Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fjölmiðlastríð Daglega færa fréttir okkur myndir af blóð- ugum fórn- arlömbum í Sarajevo, öldungum og börnum sem voga sér út úr húsi til að sækja vatn og mat. Þetta fólk lendir ekki fyrir slysni milli víg- lína í stríði. Þau eru valin skot- mörk þeirra er sitja í hlíðunum í kring með byssur og eldflaug- ar. Hvað sem okkur kann að finnast um málstað Bosníu- Serba er okkur og umheimin- um gjörsamlega óskiljanlegt hvað það gagnar honum að skjóta gamla konu eða ung böm á færi. Sjálf hefi ég varla náð mér síðan þessi síðasta óhamda hryðja hófst með því að Serbar sendu eldflaugar beint á göngugötuna í Tusla. Drápu 70 unglinga og særðu 130. Bara rétt sí svona. Kváðu það vera til að ná sér niðri á Sameinuðu þjóðunum og NATO, sem ekki höfðu makkað rétt. Þessir unglingar í Tusla standa mér svo ljóslifandi fyrir sjónum, af því að í fyrrasumar stóð ég þarna á sama stað umkringd þessum glaðlegu unglingum, sem safnast þar saman á göngugötunni undir tijánum eftir skólatíma. Þau sögðu allt í lagi, bara ein eld- flaug hefði lent á skólanum þeirra að nóttu svo engan sak- aði. Ég skammaðist mín fyrir að standa þama í skyldu-skot- vesti og með UN-hjálm innan um þessa óvörðu krakka, og tók ofan. Þama er nefnilega ekkert skotmark nema þessir krakkar og nokkrar sjoppur langt frá bardagasvæðum. Nú fínnst mér unglingarnir sem féllu vera þessir sömu kátu krakkar (sjá mynd.) Eru það eflaust, sum að minnsta kosti. Tíminn til morðanna var vand- lega valinn þegar þau safnast þarna eftir skólatíma. Það hef- ur enn meiri áhrif á mig en hinar hefðbundnu blóðugu myndir af ókunnum bömum. Annað valið skotmark þessa síðustu daga er fjölmiðlastöðin í Sarajevo og tímasetningin þegar erlendu blaðamennirnir bíða þar eftir daglegum frétt- um. Kannski fínnst skotmönn- unum blaðamenn eiga það skil- ið fyrir að flytja umheiminum fréttimar. A.m.k. sagði Kanadamaður við mig, er ég var óánægð með að fá ekki að fara út úr brynvagni við átaka- línuna: Mundu að blaðamenn eru skotmark númer eitt í þessu stríði, einkum ljósmynd- arar. Þeir hafa þegar drepið yfír fímmtíu þeirra! Sjálfsagt fínnst Serbunum þeir affluttir af fjölmiðlum heimsins. Og kannski verða þeir fyrir ósan- gjamri meðferð. Hvað veit maður? í þessum hugleiðingum um óhugnaðinn brá mér óneitan- lega þegar norski prófessorinn frægi í friðarrannsóknum, Jo- han Galtung, upplýsti mig um að ekki væri kannski furða þótt heimsmyndin hefði strax í þessu stríði hallast að því að múslimar séu saklausastir. Ljúft fólk sem ekki fái þá hjálp sem það á skilið meðan Serbarnir séu óforbetr- anlegir skúrkar. Bæði Króatar og múslimar í Bosníu hefðu strax ráðið stóm auglýsinga- fyrirtækin tvö í Washington, Ruder og Finn og Hill og Nol- ton, til að kynna sinn málstað. Mér brá. Munið þið úr fréttun- um úr Flóastríðinu eftir hita- kössum með ungbömum og írökskum hermönnum að níð- ast á þeim? Það gerðist þó aldr- ei. Sagan var spunnin upp af Hill and Nolton í Washington var upplýst eftir á. Líka um ungu stúlkuna, sem var ný- komin frá Kuwait og bar með tárin í augunum vitni fyrir þinginu í Washington um ruddalega, grófa