Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fræðslufundur um Russel-lúpínu á Nýja-Sjálandi OPINBER fræðslufundur á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags verður haldinn mánudaginn 3. júlí kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, Hug- vísindahúsi Háskóla íslands. Á fundinum flytur Alicia Warren, starfsmaður Náttúruverndarráðs Nýja-Sjálands, erindi sem hún Ný umferð- arljós í Kópavogi KVEIKT verður á nýjum um- ferðarljósum á mótum Kársnes- brautar og Sæbólsbrautar þriðju- daginn 4. júlí nk. kl. 14. Hin nýju umferðarljós verða samstillt við umferðarljósin á Nýbýlavegi. Umferðarljósin verða umferðar- stýrð að hluta. Umferðarskynjarar verða á Sæbólsbraut. Ef engin þverumferð er logar að jafnaði grænt fyrir umferð á Kársnes- braut. Fótgangandi geta „kallað“ á grænt ljós yfir Kársnesbraut með því að ýta hnapp. Til að áminna ökumenn um hin væntanlegu umferðarljós verða þau látin blikka gulu ljósi í nokkra daga áður en þau vera tekin í notk- un, segir í frétt frá tæknideild Kópavogs. -----♦ ♦ ♦---- Ferð í Heiðmörk HIN árlega ferð í gróðurreit Kven- réttindafélags íslands verður farin þriðjudaginn 4. júlí. Reiturinn sem er rétt við gatna- mót Hraunslóðar og Heiðarvogs verður merktur og er mæting frá kl. 16 til kl. 20. Nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu KRFI. stmar 99[ AUKAHLUTIR radiomidun Grandagaröi 9 • Sími 511 1010 nefnir: Áhrif Russel-lúpínu á gróð- ur og dýralíf á Nýja-Sjálandi. Er- indið verður flutt á ensku. Alicia Warren er líffræðingur og starfar við rannsóknarstöð í Twizel sem er í fjalllendinu á miðri suðureyju Nýja-Sjálands, skammt frá Mt. Cook þjóðgarðinum. Hún veitir forstöðu umfangsmiklu verk- efni um vemdun lífríkis jökulár- aura á vatnasviði Waitaki-árinnar en þar finnast m.a. mjög fágætar fuglategundir og plöntur sem bundar eru við þetta svæði. Á undanförnum áratugum hafa framandi plöntutegundir gert sig heimakomnar á jökuláraurunum og ógna þær nú hinu sérstæða líf- ríki þeirra. Einkum eru það Russel- lúpína, níturbindandi runnar og víðitegundir sem hafa sótt inn á þessi svæði. Árið 1992 hóf Nátt- úruverndarráðið aðgerðir til að reyna að viðhalda náttúrulegu líf- ríki á hluta af jökulaurum árinnar. Þar sem áin rennur um tæplega 30 km veg er ætlunin að uppræta að mestu framandi gróður á áraur- unum. I erindinu mun Alicia greina frá hvaða áhrif Russel-lúpína og fleiri framandi tegundir hafa haft á náttúrufar í Nýja-Sjálandi og með hvaða aðferðum er reynt að hemja útbreiðslu þeirra. THE ONE AND ONLY wondefbra Engin eftirlíking stenst þetta Að upplifa hin æsifengnu lögunar áhrif sem „Hinn eini og sanni" wondeitra' gefur, fyllir þig sjálfstrausti, öryggi og kynþokka. Þrjár geröir og buxur í stíl Blúnda, satín og blúnda hnepptur að framan • Stærðir brjósthaldara: 32 til 38 A,B,C,D. • Stærðir buxna: S,M,L og XL. • Litir: Midnight (Svartur) Frost (Hvítur) og Champagne (kremlitur). O Verð brjósthaldara: Kr. 2.460 ® Verðbuxna: Kr. 947 PÓSTSENDUM Einka- umboð á fslandi ■1125? ^Sérverslun með undirfatnað STRANDGÖTU 26-28 • 2. HÆÐ • HAFNARFIRÐI SÍMI: 555 0070 -Komdu með til sunnanverðrar Afríku VHt þú upplifa, læra og upplýsa aðra um sunnanveröa Afríku? Ef svo er þá komdu með í 12 mánaða spennandi verkefni með 4ra mánaða ferð til Suður-Afríku: Mósambik, Zimbabwe, Zambíu og Namibíu. Þú laerir um hversdagslif afríkumanna, menningu og trú, heimsækir þorp í Zambíu, bóndabæi í Zimbabwe, ýmis konar starfsemi í Suður-Afríku og hittir götubörn í Mósambik. Þú og félagir þínir í hópnum semjið upplýsingaefni sem notað verður í starfsemi UFF og kynnið ykkur af eigin raun aðstæður í viðkomandi löndum. Verkefnið er skipulagt af Den rejsende Hojskole og U-landshjælp fra Folk til Folk (UFF). Til að fá nánari upplýsingar: Sendið fax. 00 45 43 99 59 82, eða sendið bréf með nafni og heimilisfangi til; Info-PSV, Den rejsende Hojskole, Postbox 131,2630Tástrup, Danmörk. Kynningarfundur verður á íslandi 16. júlí. U-landshjælp fra Folk til Folk og Den rejsende Hojskole^' FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTIÐ MEÐ SANDI OG GRJÓTI SANDUR SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú færð sand og allskonar grjót hjá okkur. Við mokum þessum efnum á bíla eða í kerrur og afgreiðum líka í smærri einingum, traustum plastpokum sem þú setur í skottið á bílnum þínum. NÝTT SÍMANÚMER 577-2000 Félagsmiðstöðin Fellahellir Forstöðumaður Starf forstöðumanns við Félagsmiðstöðina Fellahelli er laust til umsóknar. ^ Forstöðumaður annast daglegan rekstur ^ félagsmiðstöðvarinnar, svo sem starfsmannahald, fjármál, innkaup o.fl. Menntun á sviði æskulýðs- og félagsmála æskileg og ^r jafnframt reynsla af stjórnunarstörfum. * A Laun eru samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna. Nánari upplýsingar um starfíð eru veittar á skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs í síma 562-2215. ^r Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk. Umsóknum skal skilað til starfsmannastjóra íþrótta-og tómstundaráðs, Fríkirkjuvegi 11, V á eyðublöðum sem þar fást. L - kjarni málsins! BJORGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 Afgreiðslan við Elliðaár er opin: Mánud.-fimmtud. 7:30-1 8:30. Föstud. 7:30-18:00. Laugard. 8:00-17:00. Opið í hádeginu nema á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.