Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 12
12 C ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR gengið er niður Skógarstíginn frá Breiðhöfða opnast heimur gróðurs og vatns. Fornilundur Lystigarður í hjarta iðnaðarsvæðisins • > - ‘ KÁRI Lúthersson stendur hér fyrir framan vegghleðslu úr fornhleðslusteini. LYSTIGARÐAR eru fá- gætir hér á landi. Mitt á iðnaðarsvæðinu í Höfða- hverfinu í Reykjavík má samt sjá lystigarðinn Fornalund, sem vafalaust á sér fáa sína líka hér á landi. Þetta er 2.500 ferm. garður, sem B. M. Vallá hefur komið upp við aðalstöðvar sínar að Bíldshöfða 7. Þar eru ekki að- eins stór grenitré, birki og aðrar algengar tijáplöntur hér á landi heldur einnig fágætari tegundir eins og þingvíðir og eplatré. Garðinn prýða jafnframt hellu- lagðir stígar og stéttir, rósabeð og tjörn með gosbrunni. Fallegt garðhús, bekkir, vegghleðslur og ljósker gefa umhverfinu friðsælt og rómantískt yfirbragð. Viðbrigð- in eru því mikil, þegar gengið er af götunni, úr skarkala bifreiða og vinnuvéla, inn í Fornalund. Þessi glæsilegi garður á sér nokkum aðdraganda, en hann er hannaður af Guðmundi R. Sig- urðssyni landslagsarkitekt að evr- ópskri fyrirmynd. Áður stóð á þessum stað bærinn Hvammur og lagði ábúandinn, Jón Dungal, þar grunninn að fallegum trjálundi. Hann ræktaði ýmsar sjaldgæfar plöntur, stundaði rósarækt og reyndi kynbætur á plöntum. Þessi tijálundur varð svo uppistaðan að fyrsta áfanga Fornalundar, en þar var þess gætt að fella ekki eða færa eitt einasta tré. Garðurinn hefur síðan verið stækkaður í áföngum og nú fyrir skömmu var þriðji áfanginn tekinn í notkun. Gróðurvin og sýningarsvæði Nú er garðurinn orðinn um 2.500 ferm. að flatarmáli. En garðurinn er ekki bara gróðurvin. Hann er jafnframt sýningarsvæði, þar sem sjá má í réttu umhverfi flest það, sem B. M. Vallá hefur upp á að bjóða i steinum, hellum og 'flísum fyrir garða og lóðir. Þar er úr miklu að velja. — Með því að ganga um garð- inn, má fá margar skemmtilegar hugmyndir til þess að prýða hjá sér garðinn eða lóðina, segir Kári Lúthersson, sölustjóri steinaverk- smiðju B. M. Vallá. — Hér má sjá Fyrir skömmu var tekinn í notkun nýr hluti lystigarðsins Fomalundar, sem B. M. Vallá hefur komið upp við höfuðstöðvar sínar að Bíldshöfða 7. Hér flallar Magnús Sigurðs- son um garðinn, sem er jafnframt sýningar- svæði, í viðtali við Kára Lúthersson, sölu- stjóra steinaverksmiðju B. M. Vallá. Fornhleðslu- steinninn hef- ur endurvakið steinhleðslur í görðum. Veggbrunnur og óðalsteinn skapa stemmn- ingu liðinna tíma. Morgunblaðið/Árni Sæbcrg. svo til allar steina- og hellutegund- ir, sem í boði er hjá fyrirtækinu. — Það er tilvalið fyrir fólk að koma og skoða garðinn, enda þótt það komi ekki gagngert til að skoða hellur eða annað af því tagi, heldur Kári áfram. — Þetta er mjög gróðursæll og aðlaðandi staður og það getur tekið 2-3 klukkutíma að ganga um hann til þess að skoða hann rækilega. Garðurinn er líka áhugaverður fyrir marga, sem áhuga hafa á garðyrkju, því að hér eru margar tegundir af plöntum, sem sjaldséð- ar eru hér á landi. Margir telja sig hafa mikið gagn af því að ganga um garðinn. Þá sjá þeir af eigin