meðferð íröksku hermannanna. Enginn neitar því að hermenninir vora raddar af verstu sort, en þessi stúlka var dóttir ambassadors Kuwaita í Washington, æfð í hlutverkið af Hill og Nolton. Enda skipti þetta tvennt sköp- um í atkvæðageiðslunni um afskipti Bandaríkjamanna af stríðinu í írak. Og auglýsinga- stofan duglega var að leysa af hendi þá vinnu sem henni var borgað fyrir. Nú eru til plögg um þetta í Frakklandi, sem dr. Galtung vísaði mér á. Maður á víst ekki að trúa öðra en maður sér, en auðvitað trúi ég að allt geti gerst í þessu skelfilega stríði, sem ég fékk nasaþef af á staðnum. En það fer um mann þegar þess- ar „klóku“ auglýsingastofur hafa hönd í bagga. Ekki er það þó nýtt. Fyrst áttaði ég mig á þessu í Bíafra- stríðinu, þegar sýndar vora hér óhugnanlegar myndir. Sagt að Nigeríumenn mundu útrýma íbóunum, þessum frábæra þjóð- flokki í Bíafra, ef stjómarherinn sigraði. Ég hafði ferðast um Nígeríu og eitthvað var bogið við þetta. Menn í yoraba-bún- ingum vora sagðir vesalings ibóar á flótta og ekki nefndir ibíbióamir, sem þeir undirokuðu á svæðinu. Stríðið var nógu slæmt og sveltandi böm, sem m.a. íslendingar fluttu til mat- væli, en ibóunum var ekki út- rýmt eftir að þeir biðu ósigur. Eftir stríðið kom í ljós að þeir höfðu í byijun uppreisnarinnar leigt stóra alþjóðlega auglýs- jngastofu í Bretlandi til að kynna sín mál. Þá hina sömu sem íslendingar leituðu til í minna mæli í einu þorskastríð- anna. Ekki dreg ég þetta fram til að draga úr áhrifum barbaris- mans í Júgóslavíu. Heldur til að minna mig sjálfa og aðra á hvílíkt afl fjölmiðlun er og hve varlega blaðamaður þarf að ganga um það sem að berst. Vera svolítið tortrygginn, jafn- vel þegar það brennur svona á manni. Sagt er að nútímastríð séu fyrst og fremst fjölmiðla- stríð og fjölmiðlafólk þá auðvit- að ennþá betri „skotmörk". Dugar þá skammt að segja bara eins og Walter Scott: Eg get ekki sagt hvort satt það er/ég segi það eins og það sagt var mér! Cárur eftir Eltnu Pálmadóttur MANIMLÍFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTUR / ; lífib líjfæranna virói? Hvaðan koma hjörtun? Nú á dögum geta læknar grætt hjörtu og nýra í fólk um allan heim. Hornhimnur í augu era einnig eftirsóttar. En það vantar líffæri til ígræðingar og þar með hefur jarðarsamfélagið fengið eitt nýtt vandamál: Þvingaða líf- færagjöf. DANSKUR læknastúdent hefur sýnt framá það hvemig fang- elsi selja líffæri frá nýlátnum lífláts- föngum, hvemig fátækt fólk selur líffæri úr sér til að lifa af. Og að sá möguleiki sé fyrir hendi að líf- færi séu tekin úr brottnumdum bömum. Ef þú átt pen- inga getur þú eftir Einar pantað tíma hjá Þorstein herspítalanum í Hong Kong. Þeir hafa samband til Kína og næst þegar dauðadæmdur Kínveiji er tekinn af lífi kallar sjúkrahúsið á þig til aðgerðar. Böðullinn fær skip- un um það að fanginn megi ekki líflátast með hnakkaskoti, því það skaðar augun! í stað þess er fang- inn líflátinn með skoti í hjartað ... Líffæri era orðin útflutningsvara í þriðja heiminum. Þetta á við t.d. í Taiwan, Indlandi, Filippseyjum, Argentínu, Brasilíu og Uraguay. Engir alþjóðasamningar eru til um þetta málefni. í Kína er þetta hvað útbreiddast: Þar höfðu alls 4.596 nýrnaígræðsl- ur farið fram árið 1989. 