Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ KJALLARI Moutons geymir margt gott. * HINN grýtti jarðvegur Pauillac gerir að verkum að þaðan koma bestu vín Bordeaux. Hin mörgu andlit Moutons Það getur reynst erfítt að sameina framleiðslu á hágæðavíni í takmörkuðu magni og fjölda- framleiddu magnvíni. Steingrímur Sigurgeirs- son segir að þetta hafi þó tekist einstaklega vel hjá franska fyrirtækinu Baron Philippe de Rothschild í Bordeaux. SAGA og árangur fyrirtækisins Baron Philippe de Rothschild er nær einstök í vínheiminum. Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar fólst starfsemi fyrirtækisins nær einvörðungu í því að markaðssetia vínið Mouton-Cadet, fjöldaframleitt vín, sem baróninn hafði þróað fram á fjórða áratugnum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og flestar eignir gjör- eyðilögðust í stríðinu. Philippe barón ákvað samt sem áður að starfa áfram í bænum Pau- illac, norður af Bordeaux, og hóf að byggja upp fyrirtækið að nýju. í dag veltir fyrirtækið tugum millj- arða, starfsmenn telja 350 og það er eitt af öflugustu vínfyrirtækjum í heimi. Því er nú stjórnað af dóttir Philippe, Philippine barónessu, sem tók við rekstrinum er faðir hennar lést 1988. Sérstaða fyrirtækisins felst ekki síst í þvi að framleiða bæði eitt dýrasta og eftirsóttasta rauðvín Bordeaux (Chateau Mouton-Rot- hschild) og vinsælasta söluvín Bordeaux (Mouton-Cadet). Mouton-Rothschild Þekktasta afurð fyrirtækisins er án efa vínið Chateau Mouton-Roth- schild. Það komst í eigu Rothschild- fjölskyldunnar árið 1853 er enskur Rothschild, Nathaniel barón, festi kaup á því. Breyttist þá nafnið úr Chateau Brane-Mouton í Mouton- Rotschild. Pjölskyldan sinnti því hins vegar ekki að ráði fyrr en Philippe barón tók við því árið 1922 þó að hann hafi ekki eignast það IATUR OG fyrr en faðir hans lést árið 1947. Baróninn var frumkvöðull að mörgu Hann var einn þeirra fyrstu er hóf að setja vínið á flöskur í víngerðar- húsinu sjálfu og frá árinu 1945 hefur flöskumiði hvers árgangs ver- ið unninn af heimsfrægum lista- manni. Meðal þeirra sem hafa mót- að útlit árganga Mouton-Rothschild má nefna Picasso, Chagall, Miro, Warhol og Baselitz. Baróninn og fjölskylda hans voru miklir listunnendur og í Mouton hefur verið byggt upp eitt dýrmæt- asta og glæsilegasta listasafn í einkaeigu í Frakklandi. Árið 1973 náði hann svo loks því markmiði, eftir langa og erfiða bar- áttu, að fá vínið skilgreint í efsta flokk Bordeaux-vína, Premier Grand Cru Classé. Er það eina breytingin, sem gerð hefur verið á Grand Cru-flokkuninni frá 1855 og þurfti forsetatilskipun til. Enginn efast hins vegar um réttmæti þess- arar breytingar. Mouton hafði ára- tugum saman verið eitt af 4-5 bestu rauðvínum Bordeaux, sum ár hið besta. Skilgreiningin var formsat- Sælgæti frá Nýja LOKSINS, loksins, varð mér að orði á síðasta ári er fyrsta vínið frá Nýja-Sjálandi kom hér á markað. Um var að ræða Riesling-vínið Stoneleigh frá fyr- irtækinu Corbans. Eiginlega er til- efni til að endurtaka þessi orð því að nú er loksins komið á markað á íslandi Sauvignon Blanc-vín frá Nýja-Sjálandi. Nýsjálensk vín hafa notið ótrú- legra vinsælda á síðustu árum, ekki síst á Bretlandi, og hafa Nýsjálend- ingar engan veginn annað eftir- spum eftir þeim. Eru það fyrst og fremst Sauvignon Blanc-vínin, sem vakið hafa mikla hrifningu, en önn- ur hvítvín Nýja-Sjálands eru einnig í sókn og rauðvínin batna með hveiju árinu. Það var samt ekki fyrr en á síð- ari hluta níunda áratugarins að nýsjátensku vínin skutust skyndi- lega upp á stjömuhimininn mörgum árum eftir að vín nágrannaþjóðar- innar Ástralíu voru búin að festa sig í sessi. Nýsjálensku vínin höfða á margan hátt til sama neytenda- hóps en eru þó um margt frábragð- in hinum áströlsku. Loftslagið er mun svalara og jarðvegurinn ann- ar. Áströlsku vínin einkennast af ávaxtakörfum, þau nýsjálensku grænum jurtagörðum. Það er þrúgan Sauvignon Blanc, sem í Frakklandi er mikið notuð í HORFT yfir að Mouton. riði; en mikilvæg þó. Á fjórða áratugnum keypti bar- óninn að auki Chateau d’Armailhac (Grand Cra Classé) og lítið víngerð- arfyrirtæki sem síðar átti eftir að verða Baron Philippe de Rothschild S.A. Þá bættist þriðja