Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995 B 15 ATVINNU Rannsóknarstörf Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum óskar eftir að ráða líffræðing eða lífefnafræðing með þekkingu á örverufræði og erfðafræði til að vinna að verkefninu „Þáttur baktería í næringarnámi rauðátu". Verkefnið er unnið í samvinnu við Hafrann- sóknastofnunina. Nánari upplýsingar veitir Ólafur S. Andrésson. Tilraunastöð Háskóla Islands ímeinafræði að Keldum v/Vesturlandsveg, 112 Reykjavík, sími567 4 700. Vantar þig góða aukavinnu? Ef þú hefur áhuga á að takast á við skemmti- legt verkefni og afla þér góðra tekna þá erum við með rétta starfið fyrir þig. við leitum að góðum og áhugasömum starfskrafti. ★ Skemmtilegt verkefni fyrir metnaðarfullt fólk. ★ Miklir tekjumöguleikar og tekjutrygging. ★ Góð vinnuaðastaða. ★ Vinnutími frá 18-22. Upplýsingar gefur Sigríður Jónsdóttir í síma 568 8300 mánudag og þriðjudag. 11 K 1 I I 11 j| MATREIÐSLUKLÚBBUR § | VÓKU-HELGAFELLS | Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi auglýsir: Laus störf kennara, skólaráðgjafa og stjórnanda í Reykholti Menntamálaráðherra hefur falið FVA að bjóða upp á eins árs framhaldsnám í Reyk- holti næsta vetur ef næg eftirspurn nemenda verður. Markmið skólastarfsins verða: 1. Að auka almenna kunnáttu nemenda og færni þeirra í grunngreinum og gefa þeim kost á að Ijúka hluta af framhaldsnámi eða fornámi. 2. Að auka þroska nemenda, sjálfstraust þeirra og samskiptahæfni. 3. Að veita nemendum markvissa ráðgjöf varðandi náms- og starfsval. Auglýst er eftir kennurum sem áhuga hafa á að starfa við hið nýja skólahald. Um er að ræða heilar stöður og hlutastörf. Auk kennslu í kjarnagreinum verður boðið upp á valáfanga og verkefni í ýmsum greinum. Kennarar þurfa að hafa áhuga á að vinna náið með öðrum starfsmönnum skólans og leggja sitt af mörkum við mótun skólastarfs- ins. Þeir þurfa að vera reiðubúnir að vinna að fjölbreytilegum verkefnum með nemend- um þannig að áhugi og hæfni nemenda sé virkjuð í þroskandi skólastarfi. Kennarar þurfa að geta tileinkað sér nýjungar í kennsluháttum og vinnubrögðum svo að of- angreind markmið náist sem best. Auglýst er eftir skólastjórnanda til að annast daglega stjórnun í skólans í Reykholti í um- boði skólameistara. Einnig verður ráðið í V2 stöðu skólaráðgjafa. Þeir sem vilja ráða sig til þeirra starfa sem hér var lýst sendi umsóknir sínar til Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi, Voga- braut 5, 300 Akranes. Nánari upplýsingar um störfin má fá hjá undirrituðum. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 1995. Skólameistari. Bakari óskast Lítið bakarí á Norðurlandi óskar að ráða yfir- bakara til starfa. Starfið er laust í ágúst nk. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 11. júlí nk., merktar: „Bakari - 100.“ Fulls trúnaðar verður gætt og öllum umsóknum svarað. Frekari liðveisla „Leið til sjálfstæðrar búsetu“ Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja- nesi óskar eftir að ráða fólk til framtíðar- starfa. Um er að ræða þjónustu við ungt fatlað fólk sem býr í sjálfstæðri búsetu. „Liðveisla, leið til sjálfstæðrar búsetu" er ný þjónusta sem byggir á samvinnu sveitarfé- lags og Svæðisskrifstofu sem felur í sér fé- lagslega heimaþjónustu og frekari liðveislu. Um er að ræða spennandi og gefandi starfs- umhverfi þar sem allir þurfa að leggja sitt af mörkum við að byggja upp og þróa góða þjónustu. Hjá Svæðisskrifstofu er starfandi hópur af fólki sem hefur metnað og áhuga á að þrosk- ast í starfi svo og vaxa Sem einstaklingar. Við leggjum ríka áherslu á uppbyggjandi samskipti og árangursríkt samstarf. Nánari upplýsingar veitir Hrönn Kristjáns- dóttir hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópavogi, í síma: 564 1822. Suðurnes Svæðisskrifstofa Reykjaness óskar eftir fólki til starfa við frekari liðveislu á Suðurnesjum. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Daníels- dóttir hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness, Hafnargötu 90, Keflavík í síma: 421 2362. STRENGUR hf. Strengur hf. er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki með fjölþætta starfsemi. Fyrirtækið býr yfir viðtækri reynslu við hönnun hugbún- aðar fyrir hvers kyns viðskipti og verkfræði. Strengur hf. er dreifingar- og þróunaraðili á viðskiptakerfinu FJÖLNI sem nýtur mikilla vinsælda sökum sveigjanleika og rekstrar- öryggis. Þá er Strengur jafnframt dreifingaraðili á gagnasafns- og þróunarumhverfinu Informix. Strengur hf. er umboðsaðili fjármála- fyrirtækisins Down Jones/Telerate á íslandi og starfrækir upplýs- ingabankann HAFSJÓ, sem er sniðinn fyrir alhliða rekstur. Strengur hf. veitir einnig aðgang að Morgunblaðinu og greina- safni þess á Internetinu. Hugbúnaðargerð Vegna aukinna framtíðarverkefna óskast starfsmenn til starfa hjá Streng hf. í eftirtal- in störf: 1. í forritun og hugbúnaðarvinnu tengt stór- um kerfum. 2. Forritara í Fjölnisdeild. Leitað er að einstaklingum með kerfis- eða tölvunarfræðimenntun. í boði eru vel launuð störf með góðum framtíðarmöguleikum. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Strengur hf.“ fyrir 8. júlí nk. ATH.: Nýtt heimilisfang Ráðgarðs hf., frá 1. júlí Furugerði 5, 108 Reykjavík, sími 533 1800. RÁÐGARÐURhf SIJÓRNUNAROG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 I08 REYKJAVÍK ® 533 I8(X) Matreiðslumaður - framkvæmdastjóri Óskum eftir manni til að veita forstöðu gisti- og veitingastað, sem opinn er allt árið. Staðurinn er í nágrenni Reykjavíkur. Eftirfarandi eiginleika er æskt: ★ Matreiðslumenntun. ★ Rekstrarkunnátta. ★ Þjónustulund og gott skap. ★ Hæfni til að takast á við tarnavinnu. Umsóknum, með persónulegum upplýsing- um og upplýsingum um fyrri störf, verði skil- að til afgreiðslu Mbl. fyrir 13. júlí, merktum: „M - 1164". Aðalbókari Óskum að ráða aðalbókara til starfa hjá stóru útflutnings- og þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Yfirumsjón bókhalds- og upplýs- ingakerfa. Afstemmingar, uppgjör, frágangur bókhalds til endurskoðunar og skýrslugerð. Samskipti við erlenda banka. Aðalbókari er staðgengill fjármálastjóra. Umsækjendur þurfa að hafa yfirgripsmikla þekkingu á bókhaldi og reynslu af störfum við bókhald. Háskólamenntun eða önnur haldgóð menntun á viðskiptasviði ásamt góðri tölvuþekkingu er nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Aðalbókari 256“ fyrir 8. júlí nk. SÖLU- & MARKAÐSSTJÓRI FYRIRTÆKIÐ er rótgróið umboðs- og dreifingarfyrirtæki á sviði hugbúnaðar og tæknivöru. SÖLU- & MARKAÐSSTJÓRI mun hafa umsjón með sölu- og markaðsmálum fyrirtækisins. Annast gerð markaðsathugana, áætlana og markaðssetningu auk þess að sinna samskiptum við viðskiptavini, efla þau tengsl og rækta sem best. Viðkomandi mun jafnframt sinna tæknilegri ráðgjöf. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með lialdbæra reynslu og þekkingu á sölu- og markaðsmálum. Tæknimenntun er nauðsynleg ásamt reynslu af því sviði. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 7. júlí. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknai'eyduhlöá cru fyrirligg.jandi á skrifstofimni, sem opin cr frá kl. 10-16, en viittalstímar cni frá kl. 10-13. Starfsráðningar hf Suðurlandsbraut 30 ■ 5. hœð ■ 108 Reykjavik , Simi: S88 3031 Fax: S88 3010 RA Gubný Hardardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.