90% af þeim vora úr líflátnum föngum og ekkert bendir til þess að þetta hafi minnkað. Nýlega fullyrti kínverskur læknir á flótta frá heimalandi sínu að bæði nýra séu tekin úr dauða- dæmdum föngum nokkra áður en þeir era líflátnir. Án nýma deyr fólk innan 24 tíma. Fyrir þremur árum skýrðu yfír- völd í Taiwan án vífílengja frá því hvernig er staðið að líffæratöku úr líflátsföngum þar: Látið er vita deg- inum fyrir aftöku. Svæfíngarlæknir og tveir læknar sem bera ábyrgð á því að hinn líflátni sé heiladauður era viðstaddir. Svæfingalæknirinn svæfír viðkomandi. Eftir byssuskot í hjartað setja læknarnir blóðdæl- ingu innan líkamans aftur á stað og eftir það er hinn heiladauði flutt- ur yfir á skurðagerðarsjúkrahús- ið ... Nú neita menn því í Taiwan að slíkt sé enn í gangi þar, en þó hafa þeir breytt aftökuaðferðinni í ban- væna sprautugjöf, sem bendir til þess að nú noti þeir enn fleiri líf- færi en áður úr líflátnum föngum. Lönd, sem hafa efnahagslegan ábata af slíkri og þvílíkri misnotk- un, hafa auðvitað engan áhuga á að afnema líflátsheguinguna, þvert á móti má nú búast við ennþá fleiri dauðadómum til þess að verða ör- uggur söluaðili á líffæram. Þeim mun duglegri sem læknar eru við líffæraígræðslur þeim mun meiri hætta er á þessari þróun. En nú er einnig ástæða til þess að hfa áhyggjur af viðskiptum á líffærum frá fátæku fólki í þriðja heiminum. Mörg indversk sjúkrahús kvitta fyrir gefin nýru með peningum og þriggja ára heilsufarseftirliti við- komandi. Þessi nýra era ekki endi- lega notuð fyrir Indveija heldur í ríkara mæli fyrir auðugt fólk frá Kuwait, Saudi-Arabíu og víðar. Stundum er þetta boðið sem hluti af sumarleyfispakka til Indlands. Á Filippseyjunum er hægt að kaupa sér nýra hjá Dr. Filoteo 01- ano í Manila. Hann kaupir nýran af föngum fyrir 55 þúsund krónur. í öðru fangelsi þar, Muntipula, geta fangar t.d. með 25 ára dóm fengið dóminn styttan í 5 ár með því að gefa annað nýrað. Læknastúdentinn Jakob Lykke telur fullvíst að sögurnar um barna- hvörfín í Suður-Ameríku bendi til viðskipta með líffæri þeirra. Kaup- endur eru þá sjúkrahús í Bandaríkj- unum og Vestur-Evrópu. Þó hefur ekki enn verið unnt að sanna þetta, en málið var skoðað af mexíkó- stjórn og sérlegur embættismaður Sameinuðu þjóðanna skoðaði málið á sínum tíma. Að auki við þetta er nú að færast í aukana að glæpa- menn ræni fólki til þess að taka úr því_ líffæri. Frétt hefur borist um einn íslending sem lenti í þessu í Disney-skemmtigarðinum í París. Hið einkennilega í þessu.máli er þátttaka lækna í þessari misnotkun því án þeirra er brottnám líffæra úr fólki, látnu eða lifandi, ekki mögulegt. Því er brýnt að lækna- samtök skerpi. ákvæðin í sínum hópi þannig, slík glæpamennska í starfí leiði beint til missi læknisleyf- is fyrir lífstíð. Er lífið svo eftirsóknarvert að fólk vilji kaupa það með gjaldi mis- notkunar á mannverum og um leið hleypa af stað svartamarkaðsbraski óprúttinna samviskuleysingja, sem allt eins vel getur hitt það sama fólk fyrir? Því hver segir að nýma- þjófar steli ekki sama líffærinu aft- ur