raun, hvernig steinar, hellur, timbur og gróður geta runnið saman í fallega og heilsteypta mynd. Sumir finna þá gjarnan það, sem hentar þeim. Þeir sem ekki finna neitt við hæfi, geta pantað tíma hjá landslags- arkitekt okkar og fengið hjá hon- um ókeypis ráðgjöf um, hvernig best er að skipuleggja garðinn hjá sér. Það gera þeir án skuldbinding- ar, en oftast finna þeir, sem hing- að koma, það sem þeim hentar. Margs konar mynstur Úrvalið er mjög mikið og í garð- inum má sjá margs konar mynst- ur, sem sjást óvíða annars staðar. Áherzla er lögð á samræmi. Gróð- ur, hellur, trébekkir og aukahlutir eins og ljós falla mjög vel saman, þannig að ósamræmi finnst hvergi. Eftirsóttasti steinninn í garða og innkeyrslur er að sögn Kára svokallaður borgarsteinn. Grunn- breidd hans er 16 cm en lengdirn- ar eru 12, 16 og 24 cm. Steinninn eru fluttur í þessum lengdum á bretti til kaupandans, sem síðan tekur steinana beint af brettinu og leggur þá niður á fyrirhugaðan stað. — Þessi steinn hefur notið mik- illa vinsælda bæði á meðal ein- staklinga og fyrirtækja, segir Kári. — Ástæðan er sennilega sú, að steinninn er mjög auðveldur í meðförum og flestir ef ekki allir geta lagt hann sjálfiit Borgarsteinninn er til í mildum jarðbrúnum eða hnotubrúnum lit, en þessir litir fara yfirleitt vel sam- an við gróður, timbur og hús. Fer- metraverð á þessum steini er nú 1.890 kr. — Miðað við hvað þessi fjárfesting er til langs tíma, þá er þetta ekki hátt verð, segir Kári. — Ending steina og hellna er mjög mikil samanborið við önnur efni sem bjóðast. B. M. Vallá hóf steinafram- leiðsluna fyrir liðlega tíu árum. — Þá var úrval af garðsteinum og hellum mjög lítið hér á landi og það ríkti nánast stöðnun á þessu sviði, segir Kári. — Nú er öldin önnur og úrvalið afar mikið. B. M. Vallá hefur kynnt að minnsta kosti einn nýjan stein á hveiju ári undanfarin sex ár og árlega kom- um við fram með fjölmargar nýj- ungar á öðrum sviðum. Eftir því sem úrvalið eykst og fólk sér fleiri möguleika, eykst sköpunargleði þess og þá fær hún virkilega að njóta sín. Nýjar tegundir kalla á nýjar hugmyndir — Nýjar steinategundir kalla líka fram nýjar hugmyndir, sem síðan gefa tilefni til þess að fram- leiða enn nýjar gerðir, heldur Kári áfram. — Úi-valið í hellum og stein- flísum gefur steinaframleiðslunni ekkert eftir. Steinflísarnar má bæði nota innan dyra og utan. Það má bera á þær og loka þeim, þann- ig að auðvelt sé að þrífa þær inn- andyra og úti á veröndinni má hafa annan lit en inni. Margir hafa notað náttúrstein með þess- um hætti, en steinflísarnar frá okkur hafa það fram yfir náttúru- steininn, að þær eru ódýrari. Að sögn Kára hefur umfang steina og hellugerðarinnar verið að aukast ár frá ári, en eftir sem áður er sala á steinsteypu aðal þátturinn í starfsemi fyrirtækisins. — B.M. Vallá hefur framleitt steypuna í stóran hluta þeirra húsa, sem byggð hafa verið á höf- uðborgarsvæðinu í um 40 ár, seg- ir Kári. — En með steina- og hellu- framleiðslunni höfum við einnig hafið framleiðslu á steyptum hú- seiningum, sem eiga vafalítið mikla framtíð fyrir sér. í Fomalundi er fallegt garðhús,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.