víngerðar- húsið, Chateau Clerc Milon, við árið 1970, en það er einnig Grand Cra- vín frá Pauillac. Mouton-Cadet Framleiðsla á Grand Cra-víni býður hins vegar ekki upp á mikla útþenslu, þar sem hún er bundin við ákveðin chateau eða víngerð- arhús og vínekrur. Útþensla fyrir- tækisins hefur því byggst á mjög velheppnaðri markaðssetningu á Mouton-Cadet og öðram „brand“- vínum um allan heim. Slík vín eru í raun einungis vöru- merki. Það er ekki ákveðið „chate- au“ og vínekrur sem tryggja gæðin heldur framleiðandinn. Baron Philippe de Rothschild kaupir inn ung vín frá framleiðendum héðan og þaðan í héraðinu og blandar þeim saman í „sitt“ vín. Þetta er ekki síður mikil list ef útkoman á að vera góð og stöðug ár eftir ár. Mikið hefur verið lagt í þessa framleiðslu og árið 1993 vígði barónessan nýja víngerðarmiðstöð í Saint-Laurent de Médoc, eina þá fullkomnustu í heimi. í fyrirtækinu sameinast tveir heimar. Víngerðin í Mouton-Roth- schild er ein sú íhaldssamasta í Bordeaux. Þrúgur era handtíndar og geijunin fer fram í stórum, hefð- bundnum eikarfötum. í Saint-Laur- ent de Médoc er alit úr stáli og tölvuvætt. Þar er rekin fullkomin rannsóknarstofa (ein þeirra fyrstu í heimi sem fær alþjóðlega Iöggild- ingu á sínu sviði) þar sem hópur vísindamanna rannsakar þær þús- undir vínsýna, sem áriega berast fyrirtækinu. Gæði sýnanna eru metin, alveg niður í sameindir, en einnig kannað hvort þau innihalda einhver aukaefni, t.d. vegna skor- dýraeiturs. Er slíkt mjög mikilvægt vegna viðkvæmra útflutningsmark- aða á borð við Bandaríkin þar sem strangar reglur eru í gildi. Þá hefur um árabil verið unnið að rannsókn- um á víni, s.s. lit og tannínum, til að skilja það betur. Hópar smakk- ara velja úr þeim sýnum sem stand- ast kröfur. Vínin, sem keypt era eftir að sýnin hafa verið valin, era flutt til Saint-Laurent, að meðatali 130 þúsund hektóíftrar á ári. Þar eru þau látin þroskast og réttu blönd- umar búnar til. Víngerðarmiðstöðin er einstaklega fullkomin og minnir stjórnstöð hennar fremur á flugum- ferðarmiðstöð en vínfyrirtæki. Öllu er stýrt í gegnum tölvur, allt frá því að vínið kemur í hús, þar tit það fer á flöskur. Þekktustu afurðir þessa ferlis eru vínin sem bera nafnið Mouton-Cad ■ et, en segja má að þau séu eina „vörumerkja“-vínið frá Bordeaux, sem tekist hefur að markaðssetja um allan heim. Vinsældir þess byggjast ekki síst á tengingunni við frægari vín fyrirtækisins og hefur sú tenging verið gagnrýnd af mörgum í vínheiminum. Eftir stendur að þetta er pottþétt fram- leiðsla, sem hefur verið markaðs- sett á frábæran hátt. Hinn stöðugi vöxtur fyrirtækisins byggist því ekki síst á þessum vínum. Þá eru framleidd vöramerkjavín sem koma frá einstökum héraðum innan Bordeaux: St. Emilion, Pome- rol, Pauillac, Graves og Sauternes. Flest eru þetta þokkaleg vín þó persónulega þyki mér Sautemes- vínið vera það sem best sameinar verð og gæði. Sjálandi hvítum Loire-vínum (s.s. Sancerre) og í Bordeaux, sem gert hefur nýsjálensku vínin fræg. Vín á borð við Cloudy Bay eru jafneftirsótt og mörg af frægari vínum Frakklands franskir víngerðarmenn era farnir að apa eftir nýsjálenska stílinn!. Þekktasta vínhérað Nýja-Sjá- lands er Marlborough, nyrst á suðureyjunni. Sauvignon Blanc hef- ur þar lengi ráðið ríkjum en þrúgur á borð við Chardonnay og jafnvel Riesling eru nú famar að ryðja sér til rúms. Stoneleigh-vínin tvö sem fóru í reynslusölu í byijun júní eru úr þrúgunum Sauvignon Blanc 1994 (940 krónur) og Chardonnay 1993 (1.070 krónur). Sauvignon-vínið einkennist af grænum iaufblöðum og ferskum jurtum. Það er mikill kraftur jafnt í ilm sem bragði og allt að því sætur [sic!] sítrónukeim- ur. Vínið hefur mikla fyllingu og er áberandi ungt og ferskt. Frá- bært nú en nokkurra ára þroski væri ekki síður góður. Sýnir svo sannarlega hyers vegna heimurinn hefur fallið fyrir Sauvignon frá Nýja-Sjálandi. Chardonnay-vínið hefur verið geymt hálft ár í franskri eik og leynir það sér ekki í þeim sætu vanillutónum sem gegnsýra jafnt ilm sem bragð. í munni blandast vanillan mildum hitabeltisávöxtum, ferskjum og banönum. Þetta er ungt og indælt vín sem býr yfir mikilli fágun. í raun hreinasta sæl- gæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.