eftir ígræðsluaðgerðina? l»JÓÐLÍFSl*ANKAR/7<a^>#rþjóbbúningurgildi sínu ef hlutar hans eru notabir sérf r AgaUabnxum og upphlutsbol UM DAGINN átti ég leið um Hvalfjörð og stansaði í veitingaskála til þess að fá mér að borða ásamt samferðakonum mínum. Meðan við vorum þar snaraðist ung stúlka út úr bíl og gekk inn í veitingaskál- ann. Hún var klædd í svartar, þröngar gallabuxur og hvítan stutterma bol, en yfír bolnum var hún í upphlutsbol með silfurmyllum, reimuðum saman að framan með silfurfesti eins og vera ber. Koma stúlkunnar vakti allmikla athygli á veitingaskálanum, einkum meðal kvenna á staðnum, sem varð starsýnt á hana. Þegar stúlkan á upphlutsbolnum var farin út hófst umræða um klæðnað hennar og sýndist sitt hveijum. Sumum þótti mjög ósmekklegt að nota hluta af þjóð- búningnum ís- lenska á þennan hátt en öðram þótti það sniðugt. Ég var í þeim flokki sem þótti þetta skemmtileg hugmynd. Það var eitthvað líflegt við þennan klæðnað n eftir Guórúnu Guðlaugsdóttur en samt heilmikið þjóðlegt. Því skyldi þjóðbúningurinn ekki vera nýttur á þennan hátt í stað þess að geymast allur inni í skáp þar til á 17. júní og kannski líka þá? Flest- ir sem eiga þjóðbúning nota hann ekki nema við mjög hátíðleg tæki- færi, en aldrei ella. Mér finnst að það myndi skapa þessum búningi nýtt líf ef æska þessa lands færi almennt að nota hann ásamt sínum klæðnaði. Það væri betra en ekkert að nota hluta hans því varla myndi hann vera notaður allur fremur en endranær. Stúlkum er líka vorkunn að nota ekki pilsið, það er þungt og bosma- mikið og gerir ungar stúlkur eins og ráðsettar maddömur í laginu. Það er heldur ekki þægilegt í önn dagsins, nema síður sé. Upphluts- bolinn mætti hins vegar nota eins og stúlkan gerði utan yfir peysur, blússur eða boli, við buxur eða pils. Þannig yrði íslenski þjóðbúningur- inn vakinn til nokkurs lífs í hvers- dagslífi síns fólks. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá líður tíminn og ber með sér alls konar breytingar. Það þýðir ekkert að spyrna á móti þeirri þró- un. Hneigð til íhaldssemi er flestum meðfædd. íhaldssemi er góð á sinn hátt, hún leiðir til varðveislu. Ef íhaldssemin er hins vegar of mikil getur hún leitt til stöðnunar. íslend- ingum, einkum þeim eldri, er upp til hópa óskaplega illa við að hrófl- að sé við því sem þeir hafa ákveðið að taka í hinn helga flokk þjóðlegra verðmæta. Þjóðbúningurinn er eitt af þessu og svo sjálf hin íslenska tunga. Fólki er mjög illa við að orð breyti um merkingu. Hjá því verður þó ekki komist, málið lifir sínu lífi og aðlagast þeim breytingum sem tíminn ber með sér og smám saman taka jafnvel hinir íhaldssömustu merkingarbreytinguna í sátt. Eins er þetta með aðra hluti. Þeir breyta um ímynd í takt við tímann. Ég get ekki séð að það sé til ills fyrir íslenska þjóðbúninginn þótt notkun hans víkki út. Þótt hlutar hans séu notaðir sér, rýrnar ekki gildi hans í heild, þvert á móti kemst búning- urinn nær hjarta fólksins og lagar sig að tíðarandanum. Miklu meira er um vert að búningurinn tapist ekki úr þjóðarviíundinni en að hann verði rykfallinn safngripur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.