Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995 B 19 ATVIN NUAUGIYSINGAR Flugvirki Flugféiagið Atlanta hf. óskar eftir að ráða flugvirkja til starfa hjá félaginu. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til Flugfélagsins Atl- anta hf., pósthólf 80, 270 Mosfellsbæ. Umsóknir merkist: „Starfsmannastjóri". Athugið að eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Laus staða Laus er til umsóknar staða skólameistara við Menntaskólann á Egilsstöðum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. júlí næstkomandi. T ónmenntakennarar Við Barnaskóla Vestmannaeyja er laus staða tónmenntakennara. Um er að ræða 100% stöðu auk þess að æfa skólakórinn. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 481 1944 og heima 481 1898. Tannlæknastofa Starfskraftur óskast í 60% starf í móttöku á tannlæknastofu. Starfið felur m.a. í sér síma- vörslu, móttöku sjúklinga o.fl. Viðkomandi þarf að vera stundvís, reglusam- ur og bera af sér góðan þokka. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, berist Mbl., merktar: „T - 5832" fyrir 10. júlí nk. Kennarar athugið! Við Laugaskóla í Dalasýslu er laus til umsókn- ar ein staða kennara næsta skólaár. Aðallega er um að ræða almenna bekkjar- kennslu í 6./7. bekk (samkennsla). Þar sem skólinn er heimavistarskóli leitum við að kennara sem, auk kennslu, er tilbúinn til þess að vinna við gæslu og félagsstörf. Ódýrt húsnæði fyigir. Allar upplýsingar veitir skólastjóri, Kristján Gíslason, í síma 434 1269 eða 434 1262. Framkvæmdastjóri Félag ráðgjafarverkfræðinga óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Æskilégt er að við- komandi þekki til reksturs verkfræðistofu eða félagasamtaka. Bókhaldsþekking og tungu- málakunnátta nauðsynleg. Um er að ræða 50% starf. Umsóknir sendist til FRV, pósthólf 8153, 128 Reykjavík fyrir 20. júlí nk. Nánari upplýs- ingar eru gefnar í síma 553 4200 fyrir hádegi. Barnagæsla ÍUSA Óskum eftir manneskju til að gæta 7 árá gamallar þroskaheftrar stúlku í eitt ár frá og með ágúst nk. Æskilegt er að viðkomandi sé reyklaus, sterkbyggður og hafi reynslu af þroskaheft- um börnum. Um er að ræða 3ja manna fjölskyldu og er móðirin íslensk. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast hringi í síma 565 7303. Grafískur hönnuður óskast í hlutastarf eða til samstarfs hjá litlu útgáfufyrirtæki á uppleið. Upplýsingar um aldur, menntun og starfs- reynslu sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Hönnuður - 1165“, fyrir 10. júlí. Leikskólastjóri Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við leikskólann Barnaborg á Hofsósi. Gott húsnæði í boði. Upplýsingar um starfið veitir skrifstofa Hofs- hrepps, sími 453 7320. Tónlistarskóli Dalvíkur ausglýsir eftir tónlistarkennara. Kennslu- greinar; Píanó og forskóli. Upplýsingar hjá skólastjóra (Hlín) í síma 466 1863. Áhugavert starf Raftækjaverslun í Reykjavík óskar eftir að ráða karl eða konu til starfa strax. Um er að ræða hlutastarf. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 8. júlí nk., merktar: „Ábyrgur - 5833“. Skólaibm Veitingahiu* v/Au.<turvöll Veitingahúsið Skólabrú óskar eftir nema í framreiðslu og starfsmönnum í sal (aukavinna). Upplýsingar gefa Ársæll eða Hákon á Veit- ingahúsinu Skólabrú milli kl. 14-17 mánudag og þriðjudag (ekki í síma). Hjúkrunarfræðingar Handlæknastöðin óskar eftir hjúkrunarfræð- ingi til starfa. Handlæknastöðin rekur dag- deild og skurðstofur. Við stöðina eru fram- kvæmdar aðgerðir á sviði barnaskurðlækn- inga-, bæklunar-, háls, nef og eyrna-, kven- sjúkdóma-, lýta- og þvagfæraskurðlækninga. Upplýsingar um starfið veita Friðrik Guðbrandsson og Hannes Hjartarson, Handlæknastöðinni, Læknastöðinni Glæsibæ, Álfheimum 74, sími 568 6311. PÓLLINN HF., ísafirði. Rafeindavirkjar Viljum ráða rafeindavirkja á radíóverkstæði okkar. Starfssvið er almennar viðgerðir og þjónusta við siglingatæki. Sveinspróf er áskil- ið og óskað er upplýsinga um nám og fyrri störf. í boði er góð starfsaðstaða og frír flutningur búslóðar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 456 3092. PóHinn hf., ísafirði. Kennarar Mynd- og verkmenntakennara vantar að Hvolsskóla, Hvolsvelli, næsta vetur. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 487 8408 og 487 8116. Kennarar Kennara vantarvið Klébergsskóla, Kjalarnesi (20 mín. frá Rvík). Kennsla yngri barna. Upplýsingar veitir Sigþór Magnússon, skóla- stjóri, í símum 566 6083 og 566 6035. íþróttakennarar Laus er til umsóknar staða íþróttakennara við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Á Reyðarfirði búa 700 íbúar og staðurinn ligg- ur miðsvæðis á Austurlandi. Skólinn er einsetinn með um 150 nemend- um. Við útvegum húsnæði og greiðum flutnings- styrk. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í heima- síma 4741344 og vinnusíma 4741247. Kennarar Kennara vantar við Grunnskóla Bolungarvík- ur næsta skólaár. Um er að ræð íþróttir og almenna kennslu. Skólinn er einsetinn og mjög vel búinn öllum tækjum. Allur aðbúnaður er góður og að auki er aðstaða til íþróttakennslu mjög góð. Staðaruppbót og flutningsstyrkur greiddur. Nánari upplýsingar veitir aðstoðarskóla- meistari, Anna G. Edvaldsdóttir, í síma 456 7219 (vinnusími) og 456 7213 (heimasími) Vantar þig starfsfólk? Fáðu upplýsingar og ráðgjöf um val á hæfu starfsfólki. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík. Sími 588-3309. Fax 588-3659. BORGARSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast í hlutastarf á svæfingadeild (vöknun barna). Upplýsingar gefur Sigríður Austmann, að- stoðardeildarstjóri svæfingadeildar, í síma 569-6348 og Margrét Tómasdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri, í síma 569-6364. Ath.: Nýtt heimilisfang Ráðgarðs hf. Atvinnurekendur og umsækjendur! Frá og með 1. júlí nk. flytur starfsemi Ráðgarðs hf. úr Nóatúni 17 í Furugerði 5, 108 Reykjavík. Nýttsímanúmerer533 1800. Ráðgarður hf. ráðningarmiðlun, Auður Bjarnadóttir og Torfi Markússon. RÆGARÐURhf SIJÓRNUNAROG REKSIRARRÁECJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK ® 533 I800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.