR benda rannsóknir til þess að beinin séu að minnsta kosti frá því fyrir árið 1600, eða um -400 ára gömul. Málið telst því ekki lengur lögreglumál. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Páll Pétursson, hefur gefið út reglugerð sem heimilar hækkun á lánshlut- falli í húsbréfakerfínu vegna kaupa eða byggingar fyrstu íbúðar úr 65% í 70%. Þeir, sem þegar hafa fengið greiðslumat miðað við fyrri reglur, þurfa ekki á nýju mati að halda. Hámarkslán til nýbygginga er um 6,5 milljónir króna og 5,4 millj- ónir vegna kaupa á notaðri íbúð. Sá sem ekki hefur átt íbúð eða hluta úr íbúð síðastliðin þijú ár telst enn- fremur vera að kaupa sína fyrstu íbúð samkvæmt reglugerðinni. Haukur Sigurðsson forstöðumað- ur húsbréfadeildar Húsnæðisstofn- unar ríkisins segir að reglugerðin hafí tekið gildi sl. fimmtudag. „Við erum að vona að fram- kvæmdin gangi vel og vitum ekki annað en að allt sé til reiðu. Þeir sem reglugerðin gildir um geta samið miðað við 70% hlutfallið ef þeir hafa fengið greiðslumat upp á 65%. Menn eiga ekki að þurfa að fara í nýtt greiðslumat ef þeir eiga greiðslumat sem þegar er gilt. Það verður síðan skoðað að breyttu breytanda," segir hann. Jón Guðmundsson formaður Fé- lags fasteignasala segir það von- brigði að lánshlutfall skuli ekki hafa verið hækkað í 75%. Fasteignasalar óánægðir „Vonbrigðin verða mest hjá því unga fólki sem rauk til og fékk greiðslumat þegar félagsmálaráð- herra gaf fyrirheit um 10% hækkun. Við erum líka óánægðir því þessi lítilvæga breyting kemur ekki til með að örva markaðinn eins og við vonuðumst til. Ég skil ekki þennan beyg í stjómmálamönnum við að standa við gefín fyrirheit," segir Jón.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.